Þjóðviljinn - 05.01.1982, Side 9

Þjóðviljinn - 05.01.1982, Side 9
8 SIÐA — ÞJÓDVILJINN, Þriöjudagur 5. janúar 1982 Þriöjudagur 5. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Ltfskiör Hvernig yröi mönnum viö ef ibúar Keflavikur og Njarðvikur tækju sig allt í einu upp með börn og bú/ kveddu ættjörðina og héldu með allt sitt til annarra landa — fyrir fullt og allt? Ætli okkur flestum fyndist ekki kveðinn upp nokkuð stór dómur yfir íslensku þjóðfélagi? Þessi dómur hef ur verið kveðinn upp nú þegar: á árabilinu 1960-1980 fluttu 8.500 fleiri menn af landinu en til þess. Þessi f jöldi samsvar- ar íbúatölu Keflavikur og Njarðvíkur. Til saman- burðar má geta þess, að til Vesturheims fluttu um 11.000 islendingar á öldinni sem leið. Brottflutningar frá Islandi hafa ööru hvoru skotiö upp kollinum i fjölmiölaumræöu á undanförnum árum. Markvissar aögeröir til þess aö draga úr brottflutningi hafa hins vegar ekki veriö settar fram. Þegar fariö er aö rýna ofan i orsakir brottflutninganna kemur enda i ljós aö þaö sem gera þarf er þess eölis aö ekki er vist aö all- ir kjósi aö taka á málunum. Stefán ólafsson settur lektor i félagsfræöum viö Háskóla Is- lands, hefur rannsakaö eöli og umfang brottflutninga af Islandi. I rannsókn hans koma fram mjög merkar niöurstööur, sem okkur þótti vert aö kynna lesendum. Viö leituöum þvi á fund Stefáns og báöum hann aö skýra okkur ögn frá þessari rannsókn. Töpuðum 376 á ári hverju 1971-80 Stefán Ólafsson hefur athugaö brottflutninga af íslandi allt frá timum vesturferöanna. I máli hans kemur fram, aö á þessari ölderu þaö einkum fjögur timabil sem einkennast af miklum brott- flutningum: tlmabilin 1948-52, 1960-62, 1968-71 Og loks 1975 til þessa dags. Raunar má segja aö tvö siöastnefndu timabilin renni saman I eitt og nokkuö samfelldur brottflutningur hafi veriö frá landinu undanfarin tuttugu ár. Eftir 1960 finna menn I skýrslum aöeins þrjú ár þar sem aöflutn- ingur er meiri en brottflutningur: þaö eru árin 1966, 1972 og 1974. A töflunni hér aö neöan eru þessar tölur teknar saman frá árinu 1968 til ársins 1980. Brottfluttir tslendingar urnfram aðflutta 1968-1980 (tölur meö neikvæöu formerki tákna aö aöflutningur hafi verib meiri en brottflutningur) 1968 412 1974 -t-80 1969 955 1975 329 1970 1380 1976 995 1971 308 1977 167 1972 -r 156 1978 653 1973 348 1979 548 1980 642 A þessu þrettán ára tímabili hafa tapast úr landinu 6.501 Is- lendingur. Meöaltap á ári er 500, en séu atvinnuleysisárin 1968-1970 tekin út úr er meöaltapiö á ári 376. Hverjir flytja úr landi? Stefán hefur tekiö saman nokk- ur félagsleg einkenni á þeim sem flytja af landi brott. A árunum 1975-1978, en þau ár athugaöi Stefán sérstaklega, var ungt fólk langstærsti hópur þeirra er fluttu — aldurshópurinn 20-35 ára sker sig úr, gift fólk i hópi brottfluttra er fleira en ógift og athygli vekur einnig hinn stóri barnahópur sem flyturaflandi brott: á þessum ár- um voru börn undir 14 ára aldri 25% þeirra sem fluttu. Barnafjöl- skyldur voru 55-60% brottfluttra. Stefán vildi taka fram aö þess- ar tölur væru fremur vanmetnar en hitt. Fólk þarf aö skila flutn- ingsvottoröi til Hagstofunnar en misbrestur vill veröa á þeim skil- um. Flutningar koma hins vegar um siöir fram I þjóöskránni þannig aö ætla má aö tölurnar jafni sig út milli ára. Þaö skal tekiö fram til aö foröalst misskilning aö I þessum tölum er tekiö tillit til námsmanna. Námsmenn sem flytja til annarra Noröurlanda koma aö sjálfsögöu inn i allar tölur um brottflutninga — þeir koma hins vegar einnig inn i tölur um aöflutning. Þegar skoöuö eru lengri timabil eins og hér er gert, veröa áhrif náms- manna þvi fremur litil á tölur um brottflutning umfram aöflutning. Stefán setur fram þá tilgátu aö þeir sem flytja af landinu séu aö meirihluta til úr verkalýös- og iönaöarmannastétt. Erlendar