Þjóðviljinn - 31.12.1981, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 31.12.1981, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 31. desember 1981. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 19 Krakkland vék til vinstri — það voru stærstu stjórnmálatibindi i álfunni, aó Mitterrand, foringi sósialista, sigraði i forsetakosn- ingum og fór á eftir glæsilegur kosningasigur flokks hans i þing- kosningum. llér er Mitterrand á kosningafundi með forsætis- ráðherra sinuni, Mauroy. i Þau einkamál sem fjöimiðlar vösuðust mest i á liðnu ári lutu að hjú- skap Karls Bretaprins og Dfönu, seni hér hafa gengið út á hallarsvalir að sýna sig konungshollustu þjóð heimsins. Sættir á Norður-írlandi voru enn lengra undan en oft áður: stjórn Margaret Thatcher vildi hvergi til slaka og lét heldur Bobby Sands, þingmann og liðsmanna IKA svelta i hel og nokkra félaga hans aðra, en að veita þcim réttindi pólitiskra fanga. Rann mikið blóð eftir bcirri slóð. — Myndin er frá útför eins þeirra IKA-manna sem sveltu sig i hel. Begin hélt völdum eftir tvfsýnar kosningar f tsrael og héit áfram mjög glæfralegri stefnu gagnvart grönnum sinum — m.a. með þvi að gera loftárásir á kjarnorkuver i trak og með þvf að innlima Gólanhæðir, hluta Sýriands i lsrael. Myndin sýnir landnemapláss tsraela á einu hinna hernumdu svæða. Heimsmeistaraeinvfgiö i skák var sá iþróttaviðburður sem mesta athygli vakti — ekki síst vegna baráttunnar fyrir þvf að fjölskyIda áskorandans Kortsnojs fengi að fara úr landi. Þaö mál er enn ekki leyst — og Kortsnoj tap- aði fyrir Karpov i annað sinn. Sem fyrr segir settu pólitisk morð og morötilraunir mjög svip sinn á árið: afdrifarikasti at- burðurinn af þvi tagi var sá, að hermenn i rööum hcittrúarmanna réðu Sadat, forseta Kgyptalands af dögum i október. Þar meö gliðnaði að verulegu leyti grund- völlur undir þeim sérfriði við Israel, sem Sadat hafði byggt stefnu sina á. Myndin er tekin á hersýningu i Kairó skömmu áður cn skotin riöu af — við hlið Sadats cr Mubarak sem tók við forsetacmbætti af hinuni myrta. Sovéskur kafbátur strandaði i októbcr á bannsvæði sænska sjóhcrsins við Karlskrona; þóttu þau tiðindi draga fram hræsni i friðartali Sovétmanna — ekki sist þegar sænskir sérfræðingar töldu sig verða vara við að um borð i kafbáti þessum væru kjarnorku- vopn. Ekkert land var jafnoft i fréttum ogPóIland: mestallt árið stóö yfir skörp barátta milii hinna óháðu verkalýðssamtaka, Samstöðu, og stjórnvalda sem áttu eftir þvi sem á leið æ færri úrræði f hinni cfna- hagslegu og pólitisku kreppu sem yfir landið gekk. 1 dcsember tók herforingjaráð öll völd i sfnar hendur, bannaöi Samstöðu, hneppti helstu leiðtoga samlakanna I fangelsi. Myndin sýnir liðsforingja á eftirlitsferð i verk sniðju.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.