Þjóðviljinn - 13.11.1981, Qupperneq 5
Föstudagur 13. nóvember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Ólafur Jónsson, formaður stjórnar Húsnæðisstofnunar
Húsby gg j endur
í vanda
Grein Jóns Hjartarsonar á
Kirkjubæjarklaustri varþörf áminning
Þaö hefur lengi verið ljóst að
ein mikilvæg orsök verðbólgunn-
ar hér á landi er vanræksla
stjórnvalda við að framkvæma
raunhæfar aðgerðir i húsnæðis-
málum. A þessa staðreynd hefur
verkalýðshreyfingin minnt
stjórnvöld við hverja kjarasamn-
inga i tvo áratugi. Stundum hafa
tekist samningar um einstakar
framkvæmdir i húsnæðismálum
en ekkert lánakerfi hefur verið til
hér á landi sem valdið hefur þvi
verkefni að fjármagna ibúða-
byggingar með viðunandi hætti.
Hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa
um áratugi búið við viðtækt fé'-
lagslegt lánakerfi til ibúðabygg-
inga og telja það mikilvæga for-
sendu fyrir góðum lifskjörum og
jafnvægi i efnahagsmálum.
Nú þegar kjarasamningar eru
aðhefjasthjá öllum launastéttum
landsins erum við alvarlega
minnt á þennan v^nda með grein
Jóns Hjartarsnar skólastj- sem
birtist hér i blaðinu á þriðjudag-
inn. Hann skýrir þar á hressileg-
an hátt frá vanda sinum sem hús-
byggjanda og setur upp dæmi um
fjárhagsstöðu sem margir kann-
ast við sem staðið hafa i húsbygg-
ingum. Fyrir nokkrum árum var
fjármáladæmi Jóns Hjartarsonar
auðleyst og ekkert áhyggjuefni.
Verðbólgan leysti vandann, laun-
in hækkuðu en vixlarnir ekki.
Lánin voru raunverulega afskrif-
uð hjá lántakanda á kostnað
þeirra sem lögðu fjármagnið inn
á banka. Við sem byggðum okkur
ibúðarhús fyrir einum eða tveim
áratugum eignuðumst okkar hús
með þessum hætti. Margir gera
sér grein fyrir þessu fjármála-
ævintýri og eru svolitið feimnir
þegar þeir eru að greiða broslega
lágar fjárhæðir i afborganir af
sinum húsnæðislánum. Þessi
mismunandi aðstaða fólks i hús-
næðismálum skapar i dag meira
misrétti i þjóðfélaginu en nokkuð
annað. Mismunur á launaflokk-
um er aukaatriði i samanburði
við það misrétti sem skapast af
misjöfnum fjármagnskostnaði á
eigin ibúð.
Grein Jóns er þvi þörf og rétt-
mæt áminning til stjórnvalda og
þá sérstaklega til þeirra sem nú
eru að setjast að samningaborði
tilþessaðsemjaum betri og jafn-
ari lifskjör launastéttanna.
Þeir sem i fullri alvöru vilja
jafna lifskjörin i landinu eiga nú
að ganga beint að þvi verkefni að
jafna húsnæðiskostnaðinn. Við
sem fengum ibúðir okkar að
verulegu leyti á kostnað þjóðfé -
lagsins þolum hærri skatta. Þeir
sem lentu i vitahring vaxtaauka-
lánaog verðtryggingar með sinar
ibúðir þurfa ótvirætt bráða fyrir-
greiðslu. Okkur sem störfum að
húsnæðismálum nú um skeið hef-
ur verið ljóst að vaxtahækkun og
verðtrygging lána skapar mikinn
vanda hjá húsbyggjendum. Við
höfum leitast við að skýra það
fyrir þeim sem stjórna fjármál-
um þjóðarinnar.
Ekki er raunhæft að leggja til
að taka upp fyrri hætti i lánamál-
um. Verðtrygging sparifjár og út-
lána er óhjákvæmileg i einhverri
mynd við núverandi aðstæður, en
þeirri kerfisbreytingu verða að
fylgja aðrar ráðstafanir. Fjár-
festingarlán til ibúðabygginga og
fleiri framkvæmda verður að
hækka verulega og lengja láns-
timann. A þeirri nauðsyn er litill
skilningur hjá stjórnendum bank-
anna. Þaðkom berlega i ljós þeg-
ar tekist var á um breytingar á
lausaskuldum húsbyggjenda á
liðnu sumri.
Þar þarf aftur að taka upp bar-
áttu fyrir bættum lánakjörum og
taka fastar á en gert var þá. Um
allt það sem hér hefur verið sagt
erum við Jón Hjartarson væntan-
lega sammála og ég er einnig
sammála mörgu sem fram kem-
ur i greinhans,en um annað er ég
ekki sammála og vil ég þar sér-
staklega nefna tvö atriði.
Jón virðist telja það einhverja
lausn á vanda húsbyggjenda að
standa fast á kröfunni um grunn-
kaupshækkun. Hækkun launa get-
ur átt rétt á sér af m örgum ástæð-
um, en hún bætir i engu stöðu hús-
byggjenda sem nú eru i mestum
vanda. Verðtryggðu lánin hækka
samkvæmt sömu visitölu og laun-
in svo að staðan verður óbreytt.
