Þjóðviljinn - 08.10.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.10.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Forseti íslands heldur utan: Opinber heimsókn til Noregs og Svíþjóðar Ahrif gengisbreytinga EBE: Dýrara að kaupa íslenska fiskinn Vigdis Fiimbogadóttír, forseti islands fer i opinbera heimsókn til Noregs og Sviþjóöar ilok þessa mánaðar en opinberri heimsókn forsetans til Finnlands hefur ver- ið frestað vegna veikinda Kekk- onens Finnlandsforseta. Til Nor- egs heldur forseti miðvikudaginn 21. október og dvelur þar i boði Ólafs Noregskonungs til föstu- dagskvölds 23. október. Til Stokk- hólms heldur forseti siðan að morgni mánudagsins 26. október og dvelst þar í boði Karls Svia- konungs til fimmtudagsins 29. október. 1 fylgdarliði forseta verða m.a. Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra og Hörður Iiclgason ráðuneytisstjóri i utan- rikisráðuneytinu og mun ólafur ræða við utanrikisráðherra Nor- egs 22. október og utanrikisráð- herra Svía 27. október. Þetta er i þriðja sinn sem for- seti tslands fer i opinbera heim- sókn til Noregs og Sviþjóðar. As- geir Asgeirsson þáði boð Noregs- konungs i jiini 1955 og Sviakon- ungs i apri'l 1955 og dr. Kristján Eldjárn fór i opinbera heimsókn til Noregs og Sviþjóðar imai 1971. 1 fylgdarliði forseta verða Ólaf- ur Jóhannesson, utanrikisráð- herra, Dóra Guðbjartsdóttir, Hörður Helgason, ráðuneytis- stjóri, Sarah Helgason, Halldór Reynisson, forsetaritari, Guðrún Björnsdóttir og Vigdis Bjarna- dóttir, fulltrúi á forseta skrifstof- unni. Dagskrá heimsóknanna er sem hér segir: Noregur 21. - 23. október Miðvikudaginn 21. október kemur forseti og fylgdarlið til Oslóborgar með Flugleiðavél og Finnlandsför frestað um sinn taka Ólafur Noregskonungur, Haraldur krónprins og Sonja krónprinsessa á móti þeim á Fornebu flugvelli. Þaðan verður ekið tíl konungshallarinnar þar sem forseti mun búa meðan á 'heimsókninni stendur. Eftir há- degisverð þar leggur forseti blómsveig að minnisvarða um Norðmenn sem féllu i siðari heimsstyrjöldinni. Sfðdegis tekur forseti á móti forstööumönnum sendiráða ikonungshöllinni i Osló og um kvöldið heldur Noregskon- ungur veislu i höllinni til heiðurs fcrseta tslands. A fimmtudaginn mun forseti m.a. skoða Vikingaskipasafnið á Bygdö og Heine-Onstad listasafn- ið á Hövikodden, þiggja hádegis- verðarboð Oslóborgar i' ráðhúsi borgarinnar og taka á móti Is- lendingum búsettum i Noregi. Um kvöldið heldur rikisstjórn Noregs veislu til heiðurs forseta Islands i Akerhus kastala. Föstudaginn 23. október mun forseti m.a. heimsækja Hade- lands glerverksmiðjuna utan við Osló, sækja leiksýningu fatlaðra barna á Kardimommubænum eftir Thorbjörn Egner og um kvöldið heldur Vigdis siðan veislu Noregskonungi til heiðurs á Grand Hotel og lýkur þar með hinni opinberu heimsókn til Nor- egs. Sviþjóð 26. - 29. október Flugvél Flugleiða flytur forseta ásamt fylgdarliði frá Osló til Ar- landa flugvallar i Stokkhólmi ár- degis á mánudagsmorgni 26. október. Þar munu ýmsir em- bættismenn taka á móti gestun- um og fylgja þeim til Artiller- garden þar sem sænsku konungs- hjónin taka á móti forseta. Þaðan verður siðan ekið i opnum skraut- vögnum til konungshallarinnar þar sem fram fer móttökuathöfn og snæddur verður hádegisverö- ur. Siðdegis mun forseti m.a. skoða vikingasýninguna i Histor- iska Museet, taka á móti for- stöðumönnum sendiráða i' Stokk- hólmi og um kvöldiö sitja veislu sænsku konungshjónanna i kon- ungshöllinni. A þriðjudeginum mun forseti m.a. heimsækja þinghúsið i Stokkhólmi og Konunglega bóka- safnið, snæða hádegisverö i boöi Stokkhólmsborgar og skoða Vasaskipið. Siödegis tekur forseti siðan á móti Islendingum búsett- um i Sviþjóð og um kvöldið heldur hún veislu til heiðurs konungs- hjónunum á Grand Hotel. A miðvikudeginum heimsækir forseti Uppsali, skoðar háskól- ann, og dómkirkjuna og hittir ís- lendinga sem búsettir eru i borg- inni. Hádegisverður verður snæddur í Uppsalahöll og um kvöldið býður sænska rikisstjórn- in forseta Islands á leiksýningu á tveimur einþáttungum eftir Strindberg i Kungliga Drama- tiska Teatern. Opinberri heimsókn forsetans til