Þjóðviljinn - 31.12.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.12.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 31. desember 1981.ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Frá mótmælafundinum við pólska sendiráðið á Grenimel þann 13. des. úrræði. Þar yrðu menn að þora að takast á við vandann eftir nýjum leiðum, meðal annars væri skylt að fara rækilega ofan i kostnaðarforsendur allra atvinnugreina, að það væri útilokað að rdðast gegn verðbólgunninema jafnframtværi tekið á megingróðauppsprettum einkaframtaks- ins eins og til dæmis innflutningsverslun- inni. Alþýðubandalagið hefur ævinlega lagt á það áherslu að verðbólgan er niður- staða þjóðfélagsátaka. Verðbólgan er i senn varnar- og baráttutæki auðstéttar- innar gegn verkafólki, gegn vinnandi fólki þessa lands. — t ræðu á kosningafundi Alþýðubandalagsins fyrir kosningarnar 1979var meðal annars svo að orði komist: „Verðbólgumeinsemdin verður þvi ekki læknuð með þvi að taka mið af óbreyttri samfélagsgerð.Verðbólgumeinsemdinverð ur heldur ekki læknuð með bvi að taka meðaltöl af öllum meðaltölum meöal- mennskunnar og deila i meðaltölin með fjölda þeirra flokka sem aðild eiga að rikisstjórn hverju sinni”. 1 sömu ræöu og i öllum okkar málflutningi var siðan bent á að aðeins heildaraðgerðir gætu dugað gegn verðbólgumeinsemdinni i landinu. Af hverju er þetta endurtekið nú? Vegna þess að einmitt þessa dagana liggur annars vegar fyrir reynsla liðins árs og hins vegar meginverkefni næsta árs sem sanna þetta: Litill árangur næst i baráttunni við verðbólgu nema horft sé á sviðið allt, en ekki aðeins einn þáttinn, eða tvo. Þar má ekki undanskilja innflutn- ingsverslun, banka né vinnslustöðvar landbúnaðarins, svo fátt eitt sé nefnt. Ljóst er að innan núverandi rikis- stjómar er góður viiji til þess meðal allra stjórnaraðilanna að taka á vandamálun- um i heild. Þar er rikur skilningur á nauðsyn þessa. Þar er vilji til samstarfs engu minni en fyrr. Hitt er ljóst að meiri- hluti stjórnarinnar á alþingi er ekki eins sterkur og vera þyrfti, enda þótt vel hafi tekisttil þráttfyrir knappan og raunar oft óvissan meirihluta. Vandinn á nœsta ári Verkefnin sem framundan eru verða að skoðast i samhengi við heildarstööuna i efnahagsmálum. Verðbólgan er eitt vandamálið af mörgum og hana má ekki einangra, slikt gæti haft i för með sér mári vanda á öörum sviðum en leystur yrði i glimunni við verðbólguna. Megin- vandinn iefnahagsmálum næsta árs er að minu mati þessi: 1. Ljóst er að efnahagsbati sá sem spáð var i Vestur-Evrópu og Norður- Ameriku mun ekki skila sér á næsta ári að mati erlendra efnahagssérfræðinga. Þess vegna meðal annars er spáð minnkandi hagvexti og vaxandi at- vinnuleysi i flestum grannrikjum okkar. 2. Astand loðnustofnsins er öllum kunn- ugt. Það mun hafa i för með sér að mikium mun minna verður til skiptanna á næsta ári en á þessu ári. Ekki verður um að ræða stóraukna sókn i aðra fiskistofna. Þetta þýðir að þau skip sem stundað hafa loðnuveiðar verða verkefnalitil eða verkefnalaus. Verulegur kostnaður fylgir þvi aö búa skipin á aðrar veiðar svo skiptir mörg- um miljörðum gamalla króna. Þátttaka þessara skipa i öðrum veiðum þýðir aftur að minna kemur i hlut þeirra skipa sem eru á botnfiskveiðum, rekstrargrundvöllur þeirra veröur lakari, tekjuhorfur sjómanna á sama hátt rýrari. Þaö þýðir að hærra fiskverð þarf að jafnaði á hvern fisk sem fæst úr sjó, sem aftur hefur i för með sér lakari af- komu fiskvinnslu — sem enn kallar á gengislækkun eða gengissig, sem loks hefur i för með sér aukna veröbólgu og annig koll af kolli. 