Þjóðviljinn - 12.09.1981, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 12.09.1981, Qupperneq 15
Helgin 12.—13. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Blaðamaður Þjóðviljans hafði samband við örnólf Thorlacius, rektor þess menntaskóla, þar sem fyrst var tekin upp full- orðins kennsla á mennta- skólastigi. örnóifur var fyrst spurður um tildrögin að þessari „nýjung” í is- lensku skólakerfi. — Oldungadeildin var stofnuö um dramótin 1971—1972 á sama tima og unnið var að skipulagn- ingu áfangakerfisins. Breyting- arnar, sem urðu við að tekiö var upp áfangakerfi i stað þess að reikna námið i skdlaárum, voru þær helstar, að námsefni til stúd- entsprófs var metið að ákveðnum fjölda eininga. Hver eining skyldi jafngilda tveimur kennslustund- um á viku hverri á einu misseri og heildarfjöldi eininga til stúd- entsprófs var ákveðinn 144. Til okkar er að vfsu aöeins hægt að sækja 132 þeirra, þvi aðstaða til iþróttakennslu er hér engin. Ein- • ingunum er siðan skipt niður i áfanga, er ljdka þarf innan ákveðinna timatakmarkana. Námstimi i öldungadeild skal t.d. ekki vera lengri en fimmtán ann- ir. Áfangafyrirkomulagið var lik- legast nauðsynleg forsenda þess, Örnólfur Thorlacius, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð: Nemendur öldunga- deildar standa sig yfirleitt vel að hægt væri að setja á fót öld- ungadeild við skólann eins og sést best á þvi', að annars staðar þar sem komið hefur verið á fót öld- ungadeildum i seinni tið hefur það verið gert með áfangafyrirkomu- lagi i einni eða annarri mynd. 1 upphafi, er unnið var að und- irbúningi fullorðinskennslu hér við skólann i árslok 1971 og heim- ildar var leitað hjá menntamála- ráðuneytinu, var reiknaö með, að þessi námshópur yrði i kringum 50 manns, en það kom á daginn, að rúmlega 250 nemendur innrit- uðu sig, sem vissulega bar vitni um mikinn áhuga og brýna þörf. Þó aö néimsefnið sem ákveðið var fyrir öldungadeildina væri nákvæmlega það sama og fyrir reglulegt nám i skólanum, þá var kennslan skipulögð með þeim hætti, aö yfirferðin var 2—3 sinn- um hraðari, þ.e.a.s. heildarfjöldi kennslustunda var 2—3 sinnum færri. Það hefur siðan komið i ljós að fenginnireynslu, að þörf var á að fjölga kennslustundum i ákveðnum námsgreinum, sem þóttu hvað strembnastar, s.s. stærðfræði og eðlisfræði. I upphafi virkaði öldungadeild- in eins og nokkurskonar skóli i skólanum og kennslukrafturinn kom að langmestu leyti utanfrá, siðan hafa þau mál breyst mikið. Oldungadeildin hefur nú verið tekin inn i heildarskipulag skól- ans og fastir kennarar sinna nú stórum hluta kennslunnar. I fyrstu höfðu kennarar vissar áhyggjur af þvi, að námsárangur yrði slakari en góðu hófi gegndi, en það hefursýnt sig,að kennarar er ánægöir með þessa nemendur ( og þykja þeir standa sig vel. Kennslan i öldungadeild er auð- vitað i mörgu ólik annarri kennslu og eflaust erfiðari þar sem yfirferöin er miklu hraöari. Flestir kennaranna leggja fram kennsluáætlun i upphafi hverrar annar og henni þarf að fylgja út i ystuæsarþærl3vikur, semönnin varir. Mér finnst það reyndar réttindamál nemandans að vita hvað er á dagskrá hverju sinni svo hann fái metiðhvort hann eigi erindi i viðkomandi ti'ma, þvi i öldungadeildinni er engin mæt- ingarskylda eða mætingarskrá og stór hluti nemendanna sækir launavinnu meö náminu. Konur eru tvisvar sinnum fleiri en karlar i' þessum hópi og má lik- legast draga af þvi þá ályktun, að þær hafi fengið þeim mun færri tækifæri til þess að mennta sig á liðnum árum. Hvað fjölda þessara nemenda áhrærir, þá erum við komnir upp- undir þak, i ár verða þeir um 700 þótt ný öldungadeild við Breiö- holtsskólann hafi á undanförnum árum létt töluvert á okkur. Auk þess hafa verið settar á fót öld- ungadeildir úti á landi, á Akur- eyri, á Suðurnesjum og i Hvera- gerði. t u^ihafi var töluvert um að fólk kæmi að austan yfir Hell- isheiöi til þess að sækja hér nám. Siðan tóku menn sig saman og stofnuðu „frjálsa” öldungadeild i Hverageröi og miðuðu skipulag hennar við fyrirkomulagið hér i Hamrahliðinni. Nú erliklegast að Fjölbrautaskólinn aö Selfossi taki örnólfur Thorlacius, rektor M.H.: „öldungadeildin