Þjóðviljinn - 26.11.1981, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 26.11.1981, Qupperneq 3
Fimmtudagur 26. nóvember 1981 ÞJÓÐVILJINN__ SÍÐA 3 Hér sjást þeir félagarnir Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri lengst t.v. og Magnús Erlendsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness, en á milli þeirra situr bæjarritari. Ljósm. —gel. FuIItrúar minnihlutans á Seltjarnarnesi, þau Guðrún Þorbergsdóttir og Guðmundur Einarsson. Ljósm. —gel. Pólltík er álit S j álf stæðismanna Uppsagnir allra fóstra við dag- heimili á Seltjarnarnesi komu til umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness i gær. Fóstrurnar hafa gefið upp þær ástæður fyrir uppsögnum sinum að þær hafi mætt skilningsleysi bæjaryfir- valda og átt i sambúðarerfiðleik- um við þau. 1 máli Sjálfstæðismanna kom fram, að þeir teldu ástæður upp- sagnanna af annarlegum toga spunnar, fóstrur hefðu ekki viljað tala við nefndarkonur i dagheim- ilisnefnd. Nefndin hafi hins vegar boðið forstöðukonu dagheimilis- ins upp á ýmis konar lagfæringar, s.s. vegna barnafjölda á hverja fóstru, en hann mun ekki hafa verið samkvæmt reglum mennta- málaráðuneytisins þar um. Þá hafi verið boðið upp á viðræður um öpnur atriði eins og varðandi innritun, hærri laun og fleira. Það kom fram að fóstrur hafa verið i einum launaflokk ofar en almennt gerist. Allt þetta hefði verið til einskis. Engin haldbær rök hefðu komið frá fóstrum um ástæður uppsagnanna en það, að blaða- Kapallagnir fyrir vídeó: Reykjavík samþykkti Akureyri neitaöi! A borgarstjórnarfundi s.l. fimmtudag var samþykkt gegn atkvæðum Alþýðubandalagsins að heimila fyrirtækinu Vídeósón kapallagnir i borgarlandinu fyrir myndbandakerfi sitt. Miklar um- ræður urðu um málið og bentu málsvarar Vidósón m.a. á að önn- ur sveitarfélög væru ýmist búin að leyfa slfkar lagnir eða væru i þann veginn að leyfa þær. Eitt- hvað hafa heimildir þeirra verið ótraustar þvi þennan sama dag samþykkti bæjarráð Akureyrar samhljóða að neita slíku erindi. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins bentu á að starfsemi fyrirtækisins bryti i bága við lög og það væri fráleitt að borgin legði blessun sina yfir slikt. Lögðu þeir til að tillaga um leyfis- veitinguna yrði felld og til vara að leitað yrði umsagnar samgöngu- ráðuneytisins um umsóknina. Málsvarar kapallagnanna þeirra á meðal lögfræðingarnir Ólafur B. Thors og Davið Oddsson töldu að hér væri aðeins um tæknilegt spursmál að ræða, sem ekki tengdist þvi hvort starfsemi Videósón bryti lög eða ekki. Hins vegar varð fátt um svör hjá lög- fræðingunum þegar bent var á önnur mál sem væru þá alveg eins tæknilegs eðlis, t.d. hvort hægt væri að fá afnot af prent- smiöju borgarinnar til að prenta peningaseöla eöa hvort hægt væri að fá leyfi til að grafa sig i gegnum Austurstrætiö inn i ein- hvern bankanna þar. Það kom lika á borgarfulltrUa þegar einn fulltrUi löggjafans i borgarstjórn, Albert Guðmundsson, alþingis- maður, sagðist ekki mundu hika við að brjóta lög sem heftu frelsi einstaklingsins. Ef ég væri i videóhugleiðingum, sagði Albert, myndi ég ekki hugsa mig um tvis- var! Ákvörðun bæjarráðs Akureyrar var staðfest i bæjarstjórninni á þriðjudag og jafnframt ákvað bæjarstjórnin að skipa nefnd til að undirbUa stefnumörkun bæjarins gagnvart myndbanda- faraldrinum. —AI Leiðrétting 9af 37 1 frásögn af