Þjóðviljinn - 12.09.1981, Síða 17

Þjóðviljinn - 12.09.1981, Síða 17
Helgin 12,—13. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Svanasöngur Visconti Luchino Visconti var einn þeirra manná sem skópu ítölsku nýraunsæisstefn- una í lok seinni heims- styrjaldarinnar. Fyrstu myndir hans, í3Ossessione og La terra trema, voru tímamótamarkandi fyrir þessa stefnu. En Visconti var maður mikillar mót- sagnar: hann var sósíalisti að hugsjón, en aðalsmaður að uppruna og mótun. Þessi mótsögn gengur einsog rauður þráður í gegnum allt sköpunarverk Visconti, og hún er auðsæ í síðasta verki hans, L'inno- cente, sem nú er mánudagsmynd Háskóla- bíós. Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar Hvers viröi er þaö allt þegar raunverulegt innihald vantar og lifiö er ekki annaö en tilgangs- laust form, eftirsókn eftir vindi? bað merkilegasta viö þessa ágætu mynd er þó sennilega lýs- ingin sem hún gefur á samskipt- um kynjanna i þessu umhverfi. I myndarlok spyr ástkona Tullios (Jennifer O’Neill) hann hvernig standi á þvi aö karlmenn vilji alltaf lyfta konunni upp til himins meö annarri hendi og toga hana niður meö hinni, hvernig standi á þvi aö þau geti ekki gengiö saman gegnum lifiö, hliö viö hliö, hvorugt meira eöa minna en hitt? Viö þessu hefur Tullio ekkert svar. Þrátt fyrir „frjálslyndi” sitt er hann sannfærður um að ást- kona og eiginkona séu tvennt ólikt, hann elskar ástkonuna en setur eiginkonuna á stall, rétt einsog móður sina eöa systur. Hann er lika ákafur talsmaöur eignarréttsins yfir konunni. Og frjálslyndi hans býður endanlegt skipbrot, þegar sakleysinginn kemur til sögunnar, barnið sem kona hans átti meö öörum manni. L’Innocente, eöa Saklevsine- inn, er byggð á skáldsögu eftir italska rithöfundinn Gabriele d’Annunzio (1863—1938), sem var stórfurðulegur náungi og endaði sem liösmaöur Mussolini og fursti. Ég hef aö visu ekki lesið sögu d’Annunzio, en mér er nær aö halda að Visconti og sam- starfsmenn hans hafi fariö þó- nokkuð frjálslega meö hana. Engu að siður gæti aöalpersóna myndarinnar, Tullio, sem leikinn eraf Giancarlo Giannini, hæglega verið einskonar útgáfa af d’Annunzio, en hann var frægur fyrir að vera sífellt aö lýsa sjálfum sér i sögum sinum og leikritum. Tullio er forrikur yfirstéttar- maöur og trúir aöallega á mátt sinn og megin. Hann er guðleys- ingi og telur sig hafa vald yfir lifi og dauða — er einskonar ofur- menni i anda Nietzsche. Heimur hans er þó næsta þröngur, og þar er eiginlega ekki pláss fyrir aöra en hann sjálfan. Eiginkona hans, sem Laura Antonelli leikur, virðist viö fyrstu sýn vera auömjúk og undirgefin og sætta sig við framhjáhald af hans hálfu. En þar kemur aö ( ástandið veröur henni óbærilegt og hún leitar á náöir rithöfundar, sem er ástfanginn af henni. Þegar eiginmaburinn fær grun um aö konan hans sé honum ótrú breyt- ist afstaða hans til framhjáhalds skyndilega. Hann missir áhugann á ástkonunni fögru og veröur aft- ur ástfanginn af konu sinni. En þá kemur babb i bátinn: hún reynist vera barnshafandi af völdum elskhugans. Upphefst nú mikil barátta milli þess frjálslyndis sem Tullio hefur alltaf státaö af og þeirra viðhorfa sem kaþólskt yfirstéttaruppeldi hefur innrætt honum. Veröur efni myndarinnar ekki rakiö hér frek- ar, af tillitssemi við þá sem leggja leið sina i Háskólabió á mánudaginn, en aðeins ýjaö að þvi að barnið verður fórnardýr þessarar baráttu, sem leiðir til hörmunga og til endanlegs ósig- urs Tullios. Myndin gefur okkur innsýn i lif italskrar yfirstéttar ein- hverntima seint á 19. öld. Þetta er fánýtt lif, þrátt fyrir auðæfi, menntun og siöfágun. Einsog ein af persónum myndarinnar, bróðir Tullios, orðar þaö: viö erum rik, menntuö og höfum feröast víöar ■ — og hvaö svo? Sakleysinginn veröur liklega aldrei talin besta mynd meistara Visconti, en hún er samt sem áöur verðugt minnismerki um þennan ágæta leikstjóra. Myndin ein- kennist af fáguðum og öguöum vinnubrögöum og ágætum leik. Giannini er góöur leikari og býr yfir fágætum krafti, en þó fannst mér hann stundum vera of samanbitinn — kannski heföi hann náð betri árangri meb þvi aö slaka á ööru hverju. Hins- vegar var hann stórkostlegur á þeim augnablikum þegar spenn- an reis hæst innra með honum. Þær Laura Antonelli og Jennifer O’Neill geröu konunum i lifi Tullios ágæt skil, einkum sú fyrr- nefnda, sem