Þjóðviljinn - 12.12.1981, Síða 1
44
SÍÐUR
Helgin 12.—13.
desember 1981
271.—272. tbl.
46. árg.
Tvö blöð
BLAÐ
II
Verð kr. 9.00
Vitjað selalagna á Jónsmessunótt 1974. — Ljósm.:GFr
— Jæja, þá er ég nú kom-
inn. Og er þá ekki best að
við byrjum bara strax úr
því að þú vilt endilega fara
í geitarhús að leita ullar?
Sá, sem svo mælir, er
Kristinn Jónsson, hlunn-
indabóndi norðan úr Ár-
neshreppi á Ströndum
„þar sem ég hef alltaf átt
heima og mun aldrei eiga
annarsstaðar heima".
Blaðamanni bárust þær
fregnir, að Kristinn væri
hér staddur í „kaupstaðar-
ferð" og mæltist til viðtals
við hann. Kristni fundust
þetta fáránleg tilmæli en
lofaði þó að líta inn áður en
hann færi „úr bænum", —
og nú var hann kominn.
Strandamaður og
Húnvetningur
— Ert þú Strandamaður að ætt
og uppruna, Kristinn?
— Strandamaður já og Hún-
vetningur. Foreldrar minir voru
Jón Guðmundsson frá Eyri i Ing-
ólfsfirði en móðir min Sólveig
Benjaminsdóttir frá Krossnesi.
En fæddur er ég i Litlu-Ávik i Ar-
neshreppi 8. sept. 1912, elstur af
sjö systkinum.
— Bjuggu foreldrar þinir i
Litlu-Avik?
— Nei, þeir voru nú i hús-
mennsku þar þegar ég sá fyrst
framan i veröldina. Jarðir lágu
ekki á lausu á þessum árum, —
öðru visi en nú til dags, —- og þau
voru þvi nokkuð viða, ýmist i hús-
mennsku eða búandi en tókst loks
að fá hálft Seljanes til ábúðar. Ég
ólst svo upp með foreldrum min-
um. Þar var engin auðsæld og
stundum þröng i búi en við sultum
þó aldrei. Og bernskuárin voru
skemmtileg en annars er svo sem
ekkert um þau að segja.
— Hvernig var námi barna
háttað þarna fyrir fermingu?
— Já, þar hittirðu nú heldur
betur naglann á höfuðið. Jú, það
var farskóli þarna i sveitinni og
ég gekk svo sem i hann, liklega
einar 6 eða 8 vikur alls. Tveggja
mánaða barnaskólanám það
þætti nú ekki hossa hátt núna. En
svo var það sr. Sveinn Guð-
mundsson i Arnesi. Hann rak
unglingaskóla og hjá honum var
ég nokkrar vikur eftir að ég
fermdist. Meiri var nú fræðslan
ekki sem fjöldi barna og unglinga
mhg ræöir við Kristin Jónsson
á Seljanesi í Árneshreppi.
um hlunnindabúskap ogfleira
Kristinn Jónsson: Við erum flokkaðir með melrökkum,
vargfugli og minkum. Mynd-eik
Sjá næstu siðu
naut i þá daga en hún dugði mörg-
um býsna vel.
Leiðin lá á sjóinn
— Þú ert elstur af sjö systkin-
um, segirðu. Fdrstu þá ekki
snemma að vinna að búi foreldra
þinna?
— Jú, ég vann þeim auðvitað
eins og orkan leyfði og það var nú
svo með okkur þessa stráklinga,
sem þarna ólumst upp að leiðin lá
á sjóinn þegar við fórum að geta
eitthvað. Flestir stunduðu þarna
sjóinn og auðvitað á árabátum og
með færi. Ég mun hafa verið 15
eða 16 ára þegar ég byrjaði að
stunda færafiskiriið. Siðan komst
ég á mótorbát hjá Guðjóni föður-
bróður minum og var báturinn
geröur út frá Ingólfsfirði. Á þess-
um báti var ég i tvö sumur og
fiskuðum við á færi og linu.
Svo fikraöi maður sig áfram
og næst voru £að útilegubátar.
Það fannst manni mikill munur
að hafa þá skýli yfir hausinn.
Fyrst réöist ég á bát, sem hét
Gunnar Ólafsson. Siðan á Hermóð
með Guömundi Magnússyni. Mig
minnir að það hafi veriö 40 tonna
bátur. A honum var ég 8 vetrar-
vertiðir og tvö sumur á sildveið-
um. Hermóður var geröur út frá
Reykjavik. Fyrri part vetrar
stunduðum við veiðarnar aðal-
lega i Faxaflóa en er á leiö vestur
undir Jökli.
— Hvernig voru ráðningarkjör-
in?
— Við vorum ráðnir upp á hlut