Þjóðviljinn - 12.12.1981, Síða 5

Þjóðviljinn - 12.12.1981, Síða 5
Helgin 12,— 13. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Thor Vilhjálmsson skrifar Canetti og heims- meistaraflokkur Nóbels Margir urðu hissa þegar til- kynnt var um Nóbelsverðlaun i ár, eins og stundum fyrr. A ymsu hefur gengið um þessi laun, og stundum harkalega deilt vegna þeirra. Seinni árin hefur tekizt stundum ágætlega að vekja með þeim athygli á höfundum sem ella hefði áfram verið hljóðara um en áttu skilið. — Ég nefni bara skáldin MMoscz og Elytis. Þó fer ekki hjá þvi sem segir i Njálu að flest orkar tvimælis þá gert er. HELGARSYRPA Aður hef ég talið hér i þessum pistlum einn höfuðkost verðlauna að vekja umtal, jafnvel deilur, koma rótiá hugina. Verst er væri öllum sama. Stærstu bókaútgáfufyrirtæki álfunnar tóku sig saman fyrir mörgum árum, og stofnuðu til nýrra verðlauna, eitt forlag i hverju landi, og voru meðal þeirra Gallimard i Frakklandi og Einaudi á Italiu. Og nefndust Formentorverðlaunin. Þau voru i tvennu lagi, önnur að hylla og heimta gaum gefinn skáldi sem hefði ekki notið frægðar eins og verðskuldaði, hin handa frá- bærum nýliða. 1 fyrri flokknum voru heiðraðir Samuel Beckett og Natalie Sarraute, i þeim seinni þýzki höfundurinn Uwe Johnson sem þótti fágætlega efnilegur eftir fyrstu bækur sinar Mass- mutung Ober Jacob og Das dritte Buch Ober Achim. Og þykir siðan hafa risið undir þvi. Brátt kom á daginn að ekki var næði að halda fundina til að finna verðlauna- skáldin á hinni spönsku eyju fyrir frekju sakir og smekkleysis fas- ista, enda lifði Franco enn þá; kallaður el cabrón, geithafurinn. Og urðu bókmenntadómararnir að flýja út á griska eyju, og kann ég ekki þá sögu lengri. Kannski framtakið hafi týnzt i flutning- unum, hrakningum um Mið- jarðarhafið þótt ekki sé úthafs- öldum að mæta, nema væri i póli- tiskum skilningi; kannski duttu þau upp fyrir eða oni gjótu þegar fasistar náðu lika völdum á Grikklandi, samkvæmt Natóáætl- uninni Prómóþeus. Eins og endranær komu fleiri til álitanna vegna Nóbelslauna en Canetti i ár. Þar voru fremstir Garcia Marquez, Vargas Llosa Suðuramerikumenn; Ottavio Paz frá Mexico, og landi hans Carlos Fuentes; Claude Simon frá Franz fulltrúi Noveau Roman, Nýju skáldsögunnar. Marguerite Yourcenar sem nýskeð var fyrst kvenna kosin i frönsku akademi- una, og töldu sumir gömlu skarf- anna með mosa i augabrúnum og á bringu að þá yrði heimsendir. Þó eiga Frakkar ágætar konur utandyra þar einsog til að mynda Marguerite Duras og Natalie Sarraute, og reyndar karla lika eins og sjálfan Beckett. Gilnter Grass var lika i Nóbelskeppninni, Ungverjarnir ljóðskáldin Sandór Weöres og Gyula Illés (marg- . nefndur þar), Graham Greene rétt enn einu sinni, og hinn af- kastamikli landi hans og fjölhæfi Anthony Burghess höfundur Clockwork Orange; og nýjasta saga hans doðrantur Earthly Powers, saga rithöfundar svo vel skrifuð að maður fær samúð með karlgreyinu i einsemdinni sem verður að kaupa sér fylgd og hæfileg atlot, og alltaf einsamall i reynd, og mun vera byggt á ævi Somersets Maugham. Og loks var nefndur til 77 ára gamall kin- verskur höfundur Ba Jin, ekki kann ég margt