3. t þriðja lagi er ljóst að birgðasöfnun mun eiga sér stað á næsta ári hjá þeim stóriöjufyrirtaskjum sem rekin eru hér á landi. 4.1 fjóröa lagi hlýtur stórvaxandi inn- flutningur á þessu ári og horfur á viðskiptahalla á næsta ári að kalla á sérstakar aðgerðir. Til glöggvunar um stöðu utanrikisviðskipta bendi ég á þetta: t október — fyrir aðeins tveimur mánuðum! — var því spáð af Þjóðhags- stofnun að á þessu ári yrði 520 milj. kr. afgangur á vöruskiptum landsmanna við útlönd en 620 milj. kr. halli á þjón- ustu, þ.e. 100 milj. kr. halli á viöskipta- jöfnuðinum alls eða samsvarandi 1/2% af þjóðarframleiðslunni samanboriö við 2.5% árið áður. Almennur vöruinnflutningur mars til júní var 20% meiri á föstu gengi en sömu mánuði i fyrra. 1 júli' og ágúst dró úr aukningu innflutnings og var þvi spáð að hún yrði 16% mánuðina september til desember i spám Þjóð- hagsstofnunár. Þessi spá var gerð i október, en þegar litiö var nánar á málin i byrjun desember, — tveimur mánuðum siðar — kemur annað á daginn: 1 september varð almenni vöruinnflutningurinn 49% meiri en i september i fyrra — á föstu gengi. 1 október var aukningin 30%, og því virðist svo — 8. des. sl. — að innflutn- ingsaukningin á föstu gengi verði ekki 16% eins og gert var ráð fyrir i október- spánni á timabilinu september-desem- ber, heldur 30%. Munurinn er 500 milj. kr. frá þvi sem spáð haföi veriðog um 1000 miljónum nýkróna — 100 miljaröar gamlir — meiri innflutningur en var i raun á sama tima i fyrra — á föstu gengi. Þessi innflutningsaukning jafn- gildir um 4700 kr. á hvern Islending og þessi aukning innflutnings bendir til stórfellds gröða innflutningsverslunar- innar. Enþessar staöreyndir hafa fleiri hliðar: Þessi innflutningur er f jármagnaður með verslunarl&num sem eru meira og minna sjálfvirk og þar af leiðandi hefur innflutnings- verslunin með þessum hætti nýtt i sina þágu stóraukinn sparnaö i banka- kerfinu. Á sama tima kveina fram- leiðsluatvinnuvegirnir undan lánsfjár- skorti, svo og húsbyggjendur. Jafn- framt er ljóst að þessi aukna velta innflutningsverslunarinnar er til marks um stóraukið peningamagn i umferð. Glöggir menn giska á að verðbólga á þessu ári sé 3^—4% meiri en ella hefði verið -aðeins vegna aukinnar peningaveltu, auk þess sem aukið pen- ingamagn i' bráð muni birtast i aukinni veröbólgu i lengd. Hér hafa verið raktar nokkrar efna- hagslegar staðreyndir, alþjóölegar sem innlendar, sem sýna, að sá vandi sem við erað etja i efnahagsmálum á næsta ári er mjög erfiður. Hann er hins vegar ekki erfiðari en svo að unnt á að vera að ráöa við hann ef menn gera sér grein fyrir vandanum i tæka tið og takast á viö hann af þrótti og raunsæi. Sá vandi verður ekki leystur með töfrabrögðum — hann verður dcki leystur án þess að hann komi viö nokkurn hóp i þjóðfélaginu. En