Þjóðviljinn - 31.12.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — Þ.JÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. desember 1981.
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Citgefandi: Útgáfuiélag Þjóðviljans.
Kramkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
ólafsson.
Kréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir.
•Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson.
Rlaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar
Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson. Sveinn Kristinsson.
iþrótta- og skákfréttamaður: Helgi Ólafsson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson.
I.jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns-
dóttir.
Skrifstofa: GuðrUn Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Bóra Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: SigrUn Báröardóttir.
lnnheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds-
son.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dófjir.
Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: SfðumUla 6,
Keykjavik, simi 81333
Proninn; Klaöanrent hf
Þaö eru dýrar vonir
# Gæði jarðarinnar eru mikil, en það er misskipting
þeirra gæða, sem stærstu böli veldur. Á því ári sem nú
kveður hefur ekki tekist að draga úr því himinhróp-
andi misrétti svo neinu nemur. Skiptingin i ríkar þjóð-
ir, sem flestar búa á norðurhveli jarðar, og snauðar
þjóðir, sem flestar búa á suðurhveli jarðar, — sú
skipting er af mannavöldum og hún er glæpur við
mannkynið.
# Það eru um 1000 miljónir manna, sem nú búa við
hungur eða á hungurmörkum. Þetta er helmingi meiri
f jöldi fólks en nemur samanlagðri íbúatölu risaveld-
anna beggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Talið
er að árlega svelti til bana milli 50 og 60 miljónir
manna, eða álíka f jöldi og svarar öllum íbuum Bret-
lands eða Frakklands.
# Á sama tíma er óheyrilegum f jármunum varið til
vaxandi vígbúnaðar, f jármunum, sem gætu dugað til
að metta alla þá sem nú lifa hungraðir við dauðans
dyr.
# Á því ári sem nú kveður hefur vígbúnaðarkapp-
hlaup risaveldanna færst í aukana, og átök þeirra á
milli farið harðnandi. Kringum síðustu áramót tóku
nýir stjórnarherrar við völdum í Bandaríkjunum.
Þeirra helsta framlag í alþjóðamálum hef ur verið að
bjóða vopn og vináttu tröllsins sérhverri þeirri of beld-
is- og einræðisstjórn, sem lýsir sig andvíga „kommún-
isma". Þannig hafa hinir nýju valdamenn í Washing-
ton slökkt vonir miljóna manna um þróun í átt til lýð-
ræðis, þróun í átt til frelsis, — vonir um réttlæti og
brauð. Eitt Ijósasta dæmið um þetta er að finna í El
Salvador, þar sem morðsveitir herforingjastjórnar-
innar gangaberserksganggegn alþýðu landsins, með*
stjórn Reagans Bandaríkjaforseta að sérstökum bak-
hjarli.
# Og ekki er kræsilegra um að litast vilji menn svip-
ast um á blóðvöllum hins risaveldisins. í Kreml sitja
ekki nýir valdhafar á tróni svo sem í Hvíta húsinu,
heldur gamlir jálkar og slitnir af illverkum. í tvö ár
hafa þeir haldið uppi grimmilegu árásarstríði gegn
fátækri smáþjóð í Asíu, en þó ekki enn tekist að út-
rýma Afgönum.
# í miðri Evrópu dró svotil stórtíðinda nú í síðasta
mánuði þegarherlög voru sett í Póllandi í þvi skyni að
bjarga hinu sovéska valdakerf i þar í landi og læsa allt
þjóðlíf á ný í heljargreipar. — Það skiptir ekki alltaf
máli hvort menn segjast berjast fyrir kommúnisma
eða andkommúnisma, lýðræði eða alræði. Orðin reyn-
ast býsna oft ómerk, en verkin tala sinu skýra máli
um allan heim.
# Og þannig eru tíðindi heimsins nú við áramót. En
við höfum líka önnur tíðindi úr öllum heimshornum.
Þar sem skortir brauð, þar er barist fyrir brauði. Þar
sem skortir réttlæti, þar er barist fyrir réttlæti. Þar
sem skortir lýðræði, þar er barist fyrir lýðræði. Og
þar sem valdhafar sitja með f ingur á gikk helsprengj-
unnar, — þar era næstá leiti barist f yrir f riði.
# Og við getum ekki skotið okkur undan vanda
heimsins. Á f lóttanum eltir hann okkur uppi hvert og
eitt, hvar sem við erum og hvert sem við ætluðum.
