Þjóðviljinn - 31.12.1981, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 31. desember 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 25
útvarp • sjónvarp
1 áramótaskaupi sjónvarpsins flýtur húmorinn eflaust út um allt.
Áramótaskaup
gamlaárskvöld
kl. 22.30
1 sjónvarpinu kl. 22.30 verbur
Aramótaskaupiö á skjánum.
Aramótaskaup sjónvarpsins
hafa gjarnan veriö nokkurs kon-
ar úttekt á mannlifi og atburð-
um liöins árs og er þá oft horft á
þá hluti i spéspegli. Oft hefur
tekist vel til en stundum miöur
eins og gengur, húmorinn er
ekki öllum gefinn og á misjafn-
iega greiöa leiö aö áhorfendum.
Sem fyrr reynir sjónvarpiö aö fá
þá ieikara og höfunda sem lík-
legir eru til þess aö framreiöa
skemmtilegheit og eru höfundar
áramótaskaupsins þrir aö tölu
þetta áriö, eöa þeir Gisli Rúnar
Jónsson, Randver Þorláksson
og Siguröur Sigurjónsson.
t þessari skemmtidagskrá
koma fram leikararnir Bessi
Bjarnason, Gdda Björgvins-
dóttir, Guömundur Klemenz-
son, Þórhallur Sigurðsson auk
Randvers og Siguröar, og eru þó
ekki allir upptaldir. Þá kemur
fram hljómsveitin Galdrakarlar
undir stjórn Vilhjálms Gubjóns-
sonar. Leikstjóri er Gisli Rúnar
Jónsson.
\JJj Nýársdag
^ykl. 20.30
HADDA
PADDA
A nýársdag kl. 20.30 sýnir
sjónvarpiö kvikmyndina Höddu
Pöddu sem þeir Gunnar Robert
Hansen og Guömundur Kamban
gerðu áriö 1923 eftir samnefnd-
um harmleik Guömundar
Kamban. Framieiöandi kvik-
myndarinnar var Edda-Film,
fyrirtæki sem Guömundur
Kamban stofnaöi ásamt meö
nokkrum dönskum aöilum.
Kvikmyndin Hadda Padda
fjallar um ástir Hrafnhildar
(Höddu Pöddu) og Ingólfs og
siðan örvæntingafulla hefnd
hennar eftir að Ingóifur hefur
svikib hana. Kvikmyndin er
þögulen meötextainnskotum og
Sjö klukkutíma
áramótadagskrá
1 útvarpinu á gamlaárskvöld
veröur heldur betur margt á
boöstólum. Má segja, aö gam-
aniö byrji kl. 20.00 á ávarpi for-
sætisráöherra og rekur siðan
hver dagskrárliöurinn annan
tileinkaöur þessum merku
timamótum. Þaö veröur þáttur
af álfum i umsjón óskars Ingi-
marssonar og opið hús á Akur-
eyri, en þar verður m.a. Ingi-
mar Eydal mættur ásamt fleiri
kunnum Akureyringum. Eftir
veöurfregnir kl. 22.15 veröa rifj-
uö upp minningabrot úr
skemmtanalifi fyrri hluta ald-
arinnar, fluttir revíusöngvar,
gamanvisur og dægurlög frá
þessum tima.
Þá veröur flutt brennumúsik,
og karlakórinn Fóstbræöur
syngur lag Páls Isólfssonar,
„Brenniö þið vitar.” Hin hefö-
bundna áramótahugleiðing út-
varpsstjóra veröur á sinum staö
kl. 23.40. Kl. 00.10 er áramóta^
skaup útvarpsins á dagskrá, en
kl. 1.00 frjálsar veöurfregnir.
Kl. 1.10 til 3.00 veröur flutt tón-
list m.a. leikur hljómsveitin
Friðryk i hálftima i útvarpssal
og Adda örnólfsdóttir rabbar
um dægurlagastjörnur fyrri ára
og leikur plötur þeirra. Frá kl.
2.10 snýr Halldór Arni plötum af
poppkyni.
Að vera íslenskur
námsmaður erlendis
^ m
mánudag
kl. 20.40
Þóröur Ingvi.
A mánudagskvöldiö 4. janúar,
veröur i útvarpi þátturinn
„Krukkaö I kerfiö” I umsjón
þeirra Lúðviks Geirssonar og
Þóröar Ingva Guðmundssonar.
Þátturinn er á dagskrá hálfs-
mánaöarlega i vetur, og á
mánudagskvöld veröur aö sögn
umsjónarmanna rætt viö 3 is-
lenska námsmenn erlendis sem
eru hér heima i jólafrii. Þaö eru
þau Arna Arngrimsdóttir, sem
stundar nám i frönsku i
Suður-Frakklandi. Arni Þór
Sigurðsson, sem stundar nám i
þjóöhagsfræöi i Noregi og Bene-
dikt Jóhannesson.sem hefur ný-
lega lokið doktorsprófi i stærð-
fræði i Bandarikjunum.
Rætt verður vitt og breitt um
námsdvöl þeirra erlendis, og
muninn á þvi aö stunda nám hér
heima og erlendis. Þá verbur
einnig spjallaö um þaö sem efst
er á baugi hjá ungu fólki i
Evrópu og Bandarikjunum og
m.a. vikið aö umræðunni um
kjarnorkuafvopnun og friöar-
hreyfingar.
