Þjóðviljinn - 12.12.1981, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.— 13. desember 1981
bókmenntir
Svartigaldur
afhjúpaður
í Moskvuborg
Mikhail Búlgakof: Meistarinn og
Margarita.
Ingibjörg Haraldsdóttir
þýddi.
Árni Bergmann
skrifar formála.
Mál og menning 1981.
Þaö er vissulega ofætlun vesöl-
um gagnrýnanda aö skrifa strax
fyrir jól frambærilegan ritdóm
um stórverk rússneska skáldsins
Mikhails Búlgakofs um meistar-
ann og Margaritu. Svo löng er
sagan og gifurlega margslungin
aö sennilega veröur hun seint
fulllesin.
1 upphafibokarsitja tveir menn
á tali við Patríarkatjamir i
Moskvu um þaö hvort Jesús frá
Nasaret hafi veriö til eöa ekki.
Ekiri maðurinn er ritstjóri bók-
menntatimarits, valdamikill
maður i bókmenntastofnuninni,
og heldur þvi fram að Jesús sé
goðsagan einber. Yngri maðurinn
er hins vegar skáld og hefur ort
niðkvæöi um Jesú en þar sem
hann þó stigur fram sem bráðlif-
andi persóna, eldri manninum til
mikils ama. bað er nokkurn veg-
inn augljóst að kvæðið verður
ekki birt i timaritinu. En þegar
þeir eru að þrasa um þetta kemur
aövifandi ókunnugur maður, út-
lendingur, sem hefur bæði áhuga
og ákveðnar skoðanir á málinu.
Ástæðan íyrir vissu hans um aö
Jesús hafi verið til í raun og veru
verður fljótlega ljós: Hann var
viðstaddur samtal Jesú og Pila-
tusar fyrir mörgum árum þegar
sá siðarnefndi dæmdi hinn fyrr-
nefnda til dauða. Máli sinu til
sainunar segir ókunni maðurinn
bókmenntamönnunum tveim frá
yfirheyrslunum yfir Jesú, sem
hér heitir Jesúa Ha-Notsri, mjög
nákvæmlega og skilmerkilega.
Eftir þetta gerast tvær sögur i
Meistaranum og Margaritu, sag-
an af ókunna manninum Woland
og öllu þvi stórfaiglega og fárán-
lega sem hann kemur til leiðar
frá og með þessu vorkvöldi við
Patriárkat jarnir, þvi hann er
enginn annar en sjáifur djöfull-
inn, og sagan af krossfestingu
Jesúa Ha-Notsri og eftirmálum
eftir dauða hans. Þær eru sagðar
til skiptis og tekur þó saga Satans
miklu meira rými og er augljós-
lega aðalsagan þvi sögukaflar af
Jesúa og Pilatusi eru leiddir inn
sérstaklega hverju sinni eins og
innskot. Sögurnar gerast báðar á
þjakandi heitu vori sem er svo lif-
andi lýst i sögunni að lesandi
svitnar. Spurningin er hvort þær
eiga fleira sameiginlegt en hit-
ann.
Vondur við vonda
en góður við hina
Satan virðist eiga tvö erindi til
Moskvu, þótt hann geri ýmislegt
aukreitis. Annað er að halda árs-
hátið sina sem hann segist gera i
hinum ýmsu stórborgum til skipt-
is. Hitt erindið er að afhjúpa
svartagaldur á kvöldsýningu i
'Fjölleikahúsinu. Sá svartigaldur
sem hann afhjúparer svört sam-
viska leikhúsgesta og ýmissa
annarra borgarbúa. Karlar i
áhrifastöðum i samfélaginu sem
Satan þarf að eiga skiptivið reyn-
ast engir þar sem þeir eru séðir.
Þeir maka krókinn með leyfileg-
um og óleyfilegum brögðum,
sanka að sér peningum, misnota
stöðu sina, halda framhjá konum
sinum, svindla og pretta, þessir
góðu borgarar. Ofan af öllu þessu
flettir sá vondi með glæsibrag,
okkur lesendum tii ómældrar
gleði. Konurnar sem hann hittir
hafa enga stöðu til að misnota, en
þá flettir Satan ofan af þeim i
ennþá bókstaflegri skilningi, sýn-
irhvað þæreru ginnkeyptar fyrir
glysi og tiskuprjáli og skilur þær
eftir á brókinni einni saman.
