Þjóðviljinn - 31.12.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.12.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 31. desember 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA5 Pólland___________ Efnahagslegar ófarir í áratug Biðraöir hafa oröib sýnilegustu einkenni hinnar pólsku kreppu... Hinar miklu skuldir, sem Pól- verjar söfnuöu erlendis undir stjórn Giereks, hafa haft gifurleg jíhrif á framvindu mála þar i landi undanfarna sextán inánuöi. t júlf i fyrra tilkynnti Gierek aö verölag á matvörum mundi hækka verulega — og erlendir skuldareigendur stóöu á bak viö þau áform. Verkamenn svöruöu svo meö þeim verkföllum sem lciddu til stofnunar Samstööu og fyrirheita um efnahagsiegar og pólitiskar umbætur i landinu. Þegar i' fyrravor hafði pólska stjómin áttað sig á þvi, að hún hefði ekki gjaldeyri til að greiöa með þann hluta erlendra skulda sem gjaldfallinn var. Hún baö vestræna banka þvi um aukin lán. Bankarnirgerðu Pólverjum grein fyrir þvi, að þeir mæltu meö strangri launastefnu, til að auð- velda útflutningsstarfsemi. Þeir mæltu með þvi að hætt yrði að greiða niður matvæli og styðja við bakið á fyrirtækjum sem ekki gætu boriö sig. Hér var ekki um skipanir að ræða frá skuldareig- endum, heldur vi'sbendingar, eins og það var orðað. Verðhækkanir á matvælum sumarið 1980ber þvi að túlka sem tilraun hinnar pólsku forystu til að koma til móts við erlenda banka, og hækkununum var fylgt eftir með miklu átaki til að auka útflutninginn — átaki sem kom m.a. fram í þvi að hillur pólskra verslana tæmdust. Áhætta Með þessu tók Gierek mikla áhættu. 1970 og 1976 höföu verka- menn neytt stjórnvöld til aö hætta við að hækka verð á matvælum. Verö á matvælum hafði veriö all- stöðugt áratuginn, en niður- greiöslur á landbúnaðarvörum frá rikinu höfðu aukist stórlega. Það kom lika á daginn að fitl FRETTASKÝRING Giereks við matvælaverðið reyndist pólitiskt sjálfsmorð. 1 byrjun september varð hann að segja af sér og Stainslaw Kania tók við stjórnartaum um. Það voru verkföllin miklu i Gdansk og viðar sem voru bein forsenda þeirra mannaskipta, en þar á undan fóru efnahagslegar ófarir, sem staðið höfðu i áratug eða meir. Röng efnahagsstefna, sem vestrænir bankar og Sovétmenn greiddu fyrir með miklum lánum og pólskur almenningur kynntist daglega i biðröðum við tómar búðir. Ungversk fyrirmynd Þegar Gierek tók við völdum af Gomulka árið 1970 voru skuldir Pólverja viö útlönd ekki umtals- veröar. En draumur Giereks var að feta i velferðarfótspor Ungverja með þvi að endurtækni- væöa útflutningsgreinar atvinnu- lifsins. Þetta átti að skapa for- sendur fyrirbetrikjörum pólskra verkamanna og bænda. Vestræn tækni var flutt inn fyrir vesturlandagjaldeyri, lagt var i ýmsar metnaðarfram- kvæmdir og ódýr sovésk olia (undir heimsmarkaðsverði) var og með i þvi aö bera uppi aukna neyslu Pólverja. En svo fór eitthvað úrskeiðis. Verölag á hesltu útflutnings- vörum eins og stáli og kolum var háð efnahagsþrengingum i Vestur-Evrópu og styrkjastefnu Efnahagsbandalagsins. Aætlana- gerð um ný iönfyrirtæki var svo mjög i skötuliki i Póllandi og við- leitni' til endurskipulagningar i landbúnaöi gerði i raun illt vera. Dýpra í fenið Vaxandi laun kyntu undir neysluvonir. Ekki var samræmi milli aukinna tekna og aukinnar framleiðslu og verðbólga fór vax- andi. Stjórnin fhitti inn allmikið af landbúnaðarvörum til að mæta kröfum neytenda, og rýr gjald- eyrissjóður varð enn fyrir skakkaföllum vegna þessa. Hefð- bundnar útflutningsvörur pólsks landbúnaöar, gripir á fæti og bacon, hækkuðu i verði meö vest- rænni kreppu. Rikið hélt áfram styrkja- greiðslum til að halda land- búnaðarframleiðslunni uppi, en verölagi var haldið niðri. Erlendar skuldir uxu hratt og stjómin reyndi að bregðast við með þvi að flytja útmeira af þeim vörum, sem ætlaðar voru fyrir heimamarkað. Það vantaöi gjaldeyri til að kaupa varahluti og ýmsar rekstrarvörur fyrir iðnaðinn, sem var i stórum dráttum vestrænn að tækni- búnaði. Smám saman tæmdust verslanir, fólkið fékk æ minna fyrir si'n zloty. Svartamarkaður blómstraði, en iðnaður og land- búnaður hengu á horriminni. Margir þættir Gierek reyndi aö höggva á þennan hnút með sinum hætti, sem fyrr sagði, en hlaut að hrökklast frá. Samstaða varð til sem veigamikið pólitiskt afl og samdi um launahækkanir og ýmislegar umbætur. En efnahag- urinn var i rúst sem fyrr og enn þurftu pólverjar að biðja erlenda skuldarhafa vægðar á þvi ári, sem nú er senn liöið. Skortur og neyð börðu að dyrum með vetrar- komunni. 1 Kommúnista- flokknum tókust á þeir, sem vildu reyna að hverfa aftur til fyrri tima og þeir sem reiðubúnir voru tilað ganga alllangt i pólitiskum og efnahagslegum breytingum. 1 september hvöttu ráðamenn til samráðs flokks, kirkju og Sam- stöðu um aö leysa þá kreppu sem landið var komiö i. Viðræður hófust, en einnig i Samstöðu var ekki að finna einhug um það, um hvað ætti aö semja á þessu stigi málsins. Og allt um kring heyrðust beinar og óbeinar hótanir frá Sovétmönnum og öðrum sessunautum Pólverja i Varsjárbandalagi. Og gleymum heldur ekki hagsmunum vest- rænna lánastofnanna, sem gráta það þurrum tárum að verkalýðs- samtökin pólsku eru nú bönnuð. 1 skýrslu um Pólland, sem Jöhn P. Hardt, sérfræðingur i efnahagslifi Austur-Evrópu, skrifaði nýlega fyrir bandariska þingiö segir m.a.: ,,Þær ströngu efnahagsráðstaf- anir sem nauðsynlegar eru til að erlendir lanadrottnar fái aftur fé sittmunu skerpa mjög andstæður milli vestrænna banka og pólskra verkfallsmanna aö þvi er varöar lifskjör pólskra neytenda”... (Byggt á Information) Sendum landsmönnum bestu óskir um farsælt komandi ár meó þökk fyrir þad liðna EIMSKIP * SÍMI 27100 rti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.