Þjóðviljinn - 03.09.1981, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 03.09.1981, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. september 1981 Kannað- ar fóður- blrgðfr Vegna hins mikla kals sem varö i túnum viöa um land og þess hve tíöarfar hefur viöa veriö erfitt, svo aö Iskyggilega horfir sumstaöar meö fóöuröfiun, hef ur landbúnaðarráöherra nú skip- að nefnd „til þess aö kanna ástand þessara mála, gera ráöu- neytinu grein fyrir þeim og gera tillögur um aögeröir, sé þeirra talin þörf”. I nefndina voru skipaðir: Gisli Hjörleifsson, bóndi Unnarholts- koti að tillögu Stéttarsambands bænda, Jónas Jónasson, búnaðar- málastjóri að tillögu stjórnar Búnaöarfélags tslands,og Stefán A. Jónsson, bóndi Kagaðarhóli, sem er formaður. Nefndin hefur tekið til starfa og skrifaö öllum sveitarstjórnum með beiðni um að kannaðir veröi hið fyrsta.eðastrax og séð verður fyrir lok heyskapar, hvort um verulegan fóðurskort veröi að ræða i sveitarfélaginu eða hjá einstökum bændum. Reiknað er með þvi, að siðar verði boðaö til funda meö oddvit- um á þeim svæðum þar sem horf- ur eru taldar alvarlegar. Bændur eru jafnframt hvattir til aö hafa samband við sveitar- stjórnir og greina frá þvi hvort þeir þurfiaðkaupa hey eða annað fóður umfram venju, eða hvort þeir telji sig hafa hey til sölu. Þá er vakin athygli á þvi, að sveitarstjórnir hafa heimild til að stöðva heysölu út fyrir sveitarfé- lagið, ef heyskortur er talinn yfir- vofandi innan þess. Nefndin leggur áherslu á að könnun þessi fari hvarvetna fram svo fljótt sem tök eru á og að henni berist umbeönar upplýsing- ar fyrir 20. sept. Er þetta gert með það fyrir augum að yfirlit fáist yfir þessi mál og hægt verði að skila hugs- anlegum tillögum og taka afstööu til þeirra fyrir lok sláturtiðar. —mhg Kryolit frá Græn- landi Að sögn Axels Gislasonar, framkvstj. hefur Skipadeild SÍS gertsamning um flutning á miklu magni af kryoliti frá Ivigtut á Grænlandi til Kaupmannahafnar. Kryolit er steintegund, sem unnin er i grænlenskum námum. Þegar hafa tvöskip, Hvassafell og Mæli- fell, farið með fullfermi, samtals 5000 tonn. Næsti farmur verður lestaður nú upp úr mánaðamót- um. Flutningar þessir hafa gengið mjög vei, en þeir byrjuðu raunar i fyrra. Þá flutti Skipadeildin 7.500 tonn þessa leið en i ár verða að likindum flutt um 12.500 tonn. ____________—mhg Búvörudeild SÍS: 25% yeltu- aukning Á fyrra helmingi þessa árs jókst útflutningur Búvörudeildar SIS um 23,6% frá sama tima i fyrra og varð 101 milj. kr. Innan- landssalan jókst um 22,9% og< varð 81 milj. kr. Sala kjötiðnaðar- stöðvar jókst um 56,4% og varö 15 milj. kr. Varð heildarsala deild- arinnar þannig 197 milj. kr., sem er 25,2% aukning frá fyrra helm- ingi ársins 1980. —mhg Goða réttlr renna út Tilbúnu Goðaréttunum i neyt- endaumbúðunum frá Kjötiðn- aðarstöð Sambandsins hefur ver- ið tekið mjög vel. Þeir komu á markaðinn viku af júli og það, sem eftir var mánaðarins seldust 13.300 skammtar. Framleiðslan hefur jafnharðan flogið út og vafalaust verið hægt að selja meira ef haft hefði verið undan með tilbúninginn. Þvi hefur enn- þá ekki verið unnt að fara með kynningar út um land og salan þvi til þessa mesta á Reykjavlkur- svæðinu. —mhg Þessi mynd af hjúkrunarheimili frá nokkuö óvanalegu sjónar- innar sem rokiö hefur upp á aldraöra viö Snorrabraut er tekin horni, —ofanaf þaki byggingar- undanförnum mánuöum. Ljósm.—gel. Nýr fram- kvæmda- stjóri hjá Amarflugi Gunnar Þorvaldsson flugstjóri hefur tekið við stöðu fram- kvæmdastjóra hjá Arnarflugi en Magnús Gunnarsson lætur nú af störfum að eigin ósk eftir rúm- lega fimm ára starf. Gunnar Þorvaldsson er einn af stofnendum Arnarflugs og hóf störf þarsem flugmaður, en varð siðan flugstjóri, flugrekstrar- stjóri og nú siðast aðstoðarfram- kvæmdastjóri, áður en hann tók viö starfi framkvæmdastjóra. Verðlauna- garðar í Garðabæ Rotaryklúbburinn Görðum hef- ur veitt viðurkenningu fyrir fagra skrúðgarða i Garðabæ. Viður- kenningu hlutu hjónin Kristin Guömundsdóttir og Ingibjartur Þorsteinsson fyrir vel skipulagð- an og framúrskarandi vel hirtan skrúðgarð að Espilundi 1 og hjón- in Asrún Guðbergsdóttir og Krist- ján P. Vilhelmsson fyrir fagran skrúðgarð með óvenju f jölbreytt- um gróöri að Breiðási 1. Söluaukning hjá ISC Guöjón B. Ólafsson, framkvstj. Iceland Seafood Corporation i Bandarikjunum, segir rekstur fyrirtækisins ganga vonum fram- ar, miöaö viö markaösaöstæöur. Fyrstu 7 mánuöi ársins varö 7% söluaukning hjá fyrirtækinu, taliö i doliurum. Sala á fiskréttum framleiddum I fyrirtækinu jókst um 2% aö magni og i fiakasölu varö 14% magnaukning. Til sam- anburöar má geta þess, aö fyrstu mánuöi ársins er taliö aö 8% sam- dráttur hafi oröiö i neyslu fisk- rétta i Bandarikjunum i heild. Guðjón sagði markaðinn hafa verið erfiðan undanfarið, sam- keppni hörð og verð á þorsk- og ýsublokk lækkandi. I mailok hækkuðu þorskflök hinsvegar um 12,5%. Samkeppnin við Kana'da menn hefur verið mjög erfið þvi þeirra flök hafa ekki hækkað heldur öfugt. Guðjón taldi ekki breytinga að vænta á markaðnum fyrr en breyting til hins betra yrði á efnahagsástandi i Bandarikjun- um, sem naumast yrði fyrr en á næsta ári. —mhg Ge*'***' Málefni fanga koma öllum við Fjöldi ógæfusamra íslendinga lendir í fang- elsi árlega. Félagasamtökin Vemd vinna að því að hjálpa þessu fólki til að hefja nýtt og betra líf. Einn af þáttum h jálparinnar felst í útgáfu tímarits Verndar, sem fjallar um það sem verið er að gera í fangahjálpinni. Kynntu þér fangahjálpina í riti Verndar. Meðal efnis í ritinu: • Heimsókn í kvennafangelsiö á Akureyri • Fylgst meö starfi Skilorðseftirlitsins • Afdrif geösjúkra manna í fangelsum - ráöstefna Verndar um mál þeirra • Sagtfrá starfi Verndar Fæst á blaðsöhistöðum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfírði T Fangahjálpin \ Félagasamtökin VCJ. 1 ÍUL Vernd Gimli v/Lækjargötu, sími 21458

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.