Þjóðviljinn - 12.12.1981, Síða 16

Þjóðviljinn - 12.12.1981, Síða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.— 13. desember 1981 Minning um litla sprengju AAorton Sontheimer, fyrrum blaðamaður, var einn þeirra sem fyrstir komu til borgarinnar Nagasaki eftir að kjarn- orkusprengja féll á hana. Hér segir hann f rá reynslu sem er þess eðlis, að hug- urinn vill helst „breiða yf ir hana" eins og hann kemst að orði. Hefur þú fengiö skyndilegt hug- boö aö eitthvaö óheillavænlegt biöi þln? SU tilfinning sótti á mig eitt kvöld fyrir nokkru, þegar ég sat einn heima viö lestur. Ég var þó hvorki aö lesa draugasögu né vís- indareyfara, heldur greinargóöa lysingu á skyndiárás ísraela á kjarnorkuveriöf frak og skýringu Israela á árásinni. Þeir óttuöust aö írakar notuöu orkuveriö til þess aö koma sér upp kjarnorku- sprengju. 1 greininni var því jafn- framt haldið fram aö atburður sem þessi gæti leitt til kjarnorku- striös... Hugur minn leitaði aftur I tím- ann, til góðviðrisdags i' ágúst- mánuði fyrir 36 árum. Þann dag birtist bandarisk flugvél yfir Nagasaki, sleppti einni sprengju og sneriburtu eins hratt og auöið var. Þremur dög- um áðurhafði samskonar atburð- ur gerst yfir Hirósima. Japanska rikisstjórnin var sem lömuð og haföist ekkert aö. Nagasakiárás- in ýt ti viö he nni o g innan sex daga höföu Japanir gefist upp, skilyrð- islaust. — Siöari heimsstyrjöld- inni var lokiö og nýtt timabil haf- ið, sem hamingjan má vita hvar endar. Núorðiö kunna ýmsir að hafa gleymt þviað Nagasaki var borg- in sem siðast fékk smjörþefinn af kjarnorkustyrjöld. - Smjörþet- inn? - Jú, þar var beitt sprengju, sem var dvergur i samanburði viö flugskeytin og sprengjurnar sem nú eru í höndum RUssa, Bandarikjamanna, Breta, Frakka, Kínverja og ef til vili einnig Israela og Suöur-Afriku- búa. - Bráölega gætu Pakistanir og fleiri bæst f hópinn. Ég var meðal fyrstu Banda- rikiamanna sem fóru inni Naga- saki eftir kjarnorkuárásina og sá örlitiö af því sem þessi dvergur haföi gert. Aöeins litinn hluta,þvi eyðileggingin náöi marga ferkiló- metra út frá þeim stað sem ég stóöá ogöllsamgöngutækihöföu - bókstaflega - gufað upp. Ég var staddur á skotmarkinu - Point Zero - þar sem miöpunktur sprengingarinnar haföi veriö. Ekki þar sem sprengjan kom nið- ur. Hún komst aldrei til jarðar. Hún átti að springa yfir borginni og þaö gerði hún nákvæmlega eins og til var ætlast. Beint ofan við staöinn þar sem ég stóð. Hvernig sáum við þaö? Þaö var auövelt. Einu mannvirkin sem stóöust sprenginguna voru staur- ar úr málmi. Engin tré. Þau höfðu algerlega horfið, eins og alltþað sem staurarnir höföu bor- ið uppi.En einmittá þessum stað hölluöust þeir allir i áttina frá okkur. Hvert sem litið var. Skot- markiö. Ég þekkti vel eyöingarmátt nú- tima styrjaldar. Hafði farið um gamla borgarhlutann i Manilla og séð sundurskotna veggi og hrunin hús. I þetta skipti kom ég beint frá Tókió eftir að hafa gengið um rústir þeirrar borgar kílómetra eftir ki'lómetra þar sem þúsundir af sprengjum okkar höfðu tætt sundur fólk og byggingar. Nagasaki var ólík þessu öllu. Opið svæði. A stöku staö steina- hrúgur, hleðslusteinar, kalk. Ekkert timbur. Engin lik. Þetta var snyrtilegt - á einhvern hroða- legan hátt. Jafnvel hreinlegt. Hún var einnig óh'k á annan og óljósari hátt. 1 Tókió hafði fólk hópast að okkur, forvitiö að sjá þessa hávöxnu, einkennisklæddu fjandmenn semhöföu sigraö þaö i striöi. 