Þjóðviljinn - 22.09.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.09.1981, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Aðal- fundur Stéttar- sambands bænda: Löngum og ströngum að- alfundi Stéttarsambands bænda lauk um kl. 4 að- faranótt sl. sunnudags (þessi frásögn er skrifuð mánud. 7. sept). Fundur- inn var að þessu sinni hald- inn í Laugaskóla i S-Þing- eyjarsýslu og hófst hann kl. 9.30 fimmtudagsmorg- uninn 3. sept. Gunnar Guð- bjartsson, sem gegnt hef ur formannsstarfi i Stéttar- sambandinu í 18 ár og verið í stjórn þess frá upphafi, gaf nú ekki lengur kost á sér til þeirra starfa, en í stað hans var Ingi Tryggvason kjörinn for- maður. Gunnar Guðbjarts- son hvarf jafnframt úr stjórn Stéttarsambandsins en í stað hans var Magnús bóndi Sigurðsson á Gils- bakka kosinn í stjórnina. Skýrslur og ávörp t stórum dráttum fór fundurinn fram með þeim hætti, að á fimmtudagsmorguninn flutti þá- verandi formaður, Gunnar Guð- bjartsson, skýrslu sina. Var skýrslan mjög yfirgripsmikil og víða komið viö. Rakti Gunnar þróun landbúnaðarins frá siðasta aðalfundi til þessa og gerði grein fyrir þeim umfangsmiklu aðgerð- um, sem gera varð vegna tak- mörkunar á framleiðslu búvara. bá skýrði hann frá haustverð- lagningunni en dregist hefur að ganga endanlega frá verðlags- grundvellinum. Þá flutti Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra ræðu, sem þegar hefur litillega verið greint frá hér i blaðinu. Þvi- næst lagöi Hákon Sigurgrimsson fram reikninga Stéttarsam- bandsins og Arni Jónasson, er- indreki flutti skýrslu sina. Maria Pétursdóttir flutti ávarp fyrir hönd Kvenfélagasambands Is- lands, Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi á Tjörn, fyrir hönd Búnað- arfélags Islands og Hólmfriður Pétursd. i Reynihlið fyrir hönd þingeyskra kvenfélaga. Loks fóru fram nefndakosningar og málum visað til nefnda. Mikill aragrúi mála lá fyrir fundinum. Störfuðu nefndir allan föstudaginn og hrökk þó ekki til. Laugardagurinn og meiri hluti sunnudagsnæturinnar fór i að af- greiða þau mál.sem fyrir fundin- úm lágu og svo stjórnarkjör. Kvöldvaka A föstudagskvöldiö gekkst Búnaðarsamband bingeyinga fyrir kvöldvöku, sem Hélgi Jónasson á Grænavatni stjórnaði. Kom þá i ljós, sem ýmsir vissu raunar áður, að bingeyingar kunna vel til verka við að skemmta bæöi sér og öörum. Dagskrá kvöldvökunnar var þannig, að Helgi á Grænavatni setti hana með nokkrum vel völd- um oröum. Hlööver Hlöðversson, bóndiá Björgum, lýsti Þingeyjar- þingi. Þorgrimur Starri Björg- vinsson, bóndi i Garði i Mývatns- sveit, flutti frumsamin ljóð, þá var mikiö hlegið I iþróttahúsinu á Laugum. Baldvin Baldvinsson, bóndi á Torfunesi söng einsöng. Blandaður kór söng og sýndur var leikþáttur. Aö lokum var svo dansaö. Gunnar kveður Er stjórnarkjöri var lokið, en frá þvi er skýrt annarsstaðar hér I blaöinu, ávarpaði fráfarandi Allmargir fuiltrúar sátu nú Stéttarsambandsfund I fyrsta sinn. Hér eru 10 þeirra. Frá v. Sigurjón Sigurðsson, Traðarkoti, Vatnsleysustrandarhreppi, Ingimar Sveinsson, Egilsstöðum, Bjarni Asgeirs- son, Asgarði, Jónas Jónasson, Neðra-Hóli, Staðarsveit, Halldór Þórðarson, Laugalandi, Nauteyrar- hreppi, Ólafur Hannibalsson, Selárdal, Guðmundur Þorsteinsson, Skálpastöðum, Lundareykjadal, Agúst Guðröðarson, Sauðanesi, N-Þing., Guðmundur Stefánsson, Hraungerði, Arn., Guðbjartur Gunnarsson, HjarðarfelliSnæf. A myndina vantar örn Eriksen, Reynivöllum, A-Sk. Þrír dagar og þrjár nætur Laugar i Reykjadal. Bogaskemman lengst til hægri á myndinni er fþróttahús og I þvf var fundurinn haldinn. Séð yfir fundarsaiinn. Við borðið sitja stjórn Stéttarsambandsins og fulltrúar á fundinum, gestir hið næsta á myndinni og blaðamenn