Þjóðviljinn - 08.10.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.10.1981, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. október 1981 V Aðalfundur Landverndar Landgræðslu- og náttúruverndarsamtaka Islands verður haldinn i Reykjavik dagana 14. og 15. nóvember n.k. Fundurinn hefst að Hótel Heklu laugardaginn 14. nóvember kl. 10 árdegis. Fundurinn verður nánar auglýstur i bréfi til aðildarfélaga. Stjórn Landverndar Reykjavik Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Lausar stöður Staða aðstoðardeildarstjóra við heima- hjúkrun — hjúkrunarfræðings við heilsugæslu i skóium. — hjúkrunarfræðings til að starfa með trúnaðarlækni Reykjavikurborgar Heilsuvemdar/félagshjúkrunarnám æskilegt Staða aðstoðarmanns við skólatannlækn- ingar — ritara i nokkra mánuði Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 22400. Skriflegar umsóknir þurfa að berast fyrir 14. október n.k. Heilbrigðisráð Reykjavikur Borgarbókasafn Reykjavikur Bílstjóri á bókabil Laus er til umsóknar staða bilstjóra á bókabil. Hlutastarf. Launakjör fara eftir samningum við Starfsmannafélag Reyk ja vikur borgar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist safninu fyrir 26.10.1981. ‘ Borgarbókavörður Aðalfundur Húseininga h/f Siglufirði vérður haldinn i húsakynnum félagsins við Lækjargötu laugardaginn 17. október kl. 14.00 Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Herstöðvaandstæðingar! Liðsmannafundur verður haldinn að Hótel Borg (gyllta salnum) laugardaginn 10. október kl. 2. Dagskrá: 1. Kynning á landsráðstefnu. Framsögumaður Pétur Reimarsson. 2. Friðarhreyfingar og stefna SHA. Framsögumaður Jón Asgeir Sigurðs- son. 3. önnur mál. Miðnefnd SHA Guðjón B. Baldvinsson: V erkalýðsmál á virkum degi kaupmáttur sagt — vantar grundvöll til aö stunda þær veiðar, sem gefi tekjur er standa undir rekstri. - Opinberar byggingar.sem standa ónotaðar, — hús i Krisuvikur- landi, — hálfbyggðar til að sýna vilja einhvers atkvæðaveiðara til framkvæmda, sem afsakar sig siðan með tregðu fjármálaróð- herra til að leggja fram fé, jafn- vel eru keypt hús i greiðasemi viö góðan stuðningsmann, — Víðis- húsið.—Eru þetta ekki næg dæmi til að sýna kæruleysi pólitiskra valdhafa um það hvernig fé er varið? Sameiginlega með einka- aðilum eiga þeir svo stóran þátt i óhófsrekstarkostnaði einstak- lingsfyrirtækja, sem ætti að leggja niður algerlega eða a.m.k. hætta að styrkja meö fé úr opin- berum sjóðum eða frá betur reknum fyrirtækjum. Dæmi: Frystihús, vanbúin til aö skila tekjum á móti kostnaði, vegna staðsetningar, smæðar, óhófi stjórnenda o.s.frv. Otgerðar- fyrirtæki.sem ekki sýna útkomu I likingu við þaö sem eðlilegt getur talist miðað við aðra. Banka- valdið heldur uppi af ýmsum ástæðum öðrum en nefna má hag- kvæmni. Nægja ekki þessi dæmi til að sýna nauösyn þess að sam- tök launþega taki i tauminn og krefjist betri stjórnar á fjár- festingarmálum þjóðarinnar? Margt er ótalið. En varla er hægt Guðjón B. Baldvinsson að skiljast svo við þessa þulu að nefna ekki fjárfestingar iðnaðar- ins án nauðsynlegrar hagræð- ingar og stjórnar á framleiðsl- unni. Hvert fór lánsfé úr norræna iðnþróunarsjóðnum? Ekki veit almenningur það. Og hvað svo um algert hirðuleysi stjórnvalda eða tilbúið