• Sá vondi er vondur við mikils-
metna borgara en sér aumur á
hinum minnstu bræðrum. Þegar
hann er að leita að hentugri
Margaritu til að stýra árshátið
sinni (ein af mörgum visunum i
Fást) veröurloks fyrir honum ein
snjöll og fögur Margarita Nikola-
jevna sem þjáist af sárri ástar-
sorg: Meistarinn sem hún elskar
er horfinn sporlaust — eins og
fleiri hafa gert og gera i sögunni.
En þegar Margarita hefur tekið
að sér þetta litilræði fyrir fjand-
ann reynist ekki mikiö mál fyrir
hann að finna elskhugann horfna
og sameina þau tvö að nýju.
Nafnlausi meistarinn hennar
Margaritu er á geðsjúkrahúsi
vegna illrar meðferðar bók-
menntastofnunar á honum og
hugverki hans. Hann hafði skrif-
að árið áður skáldsögu um
Pontíus Pilatus og Jesúa Ha-
Notsri og sent hana frá sér til
birtingar eins og lög gera ráð fyr-
ir. En gagnrýnendur fóru svo
hrottalega með hugverkið að höf-
undur gekk loks af vitinp. 1 þess-
ari skáldsögu er Pilatusi þvert
um geð að lifláta meistarann og
friöarboðann Jesúa og fyrirgefur
sér aldrei þann verknað en er
smeykur við að brjóta gegn vilja
Kaifasar og klerkanna. Til að
bæta úr skák sér hann um það
sjálfur, fimmti landstjóri Júdeu,
að hefna flökkupredikarans með
þvi' að láta drepa Júdas þann sem
kom upp um hann.
Tveir meistarar
Hér eru þá komnir tveir meist-
arar, hvor i sinni sögu i þessu
flókna skáldverki, geðveiki
meistarinn hennar Margaritu
Nikolajevnu, hundeltur af gagn-
rynendum, og meistarinn sem
krossfestur var. Þeir eru um
margt einkennilega lfkir menn,
enda annar hugarsmiðihins. Ein-
lægir eru þeir svo stappar nærri
barnaskap, litt hetjulegir hug-
sjónamenn sem sjá og skilja
meira en annað fólk, göfugmenni
sem verða alsaklausir fyrir að-
kasti; litlir menn fyrir sér sem
verða á illskiljanlegan hátt fyrir
þvi að fara stjórnlaust i taugarn-
ar á útsendurum valdsins. En
kannski er það rökrétt afleiðing
af boðskap þeirra; ef hann nær
fram að ganga er útsendurum
valdsins hætt.
Jesúa Ha-Notsri er i skáldsögu
meistarans stjórnleysingi sem
boðar þá tið þegar engir keisarar
verða til eða neittannað yfirvald:
„Maðurinn mundi þá lifa i riki
sannleika og réttlætis og engin
þörf yrði á neinskonar valdi.”
Ekki þarf að efast um að meistar-
inn er hér að lýsa eigin stjórn-
málaskoðunum. Fyrir þennan
boðskap neyðist Pilatus til að
dæma Jesú en vonar að hann fái
að náða hann. Skriffinnar presta-
valdsins koma i veg fyrir það.
Þeir skelfast boöskap Jesúa
meira enPilatus,og fulltrúi þeirra
er Kaifas æðstiprestur, hinn eig-
inlegi morðingi Jesúa. Fulltrúar
bókmenntastofnunar sem lesa
verk meistarans skelfast boð-
skapinn lika og ganga frá höfund-
inum á sinn hátt.
Það eru émbættismennirnir,
bókmenntastofnunin og kirkjan,
sem koma meisturum sögunnar á
kné. Raunverulegir valdsmenn,
Satan og Pilatus, eru þeim hins
vegar hliðhollir. Bak við þetta
virðist mér búa sá skilningur að
æðstu valdamenn séu i rauninni
vinir alþýðunnar og hún fái leið-
réttingu sinna mála ef hún komist
i beint samband viö þá og þeir fái
að ráða. Ená milli alþýðunnarog
valdsmanna eru ótal útsendarar
og embættismenn valdsins, litil-
maini sem vilja vera stór, hrok-
inn og spillingin holdi klædd. Þeir
kúga og jafnvel myrða alþýðuna i
nafni æðstu valdsmanna sem
raunar vilja alls ekki koma
nálægt slikum verknaði eins og
dæmi sögunnar eiga að sanna.
