Þjóðviljinn - 12.09.1981, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.—13. september 1981
Afkynlífi og unglingum
Ég er búinn að vera erlendis í mestallt
sumar og þess vegna hefur pressan og póstur-
inn hlaðist upp hjá mér.
Núna uppá síðkastið, hef ég í góðu næði, ver-
ið að fara lauslega yfir blöðin, svona til að
kanna, með hverjum hætti þjóðarskútunni
haf i verið haldið á f loti að mér f jarverandi.
Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á hinum
margþætta kynlífsvanda íslensku þjóðarinnar,
sem oft setur talsverðan svip á dagblöðin.
Einkum virðast unglingarnir, eiqa við betta
bölaðstriða (ef marka má síðdegispressuna),
en miðaldra sérfræðingar eru ólatir við að tí-
unda þær hrellingar, sem unglingar þurfa að
þola vegna þess að engin tækifæri gefast til að
ástunda bólfarir reglulega og við ákjósan-
legar aðstæður.
Ég var að fletta gömlu Dagblaði f morgun,
og þá rakst ég á mynd af manni, sem er að
berja konuna sína með herraregnhlíf. Mér
hefði nú ekki þótt þetta neitt tiltökumál ef
myndin hefði verið tekin undir berum himni í
tilheyrandi vatnsveðri, en viti menn, maður-
inn er að dunda við þetta inní stofu og á nær-
bolnum. Þetta er svo fráleitt, að ég get ekki
orða bundist. Til heimabarsmíða nota menn
buf f hamarinn eða gítarinn. Fyrir nú utan það,
að herraregnhlífar eru varla til á nokkru
islensku heimili og ekki get ég hugsað mér ó-
hentugra verkfæri til að lumbra á konum, ef
árangur á að nást. Þó ekki væri nema vegna
þess að herraregnhlífar eru hannaðar til úti-
nota og til varnar gegn höf uðskepnunum og til
þeirra teljastekki nærri allar eiginkonur.
Oðru máli gegnir um buffhamarinn og ber
verkfærið raunar naf n með rentu.
Jæja, nú fór ég að kíkja á greinina, sem ber
yfirskriftina „Kynlíf og unglingar". Og það
fór eins og mig grunaði. Ég gat orðið greinar-
höfundi sammála um flest oq þó einkum bað
að kynlíf gæti verið æskilegt, ekki aðeins fyrir
venjulegt fólk, heldur líka fyrir unglinga. En
að sérfræðinga mati, virðist talsverður mis-
brestur á því að unglingum í nútíma þjóðfélagi
gefist kostur á uppáferðum með viðunandi
aðbúnaði.
Greinarhöfundur telur að áfengis og fíkni-
efnanotkun, ofbeldisverk og óhófleg sókn í
skemmtanalíf komi í staðinn fyrir „holdlega
munúð" og „frjálst, gefandi kynlíf á kyn-
þroskaaldri".
Semsagt, svalláhugi íslenskrar æsku sannar
svoekki verður um villst, aðskírlíf i er allsráð-
andi í hópi unglinga á kynþroskaskeiði í dag.
Hreinir sveinar og hreinar meyjar vaða um
borgina drukkin og dópuð, fremjandi alls kyns
óhæfuverk, í staðinn fyrir að vera eins og
siðaðar manneskjur að ástunda bólfarir og
betri siði.
Mér er næst að halda að greinarhöfundur
hafi rétt fyrir sér þegar hann segir orðrétt:
.....„flestir sem hafa alist upp í samfélagi
nútímans, þjást af ómeðvituðu hatri á kynlíf-
inu".
Ég vona bara að hatrið verði ekki til þess að
lýðurinn gleymi að viðhalda mannkyninu.
( dag er afskaplega mikið rætt um skort á
kynf ræðslu.
Mér er auðvitað Ijóst að æskulýðsfulltrúar,
sálfræðingar, uppeldisfræðingar, kynfræð-
ingar, þjóðfélagsf ræðingar og aragrúi af alls
kyns sálfræðilegum sérfræðingum, þurfa að
fá vinnu. Vonandi fá þeir hana — Vonandi. En
sú spurning gerist æ áleitnari, hvers vegna
islendingar eru ekki löngu útdauðir, eins og
kynfræðslu í skólum var háttað hérlendis á
árum áður, eða þegar ég var að slíta barns-
skónum. Kynf ræðsla var til skamms tíma ein-
faldlega álitin klám og lá þessvegna í þagnar-
gildi.
