Þjóðviljinn - 02.12.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.12.1981, Blaðsíða 16
/ DJOÐVIUINN Miövikudagur 2. desember 1981. Abalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hsgt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná I af- greiöslu blaösins 1 slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Áðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Þau voru ánægö börnin, sem áöur voru i Grænuborg. Þau sögöust ekki bara vera aö þvo sér, heldur þætti þeim gaman aö sulla I vatninu lika. Ljósm. eik. Guðrún Helgadóttir: Húsnæði fékkst fyrir bömin úr Grænuboig Ég vissi alltaf aö ástandið var slæmt í gömlu Grænuborg, en þann örlagaríka dag, þegar foreldrar og börn komu i kröfugöngu niður að Alþingishúsi, þá tókum við okkur til, ég og fram- kvæmdastjóri dagvist- unarmála, og fórum i að finna húsnæði fyrir börn- in í Grænuborg, sagði Guðrún Helgadóttir, borgarfulltrúi í samtali við blaðið. „Viö fengum inni fyrir eldri börnin i Laufásborg fyrir sér- stakan velvilja Elinar Torfa- dóttur forstööukonu dagheimil- isins þar, en tókum húsnæöi sem viö höfum verið aö endurbæta á Njálsgötu 9 fyrir yngri börnin. Þaö húsnæði var ætlað umsjón- arfóstrum meö dagvistun á einkaheimilum og er það ágætt húsnæði.” „Nú þarf að leggja höfuð- árherslu á að hraða greiðslum til hinnar nýju byggingar við Skólavörðustig. Fyrir þvi er fullur vilji hjá heilbrigðisráð- herra og ég á ekki von á þvi að nokkur þingmaður hafi á móti þvi”, sagði Guörún. Svkr. Gerður Farestveit fóstra: Ánægja með þessa lausn „Það er ánægja ríkj- andi bæði meðal fóstra og foreldra með það, hvern- ig mál þeirra barna, sem voru í gömlu Grænuborg hafa verið leyst," sagði Gerða Farestveit fóstra er Þjóðviljinn hitti hana að máli í gær á Njálsgötu 9. „Börnunum, sem voru i Grænuborg var skipaö niður i tvo hópa og fóru eldri börnin, þ.e. þau sem eru 4-5 ára i Laufásborg, en hin yngri, 3-4 ára eru hér á Njálsgötu 9. Hér var gæsluvöllur meö inniað- stöðu, sem er ágæt. Við vorum i fyrstu með 14 krakka, en þeim á að fækka i 11, því varla er pláss fyrir fleiri. Eldri börnin voru 22, sem fóru I Laufásborg. Þau börn, sem voru hér fyrir voru flptt á aþra tvo gæsluvelli hér I nágrenninu þar sem pláss var fyrir þau. Þaö var náttúrulega leiöinlegt að skipta hópnum, en aðstaöan á gamla staðnum var alveg ónothæf. Viö erum þess vegna reglulega ánægðar með þessa lausn og ekki skaöar það, að fjárveiting skuli fást til þess að Þarna er Geröa Farestveit aö klæöa eitt þeirra barna er áöur voru I Grænuborg úr vosklæöun- um, en úti á leikvellinum á Njálsgötu 9 voru pollar sem gaman er aö ieika sér i. Ljósm. eik. ljúka við nýja dagheimiliö,” sagöi Gerða. Svkr. Einar Þorsteinn Ásgeirsson: Þetta er „Mér finnst sjálfum þessi lausn á vanda barnanna i gömlu Grænuborg vera prýöileg. Ég á sjálfur einn strák, sem nú er i Laufásborg og hann er feyki- lega ánægöur þar” sagöi Einar Þorsteinn Asgeirsson, sem er formaöur undirbúningsnefndar prýðileg foreldrafélagsins um lausn Grænuborgarmálsins. „Ég er lika undrandi yfir þvi hversu skjót lausn fannst á þessum vanda og þaö er ekki siöur gleöiefni, aö fjárveiting til nýju dagheimilisbyggingarinn- lausn ar kemur vonandi til með að valda þvi að hægt veröi að ljúka framkvæmdum þar, svo hægt verði að taka húsnæðiö i notkun næsta sumar. Ég er þess vegna mjög ánægður með þessa lausn, finnst hún stórfin”, sagði Einar. Svkr. Grænlenskir sjómenn: Fá löndunar- aöstöðu vegna rækiuveiða „Ráöherra hefur gefiö Græn- lendingum vilyröi fyrir þvi aö þeir fái aöstööu hér á landi vegna rækjuveiöa, sem þeir stunda viö austurströnd Græn- lands. Hann hefur lýst þvi yfir bæöi hér heima og svo I ferö sinni til Grænlands, þannig aö ekkert ætti aö vera þvl til fyrir- stööu, aö þeir fái þessa heim- ild”, sagöi Jón Arnalds ráöu- neytisstjóri I sjávarútvegsráöu- neytinu I samtali viö blaöiö. Sem kunnugt er fer fram þjóöaratkvæðagreiðsla i