Þjóðviljinn - 08.10.1981, Síða 6

Þjóðviljinn - 08.10.1981, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. október 1981 Rœtt við Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ, nýkominn af þingi Samstöðu i Póllandi Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands tslands er nýkominn heim frá Póllandi, þar sem hann og Björn Þórhallsson, varaforseti ASt voru boðsgestir á þingi Samstöðu, hinna óháðu verka- lýðssamtaka Póllands. Þeir félagar sátu þingið i 3 daga og flutti Ásmundur þar ávarp. Þeir áttu þvi kost á því að hlýða á ræður þingfulltrúa og eins hinu að ræða við foringja samtakanna, Lech Walesa. Þjóðviljinn átti viðtal við Ásmund um þessa ferð og bað hann segja frá þvi sem honum þótti athyglis- verðast og hvernig þing Samstöðu kom honum fyrir sjónir. — Það sem mér þótti mest áberandi, þessa 3 daga sem við sátum þingiö, var hve mikill kraftur er i fólkinu og hve þörf þess til að tjá sig og koma sjónar- miöum sinum á framfæri var orðin brýn. Þetta fólk hefur ekki fyrr átt þess kost að segja hug sinn allan opinberlega og senni- mönnum á viðskiptasamninga Póllands og Sovétrikjanna, þeir samningar væru Pólverjum dýr- ari en flest annað. Bentu menn á að Pólverjar fengju allt of litið fyrir þá vöru sem þeir flytja til Sovétrikjanna, vörur þær sem þeir fengju i staðinn væru alltaf minna virði en þær sem Pólverjar Asmundur Stefánsson forseti ASI ávarpar þing Samstöðu i Gdansk. Fólk óttast meira hungur- vofuna en innrás Sovétmanna flyttu til Sovétrikjanna. Þá var einnig á það bent, aö mikið af þeim erlendu lánum sem Pólverj- ar neyddust til að taka, væri notað til þess að framleiða vörur sem siðan væru fluttar beint til Sovétrikjanna og skiluðu ekki arði. Maður varð var við þunga undiröldu óánægju gagnvart Sovétrikjunum, sem við myndum einfaldlega kalla þjóðfrelsisbar- áttu. fólk mætti ekki vanmeta and- stæðinginn, hann gæti hæglega komið á neyðarástandi, eins og stendur i enska textanum i þýðingu ræðunnar, en þegar þetta var túlkað fyrir okkur á þinginu, var sagt hungur. Það er sem sé greinilegt að fólk óttast að vera svelt til hlýðni við stjórnvöldin. — Uröuö þið varir við vöru- skortinn, þessa 4 daga sem þiö dvölduð i Póllandi? Agreiningur — Fréttir hafa borist af þingi Samstöðu um að ail mikill ágrein- ingur sé milli aðal manna sam- takanna, uröuð þið varir við þennan ágreining á þinginu? — Já, við urðum það, enda er hann afar áberandi. Lech Walesa er úr hópi hinna hófsömu, en margir aðrir af toppmönnunum Lech Walesa á þingi Samstöðu á dögunum, oröinn örþreyttur að sögn Ásmundar Stefánssonar. lega vegna þess áttu sér stað um- ræður á ákaflega breiðum grund- velli. Eins var áberandi hve margir fundu þörf hjá sér að taka til máls. Einmitt þess vegna hef- ur þinghaldið tekið svo langan tima, sem raun ber vitni. Þó er ræðutimi manna takmarkaður viö 5 minútur, en takist mönnum ekki að ljúka máli sinu á þeim tima, er það borið undir þing- heim,hvortleyfa eigi viðkomandi að halda áfram og oft er það leyft, en ekki alltaf. Lýðræði og valddreifing — Hvað var mest áberandi i málflutningi manna sem þið hlustuðuö á? — Það sem mér þótti mest áberandi i málflutningi manna var umræðan um lýðræði i land- inu og dreifingu valdsins. L jóst er að fólk rekur sig á vegg flokksins i öllum málum og þvi er mikið um þessi mál rætt, jafnvel meira en um kaup og kjör. Krafan um lýð- ræðislegar kosningar i landinu er einnig mjög hávær, sem vonlegt er. — Virtist þér sem menn hefðu áhuga fyrir þvi aö gera Samstöðu að pólitiskum flokki, ef kosningar yrðu leyfðar? — Nei, alls ekki. Samstaða ætlar sér sama hlutverk og sam- tökin hafa nú, að vera samtök verkalýðsins i landinu. Vonlaus miðstýring — Nú berast fréttir um að skortur á öllum vörum hafi aldrei veriö meiri I Póllandi en um þess- ar mundir, var ekki mikiö rætt um þau mál? — Vissulega var mikið um þessi mál rætt og menn virtust á einu máli um að hann stafaði af von- lausri miðstýringu, sem væri i höndum manna sem ekki ráða við miöstýringuna. Skipulag allt virðist vera i molum og heyrði maður margar sögur þvi til stað- festingar. Nú er til aö mynda skortur á sigarettum og sögðu menn að nóg væri til af tóbaki, en þá vantar pappirinn utan um það til að búa sigarettur til. Varahluti vantar i vélar sem bila og öll framleiðsla i viðkomandi verk- smiöju stöðvast fyrir bragðið. Menn sögðu að öll framleiðsla i landinu truflaðist meira og minna vegna skipulagsleysis á öllum