Þjóðviljinn - 12.09.1981, Qupperneq 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.—13. september 1981
leiklist
Leitlistamannsins aöfegurö — Raimo Grönberg I Jumala on Kauneus.
Hinn 18. ágúst siöastliöinn var
sett i Tampere i þrettánda sinn
hin árlega leiklistarhátiö Finna
sem ber nafníö Tampereen Teatt-
erikesa, leiklistarsumar i
Tampere. Þaö var litt sumarlegt
viö þessa setningarathöfn sem fór
fram undir berum himni i rign-
ingu og kulda. Menn sátu þó
þolinmóöir undir regnhlifum og
hlustuöu á ræöur um stööu
finnska leikhússins. Kunnugir
sögöu mér aö þetta væri i fyrsta
skipti sem veöriö brygöist á þess-
ari hátiö. Hingaö til heföi ævin-
lega veriö unaöslegt bliöviöri. En
þaö fór litiö fyrir þvi þessa fimm
daga sem ég dvaldist i Tampere.
r
Anægjuleg
lífsmörk
Viö opnunina voru auövitaö
fluttar ræöur. Fyrst taiaöi maöur
frá menntamálaráöuneytinu og
sagöi aö þaö væri lítiö af pen-
ingum. Þaö þóttuengar sérstakar
fréttir. Reyndar er öllu menn-
ingarlifi I Finnlandi haldiö uppi af
rikishappdrættinu og iþróttunum
reyndar lika. Finnar viröast
hneigjast nokkuö til fjárhættu-
spils.
Siöan talaöi Jukka Kajava, sem
er aöalgagnrýnandi Helsingin
Sanomat og einna virtastur
manna i sinni stétt I Finnlandi.
Hann velti fyrir sér þeirri spurn-
ingu hvort endurnýjun væri i
gangi i finnsku leikhúsi og sagöi
aö tvennt væri aö minnsta kosti til
marks um að enn væri i þvi
nokkurt líf. I fyrsta lagi sýna deil-
urnar milli leikhúsanna og yfir-
valda aö leikhúsin hafa eitthvað
að segja sem máli skiptir. i ööru
lagi hefur orðiö mikil og gleöileg
endurnýjun i leikhúsunum utan
hinna heföbundnu miöstööva. Þaö
sem er aö gerast markverkt I
finnsku leikhúsi gerist ekki aöeins
i Helsinki, Tampere og Turkku,
heldur einnig i Lappeenranta,
Kajaana og Vasa. Þessi útkjáíka-
leikhús hafa skyndilega breyst úr
þvi aö vera nánast daufur endur-
hljómur af stóru leikhúsunum i
það aö veröa forystuliö kraftmik-
illa nýjunga.
Þrjár sýningar
frá Lappeenranta
Lappeenranta er borg i Suður
Kareliu. Þar búa tæplega 60.000
manns. Leikhúsiö þar er af svip-
aöri stærö og Leikfélag Reykja-
vikur, hefur á aö skipa fimmtán
fastráönum leikurum og fær um
40—50,000 sýningargesti á ári
hverju. Frumsýningar eru venju-
lega 6 á ári. Þaö heyrði til nýj-
unga á þessari Tamperehátiö aö
leikhúsinu i Lappeenranta var
boöiö aö koma meö þrjár sýn-
ingar á hátiöina.
Þessar sýningar voru þaö
skemmtilegasta sem ég sá i
Tampere. Þær voru fluttar fram
af miklum krafti og eldmóöi, þær
höföu sterka skirskotun til mál-
efna sem eru hvaö efst á baugi
um þessar mundir, en þær
slökuðu hvergi á listrænum kröf-
um til þess aö koma boðskap
áleiöis, þær voru fyrst og fremst
gott leikhús. Verkin sem um er aö
ræöa voru R.U.R. eftir Karel
Capek (skrifaö 1921), Tohvelis-
ankarin rouva (Kona kúgaös
eiginmanns) eftir finnska höfund-
inn Maria Jotuni (skrifað 1924)
og Armotin idylli eftir Jukka
Kivistö og Kai Lippanen (skrifaö
1980). Grunntónninn i þessum
verkum er i fyrsta tilvikinu enda-
lok mannkynsins, I ööru staða
kvenna og samskipti kynjanna og
i hinu þriöja örvænting ungs fólks
sem velferöarrikið býöur ekki
upp á annaö en atvinnuleysi og
vonleysi.