Okkar staða sem erum með ó-
verðtryggð lán batna hinsvegar
við hvert heljarstökk visitölunn-
Ég vil einnig mótmæla eindreg-
ið þvi áliti sem fram kemur i
grein Jóns að núverandi rikis-
stjórn hafi litið gert fyrir hús-
byggjendur. Eitt af fyrstu verk-
efnum rikisstjórnarinnar var að
fásamþykkta á alþingi löggjöf serr
eftir mörgum leiðum opnar
möguleika til lausnar á þvi öng-
þveiti sem hér hefur rikt i hús-
næðismálum. Samþykkt laganna
hefur verið fylgt eftir með þvi að
stórauka fjármagn til lánasjóða
húsnæðismálastjórnar. Ráðstöf-
unarfé lánasjóðanna var aukið
um 70% á milli áranna 1980 og
1981 og aftur verður það aukið um
að minnsta kosti 60% á næsta ári.
Er þarna um 20% til 30% aukn-
ingu að ræða umfram verðhækk-
anir. Slikt átak hefur ekki áður
verið gert i húsnæðismálum.
Mikið vantar á að allur vandi
verði leystur með þessu átaki og
Or ieikriti Kópavogsleikhússins „Aldrei er friður”. Sigriöur Ey-
þórsdóttir og Baldur Hólmgeirsson I hlutverkum sinum
ólafur Jónsson
enn hefur ekki verið tekið á vanda
þeirra sem verst urðu úti þegar
kerfisbreytingin var að ganga
yfir.
Vanræksla liðinna áratuga i
húsnæðismálum verður ekki bætt
með einu átaki. en mestu máli
skiptir að nú er af festu og einurð
á málunum tekið.
Að lokum vil ég segja það að ó-
maklegt er að áminna verkalýðs-
hreyfinguna um skilningsleysi á
gildi húsnæðismála. Það sem hér
hefur vel verið gert i húsnæðis-
málum er meira að þakka verka-
lýðshreyfingunni en nokkrum
öðrum aðila i þjóðfélaginu.
Ólafur Jónsson.
Kópavogsleikhúsið sýnir
„Aldrei er fridur
eftir Andrés Indriðason
55
Leikfélag Kópavogs hóf sitt
25. leikár með sýningu á nýju
leikriti eftir Andrés Indriöa-
son, cr heitir „Aldrei er
friður” og er hann jafnframt
leikstjóri.
Leikritið er gamanleikur i
þremur þáttum og fjallar um
fjölskyldu hjónanna Guðrúnar
Sigurpálsdóttur og Haraldar
Sveinbiörnssonar, sem búa
ásamt tveim börnum sinum i
Kópavogi.
Þrettán manns koma fram i
sýningunni en frumsýning var
i Kópavogsleikhúsinu á
fimmtudagskvöld. sýning er á
sunnudag kl. 15.00. Leikritið
verður siðan sýnt á laugar-
dags- og fimmtudagskvöldum
og kl. 15.00 á sunnudögum.
í tilefni aö ársafmœli J.L. Matvörumarkaöarins bjóöum viö:
VÖRUKYNNINGAR KL. 2-8
í dag föstudaginn 13. nóvember
1. Hangikjöt frá Kaupfélagi Borgfirðinga
2. Hangikjöt frá Kaupfélagi Eyfirðinga
3. Kaffikynningu frá O. Johnson og Kaaber h/f
4. Nýbakaðar pönnukökur með kaffinu
Heppnir viðskiptavinir fá lukkumiða frá eftirtöldum fyrirtækjum,
föstudag og laugardag:
Halldór Jónsson h/f,
Sigurver s/f,
Opalh/f,
Móna h/f,
Plastprent h/f,
Vifilfell h/f,
ölgerðin Egill
Skallagrímsson h/f,
Skipholt h/f,
Guðmundur Pálsson og Co,
Blindravinnustofan,
Rydens—kaffi,
Síld og Fiskur,
Lakkrísgerðin Krummi,
Halti Haninn,
Máttur h/f,
islensk Ameriska h/f,
Eggert Kristjánsson h/f,
O. Johnson og Kaaber h/f,
H. Ben og Co. h/f,
Asgeir Sigurðsson h/f,
Natan og Olsen h/f,
John Lindsay h/f,
Kaffibrennsla Akureyrar
Sápugerðin Sjöfn,
Kexverksmiðjan Holt,
Nói, Sirius og Hreinn,
Kexverksmiðjan Frón h/f,
Ásbjörn ólafsson h/f,
Kaupfélag Borgfirðinga,
kjötiðnaðarstöð,
Kaupfélag Eyfirðinga
kjötiðnaöarstöð,
Orah/f,
Sanitas h/f,
Faxafell,
Húnf jörð Blönduósi,
Jón Gunnarsson og Co.,
Sápugerðin Mjöll,
Sápugerðin Frigg,
Veislumiðstöðin,
Mjólkursamsalan,
Myllanh/f,
Grensásbakarí,
Bakarinn Leirubakka,
Smjörliki h/f, Sól h/f,
Osta- og Smjörsalan s/f,
Bananar h/f,
Síldarréttir s/f,
Plastosh/f,
S. óskarsson og Co.,
Duni-umboðiö h/f,
Markland,
Afurðasala SIS,
Jón Hjartarson& Co.,
Islensk Matvæli,
H. ólafsson og Bernhöft,
Dreifing h/f,
isfískur s/f,
Plastos h/f,
Ingvar Herbertsson,
Kaupsel s/f,
Daníel ólafsson h/ fí
Kristján ó. Skagf jörð,
Gunnar Kvaran h/f,
I. Bryn jólfsson & Co.,
Lindu-umboðið í Reykjavík.
J. L. Matvörumarkaður
J.L. Rafdeild.
’ u ' *
Opið í dag til kl. 22
Opið laugardag 9-16
Jón Loftsson hf
C □ l_i Cj CE ~] OU:]j
□□□D□□
- riuuLn"i:i J!
SflTl1! ’ri
1 ,;ij
Hringbraut 121 Sími 2 86 01