Þjóðviljinn - 31.12.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.12.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Fimmtudagur 31. desember 1981. skammtur Afjólaœvintýri Motto Almenningur, fólkiö, fávis lýðurinn hefur alltaf og mun endalaust láta blekkj- ast, ef rétt er að farið. Það er vandalaust að láta skrilinn gleypa við hvaða andlegu fóðri, sem vera skal — hve ókræsilegt sem það er — sé það aðeins framreitt i réttum umbúðum og kryddað eftir kúnstarinnar reglum. (Adolf Hitler — IVlein Kampf) Ævintýriö um Bergljótu, skyrhræringinn, Bónansa og brœðurna þrjá Einu sinni bjó hérna úti á Grímstaðaholti stórskrítin kelling. En það sem er ennþá skrítnara. Hún býr þar enn. Kellingin heitir Bergljót og á sér þrjá sonu: Gísla, Eirík og Helga Hérna áður fyrr gaf kellingin Gísla, Eiríki og Helga aldrei neitt annað að éta en hafra- graut. Þeir fengu haf ragraut í morgunmat, og þeir fengu hafragraut í hádegismat, og þeir fengu hafragraut í staðinn fyrir eftirmið- dagskaffi og þeir fengu hafragraut i kvöld- mat, og svo fengu þeir haf ragraut áður en þeir fóru að sofa. Alltaf hafragraut og ekkert annað en hafragraut. Og árin liðu. En svo var það einu sinni á gamlárskvöld að Gísli sló hafragrautarskálinni allt í einu í borðið og sagði, „Ég er orðinn leiður á þessum andskotans hafragraut", og þá sló Eiríkur skálinni sinni líka í borðið og sagði,,, Ég er líka orðinn leiður á þessum andskotans hafra- graut". Og viti menn, Helgi sló grautarskál- inni líka í borðið svo fast að hún brotnaði í spón og hafragrauturinn slettist uppum alla veggi. Og hann sagði, „Ég er orðinn leiður á þessum andskotans djöfulsins hafragraut". En Bergljót kelling hafði ráð undir rifi hverju og keypti sjónvarp. Og allir fóru að horfa á sjónvarpsþáttinn um Bónansa í Kef la- víkursjónvarpinu hjá Kananum. Og viti menn: Gísli, Eiríkur og Helgi fóru aftur að borða hafragrautinn sinn, bara ef þeir fengu að horfa á Bónansa í kananum á meðan þeir borðuðu hann. Og enn liðu árin. En þá var það einu sinni, á gamlárskvöld, að Gísli, Eirikur og Helgi sögðu allt í einu allir í einum kór: ,,Við erum orðnir hundleiðir á þessum andskotans djöfulsins hafragraut". Og þeir slóu skálunum svo fast i borðið að þær brotnuðu í spón og hafragrauturinn slettist allaleið uppí loft í eldhúsinu hjá Bergljótu gömlu. Já, nú voru góð ráð dýr. En Bergljót hafði ráð undir rif i hverju og setti ÍSLENSKA sjón- varpið á. Og svo gerði hún svolítið annað, sem var nú alveg undursamlegt. Hún setti svolítið skyr í hafragrautinn, svo úr varð hræringur. Og nú fóru Gísli, Eiríkur og Helgi að horfa á Bónansa í islenska sjónvarpinu og allir urðu svo undurglaðir og kátir. Og enn liðu árin. Gísli, Eiríkur og Helgi horfðu á Bónansa í íslenska sjónvarpinu og borðuðu skyrhræring í öll mál. Og allir voru svo undur glaðir og kátir, að minnsta kosti svona fyrst framanaf. En viti menn: Einu sinni á gamlárskvöld, og það í miðjum Bónansa, öskraði Gísli allt í einu af öllum lífs og sálarkröftum: „Ég er orðinn leiður á þessum andskotans Bónansa", og hann lamdi skálinni sinni svo fast í borðið að skyrhræringurinn fór bókstaflega útum allt. Og Eiríkur og Helgi gerðu slíkt hið sama og öskruðu í einum kór: „Við erum orðnir hund- leiðir á þessum andskotans djöfulsins skyr- hræringi og þessum andskotans djöfulsins Bónansa". Og þeir slóu skálunum sínum