rannsóknir sýna aö þessar stéttir eru hreyfanlegri en aörar og einnig er til rannsókn á flutning- um innanlands, þar sem kemur fram aö 70% þeirra er I flutning- um stóöu, tilheyröu verkalýös- og iönaöarmannastétt. Hagstofan skráir ekki stéttaruppruna brottfluttra og þvl veröur aö leiöa llkur fyrir þessari tilgátu. Likurnar eru hins vegar sterkar. Að meðaltali fluttu ✓ 376 Islendingar úr landi á ári hverju á árunum 1971-1980. Það samsvarar íbúatölu Vikur í Mýrdal. Ári eftir að kaupmáttur er skertur byrjar fólk að flytja af landi brott landflótti og Hvert flytur fólkið? Stefán Ólafsson tók saman bú- setulönd þeirra, er fluttu úr landi á árunum 1975-1978. Þar kom fram, aö yfirgnæfandi meirihluti eöa þrlr fjóröu hlutar (75%) flutti til annarra Noröurlanda. Til Svi- þjóöar héldu 36,2% brottfluttra, 25,1% fór til Danmerkur og 15% héldu til Noregs. Flestir hinna giftu og flestar barnafjöl- skyldurnar fóru til Sviþjóöar en flestir hinna einhleypu fóru til Danmerkur. Frá Sviþjóö voru lélegastar heimtur á fólki. Þeir sem þangaö flytja viröast flytja fyrir fullt og allt. Hins vegar eru góöar heimt- ur frá Danmörku, þangaö sem einhleypa fólkiö flytur. Þaö ætti aö vera hverjum manni um- hugsunar- og áhyggjuefni aö til Sviþjóöar fara flestar barnafjöl- skyldurnar og aö þaöan eru jafn- framt litlar heimtur. Þetta fólk snýr ekki til baka. Stefán Ólafsson lektor. Merk athugun á land- flótta af íslandi Áhrif lifskjara á landflóttann ,,Þar sem miklir búferla- flutningar eiga sér staö er fólk oftast aö flýja náttúruhörmung- ar, atvinnuleysi, kaupmátt launa, pólitlska kúgun, styrjaldir, kreppur eöa upplausnarástand”, segir Stefán. „Hér á landi koma aöeins tveir af framangreindum þáttum til greina þ.e. atvinnu- leysi eöa kaupmáttur launa. Hér gætti nokkurs atvinnuleysis frá 1949 til 1952 og siöan aftur 1969 og 1970. Atvinnuleysi var hins vegar ekki umtalsvert á árunum 1960-1962 né heldur hefur veriö at- vinnuleysi frá 1975, þ.e. i tveimur af þeim fjórum landflótta- skeiöum, sem viö höfum upplifaö á þessari öld. Hér á landi hefur vlöa veriö skortur á vinnuafli og framboö á aukavinnu oftast mjög mikiö. Athyglisvert er einnig, aö samhliöa miklum landflótta ís- lendinga á ári hverju siöan 1975 hefur veriö allmikiö um innflutn- ing á erlendu farandverkafólki til vinnu viö fiskvinnslu”. Atvinnuleysi útskýrir semsé ekki nema hluta af landflóttan- um. Hvers vegna flýr fólk þá landið? Stefán ólafsson hefur sett fram tilgátu um þaö og fengiö mjög sterka staöfestingu á þeirri tilgátu. Hann valdi kaupmátt launasem mælikvaröa á lifskjör- in. Niöurstööuna sjáum viö á linu- ritinu sem hér fylgir meö. Á myndinni má greina fjóra megin toppa I tapi á fólki úr landi eftir heimsstyrjöldina síöari (breiöari iinan), þ.e. 1951-52, 1960-62, 1968-70 og 1975-78. Aö sama skapi er greinilegt, aö sam- hliöa öllum þessum brott- flutningstlmabilum voru áber- andi miklar lækkanir á kaup- mætti launa sem stóöu yfirleitt I tvö ár eöa lengur. I öllum þessum tilvikum hófst brottflutningurinn ári slöar en kaupmáttarrýrnun varö. Fylgnina þarna á milli telur Stefán skýra aö mestu aukinn landflótta á þessum fjórum tima- bilum. (Sjá linurit). Kaupmáttaraukning skilar fólki ekki til baka Ef breyting á kaupmætti launa er likleg til aö hafa svo rík áhrif á búferlaflutninga Islendinga má þá ekki búast viö, aö fólk snúi til baka þegar kjörin batna á land- inu? Svo er alls ekki. Mikiö vant- ar upp á, aö hægt sé aö segja aö batnandi lifskjör mæld I kaup- mætti launa, skili brottfluttum Is- lendingum heim aftur. Sláandi dæmi um þetta eru t.d. árin 1963-1966 er kaupmáttur hækkaði allnokkuö en afgerandi að- flutningar til landsins uröu ekki. Vinnutími og húsnæðismál Viö getum veriö sammála Stefáni um, aö þetta eru furöu sterk viöbrögö viö skammtima kjarabreytingum. Einnig hlýtur aö vekja athygli aö