Þjóðviljinn - 12.09.1981, Qupperneq 28

Þjóðviljinn - 12.09.1981, Qupperneq 28
OWÐVIUINN1 Abalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaösins t þessum slmum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot Aðalsím! Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Helgin 12.—13. september 1981 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná 1 af- greiöslu blaðsins i slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 nafn vikunnar Úlfar Þormóðsson Fátt hefur vakifi meiri at- hygli I vikunni en> hin nýja bók ÍJlfars Þormóössonar um frimúrararegluna, Bræörabönd. Þetta er siöara bindi verks, sem frimúrara- feykirinn Clfar gefur út uppá eigin hönd og ábyrgö. Viö þrengdum aö Úlfari þar sem hann sötraöi kaffiö f makind- uni i stormahléi bókaútgef- andans. Hvers vegna fórstu aö vinna aö þessu verki? — Eiginlega til þess að reyna að skilja betur eðli þess hlægilega þjóðskipulags sem við búum við og hjálpa öðrum til hins sama. Hefur margt komið þér á óvart viö rannsókn á fri- múrarareglunni á islandi? — Mest kom mér á óvart hversu hallærislegar félags- skapur þetta er. Hitt grunaði mig áður, sem reyndist rétt, að þessi félagsskapur er fyrstogfremst valdaklika og samtryggingafélag. Hefur þessi valdakiíka og samtryggingafélag aö ein- hverju leiti sett mark sitt á söguþróun á tsiandi siöustu áratugi? — Það leikur ekki minnsti vafi á þvi að á dögum forset- anna Sveins Björnssonar og Asgeirs Asgeirssonar að ekki sé minnst á tið hinna lýð- ræðissinnuðu ráðherra Vil- hjálms Þórs og Björns Ólafs- sonar hafði frimúrarareglan meiri völd i þessu landi en nokkur annar félagsskapur eða stjórnmálaflokkur fyrr eða siðar. Þessi aðilar mis- notuðu augljóslega stöðu sina i eigin þágu og hugðar- efna sinna með afleiðingum sem þjóöin sýpur seiðið af enn i dag. Þessir menn voru engir eftirbátar reglubræðra sinna á ltaliu og Grikklandi. Gætiröu sannaö þessar aö- dróttanir fyrir rétti? — Já, ég treysti mér vel til þess. Annað mál er það hver dómsniðurstaða úr hugsan- legum málaferlum yrði: Það er nefnilega svo að lögin eru samin, túlkuð og fram- kvæmd oftsinnis af reglu- bræðrum þessara manna, eins og glöggt sést af athug- un á Bræðraböndum. Eiga frimúrarar eitthvaö sameiginlegt utan þess aö vera bræöur I reglunni? — Já, þá þyrstir i skjall og lófatak. Þeir eru lýðræðis- sinnar i orði — en valda- girugir einræðisseggir i reynd. Það er áberandi hversu margir þeirra eiga samleið i hermangi „frjálsri” verslun og SÍS.Og þeir eiga sameiginlega lifs- sýn sem rúmast i „lýðræðis- flokkunum” þremur. Ertu þeirrar skoöunar aö þaö eigi aö banna frimúrara- regiuna meö lögum á is- landi? — Nei, en hins vegar geri ég tillögu um hversu skuli með regluna farið i lokakafla verksins. — ög ,/Það hef ur margt breyst á þessum árum, f rá því við stofnuðum „September" hópinn árið 1947. Ég held að varla sé hægt að segja að hliðstæður hópur hafi verið stofnaður, því t.d. Súmararnir voru talsvert ólíkir okkur. Við tókum málverkið mjög hátíðlega og þurftum að leggja mjög hart að okkur til að komast í þetta nám. Evrópsk klassík var grundvöllurinn í starfi okkar og námi og við litum ákaflega upp til „meistaranna". Þetta hef- ur breyst og stundum hvarflar að mér að það sé orðið of auðvelt að komast í myndlistarnám, því af- raksturinn er ekki í samræmi við f jöldann." Að breyta lití túpu í eitt- hvað annað Það er listmálarinn Jóhannes Jóhannesson, sem hefur orðið, einn af frumkvöðlum „Septem- ber”-hópsins, sem nú sýnir verk sin að Kjarvalsstöðum, en þessi hópúr sýndi fyrst saman árið 1947. Við spjölluðum stuttlega við Jó- hannes á sýningunni og spurðum hann hvort það hafi verið hug- myndafræðileg samstaða sem tengdi „September”-málarana saman: ,,Áð vissu leyti. Við vorum vist flest róttæk, en litum öörum augum á pólitikog list, en algengt er i dag. Hugmyndafræði okkar stóð að vissu leyti utan viö málverkið og við töldum okkur ekki minni sóslalista eða listmál- ara fyrir það.Enn i dag held ég að min pólitiska afstaða hafi ekki bein áhrif á verk min. Hins vegar má segja eins og frægur málari sagöi eittsinn, að mynd væriekki fullbúin fyrr en áhorfandinn liti hana augum, Þetta er kannski sósialismi málarans. En þótt það sé vissulega einhvers viröi að vera á móti atómbombunni, er ekki þar með sagt að menn geti búið til góða myndlist bara þess vegna.” — Heldurðu að þið hafið ,,náð til fólksins”? ,,Já, ég held þaö. Við þóttum aö visu nýstárlegir til að byrja með, enda fórum við aldrei inn á braut sósialrealismans. En við tókum hlutverk okkar sem listamanna mjög alvarlega og sýningar okk- ar voru alla tið mjög vel sóttar.” „Svo þið hafið ekki sýnt fyrir fáa útvalda?” „Nei, þaö er áróður ef sliku er haldið fram. Ég var sjálfur mjög mikið við sýningarnar hér áður fyrr og fylgdist mjög vel með hverjir komu á þær. Það var ákaflega mikið um menn sem komu af einskærum áhuga og keyptu málverk, þótt þeir hefðu litil efni. Mér eru minnisstæðir margir verkamenn frá þessum árum og ég held að þetta hafi ekki breyst, þóttmaður hafiekki tök á að fylg jast jafn vel meö gestum á sýningunum nú.” — Og að lokum, Jóhannes. Hvað skyldi vera mest viröi fyrir listmálarann? „Málarinn hefur það hlutskipti aö breyta lit i túpu i eitthvað annað en lit i túpu. Stillinn er aukaatriði, en aðalatriðið er að vera sjálfum sér trúr 1 þvi sem maðurer aðgera og trúa á það.” Sýning „Septem” hópsins stendur til 20. september, en auk Jóhannesar sýna þar, þau Kristján Daviðsson, Þorvaldur Skúlason, Valtýr Pétursson Guö- munda Andrésdóttir, Karl Kvar- an og Sigurjón Olafsson. — þs.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.