svo f ast í borðið að stór sletta f ór beint upp í augað á Bergljótu. En Bergljót gamla hafði ráð undir hverju rifi og hugsaði með sér: Ég róa þá bara með því að hafa þetta allt í lit. Svo hljóp hún úti búð og keypti bæði matarlit til að lita skyrhræring- inn gulan, rauðan, grænan og bláan og litsjón- varpstæki til að allir gætu horft á Bónansa í gulu rauðu grænu og bláu. Og viti menn: Allir urðu svo undurglaðir. Þarna sátu þeir, Gísli, Eiríkur og Helgi og horfðu á Bónansa gulan rauðan grænan og bláan og borðuðu hræring- inn sinn gulan, rauðan, grænan og... sá sem fyrstur varð til að klára uppúr skálinni sinni fékk að borða bláa hræringinn líka. Og árin liðu og allir voru svo undurglaðir að fá bæði Bónansa og hræringinn í eðlilegum litum. En svo var það, núna á aðfangadagskvöld, þegar Gísli, Eiríkur og Helgi voru að borða lit- aða skyrhræringinn sinn og horfa á Bónansa að þeir lömdu grautarskálunum sínum allt í einu allir af alef li í borðröndina, svo þær fóru allar í mask og hræringurinn bókstaflega útum allt og öskruðu í einum kór: „Við erum orðnir hundleiðir á þessum andskotans djöfulsins Bónansa og þessum andskotans djöfulsins skyrhræringi, þó að þetta sé allt í lit". Og svo slökkti Gísli á sjónvarpinu. Bergljót leit á hræringssletturnar á veggj- unum og uppi loftinu og hugsaði með sér: „Þetta er nú meiri litadýrðin", en upphátt sagði hún: „f kvöld er aðfangadagskvöld og þá skulum við syngja Bjart er yfir Betlehem, blikar gervihnöttur". Svo kveikti hún aftur á sjónvarpinu, og viti menn: Allir gátu fengið að horfa á Bónansa í litum f rá jólastjörnunni og auðvitað urðu allir svo undurglaðir að þeir réðu sér ekki. Bergljót kelling var heldur betur í essinu sínu, en Gísli, Eiríkur og Helgi kláruðu gula rauða græna og bláa hræringinn sinn með góðri lyst og héldu áf ram að horfa á Bónansa frá sjónvarpsjólastjörnunni og „Skyggni". Og svo sungu þau öll, einum rómi og óraddað: Jólahátíð höldum vér, hátíð allra barna. Bjart nú yfir bænum er, skráargatið Hægt hefur miöað byggingu Borgar- leikhúss og ekki nema von að félögum Leikfélags Reykjavik- ur hafi brugðið i brún þegar til- laga var gerð um óbreytt fram- lag frá borginni við framlagn- ingu fjárhagsáætlunar ’82, 1,5 miljónir króna. Heföi það þýtt að LR yrði sjálft að reiða fram nær 4 miljónir á næsta ári en dánargjöfin sem félagið fékk til byggingarinnar er að miklu leyti bundin ennþá. Nú hefur þó heldur vænkast hagur Brúnku þvi við siðari umræðu um fjár- hagsáætlun borgarinnar verður gerö tillaga um 3,5 miljónir i húsbyggingarsjóð Borgarleik- húss. Ætti þvi áformaður áfangi næsta árs að nást, þó enn sé langt i land. Framsókn er nú á góðri leið með að tryggja sér völdin i Flugmálastjórn sem er mjög þýöingarmikil stofnun. Eitt af siðustu verkum Halldórs E. Sigurðssonar áður en hann lét af embætti samgöngumála- ráðherra áriö 1978 var að skipa Framsóknargæðinginn Pétur Einarsson i embætti aðstoðar- flugmálastjóra og var sú veiting gagnrýnd harðlega á sinum tima. Nú hefur Stcingrimur Hermannsson skipað Jóhann Jónsson framkvæmdastjóra Timans i stöðu skrifstofustjóra stofnunarinnar og er þá eftir- leikurinn auðsær. Agnar Kofoed-Hansen er orðinn 66 ára ' nýkJOml „mmóur érménM imi", PétXM Ségurymémon bákup. tmkur rU) bókaqjöl og béómvundi ur hmntk ritstjórm Váá, £Mmrtr B Schrmm. mt Pmtri vmr '• hmn* MWtþmkrm rtmntiur