túlkaði bældar ástriöur eiginkonunnar af i miklum ágætum. Giancarlo Giannini, Laura Antonelli og Marie Dubois I „L’Innocente”. Gloria slæst við Mafíuna Gena Rowlands og John Adames I hlutverkum Gloriu og stráksins sem hún bjargar úr klóm Mafiunnar. Með haustinu gerðust þau gleðitíðindi að skyndi- lega lifnaði yfir bíóunum í bænum. Á örstuttum tíma hef ég séð f jórar ágætar myndir, og þykir mér það tíðindum sæta í Reykjavík. Ein þessara mynda, Equus, var að vísu aðeins sýnd i örfáa daga og átti skilið að fá betri aðsólkn. önnur, Lokahófið, er í rauninni aðeins góð fyrir þá sök að í henni fær Jack Lemmon að njóta sín á ef tirminnilegan hátt. Mánudagsmyndin fær um- f jöllun annarsstaðar á síð- unni. Og þá er komið að þeirri f jórðu: Glöria, eftir John Cassavetes, sem Stjörnubíó sýnir. Mörgum er eflaust I fersku' minni kvikmyndin „Kona undir áhrifum” (A Woman Under the Influence) sem sýnd var hér á Kvikmyndahátið 1978. Fleiri myndir Cassavetes hafa verið sýndar hérlendis, t.d. var fyrsta mynd hans, Shadows.sýnd hér i Filmiu fyrir tæpum 20 árum. Er skemmst frá þvi að segja að Cassavetes er einn athyglisverð- asti núlifandi kvikmyndastjóri Bandarikjanna. Hann er einn af fáum i faginu sem eru raunveru- legir höfundar mynda sinna, og gagnrýnendum hefur jafnan reynst erfitt að flokka hann undir einhvern isma. Það er meira að segja erfitt að segja til um hvers- konar myndir hann gerir, þær verða ekki svo auðveldlega settar á bás. Við getum tekið Gloriusem dæmi: bióið auglýsir hana sem sakamálamynd, en er hún það i raun og veru? Gloria álpast inn i ibúð vinkonu sinnar til að fá lánað kaffi, en kemur þaðan út með strákhnokka sem hún á að bjarga undan Mafí- unni. Nokkrum minútum siðar hafa bófarnir gert út af viö vin- konuna og fjölskyldu hennar. Gloria situr uppi með strákinn, sem Mafian vill feigan. Og Gloria er sjálf viðriðin Mafiuna. „Þeir sem drápu pabba þinn og mömmu og systur þina eru vinir minir, skilurðu?”|segir hún við strákinn. Þetta er flókin staða, en Gloriu er ekki fisjað saman. Hún þarf að flýja undan Mafiunni og lögregl- unni. A náðir þeirrar siðarnefndu getur hún ekki leitað, vegna tengsla sinna við Mafiuna. Og Mafian biður aðeins eftir tækifæri til að drepa strákinn, þvi hann er „merktur”, eins og það heitir á Mafiumáli. Það sem gerir myndina fyrst og fremst eftirminnilega er frábær leikur þeirra Genu Rowlands, sem leikur Gloriu, og Johns litla Adames, sem leikur strákinn. Þaueru bæði dæmigerð afsprengi þess frumskógar sem nefndur er undirheimar stórborgarinnar. „Treystu engum”, segir faðir stráksins við hann rétt áður en yfirmenn hans i Mafíunni salla hann niður fyrir að kjafta frá. Og strákurinn tekur föður sinn á orð- inu. Hann treystir ekki einu sinni Gloriu, sem er þó að reyna að bjarga honum. Það kemur lika á daginn að i þessu harðneskjulega Mafiu- hverfi er affarasælast að treysta engum. Engu aö siður þróast samband þeirra Gloriu og stráks- ins og áður en lýkur er það likast sambandi móður og sonar. Jafn- vel i undirheimum New York getur ástin náð að blómgast. Og glæpakvendi á borð við Gloriu getur tekið upp á þvi að hætta lifi sinu fyrir litinn munaðarleys- ingja. Einhverjum hefði eílaust tekist að gera úr þessu efni væmna vellumynd, en væmni er ekki til I heimi Cassavetes. (Vilji menn sjá væmna mynd skulu þeir hins- vegar skreppa í Nýja bió og sjá Lokahöfið). Gena Rowlands er án efa i hópi fremstu leikkvenna samtimans, það hefur hún sannað eftirminni- lega með leik sinum i Konu undir áhrifum og Gloriu. Sú Gloria sem hún skapar er alveg ný kven- hetja. Aðsumu leyti er hún kven- leg útgáfa af þessum skotheldu goðsagnahetjum hasarmynd- anna, en hún er miklu meira en það. Hún er lyrst og fremst manneskja, haidin öllum þeim ótta og öllum þeim tilfinningum sem það hugtak felur i sér. Snorri senn á skjánum Þá styttist I að landsmenn fái að sjá kvikmyndina um Snorra Sturluson I sjónvarpinu, en hún hefur þegar verið sýnd erlendis. Forsýningar voru i vikunni sem er aö liða hjá islenska sjónvarp- inu, en almenningur fær að sjá hana 20. og 27. septcmber n.k. Hvor helmingur myndarinnar er um 78 minútur. Myndin er sem kunnugt er gerö af islenska sjónvarpinu I sam- vinnu viö sjónvarpsstöövar Dan- merkur og Noregs, en leikstjóri er Þráinn Bertelson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.