Þjóðviljinn - 08.10.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.10.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. október 1981; ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 væri eina vonin til aö bjarga land- búnaðinum og bæta úr matar- skortinum. Þá voru nefnd dæmi um alranga stefnu i fjárfestingu. Kerfið hefur lagt kapp á stórar einingar, svo að i dag eru færri smáfyrirtæki i Póllandi en jafnvel i V-Þýskalandi. Menn leggja mikla áherslu á að fyrirtækin fái aukna sjálfstjórn og að þau fái sjálf að gera sina viðskipta- samninga. Þá var og lögð áhersla á nauðsyn þess að endurskoða alla viðskiptasamninga landsins. En það sem allir voru sammála um er að Pólland verður að fá stórt erlent lán til að koma fram- leiðslunni af stað þvi eins og einn hagfræðiprófessor orðaði það: Við verðum að framleiða okkur útúr kreppunni. — Attu von á þvi aö betur gangi hjá Samstööu aö ná sinu fram eft- ir þetta þing en fyrir þaö? — Um það þori ég ekkert að segja, en hitt er ljóst að aðstaða Samstöðu er erfið. Samtökin eru að semja við stjórnvöld, sem ekki þurfa að standa ábyrg gerða sinna og þurfa þvi ekki að standa fyrir sinu máli i frjálsum kosningum. Þessir aðilar hafa ekki einu sinni fólkið i landinu á bak við sig, en stjórna i skjóli her- valds og erlends risaveldis. Ég varð var við það að Samstöðu- mönnum er það mikið i mun að þjóðir heims þrýsti á pólsk og sovésk stjórnvöld til stuðnings pólskri alþýðu i baráttu hennar fyrir auknu lýðræði i Póllandi. Þetta er án efa ástæða þess að okkur var boðið ásamt f jölda ann- ara erlendra gesta til þinghalds- ins i Gdansk. —S.dór Gerið hagstæð innkaup Munið 10% afsláttarkortin: Nýir félagsmenn fá afsiáttarkort á skrifstofu KRON, Laugavegi 91, kl. 9-12 og 12.30-16 mánudaga til föstudaga Opið til kl. 22 á föstudag og til hádegis á laugardag STÓRMARKADURINN Skemmuvegi 4 A, Kópavogi — Það er alveg greinilegt að áhugi, alla vega i Gdansk, þar sem samtökin voru stofnuð og þingið haldið, er griðarlega mik- ill. Þingið er haldið i stórri iþróttahöll og fyrir utan húsið hefur verið komið fyrir sjón- varpsskermum og hátölurum, svo allir geti fylgst með þvi sem er að gerast á þinginu. Mikill mannfjöldi var að jafnaði þarna saman kominn til að fylgjast með. Aftyr á móti er ekki hægt að dæma eftir öðru en þessu, þar sem við áttum aðeins 4ra daga stans i landinu og litill timi gafst til að ræða við annað fólk en það sem á þinginu var. Viðtœkur stuðningur — Eitt af þvi sem kom okkur þægilega á óvart, var að mennta- menn i opinberum stöðum styðja samtökin opinberlega og á þing- inu töluðu ýmsir kunnir hagfræði- prófessorar, sem fengnir höfðu verið til að flytja ræður. Það er þvi greinilegt að Samstaða nýtur stuðnings menntamanna sem eru tilbúnir að láta i té aðstoð, þegar þess gerist þörf. — Hver var niðurstaða þessara hagfræöinga um ástandiö? — t fáum orðum sagt virtist niðurstaða þeirra vera sú að hið miðstýrða kerfi ætti sök á ástand- inu. Nefnt var sem dæmi að rekstur samyrkju og rikisbúa hefði algerlega misheppnast. Samt sem áður njóta þessi bú for- gangs, svo sem með áburð og fleira. Efla þyrfti einkabúin, það