Þjóðviljinn - 03.10.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.10.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3. — 4. október 1981 skammtur Af veglausum rostungi Líffræðingar og atferlisfræðingar hafa stundunrvog með nokkrum rökum, bent á það hve undur margt er líkt með mönnum og dýrum. Fróðir menn telja að líkust mönnum séu spendýrin, og er það raunar ekki ólíklegt. Eitt er víst: Frumþarf irnar eru þær sömu, sem sagt að anda, nærast og drekka. Hin háþróaðri félagsvísindi samtímans hafa getið sér þess til að ef til vill sé maðurinn félagsvera, þótt þýski heimspekingurinn Art- hur Schopenhauer hafi að vísu i riti sínu „Parega und Paralipomena" leyft sér að efast um félagsþroska hins hugsandi manns (Homo Sapiens). Satt að segja hafa félags- og atferlisvís- indamenn síðari ára stutt það svo gildum rökum að maðurinn sé félagsvera, að í dag þykir réttað ganga út f rá því sem gefnu. Ef atferli tegundarinnar Homo Sapiens er til dæmis borið saman við atferli tegundar- innar Osobenus Rosmarus kemur fljótt í Ijós að það er æði margt sem rostungurinn og maðurinn eiga sameiginlegt í félagslegum skilningi. Rostungurinn er hópsál. Hann gengur í f lokk. Flokkinn sinn. Maðurinn er líka hópsál. Hann gengur líka, eins og rostungurinn í f lokk. Flokkinn sinn. Forsendan fyrir því að hverjum einstökum rostungi — og manni — sé vært í sínum f lokki, er að hann beygi sig jafnan fyrir lögum og lofum forusturostungsins og virði flokksag- ann. Bregði hins vegar einhver rostunganna útaf þessu er slíkt agabrot ekki liðið og hinir rostungarnir flæma óþæga rostunginn úr hópnum. Úr dýraríkinu er nærtækasta dæmið um slíktað sjálfsögðu f lækingsrostungurinn Valli víðförli, en úr mannlegu íslensku samfélagi nægir að benda á Vilmund Gylfason og Gunnar Thoroddsen. Mál rostungsins Valla víðförla hefur að sönnu skyggt á flest annað í íslensku þjóðlífi að undanförnu, enda er málið stórpólitískt. Fjörar ríkisstjórnir fjögurra landa hafa f jallað um málið og það verið á dagskrá hjá herráði Nató. Það er upphaf þessa máls, að uppi varð fótur og fit á Stóra Bretlandi þegar það spurðist að rostungur færi einförum fyrir ströndum Mið-Englands. Dýraverndunar- menn þar í landi skutu á skyndif undi og kom- ust að þeirri niðurstöðu að mikil vá væri fyrir dyrum, einkum f yrir rostunginn, og vænlegast væri að koma honum hið bráðasta af tur til síns heima. En nú voru góð ráð dýr. Bretar höfðu takmarkaðan skilning á vanda hins flokks- ræka, févana rostungs, þó Ijóst væri að hann þyrfti að komast norður á sínar heimslóðir. En þá brosti gæfan óvænt við rostungnum. Fyrir tilviljun var forsætisráðherra lýðveldis- ins íslands staddur á englaslóð í sama mund og rostungurinn, og undraðist enginn þótt Gunnari rynni blóðið til skyldunnar, þegar hann frétti af hinum veglausa rostungi, sem orðið hefði viðskila við flokk sinn norður i Ballarhaf i. Málið var þegar tekið föstum tökum og ríkisst jórn Islands ákvað að láta það verða sitt fyrsta verk að koma rostungnum heim. Þeir tóku svo sömu flugvélina til Islands forsætisráðherrann og rostungurinn, en við- skilnaður þeirra beggja við flokkinn sinn var orðinn öllum góðum mönnum og rostungum mikið áhyggjuefni. Onnur stórpólitísk hlið þessa máls er að sjálfsögðu sú að íslendingum hefur lengi á al- þjóðavettvangi verið legið á hálsi f yrir það að ala á óvináttu við hvali og seli. Hvala- og sela- vinir stórþjóðanna hafa skorið