Þjóðviljinn - 03.10.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.10.1981, Blaðsíða 11
Helgin 3. — 4. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Thor Vilhjálmsson skrifar I Og ég elskaði þig, andskotakornið. Ég elskaði þig svo heitt að mér var óbærileg tilhugsun að særa þig, hversu sárt sem mér þótti ég hafa verið særð, ellegar að svfkja þig hversu mjög sem mér f annst ég hafa verið svikin sjálf. Ég elskaði þig með öllum þinum göllum, syndum þinum, tak- mörkunum þinum, lygum þinum, öllum ljótleika þinum, ómerkilegheitum, rudda- skap.með ósamkvæmni þinni; og með þinn kubbslega kropp, og með alltof sign- um öxlum, ofstuttum handleggjum, og of þverskornum höndum og of sprungnum nöglum ... Þannig skrifar italska blaðakonan við- fræga Oriana Fallaci þegar hún minntist ástmanns sins Alexandros Panagoulis. Þegar fjendum hans hafði loksins tekisl að myrða hann. Hverjum? Hún heldur þvi fram að allir hafi brugð- izt honum. Svikið hann, þennan róman- tiska einherja. Sem berst einn við dreka forynjur, tröll. Einn innst. Hetjan úr æv- intýrunum sem hikar cildrei, andstætt við Hamletsem endalaust velti vöngum i stað þesseinsog kemur fram i ræðunni frægu: to be or not to be þar sem talað er um tvenna kosti: sem hún skrifar um hetjuna sina fallna. Hiín horfði eftir honum i gröfina — sá hann á blómabeði i kistu með glerþaki, i brimimannhafsins sem svallsvo mjög og Iffengdi að svo æðstipresturinn. smiað- urslegur fulltrúi samábyrgira valdaafla sem höfðu látið flugumenn sina fyrirkoma hinum hættulegasta leitanda sannleika og hinum ómútanlega unnanda frelsis hann slengdist ofan i gröfina og braut i fallinu glerlok kistunnar og var areginn hnipinn upp, meðan múgurinn hrópaði: Hann er ekki dauður, Alekos er ekki dauður. Og skóflan huldi náinn moldu meðan hrópið óx og Varð að rikjandi dyn: zi zi zi: hann lifir, hann lifir, hann lifir. Þá segist hún hafa flúið. Hina opinberu lygi. Hræsnina, hina síðbomu ást múgs- ins, sársaukann sem kvað nii við og reið- ina, hið fordæmda öskur segir hún, með bergmáli sinu af minningum, efa, von. Hann lifir, hann lifir. Þvi segir hún: svo þar kom að ég fór að segja við sjálfa mig, segir hún: kannski er það samt satt. Og ef það er ekki satt þá verð ég altént að gera eitthvað til þess aö það virðist satt, eða verði satt. Því varðbókin. Til aðhann lifði. Og lika sýnt að hún varð aö skrifa þessa bók til að geta lifað hann, manninn sem hún elskaði, skyggn og blind i senn. Og kallar: Un uomo; maður. II Eitt sinn hafði ég skrifað, segir Oriana i bók sinni: að ástin sé ekki til, eða að sé hún til þá sé hún tál. Nokkru siðarsegir:Ogkannski hafði ég Oriana Fallaci UN HOMO - MAÐUR Tosuffer the slings and arrows of outrageous fortune Or take armsupon a sea of troubles And by opposing end them ... Sem Helgi Hálfdanarson þýðir svo: Að vera eða ekki vera, þarna er efinn, hvort betur sæmiað þreyja þolinmóður i grimmu éliaf örvum ógæfunnar, eða grfpa vopn mótibölsins brimi og knyja það til kyrrðar ... Oriana Fallaci, þessi eldskæði spyrill fjölmiðlanna sem rakti garnirnar úr stór- menni heimsins, svo stundum stóð varla steinn yfir steini.hún flengdist