Þjóðviljinn - 12.09.1981, Síða 19
Helgin 12.—13. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19
Fegurðin er
guð
Norður i Kajaana er leikhús
sem ekki aðeins þjónar þeim
30,000 manna bæ heldur einnig
vibáttumiklu dreifbýli i kring.
Þar er verið að sýna Sölku Völku
um þessar mundir, en á hátiðina i
Tampere kom þetta leikhús með
sýningu á leikgerb skáldsögu eftir
einn af bestu höfundum Finna,
Paavo Rintala, sem ber heitið
Jumala on kauneus og fjallar um
málara og leit hans að fegurðinni.
Þetta er einföld en áhrifamikil
saga um leit listamannsins að
hinni sönnu list og ekki siöur að
einhverjum sem kunna að með-
taka hana.
Málarinn Vilho stendur fullur
angistar gagnvart auöum strig-
anum. Hvernig á hann að fylla
hann og fyrir hvern? A hann að
mála íyrir kýrnar? Fyrir fávisa
bændurna? Fyrir borgaralega
listelskendur sem eru þegar allt
kemur til alls skilningslausir?
Verkið fjallar um þetta sigilda
efni á sannfærandi hátt og dregur
upp sterka mynd af rómantiskum
listamanni, sem reyndar er frá-
bærlega túlkaður af leikaranum
Raimo Grönberg. Sviösetningin
var skemmtilega stilfærð, leik-
myndin byggð á auðum mynd-
strigum sem varpaö var á
skyggnum annað veifið.
Hamlet
og Ödipus
A hátiðinni i Tampere gafst
kostur á að sjá tvo frægustu
harmleiki i heimi, Hamlet og
Odipus. Og reyndar var Fást á
feröinni lika, en gafst mér ekki
kostur að skoða. Það sem þessar
sýningar áttu sameiginlegt
(Hamlet frá Tampere og ödipus
frá Lahti) var annars vegar að
sýningarnar reyndu mjög
ákveðið að tengja þessi gömlu
verk veruleik nútimans og hins
vegar að i báðum tilvikum var
lögð rik áhersla á að þeir Hamlet
og ödipús eru mjög ungir menn.
Þetta er ekki aðeins i algeru
samræmi við texta þessara leik-
rita og gleðileg tilbreting frá
þeim miðaldra leikurum sem oft
fá þessi hlutverk til meðferðar,
heldur er hér beinlinis verið að
höfða til þess vanda sem ungt fólk
stendur frammi fyrir ef það vill
átta sig i þessum kolruglaöa
heimi. Eins og ég hef þegar
drepið á tókst þetta nokkuð vel i
Hamletsýningunni, en hins vegar
fór þetta ekki eins vel i ödipúsi.
Þar var þó ekki um að kenna, aö
ég held, að leikstjórinn væri ekki
á réttri braut, heldur skorti hann
nægilega ögun i útfærslu, eða þá
nægilega hæfan leikendahóp til
þess aö koma áformum sinum i
framkvæmd.
Að lokum
Þá er lokið að segja frá þeim
sýningum sem fyrir augu min bar
i þessari Finnlandsferð. Af óvið-
ráðanlegum ástæðum gat ég ekki
verið i Tampere siðasta dag
hátiðarinnar og missti þvi af
tveimur sýningum sem ég hefði
mjög gjarnan viljað sjá, annars
vegar Maratontanssit (eftir sögu
Horace McCoy, They Shoot
Horses, Don’t They) i uppfærslu
KOM-leikhússins og hins vegar
sýningu finnska Þjóðleikhússins á
Caligula eftir Camus, en sú sýn-
ing hlaut verðlaunin á hátiðinni.
En það sem ég sá færöi mér
heim sanninn um aö finnskt leik-
hús er forvitnilegt og kraftmikið
og þar er sitthvað að gerast sem
við getum dregið lærdóma af.
Sverrir Hólmarsson
Firring velferðarrlkis I Armoton Idylli.
sannindum. Þetta var i sannleika
sagt djarft leikhús, leikhús sem
þorir að taka áhættu, leggja allt
undir. Og endanlega þótti mér
dæmið ganga upp, áhættan
borga sig.
Það er athyglisvert að þetta
verk skuli verða til i smábæ á
hjara veraldar, eins og Lappeen-
ranta er. Rokkhljómsveitin sem
lék er af staðnum og tónlistin er
heimatilbúin. Leikritshöfundur-
inn er einnig innfæddur Lappeen-
rantabúi sem sjálfur var atvinnu-
laus i tvö ár, þannig að hann
skrifar út frá djúpri reynslu, en
komst sfðan fyrir einhverja stór-
fenglega tilviljun inn I Leiklistar-
skólann i Helsinki.