af honum að segja. Vetrarferð Um vetur, snjór, — ég var aö fara norður i land með áætlunar- bfi. Til að flytja tvo fyrirlestra á vegum nemenda I menntaskól- anum á Akureyri fyrir mörgum árum. Ungur maður sneri sér að mér við miðasöluna, spyr á ensku hvar skip sitt muni vera; fimm þúsund tonna oliuflutningaskip, fimmtiu kilómetra frá Reykjavik. Kauptu þér farmiða upp i Hval- fjörð, sagði ég: að Langasandi. Og settist við glugga, hugsaði um efnið sem ég átti að tala um. Annar fyrirlesturinn átti að vera um Samuel Beckett sem var þá nýbúinn að fá Nóbelsverðlaun. Hinn um japanska höfundinn Kawabata Yasunari Kawabata sem haföi lika nýfengið þau, og fleiri jap- anska höfunda sem ég hafði kynnzt, að sjálfsögðu eingöngu i þýðingum. Afsakaðu, segir ungi maðurinn aftur: er ég að ónáða þig með þvi að setjast hérna hjá þér. Við sátum þöglir horfðum út á snælandið. Fyrsta b'ókin sem ég las eftir Kawabata var á sænsku, nefndist t riki snævarins, ellegar Snjóriki. Svo fórum við að tala saman. Hann var með enska bók milli handa: Audo-da-fé eftir Elias Canetti (Die Blendung á frummálinu, þýzku). Smám saman kom upp úr kafinu að hann hafði gegnt svokallaðri skyldu við fósturjörð sina eða þá sem henni töldust ráða, hermaður i Viet- nam. Honum varð svo mikið um það að hann gat ekki horfið aftur heim, til sins fyrra lifs; fjöl- skyldu, vina. Heldur réð hann sig á 5000 tonna oliuskipið. Og hafði ekki sálufélag við neinn skipsfé- laganna, utan hvað hann gat teflt við annan stýrimann. Hann haföi meðferðis heildarriteftir Jonathan Swift, og tónlist á bandi eftir Johan Sebastian Bach, það var hans viðurværi. Þegar dró að skilnaði á slóðum Harðar Hólm- verjakappa, gaf hann mér bókina eftir Canetti, sagðist vera hvorteð búinn að lesa hana, og sagði hann væri snjall, mikill höfundur ... frábær. En nú sáum við skip sigla út Hvalfjörð, i stærra lagi. Þarna siglir dallurinn þinn. Honum brá. Biddu hægur, segi ég. Við skulum vita hvort þú kemst ekki með lóðsbátnum við Gróttu, þegar hann sækir hafnsögumanninn. Við sjoppuna var rútufarþegum gefið tækifæri til að fá sér pylsu meðýmsueða öllu og pilsner með eða pepsi og prinspólð, og tala þannig hið fornfræga p-mál bernskunnar. Við fórum i kamp- inn, fundum oliuafgreiðsluna. Rauðbirkinn maður og gómaber allþrekinn talaði i simann. Upp- flosnaður bóndi tók okkur skap- lega fyrir framan, og benti okkur á hinn þegar við höfðum lýst er- indi okkar. Rauður hló og flissaði berum gómi i simann: Það er ein- hver útlenzkur aumingi hérna Sigurður Karlsson strandaglópur ho ho. Við ætlum að láta hann ho ho ganga til Reykjavikur. Ho ho ho ho. Loks- ins hættihann aðtalaog hneggja i tólið. Ég skammast min fyrir þig landi, sagði ég: ég hélt það væri fremur háttur tslendinga að hjálpa vegalausum mönnum. Svo fór að ungi maðurinn fékk far með bil sem var að fara til Reykjavikur, gegn gjaldi. Ég þóttist eiga hönk upp i bakið á skipamiðlaranum sem annaðist meðalgönguna fyrir skipseigend- urna, og sendi honum miða með strandaglópnum og beiddi hann þess að koma pilti með lóös- bátnum út i skip sitt. Löngu seinna fékk ég böggul i pósti. Styttu úr steini i Aku-Aku stil sem Thor Heyerdal lýsir