Þjóðviljinn - 12.12.1981, Side 11
Helgin 12.— 13. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Annaðeins og þvilikt gerðist óteljandi sinnum i kaupstöbunum i Danmörku eftir siðaskiptin. En öngvar
samtima teikningar eru til af galdrabrennum i Danmörku. Þessi koparstunga er fengin frá Amstur-
dammi
Frelsisbarátta Afgana
þýskur maður, hann fékk föst
laun frá bænum fyrir störf sin, en
þar sem ekki var unnt að sjá ann-
riki fyrir, eðli málsins sam-
kvæmt, drýgðust honum fasta-
tekjur á þann hátt að hann fékk
aukagreiðslur i samræmi við
taxta: „Fyrir hvern að háls-
höggva 2 dali og ef sömu persónu
ennfremur stegla skyldi, má hann
taka 1 dal meira fyrir ömak sitt
og verður þá tilsamans 3 dalir.
Fyrir hvern að sundurhluta og
stegla 4 dali. Fyrir þjóf að hengja
2 dali. Fyrir galdrakonu að
brenna 4 dali. Fyrir alla þessa að
pina 3 mörk. Fyrir hvern að kag-
hýða og úr bæ hrekja fyrst að
portum öllum þremur 3 mörk.
Fyrir hóru lokka af að skera 2
mörk.” Og svo framvegis. Auk
þessara f járhæða fékk meistarinn
oft drjúgar aukatekjur með þvi að
selja fingur og hauskúpur þeirra
liflátnu. Hauskúpurnar fóru
einkum til lyfsalans, sem muldi
þær og hagnaðist á púlfernum, en
talið var að hann dygði vel gegn
flogaveiki. Hinsvegar keyptu
konur einkum fingurna, þótt það
yrði helst að fara leynt með. Þeir
voru einnig verðmætir, það var
alkunna, að kona sem brúkaði af-
höggvinn fingur glæpamanns til
þess að strjúka sig milli læra, gat
einlægt vakið körlum greddu.
Meistarinn bjó ásamt býfóget-
anum og hundaböðlinum i
Vesturhverfi, spölkorn frá ráð-
húsinu, en þar var vinnu-
staðurinn. í kjallaranum undir
ráðhúsinu var fangelsi, sem
kallað var steinninn, og auk þess
sérstök deild, galdrakvenna-
búrið, en þar voru einnig geymd
tólin margvislegu sem brúkuð
voru ef yfirheyrslur voru sárs-
aukafullar. Hér voru þumal-
skrúfur og teygjustigi, hér var
glóðarskál sem notuð var til þess
að svíða fórnardýrum maga
þegar þau lágu endilöng á teygju-
stiganum, og hér var að lokum
gullperan sem stungið var inn i
munn kvenna og þanin út svo að
þær gætu ekki æpt, en af þvi
hlaust oft sem aukageta að kjálk-
arnir fóru úr liði. Stundum var þó
unntaðláta þessitól liggja á hill-
unni, ef náttúran sjálf varð rann-
sóknurum að liöi. ósjaldan
gerðist það til að mynda, ef þung-
uðkona áttii hlut, að unnt var að
fresta yfirheyrslunni þar til hriðir
hófust.
Annarsstaðar i horni i þessum
kjallara hafði bæjarstjórnin i
þokkabót fengið kóngsleyfi til
þess að hafa vinkjallara öllum
opinn, þar sem falir voru hvers-
kyns drykkir gegn vægri greiðslu
og seldir jafnt útlendingum sem
innanbæjarmönnum. Þar var
margt ummanninn, góðborgarar
gátu hist þar til dægrastyttingar
og hresst sig á glasi af
malvasiuvini eða allekante.