Kari Paukkunen
Eftir þessa sýningu átti ég þess
kost að ræða um stund við leik-
stjórann, Kari Paukkunen, sem
jafnframt er leikhússtjóri i
Lappeenranta. Hann sagði að
með þessari sýningu hefði verið
reynt að ná til nýs hóps leikhús-
gesta og það hefði sannarlega
tekist, eins og merkja mætti af
þvi aö á hverri sýningu væri
ævinlega fjöldi ungs fölks að
spyrja hvar klósettið væri.
Ég spurði hann hvort sýningin
hefði vakið hneykslun eða and-
stöðu, og hann svaraöi þvi til að
það hefði hún gert. Margir hefðu
skrifað harðorð bréf til blaöanna
um þetta siðlausa hneyksli, eink-
um þaö atriði, aö ungur maður
leysir niður um sig buxurnar.
Hins vegar hafi deilurnar beinst
inn á nýja braut þegar gagnrýn-
andi nokkur skrifaði mjög vin-
samlega um sýninguna og það
kom i ljós að hann var prestur. Þá
byrjuðu allir að ausa sér yfir
prestinn fyrir að hæla þessum
ófögnuði.
Kari sagði að næsta verkefni
leikhússins væri nýtt verk eftir
Jussi Kylatasku, Synir Grakk-
usar. Hann sagöist búast viö þvi
að þaö mundi vekja svipuö við-
brögö, en vonaöist til að fólk væri
búið að fá útrás yfir Armoton
idylli.
Kari Paukkunen er nýkominn til
starfa við Lappeenrantaleik-
húsiö, hefur aðeins verið þar i eitt
ár, en var áður kennari viö leik-
listarskólann. Hann hefur mikinn
hug á aö greiða götu ungra
finnskra leikskálda og segir aö
sér sé meira i mun aö verk þeirra
hafi eitthvað raunverulegt að
segja en að þau séu fullkomin að
byggingu. Þetta urðum við sam-
mála um aö sannaöist af Armoton
idylli.
Samskipti kynjanna
— Kona kúgaðs eiginmanns cftir Maria Jotuni.
Kópavogskaupstaður
UTBOÐ
Tilboð óskast i að fullgera 3. áfanga dag-
heimilis við Hábraut i Kópavogi, sem nú
er tilbúið undir tréverk.
Um er að ræða tréverk, innréttingar,
dúka- og raflagnir.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
bæjarverkfræðings i Felagsheimilinu,
Fannborg 2, gegn 580 kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl.
11 þriðjudaginn 22. september n.k. og
verða þau, þá opnuð að viðstöddum þeim
bjóðendur, sem þar mæta.
Bæjarverkfræðingur.
Tilkynning frá
veitingahúsinu Ártúni
Þar sem að ákveðið hefur verið, að húsið
verði ekki leigt til opinberra dansleikja,
verður það eftirleiðis leigt út alla daga, til
veislu- og fundarhalda og hverskyns
mannfagnaðar.
Dansgólf i efri sal hefir verið stækkað og
er nú hið stærsta á Reykjavikursvæðinu.
Vinsamlegast hafið samband við okkur i
sima 85010 og eftir skrifstofutima i sima
19100.
VEITINGAHÚS
VAGNHÖFDA 11 REYKJAVÍK
Þýskukeiuisla fyrir
börn 7-13 ára
Þýskukennsla fyrir
börn 7—13 ára
hefst laugardaginn 19. sept. 1981 kl. 10—12
i Hliðarskóla (inngangur frá Hamrahlið).
—Innritað verður sama dag frá kl. 10.
Innritunargjald er kr. 100,-
Germania
Þýska bókasafnið
Ferðamálaráó íslands
efnir til námskeiðs fyrir verandi leiðsögu-
menn ferðafólks veturinn 1981—1982, ef
næg þátttaka fæst.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á
skrifstofu Ferðamálaráðs, Laugavegi 3,
Reykjavik.
Umsóknarfrestur rennur út 21. sept. n.k.
FERÐAMÁLARÁÐ ÍSLANDS
Frúin hlær
I betri bíl
frá Bílasölu Guðfinns
BÍIASAIA 1
GUDF1NNS