Þjóðviljinn - 12.09.1981, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 12.09.1981, Qupperneq 9
igtl » f i • i i »’3 k’ vrt,7 í ,* •■• .i• - <\ iJiifi Helgin 12.—13. september 1981ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 En skipbrot orkunýtingar- i þágu erlendra auðhringa er skilj- anlega ónotalegt, þegar atvinnu- stefna hefur verið á þeim for- sendum byggð.Og óttiog skelfing hefur gripið þá heljartökum, þeg- ar innlend orkustefna Alþýðu- bandalagsins hefur hlotið svo ótvíræðan hljómgrunn, sem Orkuþing s.l. vors sannaði best. I skelfingu skipbrots sins sjást þeir ekki fyrir, þó fyrirgefningu eigi þeir enga skilið. Almálið og umfjöllun þess, öll hin mikla vinna sem þar liggur að bakiá eftir að skila okkur miklum framtíðarverðmætum, ekki sizt i þá veru að opinbera þann háska, sem atvinnulifi okkar er búinn af erlendri einokun orkulinda okkar, sem illu heilli hefur af ofurkappi verið boðuð undir þvi falska for- orði: Annaö hvort —eða, annað hvort framfarir og efling atvinnulífs og þá alfarið með erlendum atvinnu- rekstri eða stöðnun, sem til kæmi ef við Islendingar ættum hér einir hlut að. Litt sæmandi þessum annars þokkalega gerðumönnum, en til- gangurinn mun hafa átt aö helga meðalið. NU sjá þeirsund öll lokast, rök- semdafærslan hrynur um sjálfa sig I vitund allra skyni borinna manna. Ljóst er að við höfum alla möguleika á þvi aönýta dýrmæta auölindiþágu okkar einna, áform um innlend iðjuver, studd gildum þjóöhags- og efnahagslegum rök- um munu verða að virkileika, ef við erum menn tilað standa á eig- in fótum, ef við viljum vera efna- hagslega sjálfstæöir, ef orkulind- irnar eiga að mala okkurgull. Af fullri djörfung og stórhug með að- gát um leið skal sóknin til innlendrar orkunýtingar hafin og háð og þá munu allir þagna að lokum, lika þeir sem i sumar hafa talað annarlegum tungum og þá er vel. Svikin við samfélagið En af því að ég ýjaði að skatt- seðlunum i' upphafi þessara punkta, þá verður að játast að furðu yekur oft fjargviðrið Ut af einhverri óskaplegri áþján af völdum hins opinbera, sem ein- hvers skrfmslis, óviðkomandi öllu mannlifi. Oftast eru þeir, sem hæst láta, siður en svo á vonarvöl, ekki þjást þeir af skorti á einkaneyzlu, nema siður væri. Jafnvel mætti benda á ótöluleg dæmi um óþarfaneyzlu að ekki sé nU að þeirri skaðlegu ýjaö. Það heyrist nefnilega ekki mikiö i þeim, sem litla eða enga skatta bera, en verða einmitt vegna li't- illa tekna að neita sér um flester þeir ,,þjáðu” veita sér ótæpilega. Sem betur fer liða fáir skort al- mennt á þessu landi, en jöfnuður- inn mætti vissulega vera miklu meiri, þr.átt fyrir þá siauknu samhjálp, sem er stolt okkar öðru framar, en hlýtur aö kosta sitt af hálfu þeirra, sem sannanlega geta. Sama má segja um jöfnuð i skattamálum og jafnrétti þar. Þar tekst of mörgum enn að svi'kja samfélagið um sinn rétt- láta skerf, þrátt fyrir Urbætur nýrra skattalaga. Þar ber hæst þá ýmsa, sem hafa möguleika á að hagræða tekjum og tölum, alveg sér i lagi ýmsir sem sjálfstæða atvinnu stunda, og sem hvert byggðarlag á sin dæmi um, þó Reykjavik sé þar eflaust rikust. Það er sifellt umhugsunar- og