Þjóðviljinn - 08.10.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. október 1981 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5
FRÉTTASKÝRING
Anwar Sadat Egypta-
landsforseti hefur verið
myrtur og eins og eðlilegt
er spyrja menn fyrst af
öllu, hvort þar með sé af
stað farin atburðakeðja
sem leitt gæti til nýs ófrið-
ar fyrir botni Miðjarðar-
hafs.
Sadat — hann naut þess i f jölmiðlum að hann var „vestrænn
Forsetinn f guðshúsi Andstaðan gegn honum innanlands kom ekki slst
frá heittrúarmönnum.
MORÐIÐ Á SADAT
Það vaktimikla furðu þegar
Sadat snerist með róttækum hætti
gegn ptefnu flestra Arabarikja
sem og fyrirrennara sins, Nass-
ers, og samdi sérfrið við Israels-
menn, án þess að hafa neina
tryggingu fyrir þeirri lausn
Palestinuvandans sem Palestinu-
arabar voru liklegir til að sætta
sig viö. Allar götur siðan hafa
Israelar óttast að þessi sérfriður
stæði að þvi leyti veikum fótum,
aö hann væri i alltof rikum mæli
háður persónu og valdi Sadats
sjálfs. Ef byssukúla samsæris-
manna byndi enda á lif hans gæti
Camp David samkomulagið um
afhendingu Sinaiskaga til Egypta
og fleiri sambúöarvandamál ver-
ið rokið út i veður og vind. Um
framvindu mála nú verður að
sjálfsögðu engu spáð: það á eftir
að koma i ljós hve öflugu valda-
kerfi Sadat hafði i raun komið sér
upp og hversu rækilega hans
„nýja stétt” haföi tengt pólitisk
örlög sin við sérfriöinn við Israel
og náið samstarf við Bandarikin.
1 þvi sambandi er þess að gæta,
að vel má taka undir þá skoðun,
aö Begin, forsætisráöherra
Israels, hafi misnotaðsér þá sátt-
fýsi sem Sadat sýndi honum. Sad-
at tók, sem fyrr segir, þá áhættu,
að allt var i lausu lofti um réttindi
Palestinumanna i Camp David
samkomulaginu. Og Begin hefur
gengið á það lagið, að Sadat gat
ekki snúið aftur úr þeirri stöðu
sem hann var búinn að koma sér
i, og ekki boðið upp á neina kosti i
Palestinumálinu sem hefðu getað
bætt stöðu Sadats gagnvart
arabiskum grönnum.
Stórveldin og
Egyptaland
Sérkennileg túlkun kemur fram
i leiðara i Morgunblaðinu i gær
um morðiö á Sadat. Þar er spurt
um „þrek og þolgæði” nýrra leiö-
toga I Egyptalandi og i framhaldi
af þvi segir: „Halla þeir sér
áfram aö Bandarikjunum eða
falla þeir fyrir ásælni Sovétrikj-
anna?” Sterkar siöferöilegar nót-
ur eru i þessum málaflutningi:
það er þolgæði og hetjuskapur að
halla sér að Bandaríkjunum, en
veikleiki að „falla” fyrir Rúss-
um. Sem fyrr er Morgunblaðið á
þeim buxum að gera öll mál að
spurningu um áhrif og ásælni
risavelda fyrst og fremst. En mál
einsog ófriður Israels og Araba-
rikja eiga sér sérstök rök sem
einatt trufla slik dæmi. Nasser,
fyrirrennari Sadats, átti náið
samstarf við Sovétmenn, en hann
„féll” ekki fyrir þeim. 1 þvi dæmi
gerist þaö sem alltaf er að gerast
á þessum slóðum: Nasser átti i
höggi viö tsrael, sem átti óskiptan
stuðning Bandarikjamanna —
hvar átti hann að fá aðstoð ef ekki
hjá höfuðféndum þeirra i
Washington, Rússum? Og þegar
svo Sadat söölaði um og veðjaði á
Bandarikin þá er hann enn að
byggja á þeim rökum sem snúa
að eigin hagsmunum: Egyptar
voru óánægðir með aðstoð Sovét-
manna bæöi i vopnum og ööru,
auk þess sem varaforsetinn og
keppinautur Sadats var i nánu
makki við Sovétmenn. Það voru
ekki Bandarikjamenn með
israelsvináttu sinni sem voru
hinn æskilegi kostur — heldur
hinn iilskárrifyrir þaö sem Sadat
taldi hagsmuni egypsks þjóðrik-
is. Það er liklega óþarft að hafa
hátt um lýðræöis eöa frelsisást
þeirra manna sem hafa verið I
sporum forseta Egyptalands:
þeir hafa verið inntir eftir þeim
hyggindum sem i hag koma fyrst
og fremst.
