Þjóðviljinn - 02.12.1981, Síða 4

Þjóðviljinn - 02.12.1981, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. desember. 1981,- DJÚOVIUINN Malgagn sósíalisma, verkalýós- hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. P’réttastjóri: Álfheiöur lngadóttir. -Uinsjónarmaður sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaðamenn: Auöur Styrkarsdóttir. Magnús H. Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdor Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. iþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ólafsson. Útlit og hönnuu: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Gúövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgrciösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Ilúsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Haila Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent lif. Happdrætti Þjóðviljans • I gær var dregið í Happdrætti Þjóðviljans og áður en langt um líður verða vinningsnúmer birt. Þjóðvilj- inn þakkar öllum þeim f jölmörgu sem lagt hafa blað- inu lið með kaupum á happdrættismiðum og við inn- heimtu á útsendum miðum. Um leið leyf um við okkur að hvetja þá sem enn hafa ekki gert skil í happdrætt- inu til að Ijúka þeim svo skjóttsem verða má. • Frá því fyrsta hefur Þjóðviljinn átt tilveru sína að þakka öflugu liðsinni mikils f jölda samherja í barátt- unni fyrir þeim pólitísku markmiðum, sem blaðið er helgað. Þetta liðsinni hef ur ekki aðeins verið pólitískt heldur einnig fjárhagslegt bæði fyrr og síðar. Þar hafa margar smáar upphæðir gert sitt gagn þegar saman voru komnar og tryggt útkomu blaðsins ár f rá ári. • Eftir tæplega 5 ár verður heil öld liðin síðan Þjóð- vilji Skúla Thoroddsen hóf göngu sína, en Skúli stóð fyrir útgáf u Þjóðviljans í 30 ár allt til dauðadags árið 1916. Frá upphafi var blaðið jafnan málgagn þeirra sem lengst vildu ganga í baráttu fyrir jafnrétti og þjóðfrelsi. Blaðið var vopn í sókn íslenskrar alþýðu fyrir mannsæmandi lífi, fyrir brauði, menntun og mannréttindum. Fjörtíu og fimm síðustu árin hefur Þjóðviljinn komið út samfellt og á þeim tíma jafnan verið málgagn hins róttækari arms verkalýðshreyf- ingarinnar. Þegar útkoma Þjóðvil jans hófst á ný f yrir 45 árum þá var það Theódóra Thoroddsen, ekkja Skúla, sem gaf nafnið. • Saga Þjóðvil jans er því orðin löng, og hver sá sem þessa dagana leggur fram fé til styrktar blaðinu í formi kaupa á happdrættismiðum eða með öðrum hætti, er hlekkur í stórri heild á langri vegferð. Sú saga geymir baráttu alþýðunnar fyrir þjóðfélagslegu jafnrétti og fyrir íslensku sjálfstæði. • Á síðari árum haf a miklar breytingar átt sér stað í fjölmiðlun bæði hér og annars staðar. Fjöldi dag- blaða í nálægum löndum hef ur liðið undir lok og hlutur þeirra fjölmiðla sem auðfélögin fjármagna og auð- magninu þjóna víða farið vaxandi. Gegn þessari þró- un þarf aðsporna meðoddi og egg, því nái peningaöfl- in því að verða einráð um alla blaðaútgáfu, þá er al- ræði þeirra á stjórnmálasviðinu skammt undan og lýðræðið í hættu. Eða hvernig heldur fólk að vinstri menn og íslensk verkalýðshreyf ing stæðu að vígi, ef Morgunblaðiðog síðdegispressan væru einu dagblöðin á Islandi? • Sem betur fer er málum ekki svo illa komið hér hjá okkur, — þvert á móti hefur rekstur Þjóðviljans gengið betur tvö síðustu ár heldur en of tast áður, enda þótt enn vanti mikið á að eigin tekjur blaðsins standi að f ullu undir kostnaðinum. Þess vegna þarf enn sem fyrr á framlögum stuðningsmanna að halda í því skyni að brúa bilið. Rétt er einnig að minnast orða Magnúsar Kjartanssonar, þess manns sem Þjóðvilj- inn á meira að þakka en f lestum öðrum, en hann sagði eitt sinn hér í blaðinu