Fyrir undarlega þróun lífsins þá hef ur maðurinn skil-
ið sig f rá dýrum merkurinnar. Þeim aðskilnaði f ylgir
vald, en líka nokkuð það sem kallað er samviska. Þess
vegna getum við ekki þvegið hendur okkar. Þótt við
læsum öllum dyrum, byrgjum alla glugga, þá er vandi
heimsins hér og nú, og hann er stór.
# Nú styttist til aldamóta. En það verða engin
venjuleg aldamót, nýtt árþúsund gengur þá í garð að
okkar tímatali.
# En hver mun þá fagna nýjum degi? — Ekkert
mannsbarn lengur, eða hvað? Hvers virði er þá ný öld
fyrir kallinn okkar í tunglinu og lagsbræður hans, sem
hvorki þekkja tímann né lífið? Fyrir 100 árum átti
mannkynið 20. öldina vísa. Nú er ekkert víst, allt í von-
um. Það eru dýrar vonir. Um allan heim þarf dáð-
rakka menn til samstilltrar baráttu fyrir friði, fyrir
réttlæti, fyrir brauði. —1 Það er spurt um þig, hver
sem þúert. Þjóðviljinn óskar mönnum ársogfriðar.
— k.
Rætt viö Hallgrím Snorrason hjá Þjóöhagsstofnun
— Menn héldu lengi vel
fram eftir þessu ári sem
er að líða að ástandið í
alþjóðlegum efnahags-
málum myndi skána. En
ýmislegt hefur orðið til
þess að alþjóðlegar stofn-
anir spá nú áframhald-
andi lægð. Ég hef því
miður ekki trú á að
heimskreppan leysist á
árinu 1982, sagði Hall-
grímur Snorrason hjá
Þjóðhagsstofnun, er Þjv.
leitaði álits hans á efna-
hagsmálum þeirrar
kringlu sem mannfólkið
byggir.
Mótmælaganga gegn atvinnuleysi i Bretlandi — ein af mörgum á
þessu ári.
Heimskreppan leysist
ekki a
næsta
ári
— Um þróun dollarans er þaö
aö segja aö almennt er taliö aö
hækkunin sem oröiö hefur á
þeim gjaldmiöli frá því seint á
árinu 1980 eigi eftir aö ganga til
baka og þess hafa sést nokkur
merki nú i vetur. Ýmsir telja þó
aö ekki muni öll sú hækkun
ganga til baka vegna þess aö
dollarinn hafi um margra ára
skeiö veriö of lágt skráöur á
alþjóölegum peningamarkaöi.
— Mér sýnist liklegt aö dollar-
inn komi til meö aö lækka eitt-
hvaö gagnvart evrópumyntum
og gulli á næstu misserum en
spáriþessum efnum eru raunar
flestum öörum ótryggari.
— Fyrir Islendinga þýöir
þetta aö viöskiptakjör fara
versnandi eða meö öðrum orð-
um aö kaupmáttur útflutnings-
tekna gagnvart innflutningi fari
minnkandi. En þegar dollarinn
lækkar gagnvart Evrópumynt-
um og gulli er þaö vegur fyrir
spákaupmenn aö kaupa gull um
þessar mundir.
Versnandi ytri skilyrði
— Þvi er ekki aö leyna að
horfurnar eru nú verri en i
sumar. Þar kemur til, að útlitiö
i viöskiptalöndum okkar hefur
versnaö að miklum mun. Þær
spár sem þaöan hafa borist
uppá siökastiö valda þvi aö við
erum svartsýnni um afkomu
þjóöarbúsins á næsta ári en viö
vorum i'sumar. Jafnframt ríkir
mikil óvissa um framhald
loönuveiðanna.
— Um þessar mundir er þvi
útlit fyrir aö útflutningstekjur
aukist ekki á næsta ári, heldur
jafnvel minnki aö raungildi.
Þaö setur öllum eyölsumögu-
leikum skoröur og þýöir aö viö
veröum aö halda útgjöldum
okkar innan skynsamlegra
marka. Rikisstjórnin lagöi fram
þjóöhagsáætlun fyrir áriö 1982 i
október, þarsem er aö finna spá
um útflutning og viöskiptakjör á
næsta ári.
— 1 þjóöhagsáætlun var gert
ráð fyrir aukinni útflutnings-
framleiöslu og aö inn- og út-
flutningur héldust i hendur,
þrátt fyrir aö viöskiptakjör
versnuöu nokkuö. A þessum for-
sendum virtust vera mögu-
Hallgrimur Snorrason
leikar á aukinni neyslu al-
mennt.
