Þjóðviljinn - 08.10.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.10.1981, Blaðsíða 16
DMÐVIUINN Fimmtudagur 8. október 1981 AÖalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn hlaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 8i285, Ijósmyndir 81257. Lauyardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld 81333 81348 Þrjú af sex börnum GuOrúnar Eggertsdóttur eru á lffi. Þessi mynd var tekin á afmæli Guð- rúnar f fyrradag. Taliö frá vinstri: Eggert Björnsson, Þu- riður Björnsdóttir, afmælis- barnið, Lilja Pálsdóttir dóttur- dóttir Guðrúnar og Guðrún Björnsdóttir. Ljósm. Ói.T. 100 ÁRA I fyrradag varð 100 ára Guðrún Eggertsdóttir sem nú dvelur á sjúkrahúsinu í Stykkishóimi. Guðrún er fædd i Efri-Langey á Breiðafirði/ en var 30 ár húsfreyja í Arney. Haldin var ágæt veisla á sjúkra- húsinu til heiðurs af mælis- barninu. Var þar mætt margt af frændfólki Guð- rúnar og þrjú börn hennar, sem á líf i eru. Ljósm. ÖI.T. Asgerður sýnir I Listasafni alþýðu Laugardaginn 10. októ- ber opnar Ásgeröur Búa- dóttir myndvefnaðarsýn- ingu í Listasafni Alþýðu v/Grensásveg. Þetta er fjórða einkasýning Ás- gerðar hér á landi, en hina síðustu hélt hún árið 1967 i Unuhúsi við Veghúsastíg. A sýningunni eru 38 verk, hið elsta frá árinu 1957 en hin yngstu frá þessu ári. Aöeins litill hluti verkanna er til sölu, en flest eru þau i einkaeigu innlendra aðila og hefur Ásgerður safnað þeim saman i þessa yfirlitssýningu á verkum sinum. Asgerður Búa- dóttir er tvimælalaust frum- kvöðull nútima myndvefnaöar hér á landi og hefur hlotið viður- kenningar fyrir verk sin bæöi inn- anlands og utan. Langt er um liðið siðan Ás- gerður hélt sina siðustu einkasýn- komiö tækifæri til að kynna sér ingu og nú gefst þvi mörgum kær- verk hennar, eldri sem yngri. Kópavogur: Enn er deilt um skólamál „Það var ætlun okkar, að festa betur ákveðin atriði í samþykkt skólanefndar, við vildum að það kæmi eindreginn vilji bæjar- stjórnar á þvi að fjöl- brautaskóli yrði settur hér á stofn", sagði Björn ólafsson, formaður bæjar- ráðs í Kópavogi, er blaðið hafði samband við hann í gær. „Bæjarráðsmaður Fram- sóknarflokksins, Jóhann N. Jóns- son neitaði hins vegar þvi að eiga aðild að bókun varðandi máliö, neitaöi að taka þátt I að semja til- lögu sem meirihluti bæjarráðsins stæði að”. „Þaö má þvi kanski segja, að tillagan beri þvi sterkari svip okkar hinna meirihlutamann- anna. Jóhann lét sig hins vegar hafa það, að standa að bókun, með minnihlutanum. „Það sem þeir eru mest á móti, er sá hluti bókunarinnar, þar sem sagt er að bæjarstjórn leggi þunga áherslu á, að hugsanlegar breytingar á starfi grunnskólans i Kópavogi verði komið á meö eðli- legri þróun, en ekki með skyndi- ráðstöfunum. Þetta þýðir að við viljum ekki verða við þeirri ósk menntamálaráðuneytisins, að það fái Þinghólsskólann til afnota fyrir menntaskólann. Hins vegar er greinilegt að minnihlutamenn vilja afhenda skólann strax næsta haust”. „Það, að við viljum fá hingað fjölbraútaskóla er engin árás á menntaskólann, eins og sumir hafa dylgjað með. Menntaskólinn hefur staðið sig með ágætum að minu mati og hlýtur að veröa kjarninn i nýjum framhaldsskóla hér i Kópavogi. Máliö er það, að við viljum gefa sem flestum tæki- færi á að stunda fjölbreyttara nám en verið hefur. Það næst aðeins með þvi að koma fram- haldsskólanum hér inn i fjöl- brautaskólakerf i”. Helduröu að þetta mál kunni að hafa áhrif á meirihlutasamstarfið i Kópavogi? „Það er ekki nokkur vafi á þvi aö það hefur áhrif, ef samherjar i meirihlutanum neita að ræða og taka þátt i samningu tillagna sem meirihluti hyggst standa að. Ef Framsóknarflökkurinn stendur að baki fulltrúa sinum i þessu máli þýðir þaö ekki nema eitt”, sagði Björn ólafsson. Svkr. Þróun frystihúsa næstu 5 árin: 25% auknlng heildarafkasta Reiknað er með að af- kastageta frystihúsa landsins í heild geti aukist um allt að 25—30% á næstu fimm árum og verði þá orðin um eða yfir 500 þús- und tonn af óslægðum „meðalbolfiski" miðað við 8 klst. vinnudag, 250 daga á ári. Á sama tima er búist við að meðalnýting hráefn- isins vaxi nokkuð. Heildarafköst frystihúsanna nú miöaö við ofannefndan vinnu- stundafjölda eru áætluð rúml. 400 þúsund tonn af bolfiski og er meðalnýting i flök eða blokk nú talin vera viö „eölileg” skilyrði 40—41%, en verða 43—44% að 5 árum liönum eða eins og nú er i „bestu húsunum”. Þetta kemur fram I skýrslu starfshóps Rannsóknaráðs um stöðu og horfur i sjávarútvegi næsta hálfa áratuginn. í spá sinni tekur hópurinn tillit til fjárfest- ingaráforma og væntanlegrar aukinnar hagræðingar, aukinnar framleiðni á mann og þeirrar tæknivæðingar sem nú ryöur sér til rúms. Hópurinn gerir jafnframt ráö fyrir, að hráefnisnýting I fisk- mjölsverksmiðjum fari áfram batnandi og sömuleiðis orku- nýting i þeirri grein. I afurðagæðum býst hópurinn þó ekki við stökkbreytingum á næstunni, þótt vænst sé að al- menn vöruvöndun og meöferð sjávarafurða fari batnandi þegar litið er til lengri tima. Hinsvegar er taliö liklegt að keppendur okk- ar á erlendum mörkuðum nálgist islenska gæðastaöla verulega. Fiskiðnaðurinn stendur á tima- mótum hvað varðar tæknivæð- ingu og vélbúnað og má einkum i frystiiönaöinum búast við mun hraðari tækniþróun en verið hefur undanfarinn áratug. Mun það leiða til hægfara bata á afkomu greinarinnar i heild, en jafnframt etv. til þess, aö þeir sem siður hafa efni á tækninýjungum muni neyöast til að hætta rekstri, segir i skýrslunni. — vh p — * — - — - ..........- | j Banaslys j íKeflavík j í fyrra- j kvöld 1 Sjö ára gömul stúlka úr Keflavik varð undir bil um kl. 19.40 i fyrrakvöld. Hún ■ var flutt fyrst á Sjúkrahúsið i 1 Keflavik en siðan á Borgar- I spitalann i Reykjavik þar sem hún lést af afleiöingum slyssins. Stúlkan hafði verið ásamt • öðrum börnum að leik við I kyrrstæðan bil og tengivagn I sem honum fylgdi. Bilstjór- [ inn sem var staddur i húsi i ■ námunda varð ekki var við börnin þegar hann steig upp i I bilinn og ók af stað. Slysiö ; varð við Birkiteig i Keflavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.