Urlausnarefni, hvernig enn megi Ur bæta og gera þetta tæki virk- ara. En hávaði þeirra sem hæst láta snertir ekki þennan hóp, enda skyldleiki oft auðsær. En afturað skattaáþjáninni og þá að hinni hliðinni, þar sem eru þau margvislegu Utgjöld, sem hið op- inbera, riki sem sveitarfélög þurfa að inna af hendi og hávaöa- liðið gerir oft enn meiri kröfur til. Vantar samhljóminn Ég hefi nU í sumar sem oft áður hlýtt á kröfur hinna margvisleg- ustu hópa, félaga og stofnana. Mætt á fundum margra aðila og fengið ótal bréf, sem snerta aukn- ar framkvæmdir og framlög . hvers konar. Oft vill svo fara, aö þaö fólk sem hæst hefur kvartað um eigið framlag til samfélagsins, er kröfuharðast um stuðning hins opinbera, enn meiri framkvæmd- ir, enn frekari átök i þágu hinna margvislegustu málefna og sann- arlega er oft hægt að taka þar undir. Enþarna vantar samhljóminn, þegar áþjánarsinfónian upphefst, þvi allir sæmilega skynugir menn ættu að skilja samhengið milli þess að afla tekna og hafa fyrir Utgjöldum, einkum ef þar er nU um enn meira beðið. En skýringin er eflaust einföld — eitt er aö eiga að skilja— annað að vilja það. Undir þetta kynda svo ákveðin öfl i þjóðfélaginu, þeir sem greiðast eiga inni I Morgunblaðinu og Visi. Málflutningur þessara tals- manna einkagróðans byggist á þeirri einföldu frumskógarfor- mUlu að menn eigi að hafa full- komið frelsi til að ráöstafa tekj- um sinum, hversu miklum sem vera skal, án alls tillits til al- mannaheilla á öllum sviðum. Hann er svo andfélagslegur, að i raun hefur fólk alfarið hafnað honum með óskum sinum um framlög og framkvæmdir hvers konar. Eða hver vill ekki rifleg fram- lög til heilsugæzlu, mennta og menningar, samgangna, æsku- lýðsmála og siðast en ekki sizt til lifskjarajöfnunar i formi trygg- inga, sjUkrahjálpar og annarrar félagslegar aðstoðar? En á það treystir ihaldið að þegar að eigin skinni kemur þá skjötist mörgum þó skýr sé, jafn- vel þóum sama leytisé gengið til fundar og gerö samþykkt um að hið opinbera taki nU enn röskleg- ar á við þetta eða hitt, sem áhug- inn beinist að. Aðdáunarandvörp Moggans Meginatriðið er auðvitað það, að almennan velfarnað, öryggi i atvinnu, góða aðstöðu i öllum greinum tryggja menn ekki nema til þess sé lagt af hálfu allra þeirra, sem um það eru færir og sem betur fer erum við það vel- flest og eigum þvi bæði og getum lagt fram okkar skerf með ánægju i ljósi allrar þeirrar vel- ferðar og framfara, sem islenzk þjóð státar afrog má vera stolt af. Sem tekjujöfnunartæki er hinn beini tekjuskattur eðlilegur og sjálfsagður og þetta jöfnunartæki þ«rf að gera sem virkast til átaka á öllum sviðum þjóðlifs okkar. Allarkröfurum lækkun að ekki sé talað um afnám þessa mikil- væga tækis eru vægast sagt vafa- samar. Um viðmiðunarmörk má deila, þar má eflaust auka réttlæti, að auknu eftirliti ber að huga, svo smugum til beinna skattsvika fækki enn. En ekkert má aðhaf- ast, sem skert getur félagslega samhjálp eða brýnar og nauðsyn- legar framkvæmdir sem stuðla að almannaheill til framtiðar. Þetta veit ég að verkalýðsleiötog- ar skilja betur en flestir aðrir og þvi vona ég að þaðhafi verið mis- heym að