Yfir ráðhúsdyrunum hafði
skjaldarmerkjum kóngs og
drottningar verið komið fyrir, og
viö portið hékkgamla álnarmálið
i járnhlekkjum sem og eirpottur,
en að þeim skyldu allir fara sem
seldu drykkjarföng. Ásamt
þessum tveimur mælieiningum
var einnig litil járnstöng, sem til-
tók lengdarmál, þótt af öðru tagi
væri. Það var lágmarkið dulda,
sem brúkað var á karla i návist
sómakærravitna.ef konur þeirra
höfðu krafist skilnaðar vegna
barnleysis.
Fjölvaútgáfan sendir nú frá sér
yfirgripsmikla bók um þá atburði
sem hafa haft svo ótrúlega mikil
áhrif viðsvegar um heim, valda-
skipti og hin vopnuðu átök i
Afganistan, sem urðu til þess aö
binda endi á slökunarstefnuna i
heiminum, þar með upphaf þess
brjálæðislega vopnakapphlaups,
sem aftur er hafið.
Þetta er bókin Fjallaþjóð i
vanda, eftir indverskan blaða-
mann Sira Prakas Sin, sem um
langt skeið hefur haft náin kynni
af þjóðlifi og stjórnmálum.
Afganistans og m.a. átt persónu-
leg samtöl við marga af þeim sem
þar komu við sögu.
1 bókinni er rakinn aðdragandi
þess valdaráns, sem Rússar og
fylgismenn þeirra framkvæmdu
um jólaleytiö 1979. Lýst er þeim
mörgu byltingum sem þarna voru
framkvæmdar, bæði þegar kon-
ungi var steypt af stóli, siðar
hinni blóðugu byltingu, þegar
Daúd forseta var steypt.
Höfundur forðast þó allan ein-
litan áróður, heldur lýsir at-
burðum blákalt og hann útskýrir
það m.a. að hér sé ekki aðeins um
að ræða pólitiska flokkabaráttu,
heldur baráttu milli gamla og
nýja timans. Rússar og kommún-
istar i landinu stefna að þvi að
byggja þarna upp nútimatækni-
þjóðfélag, en á móti þeim standa
forustumenn múslima, Múll-
arnir, sem eru á móti allri vest-
rænni tæknivæðingu og félags-
legum framförum eins og kven-
frelsi.
Gallinn er bara sá, að eftir
valdatöku kommúnista með
rússneskri vopnabeitingu, hafa
þeir misst alla tiltrú þjóðarinnar.
Þar spila þjóðerniskenndir lika
inn i.
Tvær hreyfi-
myndabækur
Bókaútgáfan Orn og Orlygur hf.
hefur gefið út tvær hreyfimynda-
bækur, er nefnast: „HLJÓÐIN”
og „DÝRIN”. Bækur þessar eru
einkum ætlaöar yngstu kynslóð-
inni, og eru i senn fræðandi og
skemmtilegar. A hverri siðu eru
margar hreyfimyndir og jafn-
framt er sögð saga sem gerir
börnum auðveldara að þekkja
annars vegar hljóö og hinsvegar
hin ymsu dýr.
Bækurnar HLJÓÐIN og
DÝRIN eru eftir Larry Shapiro,
en myndskreyttar og hannaðar af
Chuck Murphy og Tor Lokvig.
Stefán Jökulsson Islenskaði bæk-
urnar. 1
Ótmlegt en satt!
Þú þarft ekki lengur
aö snúa plötunni við
Plötuspilarinn leikur
af plötunni lóðrétt.
Stórkostleg lenging
á líftíma plötunnar.
Verðkr. 10.900.-
/METAL
OAP8S
j'.". ..
áCSm. HLJÓMTÆKJADEILD
Wiít KARNABÆR
=J)
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
Kamabær Glæsibæ — * Fataval Keflavík
Eplió fsafirði - Portiö Akranesi —
Patróna Patreksfirði - Álfhóll Siglufirði -
A. Blöndal, Ölafsfirði—Cesar Akureyri
Radiover Húsavík — Hornabær Hornafirði -
M.M. h/f. Selfossi— Eyjabær Vestmannaeyjum