getuleysi til að taka i taumana um „fölsku faktúrurnar i tunnunni”. Framangreind dæmi eru rök fyrir þvi að launastéttirnar geta ekki búist við að halda kaupmætti nema tekið sé á fjárfestingar- málum þjóðarinnar til leiðrétt- ingar með hagsmuni heildarinnar fyrir augum. Nema lánsfé rikis- banka og pólitiskra lánastofnana þjóöarinnar sé varið til uppbygg- ingar atvinnu i landinu miðað við byggðaþörf en ekki einkahags- muni. Nema reikningar stærri fyrirtækja séu birtir opinberlega. Nema hert sé skattaeftiriitog þvi beint að rótum meinsemdanna I skattsvikakeðju landsmanna. Nema unnið sé markvisst að þvi að launþegar fái hlutdeild í stjórn atvinnurekstrarins, undirskilið fái tækifæri til menntunar sem til þess þarf. Fyrirlestrar um kvennasögu Konur á miðöldum Kauphækkun eða Sú árátta er mér i brjóst borin að hugleiða stundum með hverj- um hætti launafólk á Islandi geti á hverjum tima bætt lifsafstööu sina. Les þvi meö nokkurri at- hygli ýmislegt, sem opinberlega er ritað um kjaramál. Orðræöa hefur breyst með árunum og veldur þar hvorttveggja breytt þjóðfélagsaðstaða og breytt stjórnmálaþróun. En kröfugerö stéttarfélaga hef- ur ekki breyst ýkjamikið, aöal- atriðið virðist alltaf vera það sama, fleiri krónur i launaum- slagið! Getur það talist tima- skekkja að tala um annað og meira en timakaup og nokkur atriði 1 „félagsmálapakka”? Við höfum fetað i fótspor velferðar- rikjanna I nágrenninu, eigum auðvitað nokkuð eftir til að allt sé apað og stælt, en eigum kannske fyrst og fremst eftir að athuga: Hvert leiðir velferöarstefnan eins og hún hefur birst t.d. á Norður- löndunum? Ohjákvæmilega kemur að þvi ástandi að millifærsla fjármagns með hefðbundnum aðferðum veröur ófær, leiðigjörn og flækja upphugsuð til að breiða yfir þá staöreynd að fjármagnsvaldið og stjórn atvinnutækja hefur ekki færst til, og er allmikið „tabu” i hugum liðsodda, jafnt þeirra sem hrópa til vinstri, og hinna sem viöurkenna að þeir eru mótfallnir þjóðfélagsbreytingu. Hver er eðlileg krafa launa- stéttanna f dag? Eigum viö að eyða tíma og prentsvertu til að ræða það al- vörumál? Launafólk kailar á kaupmátt og krefst þess að opin- berir umboðsmenn þess taki ábyrgð á að kaupmáttur haldist óbreyttur. Hvað er það sem getur haldið uppi kaupmætti? Það er ekki upphæðin, sem tilgreind er i kauptöxtum, ekki leyfð álagn- ingarprósenta verslunarinnar, ekki heldur samdráttur i öllum umsvifum samfélagsins. (Sam- félagið er rikið og sveitafélögin). Þaö er útkoman i viðskipta- reikningum við útlönd, sem ræður þvi að langmestu hverjar ráðstöf- unartekjur okkar. eru á hverjum tima. Þegar viö launafólkið i landinu semjum um hærra kaup en framleiðsla þjóðarinnar leggur á borðið, þá erum við að blekkja okkur um raunverulegt gildi peninganna, sem i launaum- slagið eru taldir. Það er ekkert á bak við þá, ekkert sem tryggir kaupmátt þeirra. Krónan veröur að nokkru leyti fölsk ávisun á verðmæti, sem ekki eru hand- bær. Þetta hefir sagan sýnt okkur, en samt hjökkum við i sama farinu. Hverjar eru orsakir þess að við stiklum á efnahagslegum hol- klaka? Hvað veldur þvl að þjóöartekjurnar sogast I hit þá, sem við ekki náum að seilast til? Auðskilið! Það eru ráðstafanir valdafólksins i þjóðfélaginu, sem koma þvi