i bók sinni um Kontiki. Brjóstmynd úr léttum steini, langteygt höfuð og uppmjótt, siðnefjað með þung augnalok og þunnar varir, stall- enni. Bréf fylgdi: Þetta er Bartle- by minn nánasti förunautur um langa hrið og sálufélagi. Nú eru hagir minir þannig að ég get naumast veitt honum það atlæti sem honum ber. Má ég senda þér hann til halds og trausts? Audrey Scott III; og heimilisfang ein- hvers staöar i Virginiafylki. Þannig kynntist ég Canetti. Moral Majority Um það leyti sem tilkynnt var um Nóbelsverðlaunin fjallaði Dagens Nyheter um vaxandi áhrif þeirrar skuggalegu aftur- haldshreyfingar sem hefur verið kölluð Moral Majority, i Banda- rikjunum. Þessi samsærishópur svarthausa lætur æ meira að sér kveða og beitir þrýstingi hvar- vetna og hótar ofbeldi og fremur það gagnvart stofnunum og ein- staklingum, og þykist þekkja sinn vitjunartima nú eftir kjör Reag- ans forseta. Það er ekki eingöngu að fjárveitingar til nauðþurfta i mannúðarmálum séu skornar niður, heldur lika allt til menn- ingarmála og menntunar sparað sem ekki verði sannað að hægt sé að græða á i dollurum eða dráps- tækjum. Og guð sem á landið eins og allir vita hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Er það kannski Frank Sinatra the hady shapy pal of the president Rea- gan? Hver ætli hafi hjálpað honum mest? Hið frjálsa framtak, frelsið. Landið þar sem allir geta orðið forseti. Hinir ótakmörkuðu möguleikar. Humm. Skyldu menn vita að þar er bókum brennt? Eða að það er bannað að hafa bækur eftir Her- mann Hesse i opinberum söfnum i 32 fylkjum, Og jafnvel Hucle- berry Finn eftir Mark Twain, ennfremur Catch-22 eftir Joseph Heller og Catcher in the rye eftir Salinger, svo eitthvað sé nefnt? Alls munu um 150 bækur bann- aðar i þessum fylkjum. í videó vanda Bravó Sigurður’Karlsson. Þökk sé þér að þú rakst slyðruorðið af listamönnum sem stóð næst að mótmæla þvi þegar horfið er aftur á ræningjaöld þegar Jifði Charles Dickens,þá var hægt að stela öllum verkum höfunda án þess að þeir kæmu nokkrum vörnum við. Undanfarið hafa gilt alþjóðalög sem gera ráð fyrir þvi að höfundar fái nokkra umbun fyrir verk sitt samkvæmt svo- nefndum Bernarsáttmála sem Islendingar hafa undirritað fyrir löngu. Videóforkólfar eru ekki bara þjófar samkvæmt islenzkum lögum heldur lika sakamenn samkvæmt alþjóðalögum sem þjóð okkar hefur lofað að heiðra. Það nægir ekki stjórnvöldum og hugsjónam önnum um eigin frama aöbreyta islenzkum lögum til að hreinsa þessi óhreinu börn sin. Ef við brjótum lögin er ekki spurt að þvi hvort lögin séu rétt eða röng, eins og dæmin sanna i málaferlunum þegar menn sögðu hug sinn um VL-menn (sem er ekki skammstöfun fyrir Vesa- Linga eins og ætla mætti). Þá var ætlazt til að fógeti rifi menn útúr húsum sinum.færði i fangelsi og seldi helzt húsin þeirra sem höfðu hugdirfsku og þjóðhollustu til að segja hug sinn, og treystu þvi að það væri eitthvað að marka sem stendur i stjórnarskránni um frelsi til að hugsa og tala. Nú er bara skipuð nefnd til þess að athuga hvort það eigi að fara eftir lögum. Eða hvort á að biða eftir þvi að lögunum verði breytt eftir hentugleikum brotamanna. Skyldi nú saksóknari fara eftir bendingu