um heims- byggðina að krefja ábyrgðarmenn sam- timavanda sagna, stjórnmálamennina listamenn stjörnurnar the smart set the swingingset trUarleiðtoga og uppreisnar- menn, brauzt um frumskóga og lét ekki háska hefta sig i' leit sinni að frásagnar- efni, sagði frá styrjaldarátökum úr eld- linu, komst i bland við skæruliða sem leyndust i myrkviðum eða á fjöllum og buðu valdinu kúguninni ofbeldinu byrginn eftirmætti,* stundum i vondapurri baráttu gegn ofurefli, stundum dæmdir til ósig- urs, pyntinga, dauða. Hún heimsótti pisl- arvottaí fangelsin, svartholin; örkumlaða af misþyrmingum, dauðadæmda. Stund- um beitti hún brögðum til að ná fundum hertekinna frelsisvina i dýflissum, notaði fólsuð skilriki eða komst með öðrum brögðum eða sérstökum samböndum vegna kynna eða frægöar sinnar i sam- band viö þessa banvænu vitnisbera frels- isjrár, og bar heiminum erindin, boð þeirra. Atti leynifundi i felustöðum and- spyrnuleiðtoga i fátækrahverfum, i favelas Brasiliu, á pampas Argentinu, i völundarhúsum Saigon, eða Hong Kong, i Cochabamba Calkútta.Pnhom Peng eða La Paz. 1 blóöbaöinu sögufræga þegar lögregla og her murkuðu niður stúdenta i MexicoCity réttfyrir ólympiuleikana þar i landi hli'fði hún sér hvergi i fréttaleit og hlaustskotsár ibak og á fæti, og varð aö gangast undir uppskurð vegna sáranna. Þessimargreynda kona sem varö varla uppnæm fyrir smára&i og hafði séö elds- viti veraldar fór til Grikklands aö taka blaðaviðtal við Panagoulis sem ætlaði að gegna hinni fomu þegnskyldu i Aþenu samkvæmt lögum borgarinnar sem var að drepa harðst jóra. Svo sem skráð er á fornar steintöflur sem fundust við fornleifauppgröft 1952 og eru frá þvi um 336 f.Kr. og hafði reynt að drepa Papadopoulos Honum hafði verið sleppt óvænt eftir fimm ár i helviti, fangi herfor- ingjastjórnarinnar. Þau fundust i Aþenu. 1 fangelsinu hafði hann farið að læra itölsku til að geta lesið eftir þessa konu sem hann haföi aldrei séð. Var þaðástviöfyrstu sýn? Um það gef- ur að lesa i þessari furðulegu ástarsögu ekki svo miklar mætur á lyndi þinu og framkomu, en ég elskaöi þig, umvafði þig kærleika, sem var sterkari en þrá, blind- ari en afbrýðisemi, og var svo óseðjandi, svo ólæknandi að smám saman gat ég ekki hugsað mér tilveru án þin... 1 þessari ást voru margir sundurleitir þættir, margvisleg veður. Maðurinn var æði marglyndur; með bliðu störhug fórn- fýsi göfgi fóru ofsi, illska hroki trylling- ur; drykkjuköst með ölvun á ýmsum stig- um frá gleði og sorg til óminnis, og ör- mögnunar.Maðurinn virtist of vaxinn til að búa við atvik virkra daga, utan fangaklefa.Ogilund hans voru leynihólf, þangað náði hUn ekki; stundum var sem hann skryppisaman, herptist allur i harð- læstan hnút. Eða likt og um hann lykist skel, eins og ostra sem ekki varð opnuð. Stundum hvarf hann i leynilegar ferðir þar sem hann hætti öllu til að svivirða harðstjórana meðan þeir riktu enn; með þviað laumast á land, i Grikklandi, skjóta snögglega upp kollinum ifjölmenni i höf- uðborginni, hverfa jafn snöggiega, leika Rauðu Akurliljuna. Eða si'ðar eftir fall þeirra, eftir heim- komuna þegar lýðræði átti að rikja en kom á daginn hversu margir