Gaman og alvara
Pislarsaga Jesúa Ha-Notsri er
einkum sögðmeð orðum meistar-
ans geðveika eins og áður kom
fram, en sagan af sprelli djöfuls-
ins i Moskvu er sögð af sögu-
manni sem er alls staöar nálægur
og kemur jafnvel fram i fyrstu
persónu i frásögninni. Þessi sögu-
maður veitalltsemhann villvita,
hvað óteljandi sögupersónur hans
hugsa, hvaö þær dreymir og hvað
þær gera bak við læstar dyr.
Eilíföin í Mancha og í Þórshöfn
Cervantes:
Don Klkóti frá Mancha.
Guðbergur Bergsson
isienskaði. AB.
William Heinesen:
KvennaguIIið f grútarbræðsiunni.
Þorgeir Þorgeirsson
þýddi.
Mál og menning.
Ekki svifur vonleysið yfir þýð-
ingarmálum okkar meðan jafn
ágætir höfundar og Guðbergur og
Þorgeir eru fúsir til að láta eitt-
hvað af eilifðinni seytla til okkar
— hvort sem væri úr Spáni eða
Þórshöfn.
Eilifðin er nú nefnd með sann-
arri réttlætingu en endranær.
Hver er sú persóna I heimsbók-
menntum sem betur hefur staöist
timans eiturtönn en einmitt far-
andriddarinn prúöi Don Kikóti
„sem ekki vildi draga lengur að
hrinda hugsjón sinni i fram-
kvæmd, enda kraföist skjótra að-
gerða neyð sú sem hann áleit að
seinagangur sinn heföi valdiö
heiminum, því hann hugðist bæta
vansæmd, leiðrétta óhæfur, berj-
ast gegn fávisi, draga úr vald-
niðslu og létta skuldir”, eins og
segir i byrjun annars kafla þess-
arar miklu sögu. Þetta er ein af
þeim bókum sem allir höfundar,
stórir sem smáir, hafa oröið að
taka til máls um — og koma þá
upp um eitthvað I sjálfum sér,
eins og vænta mátti. Léf Tolstoj,
sem var einhver versti bók-
menntagagnrýnir sem sögur fara
af, hann taldi að þessa gömlu bók
gætu enginn skilið nema Spán-
verjar sjálfir, hún væri svo stað-
bundin og yfirfull með óþarfa
smámuni! Dostoéfski aftur á
móti taldi, að næst Kristi sjálfum
væri Don Kikóti fullkomnasta
persóna bókmenntanna „en dá-
samlegur aðeins vegna þess að
hann er hlægilegur.... Við höfum
samúð meö göfugmennsku, sem
ekki veit af sér, en er höfö aö háöi
og spotti, i lesandanum snýst
þessi samúð til hluttekningar.”...
Æjá, blessaöur Don Kikóti, sem
vildi öll mein bæta, en geröi yfir-
leitt illt verra rétt eins og oft ger-
isti pólitikinni og hjá Kafka. Guð-
bergur þýðir sögu hans með mikl-
um ágætum og beitir fyrir sig
málfari sem I senn hæfir tima
sögunnar og eiliföinni. Hitt er svo
annað mál, að nú kemur út fyrsta
bindi af átta og verður úr þessu
full mikill seinagangur hjá útgáf-
unni.
William Heinesen er staddur
okkur hið næsta I tima og rúmi, en
það fer vel á þvi að hugsa til hans
um leið og Cervantesar — höfund-
arverk hans er allt bundiö þessari
eilifðaðgera þetta litla pláss, þar
sem dagar hans liöa aö miöju
veraldarsögunnar. Enn sem fyrr
erum viö leidd um ÞórshÖfn sem
var fyrir tilstilli minningarinnar,
sem höfundur leyfir sér á einum
stað aö kalla „vafasaman lodd-
araleik”, og enn sem fyrr sann-
færumst við um að i þessu plássi
eru allir menn til og þar hefur allt
það gerst sem tiöindum sætir i
bókmenntum (nema hópslátrun i
stórstriöum sem enginn ræður við
hvort sem er).