Sigurðar og halda aftur af þessum videómönnum sem hafa leikið lausum hala og grafa' sem óðast i sundur það land sem ; er i byggð.eins og hefði hlaupið of-! vöxtur i eitthvert moldvörpukyn með filasótt sökum geislavirkni': frá rússneskum kafbátum i felum eða ameriskum sprengjum á Keflavikurflugvelli? Þessi skæða plága sem herjar byggðir lands- ins með þrálátri afslöppun hefur fært æ fleiri heimili i herkvi sina og er að gera þjóðina blinda af videö ef ekki heyrnarlausa með svo menn hafa varla þrótt til að sinna brennivini eða bókum og eru að missa náttúruna af kiámi, og stór hluti þjóðarinnar verður fölur og fár og nær ekki svefni fyrir afþreyingaráþján. Hnipin þjóð i vanda. Menningarverðlaun Dagblaðsins Ég auglýsti eftir menningar- verðlaunum um daginn, og vakti fyrir mér meðfram öðru að ögra auðmönnum okkar til að gefa fyrir sálu sinni, og láta ögn renna til menningarþurfta. Ég nefndi ekki ánægjulega undantekningu i tómlætinu sem rikir. Og lengist biðin eftir þvi að minnt sé á menningarverðlaun þau sem Dagblaðið veitir árlega með rausn og gestrisni. Þar eru sér- stakar dómnefndir nýskipaðar hverju sinni sem fjalla um helztu viðburði ársins undanfarins á hverju listsviði og velja siðan þann sem þeim virðist ágætastur á tilteknu sviði um þá lengd timans frá þvi siðast var glaðzt af þvi mæta efni. Og efnt til nýrrar veizlu. Ég hef notið þeirrar ánægju að vera gestur I þeim veizlum sem haldnar hafa verið við afhendingu verðlauna Dag- blaðsins, að visu ekki til að þiggja verðlaun, sem varla var heldur von, heldur hinn ágætasta kost i mat og drykk, göfug vin og hæfi- legan mat hugvitsamlega út- metinn, enda gestgjafinn einn frægasti sérfræðingur landsins i þeirri lyst, sjálfur ritstjórinn. Að öðru leyti hefur framkvæmdin verið undir skellegri og skilmerkilegri stjórn menn- ingarritstóra dagblaðsins, Aðal- steins Ingðlfssonar. Þessi gesta- boð hafa verið með menningar- blæ, glaðlegar samkomur með nytsamlegum samræöum,þarsem liðsoddar listamanna auk verð- launafólksins hafa i hlýlegum sal og andrúmslofti getað skipzt á hugmyndum innbyrðis og við áhrifafólk á vettvangi fjölmiðla; og hefur enda oft tekizt vel valið á þeim sem verðlaunin hlutu og at- hygli. Þessi verðlaun eru miðuð við verðleika að álitum dóm- kvaddra matsmanna. En ekki einsog svonefnd bókmenntaverð- laun sem eru afhent á siðasta degi ársins úr sjóðum útvarpsins, og virðist ætlunin að þau fái einu sinni á ævinni hver einasti maður sem hefur sloppiö inn i rithöf- undafélag,- þar eru einhverjar viðustu inngöngudyr i samvirki á tslandi. Um daginn var ég að finna að þvi að ekki væru menningarverð- laun á hverju strái með svo gáf- aðri þjóð. öllu hægara er um alls- kyns skvisuprisa og diskódjásn handa fegurðardrottningum, með stórgjöfum, glæsibilum fyrir iturleika á dansvelli, langferðum fyrir snotra snoppu og umsamið vaxtarlag og limaburð taminn við tizkufatasýningar og sundfata i vatnslausum gleðibólum, eða til- gerðum i menntastofnunum sem kenna sig tizlRi. Supermiss Sony, Super-duper-doll Dairy Queen, Miss Beirut Bomb, Miss Bangkok Bang-bang, Bombay Bom, Búrúndi boom.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.