svo fyrir að almenn- ingur hórfir á aflafé sitt renna nær viðstöðulaustum greipar sér. Hvert fer ágóði framleiösl- unnar? Hvað er það, sem við köllum ágóða framleiðslunnar? Þaö er sú fjárhæð, sem eftir er, þegar greidd hafa verið laun og annar eðlilegur kostnaður við rekst- urinn. Vel er okkur kunnugt að i eðlilegum kostnaði felst viðhald og fyrning áhalda og tækja, en þarna ris ágreiningur mikill fyrirferðar og þó Htt átalinn. Agreiningur um það, hvaö og hvernig rétt sé að fjárfesta miðað við ástand atvinnuveganna, eins og það blasir við. Fjárfesting er talin arðbær eða óarðbær, engin ástæða að fara fleiri orðum þar um, aðeins lita á talandi dæmi um óheppilega og eða allsendis ófor- svaranlega fjárfestingu. Kröfluvirkjun er ekki nægilega rannsökuð undirstaða. Fiskiskip, sem ekki fá leyfi — eða réttara Bækur eru stundum lengi á leiðinni frá höfundi til lesenda. Ýmsar orsakir liggja að baki, oftast þó fjárskortur. Litil en merkileg bók barst inn á borð tii blaðamanns nú i vikunni. Þar eru á ferðinni fyrirlestrar um efna- hagsstöðu kvenna á miðöldum sem fluttir voru á kvennasögu- ráðstefnu i Kungalv i Sviþjóð árið 1979, ýmist á sænsku, norsku eða dönsku. Kvennasaga er fag sem vex eins og baunagrasið hans Binna forðum, bækur stjeyma á markað, sums staðar er kvenna- saga kennd sem sjálfstæð grein, annars staðar eru rannsóknir i gangi. Miðaldirnar hafa laðað fleiri og fleiri til sin, of fáa þó, enda er margt órannsakað i sögu formæðra okkar sem komu hingað út ýmist frá Noregi eða Irlandi. 1 Kungalv voru fluttir fyrir- Jestrar um efnahagslega stöðu kvenna á hverju Norðurlandanna Vetrarstarf SGT, skemmti- félags góðtemplara er nú að hefj- ast en það hefur I áraraðir beitt sér-fyrir skemmtikvöldum hvert föstudagskvöld. Þar er spiluð félagsvist og siðan dansað á eftir. Góð verðlaun eru i boði I félagsvistinni bæði kvöld- verðlaun og heildarverðlaun. Að félagsvist lokinni hefst dansinn og er dansað eftir góðri hljómsveit. fyrir sig.um bændakonur frjálsar konur, konur I fyrirsvari fjöl- skyldna, vinnukonur, vefnað sem kvennavinnu, miðaldalögin sem sagnfræðiheimildir, og að lokum má nefna grein um Margréti drottningu þá er sameinaði Norðurlönd á 14. öld og hlutverk hennar sem konu. Tveir Islendingar fluttu erindi i Kungalv, þau Anna Sigurðar- dóttir sem ræddi um efnahags- stöðu islenskra kvenna til forna og Helgi Þorláksson sem fjallaði um vinnukonurnar og þeirra stöðu. Þess má geta að I sumar var haldin i Skálholti ráðstefna sömu aðila og er i bigerð að gefa út þá fyriri estra sem þar voru fluttir, ef fjármagn fæst. Ef einhverjir hafa áhuga á að nálgast bókina um konur á mið- öldum þá er hægt að panta hana hjá Birgit Strand, Södra Vagen 41, 412 54 Götaborg, Sverige og kostarhún 60sænskar krónur. Að þessu sinni spilar hljómsveitin Drekar ásamt söngkonunni Mattý Jóhanns. Sú nýbreytni mun nú reynd að dansað verður til kl. 2.00 I stað kl. 1.00 eins og verið hefur undan- farna vetur. Með þessu er S.G.T. að leitast við, að koma til móts við þaö fólk, sem vill skemmta sér án áfengis. Ekkert kynslóðabil, allir velkomnir. Bflbeltin g hafa bjargað ® UMFERÐAR RÁÐ —ká Skemmtikvöld góðtemplara: Dansinn dunar til kl. tvö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.