Þjóðviljinn - 31.12.1981, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 31. desember 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Áramót
fjölmiölum eöa stjómmálaöflum hér á
landi. Þannig hefur ihaldið ekki haft neina
aðra skoðun á ofbeldisstjórninni i Tyrk-
landi en þá sem er Atlantshafsbandalag-
inu þóknanleg. Þessi dæmi—og dæmið
frá E1 Salvador — sýna því miður að enn
eru til á tslandi menn sem lita alla er-
lenda viðburði i gegnum gleraugu stór-
veldis og fást ekki til að taka sjálfstæða
afstöðu til nokkurs máls. Sem betur fer þá
fer þessum litilþægu talsmönnum ame-
riskra sjónarmiða fækkandihér á landi og
fullvi'st er að samfylking friðarsinna á
hljómgrunn meðal yfirgnæíandi meiri-
hluta islensku þjóðarinnar — ofstækis-
öflin eru litill minnihluti landsmanna.
Fatlaðir — aldraðir
Arið sem nú er að kveðja var helgað
málefnum fatiaðra. Allir þeir, sem til
þekkja viðurkenna að margt hafi áunnist
á þessu ári í þágu fatlaðra i átt að þvi
marki að tryggja fötluðum jafnrétti og
möguleika til þátttöku á við aðra. Hér er
um að ræða grundvöll að starfi sem
verður að halda áfram. Við lok þessa árs
vil ég leggja megináherslu á nauðsyn þess
að samtök fatlaðra haldi við baráttuþreki
sinu.þróttiog áhuga. Afskipti stjórnvalda
mega ekkiverða til þess að slæva þennan
baráttuvilja heldur til þess að örva hann
og styrkja. Á ári fatlaðra hefur komið
rækilega fram að fatlaðir krefjast ekki
ölmusu Ur hendi samfélagsins heldur
réttar til þess að mega leggja sitt fram
eins og aðrir. Það er grundvallaratriði
sem aldrei má gleymast. Nú i lok ársins
hefur félagsmálaráðuneytið gert itarlega
grein fyrir helstu viðburðunum á ári fatl-
aðra og verður það ekki endurtekið hér.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið ákvað á miðju þvi ári sem nú er að
liða að árið 1982 yrði helgað sérstökum
baráttumálum aldraðra á Islandi. 1 þvi
skyni var stofnaður Framkvæmdasjóður
aldraðra en hann mun á næsta ári hafa
um 30 milj. kr. til ráðstöfunar til fram-
kvæmda vegna aldraðra. Ljóst er að þörf-
in kallar viða, þannig að ekki verður unnt
að koma til móts við óskir allra i þessum
efnum og verður i fyrstu lögð megin-
áhersla á hjúkrunar- og dvalarheimili
aldraðra.
Þá verður lögð á það áhersla að reyna
að samræma betur en gert hefur verið
heilbrigðis- og vistunarþjónustu fyrir
aldraða hér á landi. Virðist ljóst af þeim
áætlunum sem nú liggja fyrir að vistunar-
vandi aldraðra á stofnunum verði leystur
að verulegum hluta eftir 2—3 ár hér á
þéttbýlissvæðinu — en þar hefur vandinn
verið mestur — en þá verður vitaskuld að
halda áfram þvi árlega bætast við tugir
aldraðra sem þurfa á hjúkrunarvistun að
halda (i Reykjavik einni um 20 manns á
ári). t fjárlögum ársins 1981 var gert ráð
fyrirum 8 milj. kr. til bygginga fyrir aldr-
aða, (þ.e. B-álma Borgarspitalans, hjúkr-
unarheimilið i Kópavogi, Hrafnista,
Hafnarfirði). Miðað við aðrar hækkanir
fjárlagafrumvarps til 1982 hefði sú tala
áttað fara i um 11 milj. kr.En samkvæmt
nýsamþykktum lögum um Fram-
kvæmdasjóö aldraðra er hér um að ræða
um það bil 30 milj. kr. Þessar tölur eru
nefndar hér tilþess að sýna að það er fjár-
magn sem úrslitum ræður i þessum efn-
um eða öllu heldur viljialþingis til þess að
leggja á skatta i samræmi við þarfirnar á
þessu sviði.
Málefni aldraðra hafa verið vanrækt
hér á landi um áratugaskeið. 1 vinstri-
stjórninni 1971—1974 var ellilifeyrir tvö-
faldaður að kaupmætti; á þessu ári er elli-
og örorkulifeyrir með heimilisuppbót þre-
falt hærri að kaupmætti en 1970 á siðasta
valdaári viðreisnarflokkanna, Alþýðu-
flokks og Sjálfstæðisflokks. Á þessu ári
hafa einnig verið teknar ákvarðanir um
að leysa Ur margra áratugavanrækslu i
framkvæmdum fyrir aldraða hér á landi.