Þess vegna mætti ætla að ég og jafnaldrar
mínir hafi í æsku vaðið f villu og svima um
kynferðismál. Strákunum væri ætlandi að
hafa haldið aðtippiðværi bara til að pissa með
því og stelpunum, að þær væru haldnar sömu
fáviskunni varðandi sitt apparat.
En þótt undarlegt megi virðast, vorum við
strákarnir hérna vestur í bæ furðu fróðir um
lífsins gang strax uppúr sex ára aldri, enda
sannarlega engum námsleiða fyrir að fara.
Ég held satt best að segja, að hjá flestum
okkar krakkanna hérna í Vesturbænum hafi
liðið heill áratugur frá því að við urðum því
sem næst fullnuma í „kynfræðum", þar til
okkur gafst kostur á að sannreyna menntun
okkar í praksís.
Ef marka má blaðaskrif, er einn aðal-
vandinn, sem blasir við unglingum í dag,
feimni við að kaupa getnaðarvarnir.
Ég man eftir því, að við strákarnir í öðrum
bekk í Gaggó, héldum einu sinni fund, einmitt
um þennan aðsteðjandi vanda og þar var
jamþykkt samhljóða ályktun þess efnis að
uppáferð með smokk, væri eins og að éta
karamellu með bréf inu á.
Ég held satt að segja að þótt öll umf jöllun
um kynlíf í f jölmiðlum sé góðra gjalda verð,
þá sé það nú full mikil svartsýni að óttast að
krakkarnir haldi ekki áfram að af la sér stað-
góðrar menntunar í holdsins lystisemdum.
Hitt er svo annað, að það er líkt með leiklist
og hjásofelsi, að viðvaningar geta náð furðu
góðum árangri, eða eins og æskulýðsf ulltrúinn
kvað um árið:
Það varalltaf álitmitt
(því enginn maður snöri)
aðgaman væriaðgera hitt
með góðum amatöri.
mest, best, verst
... .Rosalegustu afleiöingar
rekkjuleikja i hjónaböndum
munu hafa verið þegar Kristó-
fer Nasefresser beit nefið af eig-
inkonu sinni Júliu Alexöndru,
sem bar ekki sitt barr eftir þá
ástriðufullu nótt.
... .Afdrifarikasti sjónvarps-
skemmtiþáttur sem sögur
fara af varð til þess aö
fimmtugur múrari I ensku smá-
þorpi fékk hjartaslag. Þetta
gerðist eftir aö hann hafði hlegiö
viðstöðulaust i heila klukku-
stund aö amerlsku grinefni.
....Besta leiðin til að stöðva
hárlos karla er að gelda þá sam -
kvæmt visindalegum niðurstöð-
um dularfullrar rannsóknar-
stofnunar sem ber það sér-
kennilega heiti Wissenschaft-
liche Kastration statt Haarlos-
igkeit.
...Versta ritgerðasamkeppnin
fór fram i'Bandarikjunum fyrir
nokkrum áratugum þegar efnt
var til samkeppni þar sem rit-
snillingum var uppálagt að
skrifa ritgerð sem yrði 500 til
tvö þúsund orð um „Mikilvægi
þjóölegra knattleikja i sögu
Bandarikja Norður-Ameriku.
Þessi vatnshani er einhver sá óvanalegasti sem um getur. Hvernig *
væri að fylgja þessu fordæmi og mála alla vatnshana bæjarins i
þessum dúr?
SALTJARÐAR
Hvað skyldi vera mesta
þarfaþingið i eldhúsinu? Þaö er
saltboxið, þvi salt er til margra
hluta nytsamlegt. Vissir þú til
dæmis að ef þú þarft að sjóða
sprungið egg, þá þarftu aðeins
að bæta teskeið af salti i vatniö
og þá helst saltiö i skurninni
(þvi salt bindur, eins og allir
vita).... Vissir þú lika að með
þvi að setja hnetur (með hýði) i
saltvatn, er helmingi
auðveldara aö brjóta þær næsta
dag og ná kjarnanum út i heilu
lagi?
Og enn eitt gott ráð: Þvoið
epli úr sterkri saltupplausn, þá
geymast þau margfalt betur. Og
i hreingerningum er saltið
ómissandi: Þvoið burstann úr
heitri saltupplausn, gler verður
skinandi ef það er þvegið úr
saltvatni og bambushúsgögn
jafnt sem tinkönnur’ glansa
aldrei eins vel og eftir meðferð
úr elsta krydd- og geymsluefni
veraldar — sodium chloride —
salti.