1 Tókió voru ibúarnir ekki óvinsamlegir. Þeir sem skildu ensku voru oftast hjálpsamir. Japanirnir, sem við sáum i Naga- saki, forðuðust okkur og hræöslu- glampinnf augum þeirra var ekki missýning. Og hatrið. Enginn lyfti hendi gegn okkur. Keisarinn haföi bannaö þaö og Japanir voru ákaflega löghlýöin þjóð, en þeir sendu okkur fjandsamlegt og óttablandiö augnaráö. A þvi var enginn vafi. Ein bygging stóð uppi, háskóla- byggingin. Hún stóö á hæö I um þaö bil eins og hálfs kilómetra fjarlægð. Kannski hefur fjarlægö- in eitthvaö haft aö segja, en þetta hlýtur aö hafa veriö sérlega traust bygging. Einhver sagöi mér aö allt innan dyra hefði horf- ið i sprengingunni. Ég reyndi að átta mig á þvi hvernig ein flugvél meb eina sprengju heföi á einu augnabliki gert allt þetta. Var það i raun og veru hugsanlegt? Samt sem áður var ég þá feginn að sprengjunni skyldi beitt. Margir okkar, kannski flestir, sem áttu von á þvi að veröa sendir til innrásar f Jap- an, voru þakklátir því að endir skyldi bundinn á striðiö á þennan snögglega hátt. Það var ekki mik- iö sagt, en ég er viss um að marg- ir okkar þökkuðu það sprengjunni aö viö sluppum heilir á húfi. I þá daga virtist þetta nýstárleg uppfinning sem gerði okkur fært- að Ijúka fljótt óhjákvæmilegu verki. - En hve miklu fljótar en ella. Einn úr hópi visindamann- anna, sem ég hafði fylgt inni borgina, vék sér að mér og sagöi: „Heyrðu mig, höfuðsmaður, veistu aö þú stendur ofan á líki”. Hvem fjandann meinti hann? Hann benti niðurfyrir fætur mér. Ég leit niður. Ég stóð á hvitum og fingerðum öskusalla - kringlótt- um bletti. Oskulagið var svo þunnt að ég varö þess ekki var þegar ég steig á það. Ég get vart lýst viðbrögðum minum. Ég varð ringlaöur og vandræðalegur. Mér fannst ég verða að biðjast afsökunar. Ég steig út fyrir öskulagið og var að því kominn að taka ofan húfupott- lokið sem ég hafði á höfðinu. Hafði þessi blettur veriö karl- maður? Kona? Barn? Oldungur? Friður maður eða ófriður? Af hvaða litarhætti? Það varð fátt um svör. Aska allra manna er eins. Ekkert eftir til þess aö grafa. Ég hafði séð marga samskonar bletti á leið minni inn i borgina, en undarleg auðnin haföi haldið svo athygli minni að ég tók varla eftir þeim og þeir höfðu ekki vak- ið forvitni mina. Seinna fór ég að þekkja litlu, ó- reglulegu, ílöngu öskublettina, sem voru miklu færri. Það höfðu verið skepnur - liklega hundar eða kettir. Allsskiptu blettirnir þúsundum og mér flaug i hug að aldrei i mannkynssögunni heföi dauðann borið eins brátt aö. Þeir sem þarna fórust voru þó á vissan hátt lánsamir. Þeir vissu aldrei hvað gerst hafði. Liöu engar kvalir. Lengra burtu voru þeir limlestu, þeir