Þjóðviljinn - 02.12.1981, Síða 1

Þjóðviljinn - 02.12.1981, Síða 1
Styrkurinn til Flugleiða: UÚÐVIUINN Miðvikudagur 2. desember 1981 —262. tbl. 46. árg. 1,6 miljónir Rikisstjórnin hefur heimilaó fjármálaráðherra að leggja fram frumvarp um styrk til Flugleiða sem nema mun um 1,6 miljónum dollara. Styrkurinn er i þvi fólg- inn að Flugleiðir fá aftur þær tekjur sem rikissjóður hefur af fiugstarfsemi. Um leiö mun stefnt að hækkun dollara fargjalda til að koma i veg fyrir að tap verði á öðrum áætlana- leiðum en þeim sem liggja yfir Norður-Atlantshaf. En þegar er vitað, að Flugleiðir gera ráð fyrir að tapa fjórum miljónum dollara á þvi flugi frá október i ár til jafn- lengdar á næsta ári. Bandaríska sendiráðið söðlar um og lokar fyrir upplýsingar Neitar að birta nöfn úr NATO og IV-boðum Upplýsingaþjónusta NATO neitar sömuleiðis nafnbirtingu Menningarstofnun Bandaríkjanna á íslandi/ útibú Alþjóðasamskipta- þjónustu Bandaríkjanna — USICA — skipuleggur eina til tvær NATO-ferðir á ári að beiðni og með fjárstuðningi frá sendi- nefnd Bandaríkjanna hiá NATÓ í BrUssel. Is- landsdeild Upplýsinga- þjónustu NATO skipu- leggur fyrir sitt leyti tvær til þrjár NATO-ferðir á ári/ og er kostnaður greiddur af Atlantshafs- bandalaginu. Þjóðviljinn hefur farið þess á leit við þessar stofnanir að birt verði nöfn þeirra sem þær hafa boðið i NATO- ferðir sl. 5-6 ár. Svarið er nei. Jafnframt hefur blaðið farið þess á leit við USICA á Islandi að stofnunin gefi yfirlit yfir þá tslendinga sem boðnir hafa ver- ið til Bandarikjanna i samræmi við International Visitors áætl- unina sl. 5-6 ár. Svarið er nei. Þá hefur blaðið lagt spurning- ar fyrir sömu stofnun um ýmsar aðrar tilgreindar boðsferðir á hennar vegum og óskað eftir að fá nöfn þeirra tslendinga sem i þær hafa farið á sama árabili. Svarið er nei. Bandaríkjamenn opna og loka Hin breytta afstaða USICA á Islandi vekur athygli. Fyrir rúmum hálfum mánuði sagði yfirmaður þeirrar stofnunar Thomas Martin i samtali við Þjóðviljann: „Við höfum engu að leyna hér”, og i samræmi við það birti hann m.a. nöfn þeirra manna sem fóru i NATÓ-ferðir ávegum Bandarikjamanna 1980 og 1981 og gistu sumir um borö i flugvélamóðurskipi. Ekki eru Bandarikjamenn sjálfum sér samkvæmari en það að hálfum mánuði siðar er beiðni um samskonar upplýsingar þver- neitað. Ástæðan fyrir að grennslast var fyrir um nöfn er sú, að fróð- legt þótti að sjá munstrið i þess- um boðsferöum yfir ákveðið timabil, það er að segja hvaða hópa og einstaklinga verið er ,,að rækta”, eins og segir i Is- íandsáætlunum USICA, og hvernig úrvalið kemur heim og saman við markmiðslýsingar stofnunarinnar og þær leiðir sem hún sjálf segist ætla að fara til þess að ná fram markmiðum sinum. 25—35 íslendingar / / • a an Bandarikjamenn bjóða sjálfir i eina til tvær NATÓ-feröir á ári, sex manna hópum i hvert sinn. En Islandsdeild Upplýsinga- þjónustu NATO, skrifstofa Magnúsar Þórðarsonar, býður á ári hverju tveim til þrem 6-7 manna hópum i NATO-ferðir til höfuðstöðvanna og um „norður- væng” NATO og hefur svo verið frá þvi Island varð aðili að At- lantshafsbandalaginu. Saman- lagt fara þvi 25 til 35 Islendingar á ári hverju i NATO-boðsferðir á vegum bandarisku sendi- nefndarinnar hjá NATO og Upp- lýsingaþjónustu Atlantshafs- bandalagsins. Magnús Þórðar- Fjórar til fimm NATÓ-boðsferðir eru skipulagö- ar ó ári hverju af NATÓ og Bandarikjamönnum. Sex til sjö manns er boðið i hvert skipti. son neitaði i gær að gefa um þaö upplýsingar hverjir hefðu farið i ferðir á hans vegum sl. 5-6 ár, en sagði að þær hefðu