Þjóðviljinn - 12.09.1981, Side 8

Þjóðviljinn - 12.09.1981, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12,—13. september 1981 stjórnmál á sunnudegi Q| Helgi Seljan alþingismaður skrifar leiöir til aö ná launajöfnuði fram. Hvað sem menn f jargviðrast út af vondri verkalýðsforustu þá vita allir að launamisrétti á Islandi stafarafallt öðru m.a. þvi sem áöur var rakið, en Vil- mundur hefur ekki komið auga á. Síminn á afgretöslunni er 83033 JHorjjmifcTatúti piirrgaiinMiílíili* l>RIi)JUDAGUR 11. JÚLl 1981 Ásakanir iðnaðarráðherra á Alusuisse: Engin staðfest- ing’ liggur fyrir — súrálsskýrslan enn trúnaðarmál Senn er að sumarlokum komið. Mjög hefur þaö veriö misgjöfult á gæði, sem löngum áöur, en ekki þurfum við hér eystra undan að kvarta. Góð og kjarnmikil hey i hlöðu komin. Aflabrögö hafa verið með afbrigðum. Argæzka til sjos og lands og einstaka hitabylgjur bliðviðrisins eystra hafa bætt upp að fullu kulda og hráslaga vordaganna. Héðan séðviröist svo sem logn og bliða hafi verið aðaleinkenni þjöðlifsumræðu, ef frá eru skildar einstaka hitabylgjur. Meira að segja skattseðlarni r hrelldu menn ekki meira en svo, aö ihaldspressan guggnaði á striðs- letri og æsiviðtölum,sem málþola höföu beðiö á Mogganum frá i vetur og þetta blað fasteignaviö- skiptanna upp á fleiri siöur dag- lega, för aDt í einu aö finna sár- lega til með þeim, sem ekki áttu þak yfir höfuðið og viðkvæmnin og hjartahlýjan vali út yfir sið- urnar, þ.e. þær sem fasteigna- braskaramir upptóku ekki. Og i miðri hjartahlýjunni þurfti aö koma höggi á þá sem helst hafa viljað koma skipulagi og félags- legum jöfnuði á þessi mál öll. Og auðvitað var þetta allt kommunumaö kenna. Á stundum sem þessum, þegar froðufellar Moggans æsast sem mest yfir vonzku okkar kommanna þá finn ég bezt, aö mér þykir talsvert vænt um Moggann. Hann er ljómandi loftvog i allri pólitiskri umfjöllun. Ef Mogginn ærist verður mér rórra. Þrátt fyrirallter vissan sú að verið sé á réttri ieið. Enda kom blaðið óðara upp um sig i falskri umhyggju fyrir fólk- inu á götunni. Falskur undirtónn Astæður vandræðanna voru fólgnar i' tvennu fyrst og siðast. Löggjöf hafði veriðsettum lág- marksskyldur leigusala, lág- ma rksréttindi leigjenda. „Frelsið” hafði verið skert. Félagslegar framkvæmdir sátu i fyrirrúmi ihúsnæðismálakerfinu. Verkamannabústaöir, leiguibúöir sveitarfélaga og þvilikt dóti stað hins óhefta „frelsis”. Þeim sem sáu ihaldið á Alþingi greiða atkvæði meö leigjendalög- gjöfinni og heyrðu kröfurnar um enn meira félagslegt átak fundu strax hinn falska undirtón. Enda fjaraði ástnkið i garð leigjenda og húsnæöislausra út vonum fyrr, en eftir stóðu að sjálfsögðu allar Moggasiöurnar frá fasteignasölunum, með til- heyrandi fjárstuðningi til Mogg- ans, sem væntanlegir kaupendur greiöa svo aö lokum. Já, margt skrýtiö er i kýrhaus Moggans og það væri að æra óstööugan að elta þann útúrsnúning allan. Þó dái ég Staksteina mest, þvi mér hefur lengi verið hulin ráö- gáta fyrir hvaða manntegund er þar verið að skrifa og útskýra annarra skrif. örugglega ekki upplýstan almenning á landi hér. En gull- korn Staksteina eru mýmörg og oft má aö þeim brosa, ekki sfzt þegar félagi Svavar fór til Sovét, og