hann þarf að leysa þannig að hann komihelstvið þá sem mest hafa, en þeir sem minnst hafa geta ekkert lagt af mörkum. Hér á landi eru til þjóðfélagshópar sem búa við knappan og erfiðan kost, og hafa ekkert svigrúm til þess að láta af hendi rakna fjármuni i baráttunni gegn verðbólgu. Þeirsem meira hafa — einkum fyrirtæki, milliliðir eins og innflutningsverslun og bankarnir — veröa þarna að koma til skjalanna. Einnig rikið og rikisfyrirtæki, fyrirtæki sveitarfélaga. Þarna verða allir að leggjast á eitt. Starfið tekur mörg ár þvi veröbólguvandinn verður ekki leystur i eitt skipti fyrir öll. Þrjú aöalatriði Alþýðubandalagiö leggur áherslu á þrennt frammi fyrir þeim efnahagsvanda sem núervið aðglfma: 1 fyrsta lagi að auka verður framleiðslu og framleiðni meö skipulegum hætti. Gera áæthin um eflingu þjóöarframleiðsl- unnar til 10—20 ára, þar sem stefnt er að þyi að þjóðarframleiöslan tryggi lifs- kjörin, en jafnframt verðitekið mið af þvi að erlendar lántökur fari ekki úr hófi fram. 1 öðru lagi ber að stuðla að viðtækum sparnaði i hagkerfinu, meðal annars i innflutnings versluninni. 1 þriðja lagi ber að leggja áherslu á jöfnuð og jafnrétti þannig að þeir sem meira hafa leggi meira af mörkum en aðrir i baráttunni gegn verðbólgunni. Hérhafa aðeins þrjú áhersluatriði verið nefnd, en margt annaö þarf að taka með inn i myndina eins og áður hefur verið bent á. Fiskverö Nú um áramótin er enn glimt við lausn fiskverðsvandans og hefur margt verið sagt um hann. Andspænis lausn slikra vandamála ber stjórnvöldum að hafa eina meginreglu, þá, að allt sé til athugunar og hvergi komist að fordómar þröngra sér- hagsmuna. Þess vegna hlýtur það einnig að vera til athugunar með hvaða hætti skiptakjörin eru og ættu sjómenn sist að hafa neitt við það aö athuga 'að yfir þau mál sé farið. Þá ber að lita á efnahags- legar fM-sendur og efnahagslegar af- leiöingar. Samstaöa er um að verðbólgu- vöxtur séaf hinu illa. Samstaða er einnig um að tryggja beri tekjur sjómanna til samræmis við tekjur landvprkafólks. En þar er erfitt að finna mælistiku þar sem allir eru á eitt sáttir. Tekjur sjómanna hafa haldið i'við tekjur i landi, vegna auk- ins afla ,en fiskverð á fiskkiló hefur dreg- ist aftur úr hlutfallslega. Þarna þarf að finna meðalveginn, sem er vandrataður. Þá ber að sjálfsögðu að lita á hag útgerðar.l llmánuðiþessa árs hélt Þjóð- hagsstofnun þvi fram að afkoma bátanna væri sæmileg, afkoma minni togara lakari, en afkoma stærri togara mjög slök. 23. desember s.l. — viku áður en fiskverð á að vera tilbúið — koma loks nýjar upplýsingar frá Þjóöhagsstofnun, sem sýna allt aðra mynd. Nú þegar þetta er skrifað hafa aðilar að yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins ekki getað talast við vegna þess að ekki liggja enn fyrir gifen um afkomu fiskvinnslunnar. Allt þetta tefur fiskverðsákvöröun eins og stundum áöur, en æskilegtværi að fá niö- urstöður sem fyrst. 1 umræðum um fiskverðið hef ég meöal annars itrekað bent á að menn athugi þann möguleika að fella niður oliugjald á fiskverð svo og svonefnt stofnfjársjóðs- gjald. Rökin fyrir þessum hugmyndum eru sem hér segir: 1. 