upp herör gegn íslendingum og sakað þá um ómannúðleg við- skipti við ýmis sjávardýr, einkum þó hvali. Nú gat íslenska ríkisstjórnin sýnt umheim- inum hvern hlýhug þjóðin ber til selhvala, hvalsela og hvaífiska yfirleitt. Hitt er svo annað mál, að hvalveiðar eru hér stundaðar öðru f remur til þess að halda lif inu í kjölturökkum og öðrum gælukykvendum englendinga og ættu þeir fremur að þakka okkur f yrir að næra hundtíkur sínar en að vera með skæting. En svo botninn sé sleginn í feðasögu Valla rostungs víðförla þá urðu þeir Gunnar viðskila hér, en munu nú halda —hvor fyrir sig — á vit sfns flokks, þar sem hætt er við óblíðum viðtökum, ekki hvað síst vegna þess að nú fer veiðitíminn í hönd. En vísast er að þegar Valli víðförli er kominn heim að Grænlandsströnd, þá rauli hann þessa gömlu rostungabarnagælu: Heim er ég kominn og halla undir flatt, herjar nú martröð á skrokkinn. Mig dreymir um nætur, ég segi það satt, Sjálfstæðis- rostunga flokkinn. skraargatiö Sumir Mikið segja að ekki borgi sig að kaupa gömul hús og gera þau upp og enn sfður að kaupa „hrófatild- ur” til flutnings i borginni. Ahuginn á þess konar flutning- um sýnir hins vegar að ekki eru allir þessarar skoðunar. Og nú má sjá til hvers er að vinna. Fyrir um tveimur árum keypti Hans Kristján Arnason hús sem stóð við Hverfisgötu 40 og flutti það á sinn kostnað á nýjan grunn við Bergstaðastræti and- spænis Hótel Holti. Kaupverðið var innan viö 13 gamlar miljón- ir, gatnagerðaVgjöld og flutn- ingskostnaöur hefur áreiöan- lega verið nærri 10 miljónum og þar við bættist grunnur ásamt viðgerö á húsinu. Nú er þetta sama hús boðið til sölu og verð- ið: 200 til 230 miljónir gamlar, eða 2—2,3 miljónir nýkróna. Landsmálafélagið Vörður kaus i vikunni 6 fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins og hrósuðu Geirsmenn þar miklum sigri en armur Alberts Guðmundssonar beið afhroð. Það vakti athygli að tvær þing- mannakonur voru i framboði. Sonja Bachmann, eiginkona Birgis Isleifs Gunnarssonar, var meðal þeirra sem flest at- vkæði hlutu en Brynhildur Jó- hannsdóttir, eiginkona Alberts Guðmundssonar, fékk fá at- kvæði. Sjónvarpsstöðvar Fyrir Húsið H verfisgata 40 á leiöinni á Bergstaðastrætið. Nú er það boöið tilsölu á 200—230 miljónir gamalla króna. Ljósm. AI loks koma út á vegum Hins is- lenska fræðafélags. er lagt upp úr fiknief nalögregl- unni hér á landi og störfum hennar. Guðmundur Gi'gja er þar yfirmaður og i sumar frétti lögreglan að liklega væri stór sending af fikniefnum á leiö frá Sviþjóð. burfti af þessum sök- um að hafa samband við lög- regluna i'Stokkhólmi samstund- is. Fór Guðmundur Gigja til lög- reglustjórans til að fá heimild til aö hringja en Sigurjón Sigurðs- son er maöur sparsamur. Eftir nokkrar fortölur fékk þó Guð- mundur að hringja en meö þvi skilyrði að annar maöur sæti andspænis honum til þess að tryggt væri að ekkert væri talað að óþörfu. Fréttir herma að Guðmundur hafi skrifaö upp- sagnarbréf aö Stokkhólmssam- talinu loknu. Og úr þvi að minnst er á Hiö ís- lenska fræðafélag má geta þess að gjaldkeri félagsins er dr. Pétur M. Jónasson prófessor i vatnaliffræöi við Háskólann i Kaupmannahöfn. Dr. Pétur stjórnaöi rannsóknum á Mý- vatni á sinum tima og nú hefur hann um sjón meö meiri háttar rannsóknum á Þingvallavatni. Eru þessar rannsóknir að stór- um hluta kostaðar af Dönum. Þykir frændum okkar vist nóg um allt það fé sem rennur til þessara