hinna seku sátu enn I embætti, hve mörgum böðium var þyrmt, voru sýknaðir, og höfuðpaurar hélÁi lifi þótt að visu væru einangraðir i skaplegri vist hvað viðurgerning snerti, þá var hann orðinn þingmaður fyrir flokk sem reyndist ormsmoginn, hann barðist vonlitilli baráttu gegn spillingu i pólitik. Einherjinn. Maðurinn sem hafði horfzt i augu við dauðann svo lengi. Sem haföi verið dæmdur til dauða, og hafði staðið frammi fyrir aftökusveitinni, eins og Dostójevski. Og varð aldrei beygður, hvorki með grimmdarlegum pyntingum, hótunum,engu, — heldur hafðiögrað, svi- virt og niðurlægt þá sem þöttusteiga alls- kostar við hann, og gert þá að gjalti, um- komulausa i grimmdarlosta sinum og fasiskum hroka, svipt þá aftur og aftur hlif ómennskunnar, með þvi að láta þá finna að þeir stæðu frammi fyrir manni sem þeir náðu engum tökum á, og krafðist þess glottandi að þeir dræpu hann. Sem varð ekki hræddur. En hann var enginn dýrlingur. Hetjan hennar. Þær stundir komu þegar hún reyndi að finna honum allt til foráttu. Efaðist um að hún elskaði hann. Likama hans.sál. Var hann fagur? Nei. Var hann glæsilegur álitum? Alls ekki. Vel vaxinn? Nei, ónei. Og annað augað var ofar hinu, annað meira opið en hitt Aðrar voru þær stundir þegar hún varö ölvuð af þeim, þessum augum, hneig tilhans.kyssti kúpt augnalok hans, og fór visifingri um skrýtna nefið, stingandi yfirskeggið, hrukkóttar varirnar, eftir þvi sem hún segir. Þá var ástin til, segir hún enn- fremur, hUn var alls ekkert tál, heldur fremur eins og sjUkdómur, og ég gat romsað upp úr mér öllum einkennum hans og áhrifum. Hún fylgdi honum þegar hann varð sem andsetinn.fullur af óþoli, varð að fara krá af krá, drekka, safna um sig viðhlæj- endum, veita á báðar hendur, baða sig I glaumi með söng og dans; flaska eftir flösku af vi'ni var tæmd, bouzoukimúsik, æstari og æstari; heilar nætur, fram til gránaði af degi, unz hin rósfingraða morgungyöjaók geislavagni sinum upp á hvelhimins; dagur. Stundum hvarf hann ^dögum saman, kom aftur illa til reika, magndreginn, stun,dum með litum og’lykt af öðrum konum. Hún talarum afbrýöina. Vildi ekki játa að hún væri afbrýðisöm: Hafði aldrei verið, ekkieinu sinni i upp- hafi, þegar ég uppgötvaði að það örvaði hegómagimd þina að vekja gimdarlosta, heldur ekki siðar þegar dionýskir sið- hættir (ritúale) þinir hófust... Ég er að tala um þá afbrýðisemi sem blóðdrekkur æðar manns við eina tilhugsunina að sá sem maður elskar þrýsti sér inn i likama annars, ... þá afbrýði sem forpestar skynsemi manns með spurningum, grun- semdum , ugg; kemur manni til að hefja niðurlægjandi eftirgrennslanir,bera fram ásakanir, leggja gildrur, komá manni til að finnast maður hafi verið rændur, gerður hlægilegur; gera mann að lög- regluverði þess sem maður elskar, rann- sóknardómara, fangaverði.... Og segist aldrei hafa leyftsér að fyllast þannig kveljandi tilfinningum i sambandi þeirra: Þvertámóti dillaði það mér að vita að aðrar gimtust þig, alveg eins og mér var skemmt við að vita þig opinn fyrir freistingum, já stundum efldi þetta tvennt þá hneigð sem ég hafði sökum al- mennrar ágirndar til að berjast fyrir þig. Þaðvarbara