Þjóðviljinn - 26.11.1981, Side 16
Abalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags.
Utan þess tima er hægt aö ná I blaðamenn og aöra starfsmenn
blaösins í þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot
81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af-
greiöslu blaösins 1 sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og
eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld.
Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81333 81348 afgreiðslu 81663
30. þing Farmanna og fiskimannasambands islands hófst i gær. Þessi mynd var tekin viö upphaf þingsins og er Gu&jón Armann, skólastjóri
Sjómannaskólans i ræðustói. (Ljósm. —eik—)
Stálfélagið fær lóð
UOÐVIIIINN
Fimmtudagur 26. nóvember 1981
30. þing
FFSÍ hófst
í gær
Sjómenn hefja ekki
veiðar nema fiskverð
hækki stórlega um
áramótin, sagði
Ingólfur Falsson
formaður FFSI í
setningarræðu sinni
Þing Farmanna og fiskimanna-
sambands islands hið 30. i rö&inni
var sett i húsakynnum sam-
bandsins aö Borgartúni 18 i gær.
Formaöur FFSÍ, Ingólfur Fals-
son setti þingiö meö ræ&u, þar
sem hann sagöi m.a.:
Fiskverð hefur dregist veru-
lega aftur úr og til þess að jafna
það verður fiskverð að hækka
verulega um áramót. Ég tel að
stjórnvöld geri sér fulla grein
fyrir þvi, aö sjómenn muni ekki
láta úr höfn eftir áramót, fyrr en
fiskverð liggur fyrir, fiskverð
sem tekið hefur þeim breytingum
að sjómenn geti sætt sig við það.
Enn fremur fjallaði Ingólfur
um fiskveiðistefnuna, sem mun
verða eittaf aðal málum þingsins
og sagði hann það sina skoðun, að
kvótakerfi á þorskveiðum kæmi
ekki til greina eins og mál stæðu
nú, en sjálfsagt að kanna alla
möguleika. Taldi Ingólfur heppi-
legast að stjórnun veiðanna á
næsta ári yrði með sama sniði og
verið hefur.
Steingrimur Hermannsson,
sjávarútvegsráðherra ávarpaði
þingið ogsagði þá m.a. að allt út-
lit væri fyrir að stöðva yrði loðnu-
veiðarnar á naestu dögum.
Rétt til þingsetu á þessu þingi
FFSI eiga 76 fulltrúar og er búist
við að þingið standi fram á
laugardag.
—S.dói
Þann 17. nóv. sl. gerði Stál-
félagið hf. lóðarsamning viö
Landgræðslusjóö, sem er eigandi
lands i hrauni ofan Straumsvikur.
Samiö var um afnot af landi, sem
er 250x200 metrar aö stærö. 1
• sambandi viö staöarval voru
eftirfarandi atriöi höfö til hliö-
I sjónar:
1. Nálægð markaðar hvað snertir
brotajárn og fullunna vöru.
2. Nálægð hafnar, Straumsvikur-
og Hafnarfjarðarhöfn.
3. Nálægð rafmagnslinu.
4. Nægilegt vatnsmagn.
5. Gott vegakerfi.
6. Framtiðar iðnaðarsvæði.
7. Miðsvæðis á atvinnusvæði
Reykjavikur og Suðurnesja.
8. Undirstöður til mannvirkja-
gerðar hagkvæmar.
9. Umhverfis- og sjómengun i lág-
marki.
I framhaldi af undirritun lóðar-
samnings hefur bæjarstjórn
Hafnarfjarðar verið sent bréf
varðandi bráðabirgðanýtingu
lóðarinnar og umræður um fram-
tiðarskipulag.
Lög um Stálbræðslu á íslandi
voru samþykkt á Alþingi 25. mai
sl., eða hálfu ári siðar en undir-
búningsstjórn Stálfélagsins hafði
reiknað með i áætlun um söfnun á
hlutafé. A einum mánuði eftir
samþykkt laganna, fengust loforð
200aðila um hlutafjárframlög. Af
þeim hafa 130 þegar greitt hluta-
fjárloforð sin, ýmist að fullu eða
að hluta til. Mörg bæjarfélög og
einstaklingar hafa ekki greitt
hluta sinn, en gefið ákveðin loforð
um þátttöku i stofnun félagsins.
Séu loforð þessi metin til fjár má
reikna með að þegar hafi safnast
um 1 milj. kr. i innborguðu hluta-
fé og hlutafjárloforðum. Söfnun á
hlutafé lá af ýmsum ástæðum
niðri yfir sumarmánuðina, en er
nú hafin að nýju.
