Þjóðviljinn - 03.10.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.10.1981, Blaðsíða 12
I Ingibjörg Haraldsdöttir skrifar 8M Joan Micklin Silver hiaut mikið hrós fyrir myndina „Hester Street”. Hér er hún að leiðbeina leikaranum John Heard i nýrri mynd: Head 12 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3. — 4. október 1981 hrihmyntHr Á síðum þessa blaðs hefur að undanförnu farið fram nokkur umræða um kvennamenningu. Kvik- myndalistina hefur ekki borið á góma í þessum skrifum, sem ekki er von, svo ung sem hún er hér á landi og óþroskuð. En úti í hinum stóra heimi hafa konur í vaxandi mæli látið að sér kveða á þessu sviði, ekki síður en öðrum. Ný- verið rak á fjörur mínar fróðlega grein um kven- leikstjóra í Hollywood, sem birtist í The New York Times Magazine fyrr á þessu ári. Þar segir frá harðri baráttu, enda ku karlaveldið vera algjört í bandarískum kvikmynda- iðnaði, og er þá átt við stóru fyrirtækin sem ráða lögum og lofum í „brans- anum". Over Heels. Að lemja hausnum í múrvegg betta er harður bransi, þar sem margir verða undir. Ekki aðeins konur — karlmenn ága líka erfitt með að komastá toppinn. bar eru aöeins fáir útvaldir. En tölfræðin sýnirsvoekki verðurum villst, að sé baráttan erfið fyrir karla er hún þósýnu erfiöari fyrir konur. í greininni sem hér er sagt frá eru birtar tölur frá nokkrum helstu kvikmyndaverunum um skipt- ingu stjörnenda leikinna kvik- mynda eftirkynjum áriö 1978 - 79. bar kemur f ljós, aö engin kona stjómaði á þvf ári leikinni mynd hjá Universal, Columbia eða Paramount. 17 karlmenn stjórn- uðu myndum hjá Universal, 11 hjá Columbia og 8 hjá Para- mount. bessi þrjú fyrirtæki framleiða lika sjónvarpsmyndir, og virðast konur eiga nokkuö auðveldara með að komast þar að, þótt hlut- fóllin séu jafnvel verri þar: 2 kvenleikstjdrar á móti 381 karl- leikstjóra hjá Universal, 1 á móti 138 hjá Columbia og 1 á mdti 211 hjá Paramount. As.l. 30 árum hafa stóru fyrir- tækin sent frá sér 7332 leiknar kvikmyndir,en af þeim hafa kon- ur aöeins leikstýrt 14. Meiri áhætta Ástæðan fyrir þessu er sögð vera næsta einföld: fyrirtækin eru rekin af karlmönnum, og sömuleiðis bankarnir sem fjár- magna kvikmyndirnar. bessir karlmenn treysta konum ekki fyrir þeim peningum sem þarf til að framleiöa bandariska stór- mynd. bá sjaldan það gerist aö kona fær tækifæri til aö stjórna slikri mynd er áhættan sem hún tekur mun meiri en þegar karl- maður á 1 hlut. Ef henni mistekst og myndin selst ekki þýðir það ekki aðeins að hún fái sjálf aldrei slikt tækifæri aftur, heldur kemur þaö i veg fyrir að nokkur kona fái tækifæri I langan tima. Ef karl- manni mistekst er það hann einn sem tekur afleiöingunum — það hefur engin áhrif á gengi kyn- bræöra hans. Hlutur kvenna er ekki eins bágur hjá þeim fyrirtækjum sem framieiða heimildarmyndir af ýmsu tagi og fræöslumyndir, og heldur ekki hjá hinum minni fyrirtækjum, sem ekki eiga jafn- greiöan aðgang aö áhorfendum um heim allan einsog risarnir. bað er semsé hægt aö trúa konum fyrir peningum I smáum stil, en ekki stórum. Og þar sem fé og frami er I boöi sitja karlar einir að trogunum. I þessu sambandi er rétt aö taka þaö fram, að evrópskar konur hafa ekki átt við jafnmikla erfiöleika aö etja á þessu sviði og hinar bandarisku. bað er aö vlsu ekki algengt i Evrópu að konur komist á toppinn sem kvik- myndastjórar, en þó er það al- gengara þar en i Bandarikjunum. Hetjur brátt fyrir allt eru nú starfandi i Hollywood nokkrar konur, sem hafa fengið tækifæri og nýtt sér þau. Claudia Weill fékk mjög góöa dóma fyrir fyrstu leiknu myndina sina, Vinkonur (Girl- friends), sem hún gerði 1978. Sú mynd var framleidd af litlu fyrir- tæki en Warner Bros sáu um dreifinguna. Eftir þetta fékk Claudia langþráö tækifæri: Col- umbia pungaði út með 7 miljónir dollara til þess að hún gæti stjórn- að næstu mynd sinni, sem heitir þvi táknræna nafni It’s My Turn (Nú er komiö aö mér) og var frumsýnd við góðan oröstir I