þessir ágætlega samfé- lagssinnuðu menn hafi verið að biðjaum almenna skattalækkun. Þaö vill nefnilega oft verða líkt og i launamálunum þar sem hækk- unarprósenta vill ganga ur) allan launastigann — lækkun skatta gæti teygzt ærið hátt upp á við i tekjustiganum. Og það veit ég ekki er ætlun leiðtoga láglaunafólks. Ég sé að Mogginn andvarpar af aðdáun yfir stefnu Reagans og Thatchers. Eigum við ekki að hugleiða hvert sU steftia leiðir og hefur leitt — beint i svartnætti óhefts einka- gróöa — frá allri samhjálp, frá öllu félagslegu réttlæti — til at- vinnuleysis og örbirgöar þeirra sem minnst mega sin. Slikt má aldrei henda á íslandi. Til þess mun islenzk alþýða sjá, ef öfug- uggar „fijálshyggjunnar” fara á kreik i' fUllri alvöru. Mogginn fer því áfram aö andvarpa án allra undirtekta þeirrar þjóðar, sem það blaö gleymir stundum aö það ætti að tilheyra. Guðrún Sigriður Birgisdóttir, flautuleikari. A thyglisverður tónlistarviðburður: Snorri Birgisson, pianóleikxn tónskáld. S y stki natónleikar tdag, laugardag, munuGuðrún Sigriður Birgisdóttir (flauta) og Snorri Sigfús Birgisson (pianó) halda tónleika i Norræna húsinu og hefjast þeir kl. 16.30. A fyrri hluta tónleikanna verða flutt fimm stutt verk eftir frönsku tónskáldin Pierre Sancan, Claude Debussy, Maurice Ravel, Edgard Varése og Olivier Messiaen. Eftir hlé verða leikin verk eftir Robert Schumann og Franz Schubert. Þetta eru fyrstu tónleikar Guð- rUnar hér á landi, en hUn hélt tón- leika i Paris á s.l. ári. Gúðrún Sigriður hóf undirbún- ingsnám i Tónlistarskólanum i Reykjavik og fyrstu kennarar hennar á flautu voru þau Jón H. Sigurbjörnsson og Manuela Wiesl ■er. Að loknu stúdentsprófi stund- aöi hún nám i eitt ár við Tónlist- arháskólann i Osló undir hand- leiðslu Per öien. Þaðan hélt hún til Parisar og þar lauk hún dipl- omapórfi I flautuleik og kammer- músik frá École Normale de Mus- ique vorið 1979, en kennari hennar á flautu var F. Caratgé. Að þeim áfanga loknum hlaut hún styrk frá franska rikinu til framhalds- náms og hefir lært hjá Ellen Cash og Raymond Guiot, sem er núver- andikennarihennar. Aðalkennari Guðrúnar i fræðilegum greinum tónlistarinnar er Jeanine Boutin. Snorri Sigfús Birgisson lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskól- anum i Reykjavik 1974 og dvaldi næstu 6 ár erlendis við fram- haldsnám. A s.l. vetri stiyidaði hann kennslu við Tónlistarskól- ann og Tónmenntaskólann i Reykjavik. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Lítur er ekld lengur lúxus GELLIR" Bræðraborgarstlg 1 -Siml 20080- (Gengiðinn fráVestuigötu) UMBOÐSMENN: Skagaradíó, Akranesi - Jón B. Hauksson, Bolungarvík Straumur h/f., ísafirði - Oddur Sigurðsson, Hvammstanga Hallbjörn Björnsson, Skagaströnd - Kaupféiag Húnvetninga, Blönduósi Hilmar Jóhannesson, Ólafsfirði - K.E.A., Akureyri - K.Þ.H., Húsavík K.N.Þ. Þórshöfn - Sigurjón Árnason, Vopnafirði - Rafsjá, Neskaupstað Rafeind s/f., Egiisstöðum - Eiríkur Ólafsson, Fáskrúðsfirði Radíóþjónustan, Höfn - Hornafirði - Neisti h/f., Vestmannaeyjum Mosfell, Hellu - Radióvinnustofan, Hafnargötu 50, Keflavík

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.