Þjóðviljinn - 22.09.1981, Blaðsíða 12
12 StÐA — t>JÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. september 1981
Félag bókagerðarmanna
Félagsfundur
verður haldinn fimmtudaginn 24. septem-
ber 1981 kl. 17.00 að Hótel Borg.
Dagskrá:
Samningamál
(tekin afstaða til kröfugerðar)
önnur mál.
Stjórn FBM.
Blikkiðjan
ÁsgarAi 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmlöi.
Gerum föst verötiiboö
SÍMI53468
ifc Fulltrúastaða í
líðj utanrikisþjónustunni
Staða háskólamenntaðs fulltrúa i utan-
rikisþjónustunni er laus til umsóknar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist utanrikisráðu-
neytinu, Hverfisgötu 115, 105 Reykjavik,
fyrir 10. október 1981.
Utanrikisráðuneytið,
Reykjavik, 17. september 1981.
j
Áskrift -
kynning
vrrivA^^
LAIJNAFÓLILS
vió bjódum nýjum lesendum okkar
ÓKEYPIS ÁSKRIFT til næstu mánadamóta.
Kynnist bladinu af eigin raun, látid ekki
aóra segja ykkur hvaó stendur í
þjóóviljanum.
sími 81333
DlOÐVIUINN
Eiginmaöur minn og faöir okkar
Dagnýr Bjarnleifsson
skósmiöur
andaðist á Borgarspitalanum að morgni hins 20. þ.m.
Útför hans verður auglýst siðar.
Steinunn Sigurðardóttir
og börnin.
Ólafur Halldórsson
Brúnastekk 3
sem lést að Hrafnistu 15. þ.m. verður jarðsettur frá Foss-
vogskapellu þriðjudaginn 22. september kl. 13.30.
Halldór B. Stefánsson
Hallgerður Pálsdóttir
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
Valgerður Andrésdóttir
Framnesveg 5
andaðist á Landakotsspitalanum 20. september.
Lýöur Björnsson Guöbjörg óskarsdóttir
Ólafur Björnsson
Elinborg Björnsdóttir Hans Rödtang
Sigurbjörg Björnsdóttir Höskuldur Stcfánsson
örn Grundf jörö
barnabörn og barnabarnabörn.
Nýkjörin stjórn LÍS, fremri röö frá v.: Jóhann Sigurösson, Kristjana Siguröardóttir, Þórir Páll Guö-
jónsson, Ann Marí Hansen, Gunnar Jónsson. Aftari röö frá v.: Gylfi Guömarsson, Gunnar Sigurjónsson,
Eysteinn Sigurösson, Jóhann B. Steinsson, Kristinn Jónsson. A myndina vantar Jón Kristjánsson.
Fimmta landsþing
samvinnustarfsmanna
Landssamband islenskra sam-
vinnustarfsmanna var stofnað að
Bifröst 1. og 2. sept. 1973. Aöildar-
félögum þess hefur stööugt fariö
fjölgandi og voru oröin 43 um sl.
áramót. Félagsmenn eru fast að
fimm þús. Sambandið hefur
skrifstofu i Hamragörðum,
félagsheimili samvinnumanna aö
Hávallagötu 24 í Reykjavfk.
Starfsmaður samtakanna hefur
frá upphafi verið Reynir Ingi-
bjartsson.
Landssambandið hélt 5. lands-
þing sitt i Bifröst 5. og 6. sept. sl.
Þar mættu um 80 fulltrúar og
gestir. Þingið setti fráfarandi for-
maður, Pétur Kristjónsson en
ávörp fluttu þeir Sven Erik
Andersson frá samtScum sam-
vinnustarfsmanna annarsstaðar
á Norðurlöndum, Jón Eggertsson
frá ASI, Tómas Óli Jónsson frá
Skipulags- og fræðsludeild SlS,
Július K. Valdimarsson frá
Vinnumálasambandi samvinnu-
félaganna, Matthias Gislason frá
Félagi kaupfélagsstjóra, Þórður
J. Magnússon frá Félagi h'feyris-
þega samvinnufélaganna. Vigdis
Pálsdóttir frá Nemendasambandi
Samvinnuskólans og Jón Sigurðs-
son, skólastjóri Samvinnuskól-
ans.