Mogginn gleymdi i óðagotinu Geir blessuðum og hans marg- lofuðu vináttuheimsókn til Kremlbænda, enda átti Mogginn þá eftirað gefa i skyn með frægri myndbirtingu aö gruggugt væri i kringum ferfár Geirs til útlands- ins, ekki sizt ef komið væri frá Luxemburg. Já, heimilisböliö á bænum þeim er ekki til að spauga með og mikið hlakka ég nú til að glugga ialla „Gisla pistlana”um algóðan Geir fram að landsfundi. Það verður litrikt lesefni. Kýrhaus kratanna En svo skrýtinn sem kýrhaus Moggans er, þá hefur annar kýr-. haus slegiö allt annað út í sumar. Eftir dásvefn siðustu mánaöa voru menn minntir harkalega á það að enn væru til kratar og kannski fleiri en þessir 30, sem sumir þekkja og m.a.s. til blaö sem nefndist Alþýðublað, sem nær enginn vissi hvað var. Og nú vita menn þaö — og þó. Orðkynngi og ástúðlegar nafn- giftir reyndust mjög i takt við þá einkennilegu tegund af ástriki sem Alþýðuflokkurinn hefur ein- kennzt af allt frá haustdögum 1980, þegar ástriðufull kærleiks- hót Kjartans i garð Gröndals birt- ust í fegurstu formannsskiptum i flokki hér. Og nú rifjaðist jpaö rækilega upp fyrir fólki að til var nokkuö sem hét Vilmundur og gnýrinn gamalkunni frá Kröflu og „kauöa” málum endurómaði i eyrum manna á ný. Orrustan var aðeins öll inn á viö og ekki annað að sjá en samheitið fagra „skita- pakk” næöi yfir alla fjölda- hreyfinguna, m.a.s. hinn sanna. „drengskaparmann” Jón Bald- vin, sem skýrist máski af þvi að hann fór allt i einu að úthella ástargeislum sinum yfir Kjartan formann, sem þá má nú fara aö vara sig. En upphafið héöan að austan séð var raunar i líkingu við vitrun Páls postula. Vitrun Vilmundar Sá sem haföi kynnzt kauplækk- unarpostulum krata, með Vil- mund i' broddi fylkingar, sem sannastan talsmann hinnar góðu og göfugu baráttu við kommana út af alltof háu kaupi, áleit að þessi merkiberi hefði nú fengiö vitrun og svo sem Páli forðum var honum mikiö niðri fyrir um boðun hins nýja fagnaðarerindis. Vilmundur uppgötvaði sem sé allt i'einu að til varfólk á Islandi meö alltof lágt kaup og fagna ber þvi að þessi vitrun hefur leitt hann frá kratavillunni, sem sprengdi stjórnina 1979 eöa er ekki svo? Af þvi sem Vilmundur er hjartahlýr og einlægur innst inni þá veit ég að vitrun þessi hefur varanleg áhrif, en full- komin er hún ekki og eins og Páll, sem margt misgott lét frá sé'r fara, svo fer Vilmundi nú. Orsak- imar vefjast illilega fyrir honum og viljaleysi getur vart verið um að kenna. Maður sem lengi hefur i þoku labbaö, áttar sig ekki strax á öllu i landslaginu umhverfis sig, þegar út úr þokunni er komið. Lága kaupið er ekki sök vinnu- veitenda, það er ekki vegna ónógs atfylgis verkalýðsins á stjórn- málasviðinu, ekki stafar það frá þrýstihópum hálaunaðri aðila, sem æ ofan i æ hafa raskað öllu launakerfi sér i hag, sökin er öll hjá forystu verkafólks. Og hin félagslega deyfö og hiö almenna áhugaleysi félaganna stafar af lýðræöisskorti i félögum, sem búa viö bærilegt lýðræði og hafa búið allt frá einokunardögum krata. Einhvern veginn kemur þetta allt illa heim og saman við veruleikann, sem Vilmundur þekkir eðlilega úr nokkurri fjarlægð og firringu þess, sem aldrei hefur nálægt lif- andi kjarabaráttu komið. Enda fer svo