Þjóðviljinn - 12.09.1981, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.—13. september 1981'
Það hefur eflaust ekki
farið fram hjá þeim sem
gluqga i Velvakanda
gunblaðsins að við-
'skiptavinum þess dálks
hefur verið heitt í hamsi
vecna sögu nokkurrar sem
le^ i var í útvarpinu sem
m degissaga nú í sumar.
Þóí i sumum hlustendum
sem klámyrði gengju úr
hó fram# og sá einn
ásv 3u til að hrella þýð-
andann með enn verri
frö m af klámættinni.
t ð er spurning út af
fyr ■ sig hvernig á þvi
stei.uur að fólk hrekkur
all 7 illa við þegar minnst
e. 3, kynlif og samband
karls og konu, en horfir
upp á morð og misþyrm-
ingar án þess að segja
múkx? Segir þessi stað-
*■- d okkur ekki töluvert
u... sálarlif hluta þjóðar-
innar. Er ástæðan kannski
sú að umræðan snertir ein-
hvern óþægilegan blett sál-
arinnar sem dags daglega
er vandlega hulinn þögn og
myrkri?
Hver
Hvað sem því líður er
ætlunin hér að beina sjón-
um að skáldkonunni sem er
höfundur þessa „ógur-
lega" texta, sem fékk
„húsmæðurnar" til að
leggja eyrun við.
Konan heitir Fay Weldon og er
borin og barnfædd i Englandi.
Hún er komin á fimmtugs aldur
og eins og fleiri konur I hennar
stétt byrjaöi hún seint aö skrifa.
Afliö er hins vegar þvi meira sem
árin færast yfir, hún ryöur frá sér
ritverkum af miklum krafti. Ekki
hef ég nákvæma skrá yfir verk
hennar en auk sögunnar „Prax-
is” sem lesin var i útvarpinu er
mér kunnugt um bækurnar Little
sisters, Female friends, og hina
nýjustu sem á islensku mætti
kalla Svampinn, en þær eru ör-
ugglega fleiri.
Bara venjuleg manneskja
Fay Weldon er ein þeirra skáld-
kvenna sem vakiö hefur hvaö
mesta athygli á undanförnum ár-
um, bækur hennar hafa veriö
þýddar á mörg tungumál og
frændur okkar Danir hamast víö
aö seöja lesendur sem þyrstir i aö
kynnast höfundinum.
Fay Weldori skrifar um konur
og heim kvenna, enda má segja
aö hún sé skilgreint afkvæmi
kvennabaráttunnar, bylgja hinn-
ar nýju kvennahreyfingar skolaöi
öldum sinum á land viö strendur
Fay Weldon og fékk hana til aö
opna skrifborösskúffuna, þar sem
ófáar hugleiöingar og sögukorn
höföu veriö læstar niöur.
Höfundurinn var á ferö um
Danaveldi sl. vor vegna útkomu
„Svampsins” og þá flutti hún for-
vitnum boöskap sinn i háskólan-
um i Kaupmannahöfn. Blööin
fluttu sum hver brot af þvf sem
þar var sagt. Molarnir sem féllu
af þvi nægtaboröi fylgja hér á eft-
ir, svona eftir því hvaö blaöa-
manni fannst bitastætt.
Fay Weldon byrjaöi á þvi aö
láta i ljós undrun sina yfir því hve
margir vildu koma og hiíýöa á
hana. „Ég er bara venjuleg
manneskja sem lifi venjuiegu
kvennalifi tuttugu tíma á sólar-
hring. Ég bý i lítilli ibúö, passa
börnin min, kaupi inn og hreinsa
skit. Þaö sem ég skrifa fjallar um
hvunndaginn, um börn, þvott,
eldamennsku og hreingerningar
og allt þetta sem lif okkar kvenna
snýst um. Þaö hefur komiö mér á
óvart hve auövelt er aö fá útgefiö
þaö sem maöur skrifar um hvers-
dagsllfiö.”
Fay hefur oröiö aö sinna skrift-
um viö ýmis konar aöstæöur. Um
sinn var þaö eldhúsboröið, þar
sem stööugar truflanir barnanna
og fjórfætlinga heimilisins töfðu
verkiö. Núna leigir hún sér hótel-
herbergi þar sem hún vinnur
tvisvar i viku, til aö fá friö.