ræðu Alfheiðar Ingadóttur á ráðstefnu Kvenréttindafélags Islands á Hótel Esju sl. mánudags- kvöld var ranglega greint frá fjölda bæjarfulltrUa Alþýbu- bandalagsins. Sagt var að þeir væru 37 karlar og 9 konur. Hið rétta er að bæjar- fulltrUarnir eru samtals 37, og þar af eru 9 konur, eða 25%. —ekh ★ VERÐ AÐEINS ca Kr. 70.700,- Í8U. ★ á bakvið uppsagnir fóstra HAGSTÆÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Saffrlnn er stólpagripur. sterkur og vand- aður. sem horfist ótrauður I augu vlð vegl okkar og veðráttu. Hann er enginn papplrsblll á hjólböruhjólum. Verkfræðingar LADA-verksmiðjanna hafa á mjög hugvitsamlegan hátt smíðað alveg nýjan svokallaðan OZON-blöndung fyrir LADA- SAFlR. OZON-blöndungurlnn sem er verndaður með einkaleyfi I mörgum löndum. er algjör bylting I gerð blöndunga. bví hann sparar bensínnotkun 15%, án nokkurs orkutaps vélarlnnar. Þetta er aðeins eitt af mörgu, sem sýnlr hversu vel LADA-SAFfR hentar okkar að- stæðum. Vélin er 4ra strokka 1300cc. með ofaná liggj- andi knastás og fjögurra gira samhæfðum kassa. Bremsur: diskar að framan og skálar að aftan. Fjöðrun: gormar að framan og aftan með vökva dempurum. Eigin jtyngd er 995 kíló. Þú situr ekki i hniprl i LAOA-SAFfR. Saffrinn er byggður á skynsamlegan hátt - 5 manna rúmgöður bfll með smekklega innréttingu án óþarfa tlldurs. Allir mælar og önnur öryggls- tækl á réttum stað. okkar er í sérflokki.- Það var staðfest f könnun Verðlagsstofnunar. BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVT5LAR HF Suðurlandsbraut 14 - Sfmi 38 600 maður Þjóðviljans væri mættur á fundinn gæfitilefni tilað halda að hér lægi eitthvað gruggugt að baki. GuðrUn Þorbergsdóttir fulltrUi óháðra i bæjarstjórninni sagði, að ástæður uppsagnanna lægju fyrir. Þær væru m.a. of mikill barna- fjöldi á hverja fóstru, innritunar- mál, en innritun er ekki i höndum forstöðukonu barnaheimilisins, og sambúðarerfiðleikar við bæj- arstjórn og barnaheimilisnefnd- ina. Viðhorf meirihlutans til málsins væri með þeim hætti, að ef þau breyttust ekki, þá yrði málið áfram i strandi. Guðmundur Einarsson, fulltrúi óháðra i bæjarstjórn átaldi meiri- hlutann fyrir að taka ekki á málinu sjálfu, en ætia sér að blanda pólitik i það. Lagði hann áherslu á mikilvægi þess, að mál- ið yrðu leyst, vandamál margra ungra barna yrðu mikil, þegar þau þekktu ekkert af þvi fólki, sem kæmi til starfa i janúar. Harmaði hann uppsagnir fóstr- anna og taldi þær hafa unnið mjög gott starf. En sambúðarerfiðleik- ar hefðu verið fyrir hendi. Málið væri ekki pólitikst, foreldrar barnanna hefðu látið sina óánægju i ljós, og ekki væru þeir að blanda saman pólitik i málið. Þeir væru kjósendur jafnt meiri- sem minnihluta. Sjálfstæðismenn, sem gjarna kölluðu hver annan félaga i ræð- um sinum hömruðu enn á þeirri skoðun sinni, að eitthvað lægi á bak við þessar uppsagnir, og vitn- uðu enn til nærveru Þjóðvilja- manns. Voru þeir þá spurðir beint að þvi, hvað það gæti verið, en þá komu engin svör. Þá gagnrýndi GuðrUn Þor- bergsdóttir það, að engin túlkun væri til frá hendi bæjarstjórnar um forgangsröð á plássi barna- heimilisins, og lagði fram tillögu um slika skilgreiningu. 1 lok fundarins bað forseti bæj- arstjórnar Þjóðviljann að greina rétt frá, en sagðist raunar ekki hrökkva við, þó svart yrði sagt hvitt. Svkr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.