Þjóðviljinn - 22.09.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.09.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 22. september 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍðtalÍð Er olian innlend? Rætt við Valgeir Gestsson, formann Kennarasambands ✓ Islands Betri skóli fyrir börn okkar Fjölbreytt Valgeir Gestsson, formaöur K.í. varða vinnuaöstöðu barnanna, viðhorf hinna fullorðra til skólans, liðan barnanna i skólanum, vinnuaðstöðu kennaranna o.fl. Þá höfum við látið búa til plak- at, sem er einkum ætláð élöri nemendunum, en þar er veriö að vekja athygli á of miklum fjölda nemenda I hverri bekkjardeild. t grunnskólalögunum er miðaö við aö hámarksfjöldi nemenda i bekk sé 30, og að meðaltaliö fari ekki yfir 28 nemendur i bekk. Þaö er álit kennara, að sá fjöldi hefti mjög möguleikana á þvi að koma á breyttum kennsluháttum og hamli þvi, að hægt sé að sinna hverjum einstaklingi á þann hátt að viðunandi sé”. Hafið þið fleira i bigerö? „í framhaldi af þvi, sem ég hef talið hér að framan verða sýndar i auglýsingatima sjónvarpsins stuttar kynningarkvikmyndir, sem Kennarasambandiö hefur látiö gera. Með þessu er ætlunin aö reyna að koma af stað umræðu um skólamálin I fjölmiðlum og sem allra viðast. Þessar myndir verða sýndar fram til nóvember- loka. Þá er i deiglunni að fá skóla- menn til þess að skrifa i blöðin um málið. Við höfum einnig sent beiðni til útvarpsráðs og óskaö eftir þvi, að hljóðvarp og sjón- varp verði meö umræöuþætti um skólamál á sinni dagskrá”. Heldurðu aö svona kynningar- herferð skili árangri? „Kennarasamtökin gera sér náttúrulega vonir um að þessi kynning vekji upp umræðu um skólamál þjóðarinnar. Skóla- og uppeldismál hljóta að vera meginmál i okkar þjóðfélagi eins og öðrum. Það hefur hins vegar ekki borið mikið á umræöu um þau hér á landi. Tilgangur okkar er sá, að þarna veröi breyting á, og afrakstur kynningarinnar veröi sá, að við fáum betri skóla fyrir börn okkar”. Svkr. Af hverju eru sumar ömmur með blátt hár? Fyrirbæn vegna Póllands Stjórn Kennarasambands íslands er nú að hefja kynningarherferð um skólamál# sem ætlað er að standa fram á haustið. Þjóðviljinn hafði samband við Valgeir Gestsson for- mann Kennarasambands- ins og spurði hann hver væri tilgangurinn með þessari kynningu. „Markmiöið er það fyrst og fremst að vekja athygli almenn- ings og stjórnvalda á aðstöðu barnanna i skólunum, bæði hvað varöar húsakost og alla aöra aö- stöðu. Hinn ytri aöbúnaður skóla- starfsins skiptir afar miklu máli þegar spurt er um árangur og uppeldishlutverk skólans. Þaö er þvi mjög nauðsynlegt að vekja fólk til umhugsunar og umræðu um þessi mál”. Hvernig fer þessi kynning fram? „Það er búiö að dreifa heim með 6 og 7 ára börnum bæklingi meö 12 spurningum fyrir full- orðna um börnin og skólann. Fjalla þær um mikilvæg atriði, er I danska blaðinu Sosialistisk Dagblad birtist i fyrri viku kvæði eft- ir Eigil Pouisen um Pólland, sem endar á þessu sérkennilega til- brigði við Faðirvorið: Pólland vort, þú sem ert i Evrópu haltu fast viö góöan oröstir þinn vertu þér úti um daglegt brauð og ieið ekki Rússana I freistni frelsa þú þig frá illri heimsvaldastefnu veröi vilji fólksins svo i borgum sem I sveitum viö skiljum hinar miklu erlendu skuldir þinar og fyrirgefum einnig þlnum skuldunautum þvi að þitt er rlkiö, mátturinn og sóminn enn sem komiö er. Amen. J& w Þaö stóö meö flenniletri i fyrir- sögn f Timanum aö einhver „Lét ekki gabbast meö brenni- vini og kjöti”. Loksins finnst einhver réttlátur i þessari Só- dómu, hugsaði ég. En svo var þaö bara hrafnsgrey... dagskrá á Hótel Loftleiðum í vetur ð er alla vega imilislegt að fylla igun meö einhverju m kemur frá : < nrinrðin ni Ný úrræöi fyrir Rómeó og Júliu eöa Blessun reiðhjólsins er heiti þessarar myndar. Nyverið var blaöamönnum boöiö að'-Hótel Loftleiöum og þeim kynnt dagskrá vetrarins. Starfsmenn hótelsins meö Svein Sæmundsson, Emil Guömunds- son og Hilmar Jónsson i broddi fylkingar sögöu frá þvi helsta sem á dagskránni veröur. Nýjungar sem fitjað veröur upp á eru helstar aö télja að Videokerfi verður tengt inn á öll herbergi hótelsins og f setustof- urnar. Fjórum sinnum I vetur verða svokölluð Atthagakvöld. 2. og3. okt.sér Arni Johnsen um Vestmannaey jakvöld. Norð- lendingakvöld i umsjá Ingimars Eydal og SIS á Akureyri verður 16. og 17. okt. Austfiröingar fá sitt kvöld 6. og 7. nóv. Berta Johansen og fleiri munu annast dagskrána. Vestfirðingar reka svo lestina 20. og25. nóv. Barði Óiafsson frá ísafiröi stjórnar skemmti- haldinu. Starfsfólk Blómasalar ásamt hótelstjóra og yfirmatreiöslumanni. — Ljósm. —gel— A laugardögum verður kennsla i skák og bridge sem Páll Bergþórsson annast. Sýnikennsla í matreiðslu veröurá þriðjudögum kl. 17.00Í Leifsbúð, kennsla i slökun þrisvar I viku og leikfimi einnig þrisvar i viku. Hefðbundin atriði vetrardag- skrár hótelsins svo sem tisku- sýningar, sælkerakvöld og kynningar á annarra þjoða mat verða á sinum stað. I nóvember veröur settur upp enskur „pub” á Vinlandsbar. Munu gestir hótelsins geta hlustað þar á Mr. Sam Avent spila á pianó. Margt fleira var tint til af væntanlegri dagskrá vetrarins. Ljúffengar veitingar og góð þjdnusta sem blaðamenn þáöu i Blómasalnum báru þess vitni að gestir hótelsins geta hlakkaö til dvalarinnar á vetri komanda. ugk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.