Græn- landi um áframhaldandi aðild landsins. að Efnahagsbandalagi Evrópu tiú.i febrúar. Það er álit þeirra sepi gerst þekkja til að úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu verði á þann veg að Grænlend- ingar segi sig úr bandalaginu. Rækjuveiðarnar við austur- strönd Grænlands eru Græn- lendingum mikilvægar, en fái þeir ekki þessa heimild, óttast þeir mjög að þurfa að semja við Efnahagsbandalagið um ein- hvers konar ivilnanir bandalag- inu til handa. Jón Arnalds sagði ennfremur að lög um þessi efni væru nú i endurskoöun og ef með þyrfti lagabreytingar til þess að þessi heimild til handa Grænlending- um fengist, myndi ráðuneytiö beita sér fyrir þeim. Rækju- veiðarnar hæfust ekki fyrr en i vor og ráðherra hefði vald til að veita Grænlendingum undan- þágur þó lagabreytingar kæmu ekki til. Það væri þvi yfirlýst að Grænlendingar fengju þá út- geröaraöstöðu, sem þeim væri nauðsynleg hér á landi til að geta stundað rækjuveiðarnar. Svkr. Kæran vegna Videósóns: / athugun hjá ríkis- saksóknara Kæra Siguröar Karissonar leikara vegna starfsemi Videósóns, sem sagt var frá I Þjóöviljanum um heigina er nú til athugunar hjá Þóröi Björnssyni, rikissaksóknara. Þórður sagöi I samtali viö Þjóöviljann i gær að máliö væri enn óafgreitt hjá em- bættinu, þetta yröi að athug- ast en ekki vildi hann segja til um hvenær niöurstööu væri að vænta. AI Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Skar ekki úr um b or gars t j óraef nið Hlutur kvenna smár - herkostnaður á helstu Orslit I prófkjöri Sjálfstæöis- flokksins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar eru aö mörgu leyti hnekkir fyrir flokkinn. Engin af- gerandi lausn fékkst á forystu- vandanum i borgarmálunum, enginn fékk ótvirætt untboö sem borgarstjóraefni i kjörinu, og greinilegt er af ummælum Markúsar Arnar Antonssonar og Alberts Guömundssonar eftir prófkjöriö, aö þeir telja úrslitin ekki færa Daviö Oddssyni titilinn borgarstjóraefni sjálfkrafa. 1 ööru lagi var kosningaþátttakan dræmari en mátt heföi búast viö, aöeins 65% þeirra sem á kjörskrá voru neyttu atkvæðisréttar sins, tæplega helmingi færri en i siö- asta opna prófkjöri fyrir borgar- stjórnarkosningar. 1 þriðja lagi náöi aðeins ein kona öruggu sæti á lista i prófkjörinu. Albert Guðmundsson segist nú ihuga kosningaúrslitin i róleg- heitum og biða með aö taka ákvarðanir. Hann kveður kosn- ingamaskinu flokksforystunnar hafa unnið á móti sér, en fyrir dugnað samverkamanna sinna hafi hann náð tiltölulega góðri kosningu miðað við aðstæður, m.a. vegna þess að töluverður hluti hinna 1800 sem gengu nýir i flokkinn hafi verið hans stuðn- ingsmenn. Aðeins 100 atkvæði skildu milli Daviðs Oddssonar i fyrsta sætinu og Alberts i þriðja sætinu. Upp á milli þeirra skaust hinsvegar Markús örn Antons- son, og gæti hann nú komið til greina sem borgarstjóraefni ljósti fylkingum Daviðs og Alberts saman. Þrátt fyrir gifurlegt auglýs- -150 þúsund króna frambjóðendur ingaflóð, útgáfu bæklinga og skipulagðar simhringingar náði bramboltið aðeins eyrum tæplega 6000 manna, en ihaldið þarf um 25 þúsund atkvæði til þess að ná aft- ur meirihluta i Reykjavik. Meöal- kostnaður þeirra frambjóðenda sem höfðu sig mest i frammi i prófkjörinu er talin vera um 150 þúsund krónur (eða um 15 milj. gkr.) Framhald á 14. siðu Blönduvirkjun: Heimamenn svara fyrir 16. des. Samningafundur um Blönduvirkjun var haldinn á Blönduósi i gær. Helst niöur- staöa hans var sú, aö heima- menn stefna aö þvi aö gefa endanlega upp afstööu sina fyrir sextánda þessa mánaö- ar. Kynnt var á fundinum bréf iðnaöráöuneytisins um röðun stórvirkjana og samninga- nefnd rikisins lagði áherslu á það að álit heimamanna lægi fyrir sem fyrst. Upplýsing- um um væntanlega Blöndu- virkjun verður nú dreift á öll heimili i þeim sveitum sem með nokkrum hætti eiga hagsmuna að gæta i sam- bandi við slika framkvæmd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.