—mhg
Fiskimjölsverk-
smiöja knúin
jarövarma?
hugmyndir eru uppi um að reisa
slíka verksmiðju á Suðurnesjum
Að frumkvæöi sjávarútvegs-
ráðuneytisins hefur farið fram at-
hugun á þvi hvort hagkvæmt sé
aö reisa eina stóra fiskimjöls-
verksmiöju á Suðurnesjum, sem
ein inni úr öllum fiskúrgangi sem
þar til fellur, ásamt þeim feitfiski
sem þar yrði landað. Nú eru á
Suöurnesjum starfandi 5 litlar
verksmiðjur, allar illa búnar
tækjum, enda orðnar gamlar, þar
sem engin ný verksmiðja hefur
risið þarna sl. 15 ár. Þá var og
kannað hvort mögulegt væri aö
nota innlenda orkugjafa, fyrst og
fremst jarðhita i stað svartoliu til
vinnslu i verksmiðjunni.
Stefán örn Stefánsson, verk-
fræðingur kannaði þetta mál fyrir
ráðuneytið og skilaði hann
skýrslu um málið i ágúst sl. 1
henni kemur fram, að bæði fyrir
þjóðfélagsheildina og eigendur
núverandi verksmiðja á Suður-
nesjum er fjárhagslegur ávinn-
ingurfólginn iþviaðkoma á stofn
og reka slika verksmiðju sem
þessa. Er þá gengið útfrá þvi að
núverandi verksmiðjur verði
lagðar niður. Könnun Stefáns
miðaði við verksmiðju með
afkastagetu uppá 1500 tonn á
sólarhring.
Slik verksmiðja mun kosta
165miljónir króna miðað við stað-
setningu við höfn i Grindavik og
gufuveitu frá Svartsengi. Það
kom i ljós i könnuninni að hag-
kvæmast væri að nota jarðvarma
til að knýja verksmiðjuna, ef
tæknileg vandamál svo sem
tæring og skelmyndun reyndist
yfirstiganleg.
Þetta mál er nú i höndum hags-.
munaaðila á Suðurnesjum og
telur ráðuneytið að framhald
þessa athyglisverða máls sé nú
undir þeim komið. —S.dór
Námskeið Rauðsokka
Námskeið Rauðsokkahreyfingarinnar stendur nú yfir. 1 kvöld mun
Sigriöur Dúna Kristmundsdóttir flytja fyrirlestur um konur og mann-
fræöi. Fyrirlesturinn, sem fluttur verður i húsnæði Rauðsokkahreyf-
ingarinnar að Skólavörðustig 12, hefst kl. 20.30.
Kísiliðjan við Mývatn:
I Mengunin er
enn of mikil
■
L
þrátt fyrir umbætur
Árið 1978 voru gcrðar um-
fangsmiklar mengunarmæl-
ingar i Kísiliðjunni við Mývatn
og i vöruskemmu hcnnar á
llúsavik og kom i Ijós að
ástandið var mjög slæmt, ryk-
mengun langt yfir hættu-
mörkum.
Vinnueftirlit rikisins gerði á
þessu ári nýjar rykmælingar á
þessum stöðum og kom þá i
ljós að rykmengun er enn yfir
þvi sem nefnt er markgildi og
þvi of mikil, þrátt fyrir ýmsar
endurbætur sem gerðar hafa
verið til að minnka mengun.
Þó kom i ljós að verulega I
hefur dregið úr rykmengun.
Það eru einkum starfsmenn ■
við sekkjun og hreinsun, sem
þola verða mesta rykmengun
og I skýrslunni er sagt að |
nauðsynlegt sé að leita enn ■
frekari leiða til að draga úr I
henni. Þá er kvatt til þess að I
fylgst sé reglubundið með
ástandinu, þannig að mælt sé ■
a.m.k. einu sinni á ári, svo I
hægt sé að fylgjast náið með
breytingum, sem kunna að
eiga sér stað. •
— S.dór I
Utanríkis-
ráðherra
Græn-
höfða-
eyja 1
heimsókn
Utanrikisráðherra
Grænhöfðaeyja kom i
gær i opinbera heimsókn
til íslands. Hann heiiir
Silvoda Luz og með hon-
um i þessari heimsókn
er 8 manna fylgdarlið,
þar á meðal fiskimála-
stióri Grænhöfðaeyja.
Sem kunnugt er hafa íslend-
ingarveitt ibúum Grænhöfðaeyja
þróunaraðstoð til eflingar fisk-
veiða eyjaskeggja. Mun ráðherra
kynna sér sjávarútvegs-og fisk-
iðnaðarmál hér á landi og heim-
sækja nokkur fyrirtæki i þvi til-
efni.
Utanrikisráðherrann mun eiga
viðræður við forsætisráðherra,
utanrikisráðherra og sjávarút-
vegsráðherra meðan á dvöl hans
hér stendur, auk þess mun hann
heimsækja forseta tslands að
Bessastöðum.