Capek og Jutuni
Karel Capek (sá sem skrifaöi
Salam öndrustriöiö) samdi
R.U.R: Rossum’s Universal
Robots.árið 1921 og varö heims-
frægur fyrir. Þaö fjallar um iön-
jöfra og visindamenn sem hafa
framleitt gervimenn sem eru
nánast alveg eins og venjulegt
fólk. Græögi þeirra og skamm-
sýni veröur til þess aö vélmennin
taka völdin og mannkyniö ferst.
Aðeins er eftir einn liffræöingur
sem heyr vonlitla leit að lifsneist-
anum. Mannkyniö er glatað, en
þá gerist undriö i lokin: tvö vél-
mennanna veröa ástfangin hvort
af öðru. Ný von glæðist.
Boöskapur þessa verks er mjög
timabær um þessar mundir þegar
mannkynið viröist staöráöiö i að
tortima sjálfu sér. Sýningin,
undir stjórn Kari Paukkunen, var
á köflum mjög sterk sjónrænt séö
þar sem hún stillti upp ráðvilltum
mönnunum annars vegar og ógn-
andi vélmennunum hins vegar, en
leikrit Capeks er gallaö og leikur-
inn var misjafn þannig aö i heild
skorti á aö þessi sýning tækist til
fullnustu.
Þaö geröi hins vegar uppsetn-
ing Juha Malmivaara á klassisku
leikriti Mariu Jotuni frá 1924,
Tohvelisankarin rouva, sem
mundi útleggjast Kona kúgaös
eiginmanns. Þetta er gleðileikur
um ástina og sambönd kynjanna
margvisieg og gert stólpagrin aö
allri væmni og vellu i þeim efn-
um. Kvenréttindaboöskapur
verksins er mjög sterkur, án þess
aö höfundur láti hann nokkurn
timann hefta kimnigáfu sina eöa
skarpskyggni, og heföbundnar
hugmyndir karlmanna um eigiö
ágæti og mikilvægi fá óspart á
baukinn.
Þetta var töluvert mikið stil-
færö uppsetning og leikiö mjög
sterkt til áhorfenda, en hún var
beinskeytt og uppáfinningasöm i
leikrænum lausnum og tókst aö
koma þessu gamla verki hressi-
lega til skila, gera þaö virkt i nú-
timanum.
Miskunnarlaus
velferð
Þriöja sýningin frá Lappeen-
ranta var jafnframt sú forvitni-
legasta. Splunkunýr pönkrokk-
söngleikur sem ber nafniö
Armoton idylli, sem mætti út-
leggjast Miskunnarlaus velferö.
Höfundur textans er Jukka
Kvistö en tónlistin er eftir Karl
Litmanen. Verkiö er miskunnar-
laus afhjúpun á rotnum innviöum
velferöarrikisins séö meö augum
ungs atvinnulauss skálds, sem
horfist i augu viö þá niöurlægingu
sem ungt fólk viröist óhjákvæmi-
lega þurfa aö þola, og rifur
vægöarlaust niöur innantóm gildi
eldri kynslóöarinnar og eftirsókn
hennar eftir efnalegum verömæt-
um. Skáldiö gefur aö lokum skit i
þaö sem hann kallar Disneyland
sósialdemókratanna, hann neitar
að vinna eða ieita sér aö vinnu
þar til þessi heimskulega eftir-
sókn eftir hlutum tekur enda.
Þetta var misjöfn og stundum
skipulagslaus sýning og verkið
vafalaust gallaö á marga lund, en
þaö verkaöi óhemjulega sterkt
sem örvæntingaróp ungs fólks og
átakanleg lýsing á nöturlegum
Skáldiö á leiö út úr velferðarrlkinu — Armoton Idylli.