Þetta er ljúft ferðalag og
skemmtilegt og gerir rýmra i sál-
arkirnunni. Hugsiö ykkur litiö at-
skrifar
Silja
Aðalsteinsd
Stundum felur hann sig þó bak við
fáfræðina til að stytta sögu sina
(204):
Við vitum ekki hvaða furðu-
atburðir aðrir gerðust i
Moskvu þessa nótt, og reynum
að sjálfsögðu ekki að grafa þá
upp, enda liður nú að seinni
hluta þessarar trúveröugu
sögu. Fylgdu mér, lesandi
góður!
Frásögn sögumanns er ótrú-
lega fjölþætt oglitrik svo aldrei
verður lýst með öðru en öllum
texta bókarinnar. Grúi persóna
þyrpist fram á sjónarsviðiö og að
rússneskum sið bera þær allar
þrjú nöfn auk gælunafns. T.d.
heitir ritstjóri bókmenntatima-
ritsins i upphafi bókar Mikhail
Alexandovits Berlioz og er kall-
aður Misja! En svo vel er haldið
utan um persónur að lesandi rugl-
ast furðusjaldan. Leiksvið sög-
unnar er undravitt en maður
lætur teygja sig til og frá, i lofti, á
láði og legi, með töfrum frá-
sagnarlistar sem sannarlega eru
meiri en islenskir lesendur eiga
að venjast nú um stundir. Og ká-
tinan bregður birtu á alla hluti.
Allt annar bragur er á köflum
pislarsögunnar úr skáldsögu
meistarans. Þar er þjáning i
hverjum drætti. Talsvert er vikið
frá frásögn guðspjallanna af at-
burðunum auk þess sem allar lýs-
ingar eru mun ytarlegri. Frá-
sögnin af samsæri Pilatusar gegn
Júdasi og morðinu á honum er
einn magnaðasti kaflinn i allri
bókinni.
Ingibjörg Haraldsdóttir hefur
unnið afburðagott verk með þýð-
ingu sinni á Meistaranum og
Margaritu. Orðmargar og lifandi
lýsingar Búlgakofs njóta þess að
islenskt skáld vélar um þær og
mætti taka ótal dæmi um það.
Hér skal eitt tilfært sem lika er
dæmi um frásögnina eins og hún
gerist geggjuðust, lýsingin á þvi
þegar Rimski aðalgjaldkeri varð
hvíthærður fyrir aldur fram
150-51):
Aðalgjaldkerinn leit örvænt-
ingarfullur i kringum sig, gekk
aftur á bak að glugganum sem
sneri út i garðinn, og sá þá að i
tunglskininu fyrir utan glugg-
ann var nakin stúlka, sem
þrýsti sér upp að rúöunni og
Framhald á 18. siðu.
Árni
Bergmann\^
skrifar
vik eins og það að drengur fær
hnif I afmælisgjöf — og fyrr en
varir er þessi gripur orðinn skæð-
asti freistari sem gerir sig likleg-
an til að umturna heilli veröld og
liggja frá honum taugar út um
alla mannkynssögu og trúar-
bragöasögu. Enginn kann betur
en William Heinesen að stækka
heiminn, það er sú list sem smýg-
ur um hvert söguefni og gerir
kaffibrennslu að launhelgri fórn,
rolluhauskúpu aö gullkálfinum
sem Móses reiddist, vasahnif að
Satan sjálfum. Um leiö og spurt
er um óútreiknanlegar brautir
ástriðnanna, sem við getum ekki
rakið nema til hálfs og þá meö
milligöngu meira eða minna
áreiðanlegra heimildarmanna —
eins og gerist i sögunni sem gefur
bókinni nafn og er mikið meist-
arastykki i meöferð Orðrómsins,
eftirlætis útsmoginna sagna-
manna.
Þorgeir Þorgeirsson hefur áður
fengið hið mesta lof fyrir þýðing-
ar á sögum Heinesens og ekki
hefur honum fariö aftur siöan sið-
ast, þessum lesanda hér er þýö-
ingin „eilif” i þeim skilningi aö
hann hefur játast undir hana fyr-
irvaralaust.
A.B.