Engir dýrðlingar
Bækur Weldon þykja átaka-
miklar, þar úir og grúir af sér-
stæöum persónum, engum dýrö-
lingum hvort kyniö sem á í hlut,
heldur einfaldlega manneskjum
sem hafa sinar björtu og dökku
hliöar. Hún hefur verið gagnrýnd
af bókstafskonum kvennahreyf-
ingarinnar fyrir aö skrifa um
konur án þess aö vekja meö þeim
samúö og sýna konur sem eiga i
samkeppni hver viö aöra. Þvi
svararFay: „Sem kona og mann
eskja styö ég aðrar konur, en sem
rithöfundur skoöa ég heiminn og
sýni hann eins og hann er. Þaö ei
ekki hægt aö taka skilyröislausa
afstööu meö konum. Konur eru
lika haröar, hlægilegar, sérgóöar,
eigingjarnar og sýna öörum kon-
um ekki samstöðu. Þær eru þaö,
vegna þess aö þær eru svo háöar
karlmönnum i okkar samfélagi,
aö þaö ræöur úrslitum um fram-
tiö þeirra hvaöa karlmann þær ná
I. Ef ég léti samúö mina og skiln-
ing á hlutskipti kvenna leiöa mig
út I aö lýsa þeim sem dýrölingum,
yröu skrif mln án blæbrigða,
óheiöarleg og svo leiöinleg aö
eriginn myndi nenna aö lesa þau.
Sumir hafa ásakað mig fyrir aö
karlmennirnir i bókunum minum
séu litt aölaöandi. Ekki ber ég
kala i brjósti til þeirra, en mér
finnst bara aö ég hafi svo oft lesið
bókmenntir sem auömýkja konur
á einn eöa annan hátt, aö mér
finnst ég hafa fullan rétt til aö
senda þeim tóninn. Ég skrifaöi
siöustu skáldsögu mina „Svamp-
inn” alveg upp á nýtt, vegna þess
að aðalkarlpersónan var oröinn
svo óeölilega hrikalegur. Ég sett-
ist niður aftur og reyndi aö lita á
heiminn frá hans sjónarhóli. En
hann varö nú ekki mikiö betri fyr-
ir það. Eiginlega finnst mér ég
ekki hafa neina ástæöu til aö sýna
körlum samstööu. Ég held aö viö
verðum aö láta þá um aö skrifa
bókmenntir sem sýna karlmenn
sem aölaöandi manneskjur. Ég
skrifa ekki áróðursbókmenntir,
eins og sumum kvenfrelsiskonum
finnst aö viö kvenrithöfundar eig-
um aö gera, heldur styö ég
kvennabaráttuna. Ef þaö sem ég
skrifa kemur henni að gagni er
þaö gott, ef ekki þá er ekkert víö
þvi aö gera. Ég er sannfærö um
aö kvennabókmenntir geta breytt
mörgu I þvi kúgunarmunstri sem
konur reka sig hvarvetna á, þær
hafa þegar sýnt þaö bæöi i samfé-
laginu almennt og i meövitund
kvenna. Þær eiga sinn þátt i þeim
systraböndum sem tengja konur
um heim allan.”
Að elska er tilgangur lífs-
ins
Fay Weldon var spurö um álit á
svokölluöum „játningabókum”
þar sem konur segja frá sjálfum
sér og sinu lifi. Hún svaraöi þvi til
aö þær ættu fullan rétt á sér, en i
mörgum tilfellum væri ekki um
neina list aö ræöa. Sjálf heföi hún
komiö meö svo og svo mikiö af
játningum I sínum bókum t.d. i
Praxis, sem allt sitt lif var i þvi aö
aölagast karlmönnum og börn-
um.
Fay sagði: „Sjálf hef ég aldrei
verið efnahagslega háð karl-
manni. Ég ólst upp meöal
kvenna, meö ömmu minni,
mömmu og systur. Ég lét mér
ekki til hugar koma aö einhver
ætti aö sjá fyrir mér. En á öðrum
sviöum reyndi ég aö aölagast eins
og Praxis. Ég hagaöi lifi minu
samkvæmt kröfum mannanna
framhald á siöu 26
Einar Karl
Haraldsson
skrifar
lagið á degi hverjum, og þar
stýrir pennamaöur sem stendur
utan Blaöamannafélagsins. En
hringnum er lokað þegar Svart-
höföi I Visi lepur upp rangfærsl-
urnar og dylgjurnar i Morgun-
blaði og Alþýðublaði með
fasiskum ofstækisblæ.
Svarthöfðahöfundurinn Har-
aldur Blöndal lögfræðingur er
ekki félagi i Blaðamannafélag-
inu og ritar i skjóli nafnleyndar
pólitiskan sóðaskap i bland viö
Indriða G. Þorsteinsson. Þar er
Svavari Gestssyni likt við
barnamorðingjann Bokassa i
Afriku og Sigurjóni Péturssyni
borið á brýn að hann niðist á
friöhelgi einkalifsins.
Iðja þeirra Haraldar Blöndal
og Vilmundar Gylfasonar
minnir á blaðamennskuafrek
stjórnleysingjablaðsins í Osló,
sem tók sig til og birti átta siðna
skilgreiningu á innihaldi ösku-
tunna Kare Willochs og Gro
Harlem Brundtland. Svo langt
frá öllum veruleika og eðlileg-
um hlutföllum i stjórnmálaum-
ræðu eru skrif þeirra. Enginn
biðst hinsvegar undan hörðum
og óvægnum stjórnmálaskrifum
ef þau eru rökstudd og i sam-
hengi við raunverúlegan gang
mála. En þaö er til huggunar
þeim sem leiðist blærinn á
stjórnmálaumræðunni um
þessar mundir að almenn skyn-
semi nær ætið i skottið á
óprúttnum árásar- og dylgju-
mönnum í pólitik. Þaö fékk
Nixon aö reyna, þaö er Vil-
mundur aö komast aö raun um,
og þaö mun Haraldur Blöndai fá
aö reyna.