Okkar eða ykkar
tíkarsonur
Eftir að Sadat snerist i vestur-
átt varö vegur hans mikill á Vest-
urlöndum. Menn taka sjaldan eft-
ir þvi, aö meö ritskoöuðum mál-
gögnum Sovétmanna og óritskoö-
uöum málgögnum á Vesturlönd-
um kemst stundum á undarlegur
skyldleiki: til dæmis er „okkar”
einræðisherra marg fyrirgefið,
meðan „þeirra” tikarsynir I al-
ræðisstóli fá óspart á baukinn.
Þetta kemur vel fram hjá Morg-
unblaðinu í gær: þar er talað með
mikilli heift um hinn „siðlausa”
forseta Libýu, Gaddafi. En þegar
vikið er að þvi, að fyrir skömmu
setti Sadat um 1500 stjórnarand-
stæðinga i tugthús og setti trú-
félög sum i bann en önnur undir
ritskoðun rikisins þá heitir það I
Morgunblaðinu: „hann gekk á
móti straumnum og sannaöi hug-
rekki sitt”. Það má nærri geta, að
ef valdmaöur andsnúinn Banda-
rikjunum hefði gert eitthvað
þessu likt hefði sá hinn sami feng-
ið einhverjar aörar einkunnir i
Morgunblaöinu —lifs eða liöinn —
en Sadat nú.
skalega algeng: stórmál heims-
ins eru nógu erfið fyrir þótt ekki
bætist það viö, að árangur sam-
særismann a i morðskapi geri þar
enn stór strik i reikninga. Þegar
litið er yfir morðlista eftirstriös-
áranna vekur þaö athygli, að flest
veröa þjóöhöföingjamorö i Aust-
urlöndum nær ög á Indiands-
skaga: konungar Jórdaniu, Iraks
og Saudi-Arabiu, forsetar trans
og nú Egyptalands og svo
Bangladesh, forsætisráöherrar
Sri Lanka og trans eru I hópi
hinna myrtu. Annað svæði heims-
ins sem verður öðrum fremur
fyrir barðinu á slikum orðum eru
svo Bandarikin: Martin Luther
King, Kennedybræður og nú sið-
ast slapp Reagan naumlega. Til-
viljun eða skiljanlegt orsakasam-
band? — svari hver fyrir sig.
Arni Bergmann.
[Tllrauna-j
dýr
! lækna- :
! vísinda
! í þriðja
I heiminum!
Sadat við Súesskurð skömmu fyrir Jómkippúrstriðið. Um það leyti
varð staða hans mjög sterk heima fyrir.
Begin og Sadat i Jerúsalem. — Misnotaði Begin sér þá stöðu, sem Sadat var kominn f?
Hneyksli
I sumum höfuöborgum Araba-
rikja og i höfuðstöðvum PLO,
Frelsissamtaka Palestinumanna,
var fregninni um dauöa Sadats
fagnaö. Þaö er vonlegt aö mönn-
um þyki það hneyksli þegar
morði á andstæðingi er fagnað
opinskátt: en i sjálfu sér þarf
enginn að vera hissa á Palestinu-
mönnum, sem hafa orðið að þola
allt það sem neikvætt var við sér-
frið ísraela og Egypta — án þess
að njóta neins góðs af friðsam-
legra ástandi á svæðinu. Og hafi
menn það i huga, að ef þær fregn-
ir hefðu borist úr um heiminn i
fyrradag, að það hefði veriö höf-
uðandstæðingur Sadats, Gaddafi i
Libýu, sem féll fyrir byssukúlum
— þá hefðu þeir fagnað sem nú
eru áhyggjum slegnir, þótt svo
þeir heföu að likindum farið
kurteislegar meö fögnuð sinn en
féndur Sadats nú.
Háskaleg morð
Morð á þjóðarleiðtogum eru há-
A nýlegri ráðstefúu CIOMS I
(Alþjóöasamtaka um lækna- |
visindi) sem fram fór á ■
Filippseyjum, létu margir i I
ljós áhyggjur á þv', að I
manneskjur eru i vaxandi |
mæli notaðar sem ■
tilraunadýr I þróunarlöndum I
þriðja heimsins.
Flestar tilraunir með ný I
lyf og aðgerðir sem hér um ■
ræðir eru framkvæmdar á I
ólæsu fólki, sem hefur einatt |
litla hugmy nd um það sem er !
verið að gera við það. ■
Þessar tilraunir hafa farið I
i vöxt eftir þvi sem kostn- I
aður við tilraunir hefur vaxiö I
I þróuðum löndum og vegna ■
þess, að i fátækum löndum I
eru færri hömlur settar á I
tilraunir af þessu tagi.
Ráöstefnan hvatti til að ■
settar yrðu nýjar siðferöis- I
reglur um tilraunir af þessu I
tagi, með sérstöku tilliti til I
landa þriðja heimsins. •