Þróun sjávarútvegs: Spáð harðnandi sam- keppni á markaðnum Spáö er mjög harönandi samkeppni á fiskmörkuöum næstu ár, bæöi vestrænum og þeim soveska, en hvorki meira né minna en 95—97% útflutnings okkar á frystum fiskafuröum fara á markaö i Bretlandi, Bandarikj- unum og Sovétrikjunum, þaraf 3/4 hlutar á Bandarikjamarkaö. í álitsgerö samstarfshópsins á vegum Rannsóknaráðs rikisins um stööu og horfur i sjávarútvegi kemur fram, aö á vestrænum mörkuðum má búast við auknu framboði á tegundum sem þegar hafa unniö sér sess á markaön- um, og jafnframt, að takist Rússum og öðrum fisk- veiðiþjóöum, sem stundaö hafa fjarlæg mið, að bæta sér upp tapið af útfærslu fiskveiöilögsögu annarra þjóða meö auknum veiðum á öörum svæðum er ekki aö vænta verulega aukinnar eftir- spurnar af þeirra hálfu. Þannig má búast við, aö tals- verö andstaða veröi gegn hækk- un raunverðs og kemur þaö ekki sist við Islendinga, sem búið hafa við forskot i krafti meiri gæöa. Aörar þjóðir einsog t.d. Kanadamenn hafa gert sér þetta Kanadamenn reyna að komast inná saltfisk- markaðinn og auka gæði freðfisks ljóst og vinna markvisst að aukn- um gæðum framleiðslu sinnar Verði raunverðshækkun er þvi liklegra, aö hún skili sér frekar til þessara þjóða og þær færist nær okkur i verði, spáir hópurinn. 1 heild er markaðshlutdeild okkar á fiski og fiskafuröum á bandariska markaðnum um fjórðungur.Hvaö þorskinn varðar er hún rúm 34%, en ekki nema um 16% að þvi er varðar aörar teg- undir. Eitthvert svigrúm ætti að vera til aukningar varöandi ein- stakartegundir, telur hópurinn, en er ekki bjartsýnn. Talsverð aukning hefur oröið i útflutningi til V-Evrópu og þar er enn vænst aukningar, þótt þessi markaður sé erfiðari en sá bandariski vegna neysluheföa og litt þróaðs markaðskerfis. En fyrir utan Bretland er þarna um aö ræða stóran markað sem næsta litiö hefur verið sinnt af okkar hálfu. Spáð er hagstæöum mörkuðum fyrir saltfisk vegna minnkandi heimsframboðs og samdráttar i afla keppinautanna, annarra en Kanadamanna sem kunna að auka framboö takist þeim að tileinka sér réttar framleiðslu- aðferöir, en á þaö leggja þeir nú mikla áherslu. Skreiðarmarkaðir kunna áfram að reynast sveiflukenndir vegna jafnvægisleysis i efnahags- og stjórnmálum viðskipta vina okkar, einsog við höfum fengið að reyna i Nigeriu. Gert er ráð fyrir, aö mjöl- og lýsismarkaðir verði með svipuöu móti og verið hefur og áfram erfiðleikar i framleiðslu og sölu lagmetis, en þar er langt frá aö eðlilegt jafnvægi hafi náðst i sölu og hafa mistök i innra gæðaeftirliti ma. átt sinn þátt i þvi. — vh. SVINAKJOT NAUTAKJÖT Nauta- og svinakjöt í heilum og hálfum skrokkum o • • 1. Svíri 2. Framhryggur 3. Hryggur 4. Skanki 5. Miöiacri 6. Lcnd 7. Huppur 8. Síða 9. Bringaogskanki 10. Bógstykki Verð á nautakjöti: með skurði, Wwa AQ cn pökkun °s lYl ■ 40fUU frystingu Verð á svínakjöti: með skurði, IX^ J|Q QR pökkun og lYl. "40,00 frystingu M • 0 O O 1. Kambur 6. Siða 2. Hryggur 7. Bringa i Læri 8. Bögur 4. Huppur 9. Bógteggur 5. Lundir GÓÐ KJÖR — BETRI KJÖR • • KJARAKJOR KÁRSNESBRAUT 93, KÓP. — SÍMI 41920

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.