blindu, þeir útlimalausu og þeir sem misst höfðu allt skyn, lengur að deyja. Suma tók það mörg ár. Margir afskræmdust. Kannski urðu þeir svipaðir þvi fólki sem einhverntimann verður eftir skilið til að uppfylla jörðina á nýjan leik. Ugglaust væri tilhlýðilegt að segja að þessir atburðir hefðu aldrei horfið úr huga mér. En það væri ekki satt. Það er skritið hvernig hugurinn bregst við. Ég hafði algerlega þurrkað út þessar minningar. Það sem ég hef skrif- að hér er hið eina sem ég man frá þessum dögum i Nagasaki (man ekki hvað dagarnir voru margir). Og þaó gekk illa að rifja þetta upp. Sé einhver reynsla nógu skelfi- leg, þá mun hugurinn, held ég, þoka henni burtu með hægðinni eða breiða yfir hana. En svo gerist það eitt friðsælt kvöld að minningarnar taka skyndilega að ásækja þig á ný og þér verður ljóst hvað það er sem liggur i launsátri og biður - nema þvi aðeins að allur heimurinn vitkist, og það fljótt. Vonum að svo verði. Unglingablaðið Sextán Aftur komið af stað Eftir nokkuð langt hlé er ung- lingablaðið 16 nú aftur komið af stað. 3ja tbl. er einmitt nýútkom- ið. t þvi er fjölbreytt efni að vanda þó blaðið hafi tekið nokkr- um stakkaskiptum. Af nýjum þáttum i blaðinu má nefna: Ljóðabálk, Bókmenntir, Spurningahorn o.fl. Ýmsir fastir þættir blaðsins hafa verið sendir f fri. En það er aðeins timabundið fri. 1 þessu 3ja tbl. eru þó föstu þættirnir: Popp, Samskipti kynjanna, Ljósmynda- skólinn, Smásagan, Pósthólfið, Pennavinir, hinir mjög svo vin- sælu plötudómar o.m.fl. Að þessu sinni er forsiðuviðtalið við æðsta dýrling unglinganna i dag, sjálfan Bubba Morthens. I viðtalinu er Bubbi óvenju hrein- skilinn og opinskár. Þaö má jafn- vel segja að viðtalið varpi nýju ljósi á súperstjörnuna marg- frægu. Viðtalinu fylgir skemmti- lega teiknað plakat af poppgoð- inu. Það eru mörg fleiri fróðleg og skemmtileg viötöl i þessu 3ja tbl. 16. Eitt er t.d. við 17 ára stúlku sem telur sig hafa verið notaða i hallæri. Að lokum má geta þess að timaritið 16 er nú boðið I áskrift. 16 er 48 bls. prentaö á góðan pappir i offsetti og lit. Það kostar 22 kr. i lausasölu. Þyrni- fuglarnir Þyrnifuglarnir (The Thorn Birds) hefur orðið metsölubók hvarvetna þar sem hún hefur- komið út. Ritdómarnir hafa allir notað sterk hrósyrði um hana og höfund hennar. Ýmsir hafa likt henni við hið fræga skáldverk A hverfanda hveli (Gone with the wind), og Warner Bros eru nú að gera kvikmynd um söguna, sem þeir vona að verði jafn vinsæl og hin var fyrir 40 árum. Bókin fjallar um Cleary-fjöl- skylduna, Paddy, fátækan land- búnaðarverkamann á Nýja Sjá- landi og innflytjanda frá frlandi, konu hans, börn og barnabörn. Sögusviðið flyst til Astraliu og Evrópu. Meggie Cleary, sögu- hetjan er fjögurra ára þegar við kynnumst henni fyrst, og hún er fulltiða kona þegar við skiljum viö hana i bókarlok. Reynar skilj- um við aldrei við Meggie, hún fylgir okkur áfram þó bókinni ljúki. Islensku þýðinguna geröi bóndakona af Baröaströnd, Kol- brún Friðþjófsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.