við borð lengst til vinstri. formaður Stéttarsambandsins, Gunnar Guðbjartsson, fundinn. Sagði hann, efnislega, m.a.: Nú, eftir 36 ára setu i stjórn Stéttarsambandsins og 18 ára for- mennsku, er margs að minnast og margt að þakka. Stofnun þessa sambands var ekki átakalaus. Þau átök voru bæöi um formið á sambandinu og málefni. Ofaná varð, sem betur fór, að velja samvinnuleiðina. Mikið var tekist á um það, hvort mjólkurverð ætti . aö vera hið Sama um allt land. Lengi var deilt um hvert verð- hlutfall skyldi vera milli mjólkur og kjöts. Og skemmst er þess að minnast að skarpar deilur hafa staðiö um stjórnunaraðgeröir á búvöruframleiðslunni. En allar þessar deilur og fleiri raunar, hefur reynst unnt að leysa. Og nú rikir friöur innan Stéttarsam- bandsins, eins og þessi fundur hefur borið meö sér. Og þá finnst mér timi kominn til þess aö „draga nökkvann i naust”. Og hvað er svo framundan. Ekki verður sagt að ýkja bjart sé til lofts á sumum sviðum. Vegna þrengsla á markaðnum hefur ekki veriö unnt að tryggja bænd- um að fullu það verð fyrir afurð- irnar, sem þeim ber. Og það er al- varlegt ef draga þarf úr búvöru- framleiöslunni svo nokkru veru- legu nemi. Hér þarf að leita úr- ræöa. Og sjálfsagt eru þau til. „Þeim, sem vilja vaka og skilja vaxa þúsund ráð”. Og vonandi tekst þeim, sem viö taka, að finna haldkvæm úrræði. Eg á enga ósk betri til handa þeim, sem viö tek- ur nú af mér en að honum auönist aö gera betur en mér hefur tekist að tryggja bændum það búvöru- verð, sem þeim ber og um leiö að treysta byggðina i þessu landi. Eins og allt lægi á boröinu Guömundur Ingi Kristjánsson: Flytja þyrfti langa ræðu ef minn- ast ætti allra starfa Gunnars Guð- bjartssonar. Skilningur á störfum hans hefur fariö vaxandi meðal allra landsmanna. Steingrimur Hermannsson, fyrrverandi land- búnaðarráðherra sagöi, aö ef hann þyrfti aö fá einhverjar upp- lýsingar um landbúnaðarmál þá væri bara að hringja i Gunnar, það væri eins og þetta lægi allt á borðinu hjá honum. Og ég tek heilshugar undir þaö, sem Pálmi Jónsson, landbúnaðarráöherra sagði hér á fundinum, að þaö væri mikið lán, að Gunnar skyldi halda áfram aö starfa fyrir bændur sem framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs. Þorsteinn Geirsson: A Stéttar- sambandsfundinum á Eiðum fyr- ir 4 árum var grundvöllur lagður að þeirri stjórnun á búvörufram- leiðslunni, sem nú hefur veriö tekin upp. Og þvi hefur svo vel bl tekist, að við bárum gæfu til að njóta forystu þeirra og leiösagnar þeirra Gunnars Guðbjartssonar og Arna Jónassonar, á þessum vandrötuðu leiðum. Allmargar konur mættu sem gestir á fundinum. Fyrir bragöiö varð hann bæði fallegri og skemmtilegri samkoma. Eyrún Sæmundsdóttir i Sólheima- hjáleigu, þakkaði fyrir hönd kvennanna, kvaö dvölina hafa alla veriö ákaflega ánægjulega og ómetanlegt væri að fá þannig tækifæri til að kynnast fólki hvaöanæva af landinu. Þingey- ingar buðu konunum i ferðalag á föstudaginn. Að lokum þakkaði Gisli á Hálsi starfsmönnum fund- arins og þá ágætu aöbúð, sem fundarfólkið átti á Laugum þessa daga. Til heimahaga Þótt fundur væri nú úti varö svefntimi skammur þvi upp skyldi risið um 8-leytið. Stjórn Stéttarsambandsins skaut á skyndifundi til þess að kjósa sér formann. Úrslitin uröu aöeins staðfesting á þvi, sem legið haföi I loítinu. Svo kvöddust menn, sumir óku i austur, aðrir I vestur en við, sem seinnipart dagsins hugðumst fljúga til Reykjavikur ókum til Mývatnssveitar og nut- 'um á þvi ferðalagi leiðsagnar Helga á Grænavatni og borðuðum siðan i Reynihlið siöustu máltiö- ina hjá Þingeyingum að þessu sinni. Klukkan tvö vorum við i 16 þús. feta hæð. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.