Þjóðviljinn - 12.09.1981, Qupperneq 27

Þjóðviljinn - 12.09.1981, Qupperneq 27
Helgin 12.—13. september 1981 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 27 um helgina Edda Erlendsdóttir, pianóleikari Tónleikar á Egilsstöðum NU um helgina heldur Edda Erlendsdóttir pianóleikari tón- leika i Valaskjálf á Egilsstöðum og hefjast tónleikarnir kl. 5 á sunnudag. Edda lauk námi frá Tónlistarháskólanum íParis 1978 og einnig hefur hUn stundað nám i Nizza og við Ravelakademiuna i St. Jean de Luz. A efnisskrá tón- leikanna eru verk eftir Schubert, Schumann, Chopin, Fauré, De- bussy og Ravel. Fyrirhugaö er að hUn haldi tónleika viðar um land- ið seinna i þessum mánuði Kommar og kratar I fréttatilkynningu frá stjórn KommUnistasamtakanna er spurt hvort kommUnistar og krat- ar geti unnið saman. Segir að KommUnistasamtökin efni til al- menns og opins umræðufundar um svar við þessari spurningu og hefst hann kl. 20.30 á mánudags- kvöld að Hótel Borg. Auk ræðumanna frá samtökun- um verða gestir frá Alþýöuflokki, Nýju landi, Alþýðubandalaginu og Fylkingunni. Helga í Hamragörðum I dag verður opnuð i Hamra- görðum málverkasýning Helgu Weisshappel Foster. A sýning- unni eru 30 verk. HUn hefur efnt til fjölmargra sýninga hér á Is- landi en auk þess hefur hUn haldið sýningar við góðan orðstir i Vin- arborg, New York, Washington, Kaupmannahöfn, Jótlandi, Fjóni, Bergen, Helsinki, LUbeck og Ber- lin. Sýningin i Hamragörðum verð- ur opin til 20. september náest komandi. Valgerður í Ásmundarsal Valgerður Hafstað opnar i dag sýningu á 30 myndum i Asmund- arsal. Valgeröur hefur verið bU- sett i Frakklandi og Bandarikjun- um i yfir 20 ár, en hUn sýnir nU i fimmta sinn á einkasýningu hér. Myndirnar eru unnar i oliu, vatnsliti og gerðar með blandaðri tækni, þæreru allar undir gleri og fremur smáar að stærð. Valgerður sagði að það væri alltaf erfitt að setja eigin myndir undir ákveðna stefnu, en að hUn málaði abstrakt. Sýningin stend- ur til 21. september. — ká Hörður t 1 Eden Hörður Ingólfsson myndlista- kennari opnar sýningu á verkum sinum i dag laugardaginn 12. sept. i Eden Hveragerði.Hörður stundaði nám við Myndlista og handlðaskólann á árunum 1946 - 49 og siðar framhaldsnám i Osló 1972 - 73, við ,,Stadent lærerskolan i forming” Hann sýndi siðast i Reykjavik 1978. Um 20 oliumálverk eru á sýningunni flest máluð á þessu dri auk nokkurra vatnslita- mynda. Allar myndirnar eru til sölu. Sýningunni lýkur sunnudaginn 20. september. Hörður Ingólfsson við eitt 20 oliumálverka sinna I Eden. ÚTBOÐ JH*H «*« 'V Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar og tæki vegna Vélamiðstöðvar Reykjavikur- borgar: 1. M.A.N. 16.320 Dráttarbifreið, árg. 1975. 2. Scania Vabis L76 Dráttarbifreiö, árgerð 1967. 3. Leyland dráttarbifreið, árgerð 1968. 4. Mazda Pick-up, árgerð 1976. 5. V.W. 1200, árgerð 1973. 6. V.W. 1200, árgerö 1973. 7. V.W. Pick-up, 6 manna hús, árgerö 1974. 8. Traktorsgrafa, JCB3. 9. Efnisflutningavagn, ca. 15 Rúmm. 10. Rafsuöuvél, General Electric m/bensinvél, ógangfær. ll.Simca 1100 VF2, árgerö 1977. Vegna Pipugerðar Reykjavíkurborgar: 12. Dráttarvél m/lyftigálga MX40. Og vegna Strætisvagna Reykjavikur: 13. Mercedes Bens 0302, árgerö 1970, 75 farþega. 14. Mercedes Bens 0302, árgerð 1970, 75 farþega. Bifreiðar og tæki 1—12 verða til sýnis i porti vélamistöðvar að Skúlatúni 1, mánudaginn 14. þ.m. og til kl. 14.00 e.h. þriðjudaginn 15. þ.m.. Strætisvagnar 13—14 verða til sýnis á sama tima á athafnasvæði Strætisvagna Reykjavikur að Kirkjusandi. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3 þriðjudaginn 15. þ.m. kl. 14.00 e.h.. INNKAUPASTOFNUN REYKJ AVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Reyk|avik Auglýsing Stjórn Byggingarsjóðs Reykjavikur- borgar hefur verið falið að leita eftir kaupum á allt að 20 ibúðum, sem notaðar verða sem ieiguibúðir á vegum borgar- innar. Fyrst og fremst er leitað eftir ibúðum, sem nú standa ónotaðar. Einnig kemur til greina að kaupa húsnæði, sem áður hefur verið notað til annars, ef hent- ugt þykir að brey ta þvi i ibúðarhúsnæði. Þeir sem hafa hug á að bjóða húsnæði til kaups samkvæmt framanrituðu, eru beðnir að senda tilboð til stjórnar Bygg- ingarsjóðs Reykjavikurborgar, Skúlatúni 2, 105 Reykjavik, fyrir 28. sept. n.k. 1 tilboði komi fram: Verð eða verðhug- mynd, greiðslukjör, stærð húsnæðis, lýs- ing á húsnæði o.fl. þess háttar. HÚSBYGGJENDUR Húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagns- heimtaug i hús sin að halda i haust eða vetur, er vinsamlega bent á, að sækja um hana sem allra fyrst, þar sem búast má við verulegum töfum á lagningu heim- tauga, þegar frost er komið i jörðu. Gætið þess, að jarðvegur sé kominn i sem næst rétta hæð, þar sem heimataug verður lögð, og að uppgröftur úr húsgrunni, bygg- ingarefni eða annað hindri ekki lagningu hennar. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á heimataugaafgreiðslu Rafmagnsveit- unnar, Hafnarhúsinu, 4. hæð. Simi 18222. Tt\ RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.