hákimtstrutn, Sótvmia AromérmöóttM ---- (DV-myndGVA! '•nísPétur Sigurgeirsson biskup mann ársins 1981: Taugastriðið heldur áfram milli ritstjórna á nýja dagbltaöinu. A forsiðu þess i gær segir I myndatexta að Ellert B. Schram, ritstjóri VISIS, afhendi manni ársins, Pétri Sigurgeirssyni, bókagjöf og blómvönd. gamall og er hann lætur af störfum vegna aldurs verður Pétur að sjálfsögðu flugmála- stjóri og Jóhann aðstoðarflug- málastjóri. Hagkaup hafa nú um nokkra hrið verið að spá I að kaupa 6-8 hektara land i Fífuhvammslandi i Kópavogi með það fyrir augum að byggja yfir alla starfsemi sina. Þetta risastjóra fyrirtæki er i raun og veru eignalaust þvi að allar verslanir þess eru i leiguhúsnæði og er það þvi að nokkru leyti byggt á sandi. Bæjarráð Kópavogs var búið að gefa grænt ljós á þessar fram- kvæmdir en nú munu Hagkaup vera hætt við allt saman, þora ekki að taka fé út úr veltunni af ótta við að allt velti um koll. í gærkvöldi munu hafa verið haldinn fundur þeirra manna sem hyggjast stofna nýtt sið- degisblað og var jafnvel búist við þvi að þar yrði lokaákvörðun tekin. Fundinum var ekki lokið þegar blaðið fór i prentun. Stofnun sliks blaðs er mikið áhættufyrirtæki og munu að- standendur þess telja sig þurfa 2-3 miljónir króna sem lágmark i stofnfé. I gærdag var enn tvi- sýna um hvort nægilegt fé feng- ist en leitað hefur verið til nokk- urra fjársterkra aðila. Strax og fréttist um hið fyrirhugaða blað fóru atvinnulausir blaða- menn á stjá og þreifuðu fyrir sér um vinnu en þeir eru óvenju- margir um þessar mundir vegna sameiningar Dagblaösins og Visis. M.a. mun ómar Valdiin arsson, fyrrv. frétta- stjóri Dagblaðsins, hafa fariö á stúfana og er taliö að nokkrir af fastráðnum blaðamönnum Dag- blaðsins og Visis séu lika volgir. Þeim likar ekki andrúmsloftið á nýja blaðinu og vildu fegnir skipta um vinnustað. Sjálfstæðismenn vinna nú baki brotnu að þvi að fá fram breytingar á lista sinum til borgarstjórnarkosninga i vor og m.a. er unnið að þvi að fá Ragnar Júliusson til að draga sig úr baráttusætinu þ.e. lLsæt- inu þar sem hann þykir ekki lik- legur til að laða kjósendur að. Hann hefur átt sæti i útgerðar- ráði BÚR og m.a. hefur honum verið lofuð formannsstaða i ráð- inu og formannsstaða i fræðslu- ráði nái Sjálfstæðismenn meiri- hluta. En Ragnar er hinn þver- asti og vill hvergi vikja enda sér hann fram á það að félagar hans eru óliklegir til að geta efnt lof- orð sin I vor. Þá er það staðreynd að þrir for- menn hverfafélaga i Sjálfstæðis flokknum i Reykjavik neita nú að gefa kost á sér til endurkjörs. Þeir treysta sér ekki til að stjórna kosningaslagnum i vor, bæði vegna almennrar deyfðar °g einnig vegna þess hve listinn sem kom út úr prófkjörinu er lélegur. Borgarráð gekk á dögunum frá breytingum á fjárhagsáætlun borgarinnar sem afgreidd verður i byrjun janúar i borgarstjórn. Gekk þar fram svo sem Skráargatið grun- aði að hlutur þeirra öddu Báru og Sjafnar i heilbrigðis- og æskulýðsmálum var réttur verulega og fæst nú bæði hönn- unarfé i æskulýðsmiðstöð f Breiðholti og til áhaldakaupa fyrir Borgarspitalann. Þá var hætt við niðurskurð á tóm- stundastarfi unglinga og veitt fé til kerfisbreytingar i heil- brigðisþjónustunni þannig að heilsugæslustöðvar eru það sem koma skal en ekki númerakerfi heimilislæknanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.