upp á siðkastið sem gjálifii þittkvaldi mig. Það var ekki vegna þeirr- arsorgar sem fylgdi þvi aö vita að önnur kæmi iminn stað eina stund eða eina nótt aðég kvaldist, það var fremur af gremju vegna þess hve smánarlega þU fórst með sjáifan þig, og við tilhugsunina um hvernig þú gafst höggstað á þér for- vitnisslúðri og tókst ósiði eftir samfélagi sem þú vildir breyta, tileinkaðir þér lesti lágmenningar, þar sem ballartignun auðmýkir vitsmunina... Annarsstaðar segir Oriana: Eins og alkunna er, þá er ekkert eins eigingjarnt og kærleikurinn. Stundum er það ekki til sem maður vill ekki telja sér trú um, ekkert sem maður er ekki reiðubúinn til að loka augum fyrir svo fremi manni leyfist að vera einn með þeim sem manni þykirvænt um.Þaðer viss blygðunarlaus unaður i þvi aö hafa ástmann sinn einan, út af fyrir sig, og alltof lengi mátti ég deila þér með öðrum... III Roman verite, sannindaskáldsaga. (Samanber hugtakið cinema verite. Þar er oft f jallað um lif manna með viötölum; stundum er myndavélin falin.) Ævisögur, með vissum fyrirvara um sagnfræðilega nákvæmni. Slika bók höfum við nýlega eignazt með ævisögu Sigurðar A. MagnUssonar. Það er hlutlæg tUlkun á ævi sinni og umhverfi, á vissu skeiði, án þess að stefna að hlutleysi. Sem er reyndar kannski ekki til ibókmenntum; sizt þegar dæmt er i eigin sök. Þetta erstór bók, þykk bók. Framan af segir hún frá ævi Panagoulis, fyrir fund þeirra ogástir.Frá þvi semhann situr um nótt fyrir harðstjóranum Papadopoulos, til að granda honum; og siðan frá pislar- vætti hans i höndum böðla. Undir bókar- lok segir frá baráttu hans til að afhjúpa þann sem hann taldi háskalegastan i griskum stjórnmálum. Evanghelos Aver- off; og ætlaöi að sanna tvöfeldni hans, samspil við herihöfðingjaino kem rændu völdunum og CLA, ama-bku levr.iþjón- ustuna sem stóð á bak við kúgarana, ginnti þá til innrásar á Kýpur, sém varð ófriðarefni milli Tyrkja ogGrikkja, og lét þá loks flakka þegar þeir voru orðnir óþarfir. Þá kom Averoff mjög við sögu með skuggalegum hætti sem skjölin sanna. Og flest bendir til að þessvegna hafi Panagoulis verið myrtur, og dulbúið sem bilslys. Averoff er sleipur, og hefur lifað af allar stjórnarbreytingar og umbrotin, meö flekkaðar hendur. Hann átti stærsta þátt- inn i þvi að Karamaniis tók við völdum við fall hershöfðingjastjómarinnar, en ekki hinn vinsæli Kanellopoulos sem var talinn vammlaus, og frjálslyndur; og verið hafði forsætisráðherra; Konstantin kóngsfigúra setti hann af til að byrja valdarán, hers- höfðingjarnirskutusvopilti þeimref fyrir rass. Averoff tryggði sér innanrikisráðherra- embætti við heimkomu Karam anlis úr út- legðinni, og með þvi ráð yfir hernum, varð þannig bakvið tjöldin einn voldug- astur; og lék grunur á um togstreitu milli hans og Karamanlis. Og ikosningum sem fara nú i' hönd stendur þessi gamli refur næstur Rallis þeim sem tók við forsætis- ráðherraembætti eftir Karamanlis þegar sá varð forseti landsins. Þeir eru nú höfuðandstæöingar Pap- andreu, — f augsýn. Þvf hver veit hverjir standa á bakvið þá? The quiet American, hvar skyldi hann standa ?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.