Þjóðviljinn - 03.10.1981, Blaðsíða 28
DJOÐVIUINN
Helgin 3. — 4. október 1981
nafn
vikunnar
Þráinn
Bertelsson
Nafn vikunnar er tvimæla-
laust Þráinn Bertelsson, leik-
stjóri kvikmyndarinnar um
Snorra, sem nýveriö geröi garö-
inn frægan — aö endemum, ef
marka má gagnrýnendur. Viö
spuröum Þráin hvernig honum
likaöi móttökurnar.
— Auðvitað hefði ég helst vilj-
að að allir féllu i stafi yfir
myndinni — það væri hégóma-
skapur að halda öðru fram. Ég
hef að visu ekki framkvæmt
skoðanakönnun meðal almenn
ings, en mér finnst tónninn vera
þar mun betri en hjá gagnrýn-
endum. Mér finnst sjálfsagt og
rétt að fundið sé að þvi sem af-
laga fer, en mér leiðist að sjá
gagnrýnendur horfa með blinda
auganu á það sem vel var unnið.
Það var margt m jög gott i þess-
ari mynd, og vil ég þar sérstak-
lega nefna búninga þeirra
Snorra Sveins Friðrikssonar og
Árnýjar Guðmundsdóttur, tón-
list Karls Sighvatssonar auk
kvikmyndatöku Baldurs H.
Jónssonar. Á þetta var hins veg-
ar hvergi minnst. Allir gagn-
rýnendur, að einum undanskild-
um, höfðu meiri áhuga á að
koma þvi til skila hvernig þeir
hefðu sjálfir haft myndina —
ekki hvernig hún var i raun, og
það finnst mér miður.
— Kanntu einhverja skýringu
á þessu?
— Ekki nema kannski þá, að
mér finnst menn hafa verið
býsna ákveðnir i þvi fyrirfram
að taka myndinni með ólund.
Kannski eru menn farnir að sjá
eftir þvi oflofi sem hlaðið hefur
verið á þær islensku myndir
sem komu fram á hinum frjálsa
markaði og telji að sjónvarpið
þoli betur þessar skammir.
— Ertu sjálfur ánægöur meö
myndina, Þráinn?
— Nei, ég er það engan veg-
inn. Af ýmsum ástæðum var
heppilegasta leiðin ekki valin
við gerð þessarar myndar og
hún var of dokúmenter að minu
mati. Ég er hins vegar mjög
ánægður með framlag fjöl-
margra aðila sem að myndinni
unnu og finnst, að gagnrýnend-
ur hefðu átt að geta þeirra
framlags.
— Aö lokum, Þráinn, hvenær
megum viö vænta þess aö sjá þá
Jón Odd og Jón Bjarna á tjald-
inu?
— Um þaö hefur ekki verið
tekin endanleg ákvörðun, en við
stefnum að þvi að frumsýna
myndina á 2. i jólum eða 2. i ný-
ári ef allt gengur að óskum.
Ast
Abalslmi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aft ná i blaftamenn og aftra starfsmenn blaftsins I þessum slmum: Eitstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aft ná i af- greiftslu blaftsins i slma 81663. Blaftaprent hefur sima 81348 og eru blaftamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgrelðslu 81663
Hin nýja þjónUstumiðstöð er mikiö hús og á eftir aö bæta alla aðstööu skiöaiökenda stórlega. Ljósm.: —gel.
Fokheld í næstu viku
,/Þessi þjónustumiö-
stöð, sem við erum að
byggja hérna, er rúmir
500 fermetrar að flatar-
máli, með kjallara og
lofti að hluta. Húsið
verður vonandi fokhelt í
næstu viku og markmiðið
er að taka það i notkun
eftir áramótin," sagði
Þorsteinn Hjaltason fólks-
vangsvörður í Blá-
fjöllum, er blaðamaður
hitti hann þar upp frá í
gær.