fyrrahaust. Frægar leikkonur eiga, aö þvi er virðist, auðveldara með að komast áfram sem leikstjórar en aðrar konur. Liklega vegna þess að þær þekkja betur á karlana sem sitja á peningunum. Barbra Steisand er ein þessara leik- kvenna. Sagan segir aö hún hafi i raun stjórnað flestum þeim myndum sem hún hefur leikið I, þótt aörir hafi verið skrifaðir fyrir þvi. En nú er hún komin i gang meö dans- og söngvamynd sem hún ætlar að stjórna og framleiða sjálf. bá bregður svo við, að hún fyllist kviða, og segja nánir samstarfsmenn hennar að hún sé „veik af hræðslu”. Elaine May, fyrrum kabarett- söngkona, hefur skrifaö mörg kvikmyndahandrit og stjórnaö nokkrum myndum, þ.á m. The Hcartbreak Kid (1972). En svo virðist sem hún hafi gefist upp og hætt. Fórnirnar sem hún þurfti að færa voru of stórar. Fleiri nöfn mætti nefna: Joan Micklin Silver (Hester Street, sýnd i sjónvarpinu hér i fyrra- vetur), Karen Arthur (The Legacy) Joan Tewkesbury (Old Boyfriends) osfrv. bað er sama hver þessara kvenna er spurð, allar segja þær ljótar sögur af viðureign sinni viö „stólpa” þjóð- félagsins. „Maður er endalaust aö boröa úti með einhverjum mönnum sem maður heldur að hafi áhuga á að fjárfesta i kvikmyndinni sem mann dreymirum aðgera,” segir Karen Arthur, „en þeir eru allan timann að glápa á brjóstin á manni. Um leið og minnst er á að ræða máliö i viðurvist lög- fræðings gufa þeir upp”. Harry Ufland heitir maður og hefur þann starfa aö þefa uppi nýja leikstjóra og koma þeim á framfæri. Hann hefur aldrei komiö neinni konu á framfæri, og ástæöan er, aö hans sögn, sú, að „engin kona, nema Elaine May, hefur nokkru sinni gert góða kvikmynd, og jafnvel hún lauk ekki viö siöustu mynd sina, „Mickey og Nicky”. Allir vita aö hún er snillingur, en enginn ^treystir henni til að gera kvik- mynd. bað sem ég hef séð eftir aðrar konur hefur verið hræði- legt”. Viðhorf af þessu tagi eru algeng i bransanum, og ráða feröinni. bær konur sem lemja hausnum við slikan múrvegg mega svo sannarlega kallast hetjur. Örfáar konur I timans rás hefur örfáum konum tekistað brjóta vegginn og verða fullgildir Hollywood-leik- stjórar. A fjórða áratugnum var þaö Dorothy Arzner, á sjötta ára- tugnum Ida Lupino. Núna er það kannski Claudia Weill. A það hefur verið bent, að konurnar hafi kannski verið fleiri, einkum á upphafsárum kvikmyndanna, en enginn hafi hirt um að skrá sögu þeirra. bað var ekki fyrren á sjötta áratugnum, og þá undir áhrifum frönsku nýbylgjunnar, sem kvikmyndastjórar urðu fyrirferðarmiklir og frægir sem höfundar kvikmynda. Aöur voru . þeir bara hluti af hópnum, sem stóð að gerð myndarinnar (með undantekningum aö visu). Einsog áöur var sagt taka konur á sig stóra áhættu þegar þær ráðast I að stjórna kvikmynd. Ótal konur hafa gert eina kvik- mynd, og siðan ekki söguna meir. beim tekst þvi ekki aö afla sér þeirrar reynslu sem karlmenn eiga kost á. Mislukkuö mynd er aðeins slys á ferli karlleikstjóra, en hjá kvenleikstjóra þýðir hún yfirleitt endalok ferilsins. betta gæti verið ein af ástæöunum fyrir þvi að heimurinn hefur ekki ennþá eignast kvenútgáfu af Ingmar Bergman, Fellini eöa Chaplin. „John Ford stjórnaöi rúmlega 130 kvikmyndum um ævina. Fyrstu 45 myndirnar hans voru herfilegar”, segir framleiðandinn Polly Platt, og bætir þvi við að fyrstu myndirnar sem Hitchcock gerði i Englandi hafi veriö ömur- legar. Við getum varla vænst þess að sjá sameiginlegri reynslu kynj- anna gerð nein skil i kvikmyndum fyrr en ástandiö hefur breyst I þá veru aö hætt verði að tala um kven- og karlleikstjóra og orðiö leikstjóri fái tvikynja merkingu. bangað til veröum viö sennilega að gera okkúr að góðu að horfa á heiminn gegnum karlmannsgler- augu. Liv Ullmann er ein peirra leiKKvenna sem lagt hafa út á leikstjóra- brautina. Hún er ein af 4 konum sem stjórna kvikmyndinni „Love” — stærsta verkefni sem konum hefur verið trúað fyrir I Bandarikjunum siðan 1933.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.