Þjóðviljinn - 22.09.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.09.1981, Blaðsíða 1
Mannekla er eitt helsta vandamálið á Austurlandi: Þúsund manns vantar tU starfa Þeir vilja strax á sjóinn aftur. ólafur Ingimarsson stýrimaður, Nlels Ársælsson skipstjóri og Óskar Aðalsteinsson vélstjóri — og skipshund- urinn Dollý. Hressir í bragði þrátt fyrir bátstapið / A sjólnn aftur helst í kvöld / Ibúum í fjórðungnum gæti fjölgað um 3000 manns „Það virðist iáta nærri að um 500 manns vanti til starfa við fisk- vinnslu. Auk þess vantar vlðast hvar tilfinnanlega iðnaðarmenn, ásamt starfsfólki I verslunar- og hverskonar þjónustustörf. Var- lega áætlað vantar til þessara starfa 100—200 manns”. Þetta segir Ólafur Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sildarvinnslunnar I Neskaupsstað i grein er hann skrifar I Austurland 17. sept. sl. Ólafur Gunnarsson gagnrýnir I grein sinni samþykktir aðal- fundar Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi þar sem af þeim megi ráða að ekki séu nægileg at- vinnutækifæri I fjórðungnum og þvi fólksflótti af svæðinu. Alykt- anir fundarins bendi til þess að til að mæta þessum „vanda” eigi að Vopnafjörður: Góð sfld- veiði „Þaö hefur verið talsvert mikið af sild hérna úti fyrir og smábát- arnir hafa verið að fá allt að 8 tunnur I net. Einn 8 tonna bátur héðan, Bára, fékk t.d. 56 tunnur einn daginn”, sagði Reynir Arna- son starfsmaður Tanga á Vopna- firði I samtali við Þjóðviljann I gær. Aö sögn Reynis er búið að salta um 1000 tunnur af sild hjá Tanga það sem af er vertiðar, en á sið- ustu vertið voru saltaðar þar 1300 tunnur. „Okkur vantar fleiri báta hing- að til að leggja upp, þetta hefur verið ágætt en bátarnir eru að færa sig austar, aðallega yfir i Mjóafjörð en þar hefur verið sæmileg veiði”. Litið hefur enn verið landað af sild til söltunar á Höfn i Horna- firði en mest hefur veriö saltað til þessa á Eskifirði. Aflahrotan við Vestmanna- eyjar frá siðustu viku stóð ein- ungis I tvo daga, en þá fékkst mjög feit og falleg sild, allt uppi 23%. Einar Guömundsson hjá Fisk- iðjunni, sagði að reknetabátar frá Eyjum væri farnir austurfyrir en þar eru fyrir um 20 bátar. „Sildin er eitthvað seinna á ferðinni hjá okkur en á siðustu vertið, að visu fengum við ágætt um daginn, en þaö stóð stutt Ég á þó von á aö við fáum okkar skammt, þótt við verðum að biöa eitthvað lengur”. — Ig ólafur Gunnarsson: Grunur minn staðfestur, það vantar fólk I vinnu. koma upp smáiðnaði, stóriðju og að virkja. „Ég hef af þessu tilefni haft samband við forráöamenn fyrir- tækja á flestum stöðum I fjórð- ungnum. Þeir hafa staðfest það sem ég hafði grun um, að eitt mesta vandamál þeirra er mann- ekla”. A öðrum stað i greininni segir Ólafur: „Samkvæmt framan- sögðu vantar 600—700 manns til þessaö nýta þau atvinnutækifæri, sem nfl eru til staðar i fjórðungn- um. Fleiri ibúar fjölga lika öðrum störfum þannig aö þó ekki sé reiknað með þeim margfeldis- áhrifum sem störf i framleiöslu- greinum hafa, er örugglega hægt að gera ráð fyrir aö rými sé fyrir 100 manns til starfa i fjórðungn- um. Ibúum gæti þvi þessvegna fjölgað um 3000. Ólafur segir að mörgum þyki leiöinlegt að takast á viö vanda- mál liðandi stundar, og vilji fremur láta sig dreyma um fjar- læga hluti, eins og t.d. stóriðju. Hann telur að ýmis verkefni séu brýnni, svo sem að búa atvinnu- fyrirtækjum i sjávarútvegi betri starfsskilyrði og auka tekjur þeirra sem sinna þjónustustörf- um. Næg og fjölbreytt störf séu þegar fyrir hendi á Austurlandi ef rétt væri á haldiö og þau einu störf sem höfuðborgarsvæðið hafi umfram fjórðunginn séu hjá hinu opinbera sem