„i þessu húsi á að vera
skyndiréttasala og einnig
aöstaða fyrir fólk til að borða
nesti sitt. Borðsalur verður á
annarri hæð i miöju húsinu og
sér úr honum niður I skálann.
Þá á að vera aðstaða fyrir fólk
til að geyma persónulega muni,
meðan það dvelst hérna upp frá
og ef til vill skíðaleiga i
kjallaranum. Húsnæði fyrir
starfsfólk verður hér lika.
Ef eitthvað kemur upp á með
veður, eins og stundum gerist og
fólk þekkir, þá verður hægt aö
hýsa hér mörg hundruð manns i *
slikum tilvikum.”
Grunnurinn undir skálann var
steyptur I fyrra, en bygginga-
félagiö Reynir hefur unniö að
þvi að reisa húsiö frá þvi um
miðjan ágúst sl. Veöur hefur
tafið framkvæmdir nokkuð, og
voru menn i gær að glerja i
nistingskulda og roki. Eftir er
að setja járn á húsið, en ekki
mun ráðlegt að reyna það fyrr
en vind lægir. Rafmagn er að
visu komið i húsið, en þá aðeins
til bráðabirgða, skurðurinn
biður opinn eftir rafmagns-
kaplinum, sem löngu er búiö að
lofa.
Miklar lagfæringar hafa
einnig verið gerðar á veginum
upp i Bláfjöll, vegurinn hefur
verið hækkaöur viða, þar sem
snjóþyngslin voru mest. Vega-
gerðin hefur unnið það verk fyr-
ir Bláfjallanefnd og fjármagnar
þær framkvæmdir aö helmingi.
Þá er verið að leggja nýjan veg
frá Krisuvikurvegi þannig að
hægt verði að aka hringinn. Mun
það létta mjög alla umferð um
Bláfjallasvæðið. Þessi vegur
verður um 18 kilómetra langar
og er áætlað að leggja nú I ár um
5 kilómetra. Vegalengdin til
Reykjavikur þessa nýju leið
verður hins vegar sú sama og
gamla leiöin. Þennan veg er
áætlaö að taka i notkun eftir
þrjú ár.
Þorsteinn sagöi, að ekki væri
enn búið að gera það upp, hvort
Bláfjallanefnd ræki þjónustu-
miðstööina sjálf, eða hvort
einkaaðilar yröu látnir sjá um
reksturinn, þ.e. að hann yrði
boðinn út. Hann sagði, að ekki
hefðu verið settar upp nýjar
lyftur á vegum nefndarinnar nú,
aðaláherslan væri lögð á það að
klára þjónustumiöstöðina.
Breiðablik i Kópavogi væri hins
vegar að býggja nýja lyftu, þeir
væru búnir að steypa undir-
stöðurnar, og lyftan væri komin
til landsins.
Þá sagði hann, að gamli
troðarinn væri farinn að ganga
úr sér og þyrfti að fara að fá
nýjan. Halda þyrfti áfram að
betrumbæta og laga til svæðið
þvi alltaf yrðu þeir fleiri og
fleiri sem sæktu skiðalöndin.
Fólksvangurinn i Bláfjöllum
er sameiginlegt útivistarsvæði 7
bæjar- og sveitarfélaga þ.e.
Reykjavikur, Hafnarfjarðar,
Keflavikur, Selvogshrepps,
Kópavogs, Garðabæjar og Sel-
tjarnarness.Eiga þessi byggðar-
lög hvert sinn hlut i aðstöðunni
þar og fer það eftir fólksfjöldan-
um á hverjum stað.
Ráðgert er að opnunartimi
verði frá kl. 13—18 mánudaga og
föstudag, 13—22 á þriðjudögum,
miðvikudögum og fimmtu-
dögum, en 10—18 á laugar-
dögum og sunnudögum.
— Svkr.
Þorsteinn Hjaltason, fólkvangsvöröur I Bláfjöllum. — Ljósm.: Vegurinn upp i Bláfjöll hefur veriö hækkaöur upp á snjóþyngstu
— gel. köflunum. — Ljósm.:—gel.