— ekh
ritstjórnargrein
Vilmundur, Blöndal og Nixon
Stjórn Blaðamannafélags Is-
lands hefur tekið Vilmund
Gylfason alþingismann og rit-
stjóra rækilega á beinið og lýst
andúö sinniá „þeim órökstuddu
persónulegu sviviröingum og
atvinnurógi, sem Vilmundur
Gylfason hefur að undanförnu
ausið yfir félagsmenn i Blaða-
mannafélagi Islands”, eins og
segir i ályktun stjórnarinnar.
Fréttamenn rikisútvarpsins
hafa sérstaklega orðiö fyrir
barðinu á fúkyrðaflaumi Vil-
mundar. Sérgrein hans er aö slá
fram staöhæfingum i árásarstil
án nokkurs ýtarlegs rökstuðn-
ings. Þeir sem fyrir árásunum
verða eiga erfitt með að bera
hönd fyrir höfuö sér. Fólk er það
hrekklaustað þaögerir ekki ráö
fyrir að úthugsuð ósvifni búi aö
baki staðhæfingum um spill-
ingu, misferli eöa óheiöarleika.
Miklu frekar gera menn aö
óreyndu ráö fyrir aö sannleiks-
korn kunni aö leynast i dylgjun-
um og andsvör þeirra sem fyrir
árásunum verða eru metin i þvi
ljósi.
Rannsóknarblaðamennska
Vilmundar Gylfasonar varð
fræg af endemum. Saman við
siðferðisprédikanir var blandaö
illa rökstuddum fullyrðingum
um misferli, þannig að um tima
var hálf þjóöin farin að gera ráð
fyrir að Ólafur Jóhannesson, og
hluti af forystu Framsóknar-
flokksins með honum, yrði
settur f steininn. Vilmundur
hefur útnefnt sjálfan sig arki-
tekt kosningasigurs Alþýðu-
flokksins 1978, og það var ekki
sist fyrir ósvifinn fjölmiðlaleik
sem sá sigur vannst.
Sá sem kastar steinum ilr gler-
húsi er býsna berskjaldaður
fyrir svarskeytum, og þegar
Vilmundi finnst sem fjölmiðlar
hafi snúist gegn sér herðir hann
grjóthriðina af fremsta mætti.
Þetta minnir á stjórnmála-
manninn Richard Milhouse
Nixon, sem snemma spilltist af
eftirlæti hægri blaða i Banda-
rikjunum. Hann hóf feril sinn
með ofsóknum á menn sem
hann bar þeim sökum aö vera
kommúnista. Alla pólitiska and-
stæöingu sina lagði hann að velli
með kommúnistastimplinum
studdur af blaðastórveldum
eins og Los Angeles Times. En
fjölmiölagæfan snéri baki við
Nixon. Timarnir breytast og
það var tekið að fara ofan i
saumana á einföldum áróðurs-
brögöum hans. Og þó honum
tækist meðbreyttum áróöursstil
að komastá toppinn var hann aö
endingu afhjúpaður sem sá
óheiðarlegistjórnmálamaður er
hann hafði ætið verið.
Blaðamannafélag Islands
hefur gert þær kröfur til Vil-
mundar Gylfasonar að hann
haldi umræöu um fjölmiðla og
blaðamenn irinan þeirra marka,
sem almennar siðareglur blaða-
manna kveða á um, enda þótt
hann sé ekki félagi I Blaöa-
mannafélaginu. Það liggur við
sjálft að I þessum tilmælum fel-
ist ábending til Vilmundar um
að láta sér nægja „tilefnislausar
dylgjur og árásir” i garð stjórn-
málamanna og verkalýðsfor-
ingja, sem ýmsir blaðamenn
gera sér að góðu og smjatta á.
Það er athyglisvert i þessu
sambandi aö harðskeyttasti
rógurinn og illmælgin sem nú
veður uppi í íslenskum fjölmiðl-
um kemur frá mönnum sem
standa utan Blaðamannafélags
tslands. Hringekjan milli Al-
þýöublaðsins, Morgunblaðsins
og Visis i dylgjum, rangfærslum
og árásum á forystumenn Al-
þýöubandalagsins er sérstak-
lega snúin i þessum efnum. Lát-
um vera þótt félagar i Blaða-
mannafélaginu á Morgunblað-
inu séu svo haldnir af pólitiskri
taugaveiklun, að þeir telji sér
ekki aðra leið færa en dylgjur og
rangfærslur til þess að ná taki á
Alþýðubandalaginu. Alþýðu-
blaðið virðist lita á það sem sinn
tilverugrundvöll að vera undir-
lagt óhróðri um Alþýðubanda-