1 fyrsta lagi er unnt að hækka fiskverð til sjómanna án þess að heildarhækkun fiskverös verði mjög veruleg með þvi að taka fleira inn i skiptin, sem þýðir aftur minni veröbólguhraða iframhaldi fiskverðsákvörðunar. 2. 1 öðru lagi er oliugjaldið óheppilegt vegna þess að það leggst á fiskverð, burtséð frá tilkostnaði og alveg án tillits til þess hvort þörf er fyrir mikla eða litla oliunotkun. Þá er þess aö geta aö lögumoliugjald fallaniðurum áramót- in og þess vegna þyrfti sérstök bráða- birgðalög til að framlengja þau. 3. 1 þriðja lagi er stofnfjársjóður fiski- skipa óeölilegur að þvi leyti aö það er ekki skynsamlegtað sjómenn taki þátt i þvi aö greiöa niður skipin fyrir út- geröina á sama tima og fiskistofnarnir eru takmarkaðir og takmarka verður stórlega sókn i fiskistofnana. Fleiri rök mætti tina til, en það veröur ekki gert að sinni, og rökin halda gildi sinu hver sem niöurstaðan verður um þessi áramót. Við fiskverðsákvörðun ber að taka mið af efnahagsþróuninni i heild —einnig og ekki síst þeirri fiskveiðistefnu sem mörkuð er á hverjum tima. Það er ekki unnt aö framfylgja fiskveiðistefnu sem ekki fær stuðning i ákvörðunum um fiskverð. Efnahagsvandi nágrannaríkja Ég hef nú rakið nokkuð árangur liðins árs, tillögur hinna flokkanna og Alþýðu- bandalagsins i siðustu kosningum, horfur næsta árs og fiskverðsákvöröunina. Ég ætla þessu næst að vikja nokkuð að þeim efnahagsvanda, sem við er aö glima I grannlöndum okkar, sérstaklega þeim, sem við miðum okkur gjarnan við, þegar metin eru i heild lífskjörin hér á landi, til að mynda félagsleg þjónusta. Fyrir nokkrum vikum var haldinn hér fundur vinnumálaráðherra Norður- landanna. Þar kom fram að á öðrum Norðurlöndum en Islandi eru atvinnu- leysingjar 600—650 þúsund talsins eða um það bil sex sinnum fleiri en allir verkfærir menn á Islandi. Þar kom einmitt fram að atvinnuleysi fer vaxandi i þessum löndum á næsta ári samkvæmt fyrirliggjandi spám. Litum á nokkrar staðreyndir úr efnahagslifi þessara landa, en höfum þá einnig staðreyndir efnahagslifsins á tslandi i huga. Hér veröa rifjaðar upp nokkrar tölur frá Noregi, Danmörku og Sviþjóð. Svnþjóð Hagvöxtur er 0.2% i Svfþjóö á þessu ári. Einkaneyslan dregstsaman um 1.5%, fjárfesting um 1.7%. Otflutningur eykst um 1.5%, en innflutningur dregst saman um 5.4%. Viðskiptajöfnuðurinn er nei- kvæður um 3.4% af þjóðarframleiðslu. 1980 voru 2.6% vinnufærra manna at- vinnulausir. Danmörk Heildarþjóðarfra mlei ðsla dregst saman á þessu ári um 1%, en hún dróst saman i fyrra um 1.5%. Einkaneysla minnkar um 1.5% i ár, en minnkaði um 3.5% ifyrra. Fjárfesting minnkar um 17% i ár, en um 13.5% i' fyrra. Atvinnulausir eru 9.3% af vinnufæru fólki — spáin fyrir næsta ár gerir ráð fyrir sama hlutfalli at- vinnulausra. Noregur Það er gert ráð fyrir 0.5% hagvexti i ár og að einkaneyslan aukist um 1.5%. At- vinnuleysi sé um 2% i ár. Þar er þvi spáð að viðskiptajöfnuðurinn verði neikvæður (þrátt fyrir oliuna!) um 0.7% af heildarþjóðarframleiðslu. — Til fróðleiks skal þess einnig getið að skuldir Norðmanna gagnvart útlöndum hafa verið sem hér segir — sem hlutfall af heildarþjóðarframleiöslu —: 1977 1978 1979 1980 1981 Sjá næstu síðu 44.1% 46.5% 43.7% 33.8% 34.3%

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.