sviöum. — Hörð gagnrýni kom fram hjá Óttast hungursneyð meira en innrás — Allt frá þvi að Samstaöa var mynduö og fór að iáta til sin taka hefur veriö mikið rætt um hætt- una á sovéskri innrás i Pólland, virtist þér sem fóik óttaðist mikið að til slikrar innrásar kynni að koma? — Já, maður varð var við þann ótta hjá fólki, en hinsvegar virtist mér sem fólk liti á þann möguleika sem svo ægilegan að það þyrði ekki að hugsa þá hugsun til enda. Aftur á móti virt- ist mér sem óttinn við þrenging- ar, hreina hungursneyð, skipu- lagða af pólskum og sovéskum stjórnvöldum á komandi vetri væri ofar i hugum fólks en óttinn við innrás. Það kom fram hjá for- manni Samstöðu, Lech Walesa, i ræðu sem hann flutti á þinginu að — Við urðum bæði varir við hann sjálfir og sáum þær löngu biðraðir sem mynduðust strax á morgnana við allar verslanir og töluðu sinu máli. Kjöt er skammtað, vin, lóbak, fólk fær aðeins 12 pakka af sigarettum á mánuði og það sem verst er af þessu öllu saman er sá mikli lyfjaskortur sem'orðinn er á sjúkrahúsum. Þá óttast fólk mjög um heilsu barna vegna einhæfrar fæðu. Ekki kannski nú á haustdögum þar sem fólk hefur getað ræktað eitt- hvað grænmeti sjálft i sumar, en þegar liða tekur á veturinn. Svartamarkaðsbrask með gjald- eyri er meira i Póllandi nú en nokkru sinni fyrr. Fólk borgar 380 zloty fyrir 1 dollar, en opinber skráning hans er 33 zloty. Þetta gjaldeyrisbrask kemur til af þvi að i Póllandi eins og öðrum A- Evrópulöndum, eru svo kallaðar gjaldeyrisverslanir, þar.sem vöruúrvaliðer meira og betra en i öðrum verslunum. vilja ganga miklu lengra en gert hefur verið i baráttunni við pólsk stjórnvöld. Sumir sögðu okkur að yfirgnæfandi meirihluti innan samtakanna vildi ganga lengra en gert hefur verið. Fólk sé orðið þreytt og sárt yfir þvi hvað allt gengur seint. Samt virðist mér að fólk geri sér grein fyrir að ekki er hægt að ganga lengra en gert hef- ur verið, það veit það innst inni, þótt það tali öðru visi og þess vegna var Walesa endurkjörinn formaður samtakanna. Allir viðurkenna hæfni hans og þó al- veg sérstaklega hæfni hans til að meta stöðuna rétt á hverjum tima. Um það eru allir sammála, jafnvel þeir sem harðast gagn- rýna hann fyrir hófsemina. Lech Walesa — Þið áttuö viöræður við Lech VValesa, hvernig kom hann þér fyrir sjónir? — Hann er ákaflega traustvekj- andi maður, sem meinar það sem hann er að segja. Hann virðist vera fljótur að átta sig á þvi hvað hægt er að gera og hvað ekki. Annars var maðurinn svo ör- þreyttur þegar við hittum hann, að erfitt er að dæma hann eftir þeim fundi. Hann sagði okkur að ef hann hefði komið fram af meiri hörku á þinginu en hann gerði, hefði hann án vafa náð betri kosn- ingu en raun varð á. Aftur á móti sagðist hann ekki sjá neinn til- gang i þvi að vera að setja fram óraunhæfar tillögur, tillögur sem fyrirfram væri vitað að næðu ekki fram að ganga. Við heyrðum hannflytja ræðu og hann var ekki geislandi ræðumaður kannski vegna þess hve þreyttur hann var. Ýmsir þeir sem buðu sig fram á móti honum voru margfalt glæsilegriræðumenn.en sem fyrr segir er hann afar traustvekj- andi, greinilega bráð glöggur og fljótur að átta sig á hlutunum. — Walesa fékk harða gagnrýni á þinginu fyrir það að baða sig i sviðsljósinu og það er alveg greinilegt að hann kann að koma sér i sviðsljósið. Hann hefur mik- ið gert af þvi að láta mynda sig við messur og einn ræðumanna á þinginu minnti hann á að fram til þessa hefði Jesús. verið talinn aðal maðurinn við messur, en það virtist vera að breytast. Þungur róður — Siðan Samstaða var mynduð hefur VValesa haft mikil völd og fengið að ráða ferðinni að mestu einn, áttu von á þvi aö svo veröi áfram? — Eg hygg að breyting verði þar á eftir kjör nýrrar miðstjórn- ar. Menn töldu engan vafa leika á þvi að hin nýja miðstjórn verði honum erfið. Menn eru eins og fyrr segir orðnir þreyttir á si- felldum málamiðlunum við stjórnvöld og ég á von á þvi að nýja miðstjórnin sýni meiri hörku I samskiptum við pólsk stjórnvöld en verið hefur. Lech Walesa var gagnrýndur á þinginu fyrir það að hafa oft á tiðum unnið gegn vilja meirihlutans og flestir voru á þvi að hann fengi ekki að spila eins fritt spil og hann hefur fengið til þessa, eftir að miðstjórn hefur verið kjörin. — Vissuiega má segja að á 900 manna þingi sé almenningur saman kominn, en uröuð þiö varir við mikinn áhuga fólks á þing- haldinu?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.