að vonandi yrði Þjóðviljinn aldrei svo ríkur, að hann þyrfti ekki á framlögum sinna góðu stuðningsmanna að halda. Undir þau orð viljum við taka. • Nú er framundan að byggja upp vélakost fyrir prentun blaðsins, annaðhvort í samvinnu við þau tvö blöð önnur, Tímann og Alþýðublaðið, sem enn standa ásamt Þjóðviljanum að rekstri Blaðaprents h.f., ell- egar fyrir Þjóðviljann einan sér. I þessu skyni þarf á miklu f jármagni að halda, hvor leiðin sem verður val- in. Og ákvarðanir í þessum efnum er ekki hægt að draga á langinn. Þeir sem að Þjóðviljanum standa æskja áframhaldandi samvinnu um prentsmiðju- rekstur við hin blöðin tvö, Alþýðublaðið og Tímann, og að þessi þrjú blöð ráðist sameiginlega í uppbyggingu prentsmiðjunnar. Uppsagnir starfsfólks í prentsmiðju blaðanna kalla á það aðákvarðanir í þessum ef num verði teknar sem allra fyrst, þó ekki væri nema vegna þess, að það ágæta fólk sem unnið hefur að prentun blaðanna á kröf u á því að f á að vita hvar það stendur varðandi at- vinnu sína. . , 0 Fyrir átta árum var hafist handa við að byggja nytt hús yfir Þjóðviljann og því verki lokið á þremur árum. Húsið var að mestu byggt fyrir f ramlög stuðn- ingsmanna, sem safnað var á þeim árum, þvi gamla húsið við Skólavörðustíg gerði ekki mikið meira en stand.a.undir skuldum. Húsbyggingin á síðasta áratug var eitt glæsilegasta átakið í sögu Þjóðviljans og um langa f ramtíð munum við búa að því sem þá var gert. En nú er það prentsmiðjan næst! —k* 500 vantaöi Aðeins liðlega helmingur þeirra sem tók þátt i próf- kjöri Sjálfstæöismanna i Heykjavik fyrir siðustu borgarstjórnarkosningar lét sjá sig i Valhöll um helgina. A kjörskrá voru 8500, tæp- lega 6 þúsund kusu, þar af 1800 nýinngengnir, en siðast kusu tæplega 11 þúsund manns. Albert undir Albert Guðmundsson er talinn hafa átt atkvæöi margraþeirra sem nú gengu i Sjálfstæöisflokkinn til þess að kjósa. Þaö mun vera skýring in á tiltölulega góðri útkomu hans, en ástæðan fyrir þvi að hann lendir naumlega fyrir neðan Davíð og Markús Orn er samt sem áður rakin til lokunar próf- kjörsins. Fimm þúsund mannaskosning til viðbótar* — eins og i opna prófkjörinu siðast— hefði gert gæfumun- inn fyrir Albert að margra áliti. Kjörsvindl Hart var barist um at- kvæðin og ekki ætið hirt um lýöræðislegar reglur i ,,lýð- ræðisflokknum ”. _ Þannig höfum við spurnir af þvi aö tveir synir Arna Ólafssonar, 16 og 18 ára hafi verið skrifaöir i flokkinn án þess aöþeirhafi haftnokkurn hug á aö velja milli frambjóö- enda. Þá var gripiö til þess ráös aö Herluf Clausen og Jón Walter skrifuöu á kjör- seðlana fyrir strákana. 2500 sátu heima Tvö þúsund og fimm hundruð flokksbundnir Sjálf- J stæðismenn sátu heima i I prófkjörinu. Eöa hvað? Gæti | það verið aö ihaldið hefði J merkt sér of marga flokks- J sauði i borginni. Vitaö er að I þegar landsfundarslagurinn | stóð sem hæst reyndu J hverfafélögin að safna sem j flestum félögum til sin i þvi I skyni aö fjölga landsfundar-' j fulltrúum og efla Geir á J landsfundi. Meira að segja . góðir og gegnir Alþýðu- | bandalagsmenn máttu þola | það aö vera skrifaðir inn i J Sjálfstæðisflokkinn. Tekjutap Fjárhagur fhaldsins mun hafa batnaö mjög viö inn- göngu 1800 nýrra flokks- manna, hversu lengi sem þeir staldra viö. En ávinn- ingurinn vegur þó ekki upp brottfall tekna i Happdrætti Sjálfstæðisflokksins sem starfar af endursendum miö- um vegna lokunar prófkjörs- J klippt Kjallari Styrmis Þaö var freistandi aö hefja djúpköfun i sálarfylgsni ihalds- manna, þegar kjallaragrein Styrmis Gunnarssonar ritstjóra Morgunblaösins birtist i siö- degistviburanum i fyrradag undir fyrirsögninni, Einka- rekstur: Snúum vörn i sókn. Greinin var á sinn hátt