Sviþjóðar lýkur svo árla næsta morgun og verður þá haldið heimleiðis um Kaupmannahöfn. — AI Nýveriö var gengi gjaldmiðla I Efnahagsbandalagslöndunum breytt þanuig að þýska markið og hollenska gyllinið hækkuðu. Sam- timis lækkaði franski frankinn, italska liran, portiigalska escotið og fleiri gjaldmiðlar. Sigurður Haraldsson hjá Sölusambaudi fiskframlciðenda sagði að þessar breytingar gætu haft talsverð áhrif fyrir sölusambandið. Mikiö er selt af saltfiski til ttaliu og Portúgals en sölusamningar eru gerðir idollurum viö kaupendur i þessum löndum. Hins vegar eru söltuð ufsaflök seld til Þýska- lands og eru þeir samningar gerðir I þýskum mörkunt. Umþað bil98% af þvi'sem Sölu- sambandið semur um söluá er greitt i dollurum. Þróunin undan- farið hefur verið sú að gjaldmiðl- ar viöskiptamanna okkar hafa orðið undan aö láta i viðskiptum við dollarann sem hefur styrkst jafnt og þétt. Þeir verða væntan- lega að velta meiri fjármagns- kostnaði yfir á vöruveröiö, svo hætt er viö aö fiskurinn hækki i verði fyrir neytendur i þessum löndum, sagöi Sigurður Haralds- son hjá Sölusambandi fiskfram- leiðenda. — óg. NÁMSKEIÐ Framhaldsmenntun — Símenntun Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur gert samkomulag viö Stjórnunarfélag íslands um námskeiöahald fyrir félagsmenn VR. Markmið námskeiöanna er aö miöla þekkingu á nýjum og heföbundnum aöferöum viö störf í verzlunum og á skrifstofum. Þátttakendur eiga kost á aukinni menntun og geta aflað sér fræöslu um tæknilegar framfarir á sviöum verzlunar og viðskipta. Fræöslusjóöur VR mun greiöa þátttökugjald félagsmanna sinna, og skal sækja um þaö á skrifstofu VR. Þátttöku í námskeiöunum skal tilkynna til skrifstofu Stjórnunarfélags íslands EFTIRFARANDI NÁMSKEIÐ HAFA VERIÐ ÁKVEÐIN: 1. Afgreiðslustörf og þjónustustörf: Þetta námskeið býður upp á yfirferö yfir ýmsa hagnýta þætti afgreiðslu- starfa, s.s. kassastörf, verömerk- ingar, vörutalningu, vöruþekkingu, ný tækni o.fl. Tími: 22., 23. og 26. okt. 1981 kl. 14.00-18.00. 2. Bókfærsla I: Hér er um að ræða kennslu í undir- stöðuatriöum bókhalds og hvernig megi nota bókhaldsniöurstööur sem eitt af tækjum í heilbrigðum rekstri. Tímí: 10.—13. nóv. 1981, kl. 13.30—18.30. 3. Bókfærsla II: Framhald af Bókfærslu I. Megin- áherzla lögö á rekstraruppgjör eg verklegar æfingar. Tími 30. mars — 2. apríl 1982, kl. 13.30—19.00. 4. Ritaranámskeiö: Markmiðiö er aö auka hæfni ritara viö skipulagningu, bréfaskriftir, skjalavörzlu og almenn skrifstofu- störf. Tími: 22.-24. febrúar 1982, kl. 14.00—18.00. 5. Símanámskeið: Hér er um mikilvægan þátt aö ræöa í mannlegum samskiptum svo og vérður hér fjallaö um ýmsa þætti nýrrar tækni í símamálum. Tími 13.—15. okt. 1981, kl. 9.00—12.00. 6. Sölumennskunámskeið: Á þessu námskeiði veröa kennd ýmis þau atriði, sem sölumenn þurfa aö tileinka sér til aö ná sem beztum árangri í starfi. Tími 2.-4. nóv. 1981, kl. 14.00—18.00. 7. Tollskjöl og verðútreikningar: Markmiðið er aö auka þekkingu þeirra, er vinna viö innflutning. i því skyni stuöla aö bættum vinnu- brögöum við veröútreikninga og frágang tollskjala. Tími 10.—13. nóv. 1981, kl. 9.00-12.00. 8. Útflutningsverzlun: Hér er fjallaö um gerö og frágang útflutningsskjala, svo og innlend ákvæöi og erlend um vöruflutninga milli landa. Tími: 3.-5. des. 1981, kl. 15.00—19.00. 9. Skrifstofuhald og skrifstofuhagræðing: Námskeiöið veitir fræðslu um skipulag og hagræðingu á skrifstof- um, einnig um nýja skrifstofutækni,- sem veriö er aö taka í notkun. Tími: 26.-28. okt. 1981, kl. 14.00—18.00. 10 ■ Vinnuvistfræði: Hér verður fjallað um vinnuum- hverfi, vinnuaðstæöur og öryggis- mál á vinnustöðum. . Tími: 16.—18. marz 1982, kl. 14.00—18.00. Námskeiðin verða öll haldin í fyrirlestrasal Stjórnunarfélags íslands, Síðumúla 23, 3. hæð. Námsgögn eru lögð fram í upphafi námskeiðs af Stjórnunarfélagi íslands. Námskeiðunum lýkur með afhendingu viðurkenningarskjala. Nánari upplýsingar er aö fá á skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Hagamel 4, síma 26344 og skrifstofu Stjórnunarfélags íslands, Síöumúla 23, í síma 82930. VERIÐ VIRK iVR W

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.