— En siöan þessi áætlun var
gerö, hafa forsendur breyst I
ýmsu tilliti. Margt bendir til
þess aö útflutningur veröi tölu-
vert minni en gert haföi veriö
ráö fyrir og þvi enn hætta á viö-
skiptahalla. Innflutningur hefur
veriö mjög mikill siöustu
mánuöi og gæti verið visbending
um meiri innflutningseftirspurn
á næsta ári en reiknaö var meö.
Frá sjónarhóli þeirra sem eiga
peninga hefur verið hagkvæmt
aö fiytja mikiö inn þarsem
gengiö er hagstætt. Frá sjónar-
hóli þjóðarbúsins er þessi inn-
flutningur hins vegar ekki sér-
deilis heppilegur, ef taka þarf
erlend lán til aö borga niður viö-
skiptahalia.
Efnahagsspár eiga að
kalla á aðgerðir
— Spárnar okkar fra þvi á
siöasta ári hafa reynst upp og
ofan einsog gengur. Efnahags-
spár eru ekki endilega geröar til
þess, aö þær rætist, þó margir
þeir sem nota slíkar spár túlki
þær þannig. Hitt er sönnu nær
aö þær eru geröar á grundvelli
ástandsins á hverjum tima til
þess aö sýna hvert virðist stefna
og til aö kalla fram aögeröir og
viðbrögö viö þvi ástandi.
Versnandi
Horfur í
efnahags-
málum
íslendinga
Samanburður á spám og út-
komu er þvi hæpinn aö þessu
leyti. Okkur er stundum likt við
veöurfræöinga og spám okkar
viö veöurspár, en þaö er naum-
ast góöur samanburöur. Ekki er
hægt aö hafa áhrif á veöriö en á
hinn bóginn er hægt aö hafa á-
hrif á efnahgasframvinduna.
Nauðsynlegt er aö þetta sé haft i
huga þegar er verið aö túlka
spárnar.
— Svartsýnni en i fyrra ? Já ég
er eiginlega svartsýnni. Um
þetta leyti i fyrra var séö fram á
áframhaldandi kreppu i helstu
viðskiptalöndum okkar en
haldið var aö úr rættist uppúr
miöju ári. En þaö reyndist ekki
rétt. Og ef litiö er á horfurnar i
viöskiptalöndum okkar sé ég
tæpast ástæöu til bjartsýni.
— Ef viö litum á nokkra þætti,
sem skipta máli fyrir islenska
þjóöarbúið, þá hefur til dæmis
framvindan i markaðsmálum
fyrir ál og kisiljárn verið enn
óhagstæöari i ár en við var bú-
ist. Og nú eru horfurnar i
markaðsmálum enn dekkri en i
fyrra. T.d. eru birgðir af áii i
heiminum nú i árslok mun meiri
en á sama tima i fyrra.
— Ef viö tökum annað dæmi
sem veldur okkur áhyggjum, þá
er loönan nærtæk. Samkvæmt
nýjustu mælingum fiskifræö-
inga er nú hætta á að mjög veröi
aö draga úr loðnuveiöum á
næsta ári. Þetta heföi i för með
sér samdrátt i útflutningsfram-
leiöslu og útflutningi sem setur
heldur betur strik i reikninginn
fyrir þjóðarbúið.
— Enn eitt atriöið sem elur
fremur á svartsýni en bjartsýni
um þessar mundir er aö hagur
útflutningsatvinnuveganna er
aö likindum lakari nú en á sama
tima i fyrra og sama máli gegn-
ir um ýmsar greinar er eiga i
samkeppni viö innflutning svo
og ýmis opinber fyrirtæki.
— Loks má nefna, aö eftir
nokkurn samdrátt á þessu ári
fer veröbólga nú vaxandi á ný
og er eins og i fyrra og svo oft
áöur helsta áhyggjuefniö i
islenskum efnahagsmálum.
— Samkvæmt þessu eru efna-
hagshorfurnar fyrir næsta ár
heldur dapurlegar i ýmsum efn-
um. Þegar þjóöarbúiö i heild
sinni veröur fyrir búsifjum eins-
og t.d. samdrætti i útflutnings-
tekjum og versnandi viöskipta-
kjörum hlýtur þaö fyrr eöa siöar
aö bitna a öllum landsmönnum,
— i rýrnandi kaupmætti al-
mennings.
— Ef útgjöldum er ekki stilllt i
hóf i samræmi viö þessar horfur
er hætta á vaxandi viðskipta-
halla o g þarmeö auknum
erlendum lántökum, örari
gengisbreytingum en ella og
vaxandi verðbólgu.
— óg.