hjá Vilmundi minum, aö hann kemst aöeins i sama gamla haminn og áður um spillingu, möppurogkerfi, en hvergi örlar á raunhæfum tillögum um baráttu- Stormur í fingurbjörg En vitrun Vilmundar á vonandi eftirað þróastá vegi skilnings og þroska og þá getur hann farið aö kenna „drengskaparmanninum” á Alþýðublaðinu og öðrum úr hinni 30 manna fjöldahreyfingu nýja lærdóma. Ekki vetir af á þeim bæ. Ekki þarf að kenna „drengskapar-manninum” að fara með fullyrðingavaðal eða flenna út sleggjudóma sina fyllta blindri heift. Þar er hann fullnuma, enda hvorki hjartahlýr né einlægur eins og Vilmundur er þó. Sá stormur í fingurbjörg, sem kratadeilan hefur sýnzt, hefur enn engum raunhæfum árangri skilað, allra sist láglaunafólkinu á landi hér. Hávaði og oröaflaumur órck- studdra fullyrðinga hefur beinzt að þvi einu aö auglýsa upp ákveðnar persónur, sem þótti sem þær hefði um of i gleymsku falliö. Þvi miöur er þaö raunin. Samstillingu allra krafta fag- legra sem pólitiskra skortir vissulega að þvi marki að mis- rétti ilaunakjörum verði útrýmt. Þar þarf tii mikiö átak ekki sizt þeirra sem i dag fleyta rjómann — sem bezt hafa kjörin. Jöfnun launa — jöfnun llfskjara hefur vissulega sina áfangasigra aö baki, en minnug skulum við þess að án fórna þeirra betur stöddu — ef fórn skyldi kalla — næst ekki fram fullt jafnrétti. Til þess þarf pólitiskt hugrekki aö ná þar árangri sem um munar, ekki þaö aö hlaupast undan merkjum einsog kratarnir geröu, þegar tækifærið var þeirra. Ekki skal það hugrekki lofsungið hjá dikur í Alþýöubandalaginu, en undir forystu þess hafa áfanga sigrarnir þó náöst, ekki sizt hvaö varöar aldraða og öryrkja. Aðeins i lok vitrunarþátts, sem vissulega er of langur af litlu efni, þá skal það fram tekið aö langt er enn i land lokasigurs, en að pólitiskri sem faglegri einingu verður að vinna og verkalýðsleiö- togar eiga þær ærið hlutverk ekki siður en við sem á þingi sitjum. En sameinað afl allra sem vilja og þora er þó forsendan. í skelfingu skipbrots síns Súrálsmálið varán alls efa mál sumarsins. Hin bjarta hlið þess máls er vissulega mikils virði. Þar var mikið og gott starf unnið til ávinnings islenzkum málstað, Islenzkum hagsmunum sem saga siðari tima mun sanna áþreifan- lega. Hin dökka hlið felst i afstöðu sumra stjórnmálamanna, sem allt tortryggöu, sem okkar mál- stað var til tekna, en bergmáluðu undanfærslur og ósannindi auð- hringsins. Þar fóru fremst Geirs- menn i'halds og Jón Baldvin og mátti vartá m illi sjá I fyrstu — þó Geirs-liðiö sigraði glæsilega á lokaspretti. En ógnvekjandi er það i raun, þegar svo er snúizt gegn málstað eigin þjóðar af pólitfsku ofstæki og einsýni, ann- ars vegar til aö verðskulda hylli auöhringanna, hins vegar til verndar stefnu erlendrar stór- iðju.sem hefur oröið þeim hinum sömu heilög kýr. Geymd er sú af- staða en ekkigleymdhjá almenn- ingi, sem hlýddi furðu lostinn á viöbrögöin. Allir vissu raunar að ofurtrú þessara manna á erlenda forsjá i atvinnulifi okkar var undramikill, s.s. umræður um virkjanir og orkunýtingar hafa sannaö, en fáir hefðu trúað, að svo augljós undirlægjuháttur i sliku hagsmunamáli liti framar ljós á landi hér.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.