hefur nií verið tekin inn i heildarskipulag skólans”. Ljósm. — eik — . við þvi hlutverki fyrir austan fjall. Eina skilyröið fyrir inngöngu i öldungadeild var og er að menn séu 21 ára gamlir eða á þvi ald- ursárinu, engar kröfur sem sagt gerðar um undirbúningsmennt- un. A þeim níu árum sem liðin eru siöan starf þetta hófst virð- umst við hafa getað sinnt stórum hluta þess fólks úr eldri aldurs- hópnum sem beið eftir tækifæri til þess að byrja eða taka aftur upp nám og þvi' hefur meöalaldur þessara nemenda lækkaö veru- lega. I upphafi var meira um fólk á miðjum aldri, nú eru mun fleiri en áöur á áldursbilinu frá 20—30 ára. Þegar ég var kennari við öldungadeildina, kenndi ég t.d. gamalli bekkjarsystur minni úr barnaskóla. Nú er meir um fólk, sem hefur helst úr lestinni i menntaskóla, tekið sér fri frá námi i nokkur ár og byrjar svo aftur. Mér hefur virst, að fólk leiti i öldungadeild af þrennum ástæð- um helstum. Þeir eru flestir, sem leita á þau miö eftir venjulegu stúdentsprófi, siðan eru þeir ófá- ir, sem þegar hafa stúdentspróf t.d. frá máladeild en þarfnast við- bótarmenntunar i ákveðnum greinum til þess að geta stundað framhaldsnám iþeim sviðum þar sem hennar er krafists.s. i verk- fræði og læknisfræði. Að lokum má nefna þá einstaklinga sem innrita sig i' deildina einfaldlega til þess að auka við þekkingu sína, t.d. á sviði tungumála þar sem viö bjóðum upp á góða kennslu. Að lokum má nefna enn eitt at- riði er greinir nám i öldungadeild frá almennu menntaskólanámi. Námið er ekki ókeypis. Rikið greiðir húsnæðiskostnað, raf- magn og hita, en gert er ráð fyrir að skólagjöld greiöi þriðjung launakostnaöar kennara. 1 upp- hafi þessa skólaárs, er nú byrjar, reiknastsá kostnaöur vera kring- um 500 kr. á mann fyrir hvert misseri. í öldungadeildum fjöl- brautaskólanna er þessi kostnað- ur hugsanlega meiri, þvi þær eru að sumu leyti öðru visi upp byggðar og bjóða kennslu i verk- nám i. —hst Guðmundur Sveinsson, skólameistari Fjölbrautarskóla Breiðholts: „Meistarar og sveinar í leit að stúdentsprófi” Blaðamaður Þjóðviljans ræddi við Guðmund Sveinsson, skólameistara Fjölbrautarskólans í Breiðholti, þar sem önnur öldungadeildin á Reykja- víkursvæðinu tók til starfa um siðustu áramót, og spurði hann fyrst í hverju hún væri frábrugðin deild- inni við M.H. Guðmundur: — Við bjóðum önnur námssvið, þ.e.a.s. lista- svið, iðnfræðslusvið og viöskipta- svið. Og á hverju námssviöi bjóðast nemendum öldunga- deildar allar þær námsbrautir, sem völ er á i dagskólanum. Listasviðiö greinist I mynd- listarbraut og handiðabraut. Tæknisviðiö greinist til eins árs i þrjár grunnbrautir: málm- iðnaöarbraut, sem siöan veitir aðgang að námi i rennismiði eða vélaviögerðum, rafiönaðarbraut, sem er undirbúningur fyrir nám i rafvirkjun, og að lokum tré- iðnaðarbraut, sem er undirbún- ingur fyrir húsasmiöanám. Ekki er óalgengt, aö menn, sem þegar eru meistarar eða sveinar i ein- hverri iðngrein, komi i öldunga- deildina til okkar i leit að al- mennu bóknámi til stúdentsprófs. Viðskiptasviðið greinist i fjórar brautir til tveggja ára, sem veitir almennt verslunarpróf. Verslunar- og sölufræðibraut, skrifstofu- og stjórnunarbraut og samskipta- og málabraut. Fram- haldið af þessum þremur Guðmundur Sveinsson, skóla- meistari Fjölbrautarskólans I Breiðholti. brautum til stúdentsprófs tekur tvö ár og kallast þá: sölufræöi- braut, reiknishaldsbraut og tölvufræöibraut. Auk þessara þriggja höfuðgreina á viðskipta- sviöi er svo læknaritarabraut, sem er fjögurra ára nám til stúdentsprófs. Er öldungadeildin byrjaði um áramótin síðustu innrituöust 246 manns i deildina (tveir þriöju- hlutar konur), langflestir á við- skipta- og sölubraut. Núna, er önnur önnin er að hefjast, eru 343 innritaðir, en þaö þýðir 40% aukning. Með sama áframhaldi má búast við 670 nemendum I öldungadeildina hjá okkur að ári. Nemendur öldungadeildar greiða skólagjöld hér eins og annars staðar, eða 1/3 á móti riki og bæ. Þau nema u.þ.b. 400 kr. og er þá undanskilinn efniskostn- aður nemenda i iðn- og list- greinum, sem kemur einnig i hlut nemendanna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.