verið 2 i ár og 3 i fyrra. Hann kvaö boðsgesti vera „gott þversniö úr þremur flokkum allsstaöar af landinu”, en vildi ekki gefa upp nöfn þeirra, og ráðlagði Þjóöviljan- um aö auglýsa, og vita hvort einhverjir gæfu sig fram. Þetta væru engin leyndarmál, en hann vildi engu að siður ekki gefa Þjóðviljanum höggstað á við- komandi. —ekh. Sjá siðu 6 — sagði sr. Gunnar Kristjánsson m.a. í ræðu sinni á 1. des. samkomu stúdenta Er vígbúnaðarkapp- hlaupið kapphlaup til dauðans eða lífsins? Munu spádómar allra tima um heimsendi brátt rætast — eða er úrslitakreppan í nánd? Þannig fórust sr. Gunnari Kristjánssyni m.a. orð í ræðu sinni á há- tíðarsamkomu stúdenta í gær, þegar fullveldisdags islendinga var minnst. Sr. Gunnar vitnaði til orða U Thants, fyrrum forseta Samein- uðu þjóðanna: „Mannkynið er eins og smábörn að leika sér með rakvélarblað”og lagði siðan út af þeim orðum. Þá rakti hann hið geigvænlega vigbúnaöarkapp- hlaup risaveldanna og minnti á, aö æ auöveldara er fyrir hvaða riki sem er að koma sér upp kjarnorkusprengjunni. Fátæk riki þriðja heimsins kjósa fremur vopnin en brauð til handa börnum sinum, sagði Gunnar og átti þá við að herforingjastjórnir þriðja heimsins, sem eyða dýrmætu fé i alls kyns hernaðartól meðan al- menningur sveltur. Island mun ekki standa utan Ragnarakanna, sagði sr. Gunnar ennfremur i ræðu sinni. Hér við land eru kafbátar á sveimi og enginn þarf að spyrja um framtið þjóöarinnar ef þarna verður slys eða til átaka kemur. Þá munu Frá fundinum i Háskólabió i gær (ljósm. eik). Sr. Gunnar Kristjánsson flytur ræðu sina. áttu. Við veröum að taka afstöðu sem sjálfstæð þjóð. Fyrsta sporið er að hrista af okkur erlenda her- setu i þessu landi. Það er of seint að iðrast eftir dauðánn. ast. greitt sina miða áður en þeir^j halda i rukkunarleiðangur. Það > sparar sporin. Siminn er 17500 frá kl. 9.00 að morgni til kl. 17.00, en 17504frá kl. 17.00 til kl. 19.00. Einnig er tekið við upp- gjöri hér á Þjóðviljanum að Siðumúla 6, simi 81333. Gerum skil sem fyrst Ólina Þorvaröardóttir flutti ræðu fyrir hönd stúdenta og sagði hún m.a.: Við tslendingar höfum stært okkur af þvi i gegnum tiðina að vera friðarsinnar og fara ekki með vopnum. Við börðumst fyrir sjálfstæði þessarar þjóðar i 700 ár — og nú er komið að annarri bar- Lada-Sport lúxusvagninri biður nú eiganda sins. Hver verður hinn heppni? Reykjavik á aö hafa samband við skrifstofuna til að fá uppgef- ið hverjir hafa komið þangað og sprengjurnar hvorki tala rúss- nesku né ensku — tungumál þeirra verður dauðinn. Hátið stúdenta var hin vegleg- asta að vanda: Visnaflokkurinn Hrim kom fram og söng baráttu- lög, ennfremur Ásbjörn Kristins- son (Bubbi Morthens), Ólafur Jónsson og Gerður Stefánsdóttir lásu ljóð sem tengdust yfirskrift hátiöarinnar og leikflokkur úr Al- þýðuleikhúsinu flutti þátt úr bók- inni „Blómin i ánnf’. Kynnir á hátiðinni var Margrét Rún Guð- mundsdóttir. Happdrætti Þjóðviljans: Dregið í dag! í gær átti aö draga I happ- drætti Þjóðviljans en reyndist ekki unnt vegna tæknilegra örð- ugleika. Það verður hins vegar gert i dag. Númerin veröa inn- sigluð strax og geymd hjá borg- arfógeta og verða ekki birt fyrr en full skil hafa verið gerö á happdrættinu. Við viljum hvetja alla til að gera skil sem allra fyrst þannig aö unnt sé að birta vinnings- númerin. Umboðsmannaskráin hefur verið I blaðinu undanfar- ið. I Reykjavlk fer uppgjörið fram að Grettisgötu 3, opið alla virka daga til kl. 19.00. Við bendum innheimtufólki i Vígbúnaðurinn er óvinurinn

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.