Hér á að vera um að ræða málaflokk sem
allir geta sarreinast um — þvert á flokk-
ana — ef menn eru reiðubúnir til þess að
afla nauðsynlegra fjármuna. Þeir sem
gera kröfur fyrir hönd aidraðra eða fatl-
aðra en krefjast á sama ti'ma lækkaðra
skatta á þeim sem hafa tekjur og
heilsu — sb'kir kröfugerðarmenn eru óá-
byrgir. Þess hefur orðið vart að undan-
förnu að einstaka menn hafa áhuga á þvi
að nýta sér málefni aldraðra til þess að
hossa sjálfum sér. Ég leyfi mér að setja
fram þá ósk hér og nú að slikt verði ekki
gert á ári aldraðra, þannig að allir sem
áhuga hafa á málefnum þeirra megi i
sameiningu ná þvi besta fram sem fram-
ast er kostur á.
Kosningar i vor
1982erkosningaár. Gerthefur verið ráð
fyrirþviað kjördagur verði 23. mai næst-
komandi. Það er þvi skammur timi til
stefnu,eftir aðeins nokkrar vikur verður
gengið frá framboðslistum i byggðarlög-
unum og eftir tvo til þrjá mánuði verður
kosningabaráttan komin i hámark.
Alþýðubandalagið vann stórsigur i
kosningunum 1978. Hlutfail flokksins i at-
kvæðatölum kaupstaðanna fór úr tæpum
17% i tæp 25%, langstærstur varð sigur
flokksins i Reykjavik. Það er þvi ljóst að
þaö er m ikiðog verðugt verkefni að verja
þennan sigur fyrir árásum ihaldsins.
Alþýðubandalagsmenn i borgarstjórn
Reykjavikur hafaunnið vel, borgarstjórn
þeirra hefur verið farsæl og samstarfið
milii flokkanna þriggja hefur verið átaka-
minna en samstarfið var áður innan
borgarstjórnarliðs ihaldsins. Þeir flokkar
sem nú hafa meirihluta i Reykjavik verða
þvi að gera allt sem þeir geta til þess að
reyna að halda þeim meirihluta. Að
minnsta kosti mun Alþýðubandalagið
leggja á það höfuðáherslu. En engu að
siður er nauðsynlegt að við gerum okkur
öll grein fyrir þvi að það getur orðið á
brattann að sækja i kosningabaráttunni i
vor og þá verður að leggja fram meira
starf en áður. Alþýðubandalagsmenn i
öllum byggðarlögum hafa þegar hafið
undirbúning. Ég heiti á félagana að leggja
sig nú verulega fram. Það veltur á miklu
að vel takist til i vor.
t kosningunum i vor verður ekki aðeins
tekist á um stjórn viðkomandi bæjar-
félaga, sem er þó eitt út af fyrir sig ærið
kosningamál. 1 kosningunum verður
einnig tekistá um aðra þætti: 1 fyrsta lagi
munu kosningaúrslitin ráða verulegu um
aila framvindu landsmála að kosningum
loknum. Úrslit sveitarstjórnarkosning-
anna geta þannig haft veruleg áhrif á það
hverjir skipa hér stjórn og stjórnarand-
stöðu. 1 öðru lagi eru kosningarnar i vor
kjarabarátta, sérstaklega munu sjónir
manna beinast að borgarstjórnarkosning-
unum i Reykjavik i þvi efni. Hér fyrr i
þessari grein var minnt á kröfur kaup-
lækkunaraflanna i' kosningunum 1979 og
þástaðreynd að 80% kjósenda skipuðu sér
að bak við kauplækkunarflokkana. Verði
kosningaúrslitin i vor Alþýðubandalaginu
hagstæð verður auðveldara fyrir verka-
lýðshreyfinguna að verja og treysta
kjörin i landinu. Verði kosningaúrslitin
Alþýðubandalaginu óhagstæð snýst
dæmið við. Þess vegna verða kosningaúr-
slitin ekki aðeins spurning um fjölda
bæjarfulltrúa heldur einnig spurning um
krónur og aura: kosningaúrslitin munu
birtast mönnum i launaumslögunum að
kosningunum loknum . Þar ræður fylgi Al-
þýðubandalagsins úrslitunum. Alþýðu-
bandalagið er eini flokkurinn sem launa-
fólk getur treyst vegna þess að Alþýðu-
bandalagið litur á það sem höfuðskyldu
sina að standa við hlið launafólksins,
verkalýðshreyfingarinnar. Þessi stað-
reynd liggur fyrir öllum þeim sem fylgst
hafa með stjórnmálum undanfarin ár hér
á landi. Þetta liggur einnig fyrir þeim
sem fylgst hafa með stjórnmálaumræðu
siðustu daga. Þar hefur komið greinilega
fram að ýmsir aðilar telja nauðsynlegt að
breyta forsendum þeirra hógværu
skam mtimasamninga sem nýlega hafa
verið gerðirumkaup og kjör i iandinu. Al-
þýðubandalagið hefur lagst gegn sliku,
eins og komið hefur fram. Þessa afstöðu
Alþýðubandalagsins meta menn mikils,
enda er það hún sem er afgerandi.