Guömundur Kamban höfundur
handrits og leikstjóri ásamt
með Gunnari Robert Hanssyni.
upphaflega lék strengjakvartett
undirviösýningar. Undirleikar-
ar nú eru þeir Jónas Þórir
Þórisson og Jónas Þórir Dag-
bjartsson.
Kvikmyndin gerist annars
vegar á heimili borgaralegrar
fjölskyldu i Reykjavik og hins
vegar á sveitabýli á Suöurlandi
og eru útisenur i þaö minnsta
teknar hér á íslandi. Aðalhlut-
verkið er i höndum hinnar
þekktu dönsku leikkonu Klöru
Pontoppidan, en önnur hlutverk
eru m.a. í höndum Sven Mathl-
ing og Ingeborg Sigurjónsson,
sem var eiginkona Jóhanns
Sigurjónssonar skálds. Hadda
Padda var á sinum tima frum-
sýnd i Nýja bidi I Reykjavik 1.
mars 1924.
Fyrr i vetur færði Nordisk
Film Kompani i Danmörku
Kvikmyndasafni Islands nýtt
eintak af kvikmynd þessari aö
gjöf, og var hún þá m.a. sýnd á
hátiðarsýningu i Nýja biói i tíl-
efni þess að 75 ár voru liðin frá
þvi að kvikmyndasýningar voru
hafnar hér á landi.
Kvikmyndin Hadda Padda er
ómetanleg heimild fyrir i's-
lenska kvikm yndasögu og góöur
vitnisburöur um stórhug og
skáldlegt innsæi Guömundur
Kamban og ætti nú enginn
áhugamaðurum islenskar kvik-
myndir aö láta sig vanta fyrir
framan skerminn.
laugardag
kl. 11.20
Lúövik
F rænka
Franken
steins
1 útvarpinu laugardaginn 2.
janúar hefst nýr framhalds-
flokkur I þremur þáttum fyrir
: börn og unglinga. Heitir hann
| „Frænka Frankensteins” og er
> höfundur Allan Rune Petterson,
en þýöandi er Guöni Kolbeins-
son.
Fyrsti þáttur nefnist „Gangi
þér vel, Frankie sæll! ” Þar seg-
ir frá þvi er Hanna Franken-
stein kemur til kastala ættar-
innar einhvers staöar i Transyl-
vaniu. 1 för meb henni er Frans,
ritari hennar, sem varla getur
talist hugprýðin uppmáluð.
Þegar Hanna sér aö kastalinn er
kominn i niðurniðslu, ákveöur
hún aö „flikka” dálitiö upp á
hann og fá til þess aðstoð hjá
vægast sagt undarlegri mann-
veru, ef mann skyldi kalla.
Leikstjóri er Gisli Alfrebsson.
1 helstu hlutverkum eru Þóra
Friöriksdóttir, Bessi Bjarnason,
Guunnar Eyjólfsson og Arni
Tryggvason. Tæknimaöur:
Guölaugur Guöjónsson.
ýj^ Nýársdag
tT kt. 22.00
La Traviata
A nýársdag kl. 22.00 sýnir
sjónvarpið óperuna La Traviata
eftir ítalska tónskáldiö Giuseppi
Vcrdi. Þaö er Metropolitan-
óperan í New York sem flytur
og stjórnandi er James Levine.
Giuseppe Verdi (1813-1901) er
eitt þekktasta og dáðasta óperu-
tónskáld Itala og eftir hann
liggja fjölmörg sigild verk á
þessu svið, bæöi harmleikir og
gleöileikir. La Traviata er
byggð á sögu Alexanders Dum-
as, Kamelíufnínni, og hefur hún
geyma nokkur fegurstu og vin-
sælustu óperuatriði Verdis.
Óperan var frumflutt i Vinar-
borg áriö 1953.
Verdi var virkur þátttakandi i
stjómmálaátökum sins tíma á
Italiu og studdi baráttu þjóö-
ernissinna fyrir sameiningu
ttali'u. Nafn hans varö sam-
einingartákn þjóðernissinna og
Giuseppe Verdi
öölaöist tvöfalda merkingu:
V.E.R.D.I.: Viva Vittorio
Emmanuele Re D’Italia.
A sama hátt varð tónlist
hans aö sameiningarafli fyrir
þjóðina, þannig að enn i dag er
það þjóðariþrótt Itala að syngja
margar af vinsælustu óperuar-
ium hans.
Með helstu hlutverk i þessari
sýningu á La Traviata („götu-
drósin”) fara söngvararnir
Iliena Cotrubas, Placido Dom-
ingo og Cornell McNeill.
Þýðandi texta er óskar
Ingimarsson.
Tromp
á hendi
t sjónvarpi kl. 21.00 laugar-
daginn 2. janúar veröur sýnd
myndin Tromp I hendi (A big
hand for the little lady).
Þessi mynd er bandarisk frá
árinu 1966 og fjallar um hjónin
Maríu og Meredith. Þau eru á
leiðinni til Texas þar sem þau
ætla aö festa sér jörð fyrir
aleigu sina. A leiöinni þangaö
koma þau viö i bæ þar sem
stendur yfir æöisgengiö fjár-
hættuspil og Meredith, sem er
ástriöufullur fjárhættuspilari
stenst ekki freistinguna og tekur
þátt i glæfrunum.
Meö aöalhlutverk I kvik-
myndinni fara þau Henry
Fonda, Joanne Woodward,
Jason Robards og Paul Ford.
Leikstjóri er Fielder Cook.
Þýöandi er Ragna Ragnars.
/&KK8L—
Útvarp á gamlaárskvöld
laugardag
TCf kl. 21.00