Þjóðviljinn - 12.09.1981, Síða 12

Þjóðviljinn - 12.09.1981, Síða 12
12 SÍÐA — Þ.J6ÐVILJINN Helgin 12,—13. september 1981 Það ersennilega erfitt fyrir Is- lendinga að gera sér fulla grein fyrir þvi hvað valdataka Mitter- rands er m flúll viöburöur í st jórn- málalifi Frakklands, og skyldi enginn lá þeim það, þvf aðFrakk- ar virðast sjálfir ekki eiga auð- velt meö að átta sig á því sem er að gerast. Á það er stundum bent núna að ýmsir af erfiðleikum stjórnarinnar stafi af þvi að örfá- um mánuðum fyrir forsetakosn- ingarnar trúði varla nokkur maður þvienn aðMitterrand gæti gert sér einhverjar raunhæfar vonir um að ná kosningu — ekki einu sinni innan sósialistaflokks- ins — og þvi var meiri áhersla lögð á aö setja fram almenna stefnuskrá en huga að því hvernig unnt mætti verða að framkvæma einstök atriöi hennar viö núver- andi aðstæöur. Tvöfaldur sigur En svo sigraði Mitterrand, og sigur hans var ekki aðeins óvænt- ur heldur líka miklu rækilegri en nokkurn hafði órað fyrir. Til þess að komast til valda þurftu vinstri menn að vinna tvennar kosningar 1 röö, forsetakosningar og þing- kosningar, og efuöust margir stórlega um að slikt gæti gerst: héldu þeir aö þetta kosningafyrir- komulag tryggði hægri mönnum nánast því völdin til eiliföarnóns. Afstaða kommúnista fyrir kosn- ingar gerði Mitterrand sjálfum ákaflega erfitt fyrir i sinni eigin baráttu,enþar að auki virtisthún girða fyrir það að vinstri menn gætu fengið starfhæfan og traust- verðugan meirihluta í þingkosn- ingum. En þegar Mitterrand hafði unnið forsetakosningar og tek® við völdum lét hann leysa upp þingiðog efna til nýrra þing- kosninga, og þá fór svo að vinstri menn unnu ekki aðeins yfirburð- arsigur heldur fékk flokkur Mitterrands, sósialistaflokkur- inn, alveg hreinan meirihluta, þannig að hann þurfti i raun og veru alls ekkert á stuöningi kommúnista að halda. Fjölda- margir leiötogar hægri manna kolféllu — þ.á.m. Alain Peyrefitte, fyrrverandi dóms- málaráðherra — og franska þing- iö fylltist af nýjum þingmönnum, sem flestir voru, eins og sagt var, „skeggjaðir kennarar milli fer- tugs og fimmtugs”. Þessi mikli sigur er tvimæla- laust beinn árangur af stefnu Mitterrands, en þvi má ekki gleyma að hún var i byrjun mikiö ágreiningsefni. Þegar sósialistar hófu kosningaundirbúning sinn fyrir tæpu ári, gáfu Rocard og fylgismenn hans þaö nokkuð rækilega i skyn að þeir teldu að einingarstefna Mitterrands hefði fariö út um þúfur og nauðsynlegt væri að draga allar ályktanir af þvi. Vegna þessarar þróunar væri formaður flokksins maður fortið- arinnar og þvi yrði að bjóöa fram mann, sem kynni að aölaga sig að breyttum aðstæðum. Þegar Mitterrand hafði svo unnið sigur i forsetakosningunum þrátt fyrir allt, ráðlagði Rocard honum frá þvi að leysa þá þegar upp þing, taldi hann rétt að biða átekta þangað til þingið snerist gegn ný- kjömum forseta. Þröskuldur Mitterrand var hinsvegará allt annarri skoöun og stafaöi það engan veginn af óbilandi trausti hans á sjálfan sig heldur af ger- óliku mati á öllum aðstæðum. Menn einblindu stöðugt á kosn- ingaósigra vinstri manna undan- farin ár, sem komið höföu i veg fyrir aö þeir kæmust til æðstu valda i Frakklandi, og mikluðu fyrir sér ástæður þeirra, en Mitterrand sá lengra. Hann gerði sérsennilega beturgrein fyrirþvi en flestir aðrir að fylgi vinstri manna hafði i rauninni aukist jafnt og þétt i landinu siðan 1972, og óvinsældir Giscards og stuðn- ingsmanna hans voru orönar gif- urlega miklar. Sjálfsagt hefur hann einnig skilið að það var ekki einungisi'hálfkæringi, sem ýmsir Gaullistar hvisluðu sin á milli „Hvern sem er frekar en Giscard!” Svo hafði hann fylgst mjög nákvæmlega með þvi hvernig vinstri menn höfðu stöð- ugt unnið i bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum undanfarin ár og náö völdum um mikinn hluta Frakklands, þannig að það ástand varö greiöur stökkpallur til æöri valda. Hann vissi fullvel Eftir valdatöku Mitterrands De Gaulle, — stakk upp á þvi að leggja