i alltof rikum mæli hafi veriö þjappað saman i Reykjavik. _ekh ,,Við viljum komastsem fyrst á sjóinn aftur” sögðu þrlr skipverj- anna á Fálkanum BA-309 er þeir komutilReykjavikur I gær ásamt skipshundinum Dollý. Þrátt fyrir svaðilfarirnar og bátstapið voru þeirhressirlbragðiog létu engan bilbug á sér finna. Fálkinn BA-309 fékk á sig brot- sjóum 1,2 sjómflur undan Látra- vik um ki. 19 á laugardagskvöld- ið. Báturinn lagðist á hliðina, það kviknaði i raf alnum og ljósin fóru af. Skuttogarinn April og siðutog- arinn Ingólfur GK-42 komu til hjálpar. Um 2 sjómilur undan Látrabjargi var mannskapurinn sendur á gúmbát yfir i togarann Ingólf I tveimur feröum. Fyrst þrir skipverjar ásamt skipshund- inum og siöan skipstjóri og stýri- maður. Mátti ekki tæpara standa þvi báturinn sökk á sama augna- bliki og þeir stukku frá boröi. Skuttogarinn April lýsti með sterkum ljóskösturum á slyssstað og siðutogarinn átti auðveldara með aö komast uppað bátnum. Skinstjórinn á Fálkanum var Niels'Arsælsson 22ja ára gamall Tálknfirðingur. Hann sagði við komuna til Reykjavikur I gær að þeir væru þrir sem ættu bátinn. Hann hefði verið vátryggður en veiðarfærin ekki. „Þau eru mjög dýr.kosta á milli 15 og 20miljónir gkr. þannig að þetta er mikiö tjón. Viö vorum þrir Tálknfirö- ingará Fálkanum, einn Akurnes- ingur og einn frá Vogum á Vatns- leysuströnd. Þrátt fyrir þetta áfall viljum við á sjóinn aftur. Helst strax i kvöld.” — ekh Frá orku- og iönaöarráðstefnu Alþýöubandalagsins. Sjá opnu. | Morðið á Hans Wiedbusch: 28 ára Reykvíkingur játar Eins og fram kom I Þjóövilj- anum á laugardag fannst 45 ára gamall Þjóðverji, Hans Wied- , busch myrtur á heimili sinu IGrenimel 24 sl. föstudagsmorg- un. 28 ára gamall Reykvlkingur, Gestur Guðjón Sigurbjörnsson a var siðan handtekinn fyrir há- Idegi á laugardagsmorgun vegna þessa máls. Hefur hann við yfirheyrslur játaö að vera i valdur að verknaðinum. Samkvæmt fréttatílkynningu rannsóknarlögreglunnar segist Gestur Guöjón hafa hitt Hans Wiedbusch á skemmtistaö i Reykjavi'k aðfaranótt sl. fimmtudags og farið meö hon- um heim að Grenimel 24,'Hafi þeir neytt þar áfengis og enn- fremur reykt marihúana. Gest- ur Guðjón kveöst hafa við þetta komist undirvimuáhrif og orðið sljór og utan við sig. Segist hann hafa lagst til svefns i Ibúðinni, en vaknað við það, að Hans Wiedbusch hafi verið að hafa við sig kynmök. Gestur Guðjón segist hafa orðiö ákaflega hræddur og verið gripinn þeirri hugsun að hann yrði aö ganga frá Hans. Náði hann i skæri og veitti Hans áverka með þeim. Segir hann að komiö til átaka milli þeirra og náði Gestur Guð- jón þá i önnur skæri og hnif og notaði við verknaðinn. Gestur Guþjón hafði með sér nokkra hluti Ur eigu Hans Wied- busch og fleygði þeim á afvikinn staö, og hafa þeir fundist þar samkvæmt tilvisan hans. Gestur Guðjón hefir átt við vanheilsu aö striða um hrið. 'Er blaöamaður haföi sam- band við Rannsóknarlögregluna i gær var staöfest, að kannabis- svörun heföi veriö merkjanleg i sýnum, erfundust á morðstaðn- um. Þá kom það fram, að Gest- ur Guðjón fjarlægði ekki morð- áhöldin af staðnum, heldur bafðimeð sér aðrahluti, en ekki vildi Rannsóknarlögreglan gefa upp hver jir þeir hefðu verið. Þá vildi lögreglan ekki upplýsa, hrort einhverjir áverkar hefðu verið á Gesti Guöjóni, vegna átaka. sem orðið heiðu milli Hans Wiedbusch og Gests Guð- jóns. Rannsókn málsins er lokið i öllum aðalatriðum, en úrvinnslu er ekki lokið varöandi ýmis gögn, er tekin voru til rannsókn- ar af staðnum. Svkr. DJOBVIUINN Þriðjudagur 22. september 1981 —210. tbl. 46. árg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.