Þjóðviljinn - 03.10.1981, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 03.10.1981, Blaðsíða 23
vísnamál Umsjón: Adolf J. Petersen f{7' y Fœlinn reikar flátt með styggð —■ MaMMH , HeIgih'Í:,-i *. oktöhltíí' ,l981'f»JóÐVIL'jÍNN ^'SHÍA 23 i é tr^rr * sr r r-s- „Af því bara” er orðtak sem börn notuðu sin ímillihér áður fyrr.e n það þýddi að viðkom- andi vildi ekkert segja meira um það sem var verið að ræöa. Nú er þetta orðtak, „Af þvi bara”, búið að öðlast fastan sess i daglegu tali hinna full- orðnu isömu merkingu og var hjá börnunum. Ef einhver færi að spyrja mig hversvegna ég hafi ekki i sið- asta þætti haldið áfram að birta úr aösendum bréfum eins og til stóð, þá nota ég barnamálið og segi: Af þvi bara að ég var öðru máli háður. En nú skal taka upp þráðinn þar og þáttinn líkt og áður. Ég tek þá fyrir bréf frá Sig- urði Baldurssyni i' Lundar- brekku i Báröadal. 1 bréfinu er hann ögn hikandi um hvort hann eigi nú að senda sinar hugdettur. Honum er það alveg óhætt. Sigurður er ungur maður, samt ekki viðvaningur ivisnagerð, auðséðaðsum til- þrif hans lofa góðu um fram- haldiö. Hann segist vera aðdá- andi þeirra Araar Arnar - sonar, Páls ólafssonar og Daviðs Stefánssonar og segir: Þessirþrirmenn gátuað minu mati sameinaö best allra ein- faldleik, fyndni og snilld i meöförum hverskyns bragar- háttar. Það eru öngvir aukvisar sem Sigurður dáist að, og vist er það að þessir menn, sem hann nefnir, höfðu vald á is- lensku máli og voru ekki að rugla neitt iri'mleysi. Sigurður er ekki hrifinn af „atóm- brasinu” og kveður: Fmnst þar ekki fögur list, fellur brátt úr minni. Orð á stangli eru hrist, aldrei kæta sinni. Engin Ijóðsins styrk er stoð, stemmir ekki þetta, að kalla svona klaufahnoð kveðskapiim þann rétta. t hann vantar andans lim, allt svo tilgang hafi. Eyðilegt þið eigið rím og enga höfuðstafí. Sigurður heilsaði upp á Sveinana á Sprengisandi Við fórum og Sveinana sáum, á sandinum hátt þá bar. Þeir búa á bakka Iágum við bergvatnskvíslina þar. Hann heilsar upp á vorið, það var nefnilega aö koma þegar hann sagði: Sólin um gluggann gægist iim, gengur seint til náða. Sunnanvindurinn verniir kinn, vekur menn til dáða. Um sitt eigið sálarástand kveöur Siguröur og kallar þaö sálarfatið sitt: Einusinni átti ég fat, ofurlitiö slitiö, er nú komið á það gat og út um það smaug vitið. Vonandi stingur Sigurður tappa i gatiö svo að viö fáum slðar meira að heyra. NU um skeið hefur lítið verið að frétta af Kröflu- svæðinu. Eins og undirgangi og jarðskjálftum. Einusinni er ég var staddur i Mývatnssveit spurði ég greinargóða konu sem þar hafði alið allan sinn aldur, hversuháttað væri með jaröskjálftana sem svo mikið væri sagt frá í fréttum. Konan brosti og sagöi: Þeir skjálfa nú meira i útvarpinu en jarð- skorpan i kringum okkur Kröfht. Svo fór að gjósa i Leiritnúk, og þá sáu allir viðstaddir hvað gæti beðið þeirra siðar meir. En hér koma visurnar um Gosið i Leirhnúk: Seö það geta sálir manns, hvaö seinni tfðir geyma, þegar eldar andskotans upp úr jörðu streyma. Þaö var morgni miðjum á i myrkri undirgeyma, að kölski gamli kveikti þá á kertinu sínu heima. Að vitis kolum vaxið rann, vakti neista raman, klaufalega kertið brann og kveikti í öllu saman. Eru á kölska ygglibrá elliglöp að renna. Horfa mátti hnuggiim á helvfti að brenna. Hans varð lymska lundin hrelld, er logar skaða vinna. Að slökkva þennan óða eld. yrði ráð að finna. Herramanns þá sá hann sál af synda iltum toga, hana þrcif og henti á bál, hætti þá að loga. Vistaðar, seyrðar sálir þar úr sora nærðar blaudi. Það andskotanum ofraun var er þeim litill vandi. Getur logheld sora sál sviðin til innstu fata fitungs anda blásið á bál og bölvun illra hvata. Þá hætti að gjósa I Leir- hnúk. Norðanvindurinn sagði mér þetta. AJP Lesendum Visnamála i Kanada er farið að leiðast eftir visnaskammtinum sinum i Þjóöviljanum. Björn Jónsson i Alftá sendi þessa stöku: ,.Blaðið okkar” verst f vök, visnadálkur auöur, sést þar ekki staka stök, stöku-maöur dauður. Björn á enn ofurlitið ósagt um skagfirska tunglspeki, eins og hann kallar það, og segirum skagfirska mánann: Fælinn reikar flátt meðstyggð fólinn keikilegur, fóla kveikir siifursigð seggur feikilegur. Kannski var Bjöm staddur i einhverjum skagfirskum fjallasal þegar hann kvað þessar visur: Arnar falla út i sjó ofan úr fjallasölum, geyst þær svalla um syllutó, seytla á vallabölum. Fossanua er fagur kliður er faOa þeir af klettabrúnum, og lækirnir þeir lafa niður IIkt og halarnir á kúnum. Vetrarmynd þessa visu: kallar Björn Vetur hressir, vist ég tel, við á skiðum liðum, þó hann hvessi þá með él og þeyti hriðum striðum. Með hallandi sumri hljóma Visnamál á ný. AJP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.