skemmtanaskatt á „pill- una”. Giscard d’Estaing, á stjórnar- tima hans jókst hroki hægri manna mest. Gaston Defferre innanrikisráö- herra, stendur á bak við tiilögur stjórnarinnar um valddreifingu. aö það var einungis kúvending leiðtoga kommúnista sem haföi komiði veg fyrir aö vinstri menn ynnu meirihluta I þingkosningun- um 1978, en hann taldi hins vegar að kjósendur kommúnistaflcflcks- ins héldu eftir sem áður tryggö við einingastefnu og litu á afstöðu leiðtoganna með vaxandi tor- tryggni — eins og flótti mennta- manna úr flokknum sýndi reynd- ar ljóslega. Af þessu öllu dró hann þá álykt- un að þaö væri ekki nema litiU þröskuldur sem kæmi iveg fyrir sigur vinstri manna, en ef hann brysti myndi hrein „vinstri flóö- bylgja” streyma um landið. Til þess að það mætti verða þurfti hann fyrst og fremst, að þvi er hann áleit, að koma til móts við raunverulegar óskir kjósenda: boða ótrautt einingarstefnu, höfða til stuðningsmanna kommúnistaflokksins á bak við leiðtoga hans, og setja fram raun- hæfa vinstri stefnuskrá, sem bryti gersamlega i bág við stefnu Giscards og Barre. Hann áleit siðan að næði hann kosningu myndi það sprengja endanlega burt „þröskuldinn”, og kæmi þvi framhaldiö af sjálfu sér, ef hann væri óhræddur við að fylgja sigr- inum eftir. Þegarhannvar spurðuraðþvi hvernig hann ætlaði aö stjórna landinu ef hann ynni sigur, þar sem þingiðværi á valdi andstæð- inga hans og vinstri menn klofnir, visaði hann jafnan til þessarar hugmyndar og sagöi að þá myndi hann um stund búa við „náðar- ástand” (état de grace) — þannig að hann gæti óhræddur efnt til nýrra þingkosninga. Bæði hægrimenn og kommúnistar gerðu óspart gys að þessari kenn- ingu. Þegar allt var um garð gengið stóð Mitterrand þvi meö pálmann I höndunum, staða Rocards og fylgismanna hans var orðin tals- vert veikari en áður og kommUn- istar urðu hreinlega að gefast upp. Reynslan hafði sýnt fram á það svo ekki varð um villst, aö stefna hins nýkjörna forseta hafði verið rétt: hann hafði haft rétt fyrir sér i þvi að beina sósialista- flokknum ótvirætt til vinstri, hann haf ði haft rétt fyrir sér i þvi aö gera bandalag við kommún- ista i stað þess aö leita eftir mið- flokkasamstarfi, og siðast en ekki sist hafði hann haft rétt fyrir sér i þvi að falla ekki frá vinstri ein- ingarstefnu, þótt kommúnistar brygöust gersamlega, heldur vera „einingarsinnaður fyrir báða aðila” eins og Frakkar sögðu. Hroki hægri manna En almenningur sem hafði ekki haft sama skilning á „þjóöar- djúpinu” og Mitterrand varð steinhissa áþessum tvöfalda sigri hans, og þótt menn væru i raun- inni ráðvilltir fyrst um sinn, urðu umskiptin mikil. í næstum þvi aldarfjórðung höfðu vinstri menn verið útilokaðir frá öllum póli- tiskum völdum i landinu, og það hafðihaftmargvlsleg áhrif. Aþað mun oft hafa verið bent hvernig félagsmál og hagsmunamál al- þýðu voru vanrækt á þessu óra- langa valdatimabili hægri manna. De Gaulle hafði næman skilning á mörgu, en áhugi hans á félagsmálum af hvaða tagi sem þau voru var þó býsna takmark- aður: þegar verið var að nema út lögum bann viö getnaðarvömum 1967 og til tals kom að láta sjúkra- samlagiö borga „pilluna” á de Gaulleaöhafa ypptöxlum og sagt að nær væri að setja á hana skemmtanaskatt. Það var ekki nema meö harðvitugri baráttu sem tókstað fá einhverju ágengt i félagsmálum: m.a. þurfti hvorki meira né minna en uppreisnina og verkföllin i mai 1968 til að fá lægstu laun verulega hækkuð. En eftir að de Gaulle lét af völdum, og þó sérstaklega eftir að kreppan hófst og Giscard varð forseti, versnaði ástandið til muna: þeir „aristókratar” og ,,ef nahagssérfræðingar ” sem unnu með Giscard d’Estaing virt- ust hreinlega hafa mestu skömm á allri umhyggju fyrir kjörum al- mennings, og þeir viluöu ekki fyrir sér aö reyna að „bjarga” efnahagi landsins með stefnu, sem hafði í för með sér gifurlegt og siaukiö atvinnuleysi. En við þessa öfugþróun i félagsmálum bættist annað, sem

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.