eins sláandi táknræn eins og þegar Styrmir skrifaöi um sögulegar sættir 20. desember 1979 i Morgunblaöiö, og ruddi braut- ina fyrir rikisstjórn Gunnars Thoroddsen. Herhvöt hans i Dagblaðinu og Visi eftir sam- einingu þeirra i einokunarfyrir- tæki gat veriö timamótamark- andi á svipaöan hátt: Fjár- magnseigendur sameinist og verji sig gegn fólkinu! Lifi ein- okunin! Sundraöir föllum vér en sameinaöir stöndum vér! Sam- keppni er bara fyrir bjána og smákalla i atvinnurekenda- stétt! Hafskip sameinist Eimskip, Arnarflug Flugleiöum og Gunnar Geir. Niöurstaöan heföi svo getaö oröiö þveröfug likt og i „sögulegu sættunum”, aö Eimskip sameinaöist skipadeild Sambandsins, og Geir tæki upp samvinnu viö Alþýöubanda- lagið. Uppstokkun Alþýöublaöiö var ekki lengi aö taka viö sér og skrifar á forsiöu: „Þaö vekur lika athygli að i Dagblaðinu og Visi i gær birtist grein eftir Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morgunblaðsins. Það hefur verið yfirlýst stefna Styrmis aö hafna óskum um viötöl eða skrif af hans hendi i önnur blöö. Hann hefur lýst þvi yfir, að hans vettvangur sé Morgunblaöiö og þar og ekki annarsstaðar komi hann skoö- unum sinum á framfæri. Hér hefur oröiö hugarfarsbreyting hjá ritstjóra Morgunblaösins, og er aö undra þótt menn túlki þá samruna Dagblaðsins og Visis, sem liö i uppstokkun Sjálfstæðisflokksins.” Gömul rxeða En hér er of snemma I rassinn gripið, þvi i Morgunblaöinu i gær birtist eftirfarandi yfir- lýsing frá Styrmi Gunnarssyni: „Ég hef ekki skrifaö „kjall- aragrein” I Dagblaðið & Visi og hef ekki hugsað mér að gera þaö. Texti sá, sem birtist eftir mig með þessari kynningu er ræða, sem ég flutti á Viðskipta- þingi Verzlunarráðs tsiands i haust. Ég hef ekki gefið Dag- blaðinu & Visi eða öðrum heim- ild til þess að birta þessa ræðu og er það gert i óþökk minni.” Birtinguna ber semsagt alls- ekki aö túlka sem einokunar- blessun hjá Styrmi, meldingu um að höfuöbóliö á morgun- markaöinum, sé fariö aö stýra hjáleigunni á siödegismark- aöinum, sem þaö fyrrnefnda prentar og hiö sföarnefnda er leiguliði hjá. En hvaö rekur þá stjórnendur hins nýja blaðs til þess aö taka gamla ræöu eftir ritstjóra Morgunblaösins ófrjálsri hendi og birta hana sem „kjallaragrein” efst á siöu? Litli-Moggi Þessari spurningu verður ekki svarað nema aö velta fyrir sér valdahlutföllum á hinu nýja siðdegisblaöi. Margir hafa veriö þeirrar skoöunar að Visir hafi i raunveriö gjaldþrota, og annaö hafi ekki gerst en aö Dagblaöiö komi áfram út meö likiö af Visi i lestinni. En i fyrstu eintökum blaösins hefur Visislikiö fengiö mál aö handan, og blaöiö veriö eins og búktal úr höfuðstöðvum Sjálfstæöisflokksins. Ellert B. Schram hefur lagt áherslu á að hann muni skrifa eins og þegar hann ritstýröi Visi, þaö er aö segja sem Sjálfstæöismaöur, haldandi fram flokksskoöunum, þótt þær þurfi ekki endilega aö falla i kramiö hjá Gunnari og Geir. En til þess aö negla þaö rækilega inn i almenningsálitiö aö siödegiseinokunin væri á vegum Sjálfstæöisflokksins hefur þurft meira til. Og hvaö var þá nærtækara en gamla ræöan Styrmis? Meö birtingu hennar er Dagblaöiö & Visir að leggja áherslu á að þaö ætli sér hið gamla hlutverk Visis, meöan hann einokaöi siödegis- markaðinn, þaö er aö segja aö vera siödegistilbrigöi viö morgunraust Ihaldsins, Stóri-Moggi á morgnanna og Litli-Moggi eftir hádegiö. Tapar slagnum Þegar svona er i pottinn búiö hneigist klippari til ab trúa Alþýðublaðinu sem segir um ástandiö á siödegismarkaöi blaöanna: „Þar keppir Dagblaðið & Vísir við sjálft sig og er aö tapa slagnum eftir þvi sem nýjustu sölutölur gefa til kynna.” —ekh op skorio

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.