islensku rannsókna. Þess skal getiö til gamans að Pétur er eini fslenskiprófessor- inn við Kaupmannahafnarhá- skóla I 500 ára sögu hans sem ekki er málfræðingur. legri. Enginn útgefandi hér- lendis hefur til þessa vogað sér að gefa út Islendingasögur i styttu formi á þennan hátt og segja gárungarnir að ráðið verði aö þýða bara sögumar úr dönsku til þess að svo megi verða. Friðarsókn Alþýöubandalagsins i sumar hefur vakið talsverða athygli og töluveröan pirring meðal and- stæðinga flokksins. Ýmsir af forystumönnum flokksins hafa verið ötulir við að veita hingað upplýsingum og straumum frá þeim friðarhreyfingum úti i Evrópu sem þar berjast harðri baráttu gegn nýjum vi'gbúnað- aráformum og fyrir kjarnorku- afvopnun. Ýmsir merkiskratar viða um Evrópu standa framar- lega i umræöunni um kjarn- orkuvopnalaus svæði, kjarn- orkuafvopnun og tengslarof við kjarnorkuvopnakerfi stórveld- anna. Allaballarnir hafa verið sniðugir aö ná samböndum viö ýmsa forystumenn vinstri jafn- aðarmanna og forvigismenn i afvopnunarbaráttunni i röðum norrænna krata, breskra og meginlandskrata. Eftir iNoregi, Sviþjóð og Danmörku ætla á næstunni að efna til spurningakeppni milli land- anna. Einn af dómurum keppn- innar verður dr. Kristján Eld- járn, fyrrverandi forseti Is- lands. nokkrum árautgum kom út fyrra bindi ævisögu Bjarna Thorarensen skálds, eftir Jón Helgason prófessor i' Kaup- mannahöfn. Siðan hefur ekkert' bólað á seinna bindinu en nú herma fregnir að það mundi r I Danmörku ernú verið aögefa út tslendingasögur i nútimaformi. Eru þær bæði vel myndskreytt- ar einnig sem sleppt er úr ýms- um köflum svo sem ættartölum og ööru til að gera þær aðgengi- friðarfundinn á Alandseyjum i sumar, þar sem þeir voru m.a. Ólafur Ragnar formaöur þing- fldiksins og Einar Karl rit- stjóri, berast boöin til Alþýðu- bandalagsins um þátttöku i margvi'slegum fundarhöldum friðarinna, þar sem ýmsir for- ystumenn jafnaðarmanna eru i broddi fylkingar. Þannig er Ólafur Ragnar nýbúinn að vera á fundum i Kapmannahöfn með forvi'gismönnum evrópskra friðarhreyfinga og i Bretlandi meö helstu forystumönnum vinstra arms Verkamanna- flokksins. Alþýðubandalagið hefur haft litil sem engin sam- skipti við erienda stjórnmála- flokka, og ekki viljað látabinda sig nokkursstaöar á bás. Ekki er laust við að mörgum hafi fund- ist flokkurinn alþjóðlega ein- angraður. En nú er ekki annað sýnna en að hann sigli hraðbyri út úr einangruninni og nái góðu samstarfi við ýmsa evrópska vinstri hópa og vinstri arma krataflokka gegnum friðar- hreyfinguna. Jafnframt gefst forystumönnum flokksins gott tækifæri til þess aö koma mál- stað herstöðvaandstæöinga og baráttunni gegn islenskum tengslum við bandariska kjarn- orkuvopnakerfiðá framfæri um alla Evrópu. Úlfar Þormóösson skrifaöi almanaks- grein hér iSunnudagsblað Þjóð- viljans fyrir viku siöan þar sem hann upplýst var að drukknir menn kæmu gjarnan á kvöldin út úr frimúrarahöllinni við Skúlagötu en frimúrarar hefðu hins vegar aldrei sótt um vin- veitingaleyfi. Hvorki vinveit- ingaeftirlitið, né lögregluyfir- völdhafa séð ástæðu til að kæra þetta þó að þeim væri kunnugt um þessar vinveitingar i um- ræddu húsi. t framhaldi af þess- ari grein sendu þeir Olfar og umsjónarmaður Sunnudags- blaösins kæru til lögreglunnar en þegar þetta er skrifað á föstudegi var ekki enn kunnugt um viðbrögð við kærunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.