Þjóðviljinn - 12.09.1981, Síða 21

Þjóðviljinn - 12.09.1981, Síða 21
Helgin 12.—13. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21 netað 09 nýtt dr. Gottskálk Gottskálksson Orugg fjárfesting Ég hef aldrei veriö sérlega sniöugur við aö fjárfesta. Mér gengur ágætlega viö aö hala inn peninga, en aö ávaxta þá er annað mál. Engu aö síöur hef ég til að bera alla eiginleika braskarans: ofboðslega pen- ingahvöt, góð sambönd, teygjanlegar hugmyndir um heiðarleika i viðskiptum, snjallan lögfræðing og síöast en ekki sist þá er ég ekki haldinn ástæðulausri samviskusemi. Ég hef aldrei hikað við að svikja vini mina eða fórna fjöl- skyldu m:mi, þegar hagsmunir minir hafa verið annarsvegar. En þráttfyrir það hef ég aldrei komist ipp á lag meö aö ávaxta fé mitt. Arið 1965 keypti ég hús á Siglufirði. Ætlun mín var að negla konuna þarna niður með börnunum í sild á sumrin. Astæðan var náttdrlega sú, að ég var að hugsa um heilsufar fjölskyldunnar. 1 stað þess að flækjast um hér i rykinu fyrir sunnan gátu þau nú dregið að sér heilnæmt sjávarloftið yfir sildartunnunum fyrir norðan. Ég haföi nú reyndar ekki hugsað mér að dvelja hjá þeim, þar sem viðskiptin héldu mér i Reykjavlk eða erlendis. Eftir að sildin hvarf seldi ég húsið á Sigló með tapi og keypti litla íbúð i Vestmannaeyjum sem ég leigði nokkrum einstak- lingum. Ég vissi sem var að margir farandverkamenn vildu heldur leigja herbergi í bænum, jafnvel mjög dýrt, en búa i ver- búö. En ibúöin hvarf undir ösku 1973. Það kom i ljós skömmu siðar að sementið i einbýlishúsinu minu iRvk. var handónýtt. Mér tókst til allrar hamingju að selja húsið án þess að kaupandinn tæki eftir gallanum. Ég keypti mér strax stærra og traustara hús en þvi miður eyðilagðist þaö mjög mikið i óveðrinu á siðasta ári. Til þess að standa straum að viögerðarkostnaöi neyddist ég til að selja stóra ameriska bilinn minn sem ég hafði keypt skömmu áöur en oliukreppan skall á. Ég haföi reyndar borgaö þennan bi'l dýru verði. Til þess aö geta keypt hann varð ég að selja hlutabréfin min i hjólainn- flutningsfyrirtæki. Ég heföi átt að halda i þessi hlutabréf, en ég gat ekki vitað aö hjól kæmust i tisku. Ég hef vist verið litlu heppn- ari i einkamálum minum en á viðskiptasviðinu. Tengdapabbi fór á hausinn eftir fjármála- hneyksli fyrir nokkrum árum og lést skömmu siðar. Ég sem hafði ævinlega litið á kvonfang mitt sem fjárfestingu. Þaö er samt ekki hægt að segja aö ég hafi aldrei heppnina meö mér. 1 fyrra kom stóri vinningurinn á minn miða, en þvi miöur hafði ég gleymt aö aidurnýja. En allt þetta heyrir fortiöinni til. Ég er ekki lengur á höttunum eftir smápeningum. (T.d. hélt ég að þessar Þjóðviljagreinar myndu bjarga mér fyrir hdrn en auðvitað hef ég aldrei fengið grænan eyri). Nú hef ég ákveðið aö fjárfesta i pottþéttum hlutum. Um tima var ég aö hugsa um að fjárfesta i veitingahúsi eða kvikmynd en markaöurinn virðist þegarvera mettaöur. önnur hugmynd var að kaupa hlut i Cargolux. Það ætti að vera framtiö i vopna- sölu, en Lfbýubúi nokkur var á undan mér. Nei, það sem ég er að sækjast eftir er langtima fjárfesting, sem borgar sig og getur ekki brugöist. Og þegar Vilmundur Gylfason ákvað að stofna blaö sá égáaugabragði að mfn stund var upprunnin. Ég lagöi sam- stundis allt mitt sparifé I Nýtt land. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Páll Þorsteinsson . frá Hofi i öræfum Hofgörðum 24, Seltjarnarnesi Verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavik mánu- daginn 14. september kl. 10.30 f.h. Sigrún S. Páisdóttir Guömundur I. Ingason Gunnar H. Páisson Sesselja G. Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. TÆKNIFULLTRUI Staða tæknifulltrúa er veitir forstöðu teiknistofu Hafnamálastofnunar rikisins er laus til umsóknar. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og starfsreynslu, sendist Hafnamálastofnun rikisins, fyrir 22. september 1981. HAFNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS Starfsmannahús Tilboð óskast i að steypa upp og fullgera að utan hús fyrir Vita- og hafnarmála- stofnun i Kópavogi. Grafið hefur verið fyrir húsinu, sem er 231 fermetri að grunnfleti, kjallari og ein hæð. Húsið skal einangrað og múrhúðað, og sett upp hitakerfi og lagnir lagðar i hlaðna veggi og útveggi. Verkinu skal að fullu lokið 1. mai 1981. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 29. september kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELBX 2006 Sunnan vindur hljómplatameðOryar Kristjánssyni, og nu eru honum til aðstoðar Tómas Tómasson, Asgf ttSn°sne0n?SLg StiÓrCéattogP^Í6nlist sem gleður mannsms hjarta. ÖfíVAfí , KflfStjAnsson FALKINN 'VMjótHflCitcukiííi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.