A þinginu varlögðfram ýtarleg
starfsskýrsla um starfsemi Sam-
bandsins sl. tvö ár. Meðal helstu
verkefnanna má nefna úttekt á
fræðslustarfi i samvinnuhreyf-
ingunni og var lögð fram á þing-
Eins og skýrt var frá hér I blað-
inu á sínum tima fór Kór Lang-
holtskirkju í söngför til Kanada
og Bandarikjanna I sumar. Af þvi
tilefni hugöist kórinn gefa út
hljómplötu og var ætlunin aö hún
kæmi út áöur en kórinn héldi i
vesturveg. „Var hugmyndin aö
gefa frændum okkar vestanhafs
tækifæri til aö eignast þarna
hljómplötu meö islenskum ætt-
jarðarlögum”, eins og forsvars-
menn kórsins sögöu á fundi meö
fréttamönnum fyrir nokkrum
dögum. Voru Iögin og valin meö
hliösjón af söngförinni.
Ýmis óhöpp urðu þess þó vald-
andi að platan varð ekki tilbúin i
tæka tiðog varð hún þviaf förinni
með kórnum. A hinn bóginn mun
óhættað gera þvi skóna, að með
söngför sinnihafi kórinn rækilega
plægt jarðveginn fyrir sölu á plöt-
unni vestan hafs.
Upptakan fór fram i Fossvogs-
kirkju imai i vor. Sá rikisútvarp-
iðum hana en upptökumaður var
Bjarni Bjarnason og vann sitt
verk með mikilli prýði. Kórinn
hafði laugardag og sunnudag til
upptökunnar en henni var lokið
kl. 6 á laugardag.
A plötunni eru 16 lög, islensk
ættjarðarlög og islensk þjóðlög.
Meðal laga á plötunni er islenski
þjóðsöngurinn og mun hann ekki
áður hafa verið sunginn inn á
inu greinargerð um umfang og
fyrirkomulag fræðslumála hjá
sam vinnufélögunum. Hlynur,
blað samtakanna, var gerður að
félagsmannablaði og er nú gefinn
úti 6þús. eintökum og kemurúte
sinnum á ári. Staðið var fyrir
ferðum samvinnustarfsmanna til
No-ðurlandanna og Skotlands og i
sumar var haldin hérlendis ,,vin-
áttuvika”ogtóku þáttihenni þvi
nær 60 samvinnustarfsmenn frá
öllum Norðurlöndunum. Reknar
hafa verið sumarbúðir að Bifröst
fyrir börn samvinnustarfsmanna.
Sambandið hefur umsjón með
rekstri orlofshúsa starfsmanna-
félaganna að Bifröst, en þau eru
nú 25. Margháttuð námskeið hafa
i síauknum mæli verið haldin i
Hamragörðum. Teknar hafa
verið upp viðræður við Vinnu-
málasamband samvinnufélag-
anna um ýmis hagsmunamál
samvinnustarfsmanna. Hefur að
þessu einkum verið fjallað um
starfsfræðslu og vinnuverndar-
mál.
Þingstörf fóru að mestu fram i
starfshópum, 8 talsins. Var i þeim
fjallað um eftirgreind mál:
Stefnuskrá samvinnuhreyfingar-
innar, launa- og kjaramál,
fræðslumál, málefni eftirlauna-
þega og lifeyrismál, aðbúnað,
öryggi og hollustuhætti á vinnu-
stöðum, samskiptiLlS og starfs-
mannafélaganna, orlofsmál, er-
lend samskipti, ferðamál og f jár-
mál. Má af þessari upptalningu
hljómplötu. Lögin eru þessi þjóð-
lög: Sofðu unga ástin min, Veröld
fláa, Vísur Vatnsenda-Rósu,
Krummi krunkarúti.Ég að öllum
háska hlæ, Stundum þungbær
þögnin er. Ættjarðarlögin: Fyrr
var oft í koti kátt og Abba-Labba
lá, eftirFriðrik Bjarnason, Bless-
uð sértu sveitin min, !e:ftir Bjarna
Þorsteinsson, Land mins föður,
eftir Þórarin Guðmundsson, Þótt
þú langförull legðir og Island ögr-
um skorið, eftir Sigvalda Kalda-
lóns, Lýsti sól, eftir Jónas Helga-
son, ó, blessuð vertu sumarsól,
eftir Inga T. Lárusson, Yfir voru
ættarlandi, eftir Sigfús Einars-
son, Hver á sér fegra föðurland,
eftir Emil Thoroddsen, ó, guð
vors lands, eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson. Framan á plöt-
unni er Ijósmynd af málverki, eft-
ir Sigurð Sigurðsson, listmálara.