Undanfarin ár hefur sá áróður dunið
hér ieyrum manna að Alþýðubandalagið
ráði öllu i nUverandi rikisstjórn. Þessi
áróður er settur fram til þess að hræða
menn, þ.e. sérstaklega stuðningsmenn
stjómarinnar i öðrum stjórnmálaflokk-
um. Þessi áróður er i rauninni fráleitur
þvi ljóst er að Alþýðubandalagið þarf að
verða enn sterkara á tslandi til þess að
sækja fram tilbreyttra þjóðfélagshátta á
öllum sviðum.
Ef Alþýðubandalagið og verkalýðs-
hreyfingin standa saman hafa þessar
hreyfingarafl til að verjastárásum á lifs-
kjörin, og stjórnarþátttaka siðustu ára
sýnir að þær hafa einnig afl til þess að
sækja félagslega ávinninga eins og kunn-
ugt er. Hitt er jafnljóst að þvi aöeins
verður unnt að festa þessa ávinninga i
sessi, þvi aðeins verður unnt að treysta
undirstöður atvinnu- og efnahagslifs i
þágu launafólks að Alþy ðubandaiagið efl-
ist frá þvi sem nú er. Það er okkar sam-
eiginlega verkefni á næstu árum.
Að lokum flyt ég flokksfélögum Alþýðu-
bandalagsins, stuðningsmönnum þess*ng
landsmönnum öllum bestu óskir um far-
sælt komandi ár. Vonandi tekst á þvi ári
að sti'ga ný skref i áttina til félagslegs
jafnréttis á tslandi. Vonandi tekst að
treysta i sessi sjálfstæði islensku þjóðar-
innar. Þessi eru tvö meginverkefni AI-
þýðubandalagsins, á þessu sviði birtist
sögulegt hlutverk þess og skyida við
framtið þjóðarinnar og samtið. Þess
vegna þarf þjóðin að eiga sterkt Alþýðu-
bandalag.
Áramóta-
brennur í
Reykjavík
og nágrenni
Aramótabrennur verða i
Reykjavik á eftirtöldum stöðum:
I. Við Safamýri norðan Fram-
heimilisins. 2. Gegnt Krumma-
hólum 2. 3. A svæði austan við
ölduselsskóla. 4. Við Bjarma-
land. 5. Milli Traðarlands og Lá-
lands. 6. Við Stekkjarbakka suður
af Alaska. 7. Við Holtasel. 8. Við
Hólma- og Heiðarsel. 9. Við
Vatnsveitubrú i Arbæjarhverfi.
10. Við Skildinganes i Skerjafirði.
II. Fyrir ofan Unufell. 12. Upp af
Jörfabakka. 13. Upp af
Ferjubakka. 14. Upp af Hjalta-
bakka.
Aramótabrennur i Kópavogi: 1.
Við Kjarrhólma. 2. Við Hvann-
hólma. 3. Við Reynigrund. 4. A
gatnamótum Asbrautar og Há-
brautar.
Brenna Seltirninga verður á
Valhúsahæð.
1 Hafnarfirði verða nokkrar
minni brennur en sú stærsta er
við Suðurgötu á Hvaleyrarholti.
t Garðabæ verða brennur á
mótum Hofsstaðabrautar, Eini-
lundar og Gigjulundar og á mót-
um Hofsstaðabrautar og Bæjar-
brautar.
1 Mosfellssveit verða fjórar
brennur: 1. Milli Byggðaholts og
Barrholts. 2. Ofan við Teiga-
hverfi. 3. Gegnt Reykjabyggð. 4.
Sunnan við Hliðartún.
Ein brenna
á Akureyri
Ein áramótabrenna veröur á
Akureyri. Verður hún innan við
Aðalstræti 23.
Líf margra væri,
fátæklegra án HHÍ
Þær 136 milljónir sem HHÍ greiðir
vinningshöfum í ár láta
margan drauminn, smáan og stóran, rætast.
Hitt er ekki minna um vert aö meö aðstoð
HHl hefur einn glæstasti draumur þjóöarinnar
allrar ræst,- aö gefa æsku þessa lands
þetri tækifæri til aö afla sér menntunar.
Efling Háskóla íslands er
hagur allrar þjóðarinnar.
r ^
• • ■•••■ ■■■■■■■■
•••••■■■ ••■•
■••••■■■ ••■■
•■•
• • •••■• ■■■•■■••
• •• • ••
• • L A
Vinningaskrá:
9 @ 200.000- 1 800.000-
9 — 50.000- 450.000-
9 — 30.000- 270.000-
198 — 20.000,- 3960.000-
1.053' — 7.500- 7897.500-
27.198 — 1.500,- 40.797.000-
106.074 — 750,- 79.555.500-
134.550 134.730.000,-
450 — 3 000 - 1.350.000,-
135.000 136.080 000,-
HAPPDRÆTTl
HASKÓLA ÍSLANDS
hefur vinninginn