,,Kór Langholtskirkju hefur
unnið sig til þeirrar virðingar að
vera talinn meðal bestú bland-
aðra köra, sem komið hafa fram
á íslandi og ekki aðeins þar, á
norrænu kirkjutónlistarmótunum
I Svfþjóð 1974 og I Finnlandi 1978
sannaðihann.aðhanná erindi við
hlið þeirra kóra, sem bestir eru
taldir”, segirsr.Sigurður Haukur
Guðjónsson, — og má vel um vita.
Söngstjóri kórsins er Jón Stef-
ánsson og segir kórinn sina sögu
um hann. — mhg
marka að i mörgu hefur verið að
snúast. Margar ályktanir voru
samþykktar, sem siðar mun sagt
frá.
A þinginu var kjörin 11 manna
stjórn til næstu 2ja ára og innan
hennar 5 manna framkvæmda-
stjórn Formaður var kjörinn
Þórir Páll Guðjónsson, kennari
að Bifröst og auk hans i fram-
kvæmdastjórn þau Jóhannes B.
Steinsson, Kópavogi, varaform.
Gunnar Sigurjónsson, Kópavogi,
gjaldkeri, Ann Marí Hansen,
Hafnarfirði, ritari og Eysteinn
Sigurðsson, Reykjavik, með-
stjórnandi. Að öðru leyti skipa
sambandsstjómina þau Kristinn
Jónsson, Búðardal, Kristjana
Sigurðardóttir, ísafirði, Gylfi
Guðmarsson, Akureyri, Jóhann
Sigurðsson, Akureyri, Gunnar
Jónsson, Húsavik og Jón
Kristjánsson, Egilsstöðum.
— mhg
Iðnaðinum
blæðir út!
„Iðnfyrirtæki eru rekin
meðtapi sem nemur 8,7% af
rekstrartckjum. Sllkt tap
þola fyrirtækin ekki og þeim
blæðir út”. Þetta er mat
félags islenskra iðnrekenda
sem fram kemur í fréttatil-
kynningu frá þeim, i tilefni
umræðna um stöðu iðnaðar-
ins.
Iðnrekendur segjast marg
ofthafa bent á orsakir vand-
ans, sem nú blasir við, slæm
starfsskilyrði iðnaðarins,
hækkun viðmiðunarverðs á
fiski um 5%, án sambæri-
legra ráðstafana fyrir Bnað-
inn, verðstöövunina og
gengisþróun frá áramótum,
sem hefur að mati iðnrek-
enda verið meginþorra sam-
keppnis- og útflutningsiðn-
aðar mjög óhagstæð.
Aðgerðir stjórnvalda og
fyrirtækjanna verða að fara
saman eigi úr að rætast
segja iðnrekendur enn
fremur. Fyrirtækin verða að
mæta vandanum með þvi að
auka framleiðnina, en auk
þess leggja iðnrekendur til
eftirfarandi aðgerðir: Breyt-
ingu á gengisskráningunni
og þeirri gengisviðmiðun
sem nú er notuð, leiðréttingu
á ýmsum starfsskilyrðum
iðnaðar, svo sem launa-
skatti, aðstöðugjaldi og
skattfriðindum starfsfólks,
verðlagning verði frjáls,
felld verði niður aðflutnings-.
gjöld af rafreiknum og öðr-
um rafeindabúnaði sem
greiða fyrir framleiðniauk-
andi aðgerðum, útflutnings-
lán og tryggingar verði
endurskoðaðar til að örva út-
flutning og gildandi reglur
um gjaldeyrisviðskipti sem
snerta útflutningsiðnaðinn
verN einnig endurskoðaðar.
Kór Langholtskirkju
Gefur út hljómplötu