þegar kaup- máttur launa eykst hefst ekki aö- flutningstímabil. Stefán telur hina islensku þjóð oröna nokkuð rðtlausa i landinu vegna lifskjaranna. lsland stenst mjög illa samanburö viö önnur lönd, einkum þó Noröurlöndin, sem flestir flytja til. Ýmsir llfs- kjaraþættir viröast vera tslandi I óhag aö mati þeirra, sem flytja brott og þessir þættir hafa aö ein- hverju leyti rofiö tengsl þessa fólks viö sitt þjóöfélag og slna menningu. Stefán ólafsson bendir i fyrsta lagi á vinnutlmann. Mælingar Kjararannsóknanefndar sýna, aö vinnutlmi verkamanna, verka- kvenna og iönaöarmanna er allt aö fjóröungi lengri hér á landi en vinnutimi sambærilega stétta á hinum Noröurlöndunum. Areiöanlega er vinnutiminn þó oft mun lengri en þessar mælingar sýna. Kjararannsóknarnefnd byggir niöurstööur sinar ein- göngu á athugunum á höfuö- borgarsvæöinu og þaö á vinnu, sem menn vinna hjá einum og sama atvinnurekanda. Fjölmörg dæmi eru hins vegar um þaö, aö menn vinni hjá fleiri en einum at- vinnurekanda. Vinna viö eigiö húsnæöi, sem hvilir mjög á lands- mönnum, kemur heldur ekki fram I þessum athugunum. Stefán bendir einnig á húsnæöismál Islendinga. Fjár- festing i húsnæöi getur or öiö m ikil byrði, eins og allir þekkja, og litt fýsileg ungu fólki. Aö sama skapi er nokkuö brýnt fyrir fólk aö eign- ast eigið húsnæöi, þar sem leigu- markaöurinn annar hvergi nærri eftirspurn og leiga oft mjög há. Skipan þessara mála hér kann þannig aö hafa ýtt undir brott- flutning,svo sem tiöar tilvitnanir útflytjenda til þess, aö I fyrir- heitna landinu megi lifa af átta stunda vinnudegi samhliöa öryggi í húsnæöismálum, bera vott um. Þá bendir Stefán einnig á hve almenn velferöarþjónusta er skammt á veg komin hér á landi miöað viö önnur Noröurlönd. 1 Sviþjóð fara 30% þjóöarfram- leiöslunnar til almennra vel- feröarmála, en á hinum Noröur- í Sviþjóð búa um 3.700 manns af islenskum uppruna. Hvað skyldi laða svo margt ungt fólk frá íslandi þangað? - K% B-A KAUPMÁTTUR VERKAMANNAKAUPS OG BÚFERLAFLUTNINGAR ÚR LANDI 1940-1978. Línuritið sýnir fylgni milli brottflutnings og þróunar kaupmáttar launa frá 1940 til 1978. Fyrir ofan grunnlinuna (o — linan) fara saman rýrnun kaup- máttar og heildartap á fólki úr landi. Fyrir neöan linuna fara saman aukning kaupmáttar og heildarað- flutningur fólks til lands- ins. Kaupmáttur launa miðast hér við kauptaxta WM Dagsbrúnar fyrir hafnar- vinnu. A myndinni má greina fjóra « (nní A f Al 1, i 11«. ln*\/1i Greinilegt er, aö samhliða öllum brottflutningstimabilunum voru áberandi miklar lækkanir á kaup- mætti launa, sem stóðu yfirleitt 1 tvö ár eða lengur. 1 öllum þess- um tilvikum hófst brottflutningur ári eftir aö kaupmátturinn rýrn- aði. löndunum (Island undanskiliö) renna milli 20 og 25% þjóöar- framleiöslunnar til þessara mála. A Islandi er þessi liöur 15% þjóö- arframleiöslunnar. Þá bendir Stefán á þætti eins og samnorræna vinnumarkaöinn og aukin feröalög Islendinga erlend- is sem frekari skýringarþætti I landflóttanum. Samkomulagiö um norræna vinnumarkaöinn auöveldar lslendingum aö afla sér félagslegra réttinda og atvinnu á hinum Noröurlönd- unum. Ætla má, aö ferðalög er- lendis samfara hærra menntunarstigi geri Islendinga veraldrarvanari, og þeir láti þvi búferlafhitninga siöur vaxa sér I augum. Áhrif landflóttans Viö spyrjum Stefán hver hann telji áhrif landflóttans vera fyrir hina islensku þjóö. Áhrifin eru auövitaö margvisleg, ekki sist á þá, sem heima sitja. Þetta er vissulega áfellisdómur yfir islensku þjóðfélagi — dómur sem viö veröum aö taka fullt tillit til. Meöal þeirra sem eftir sitja getur skapast vonleysi og félagsleg deyfö og framfarahugur getur rýrnaö til muna*-þvi til hvers ættu menn aö vera aö þessu puöi Ur þvi fólk bara fer? Þá bendir Stefán einnig á, aö myndun samheldins þjóöarbrots i þeim löndum, sem Islendingar hafa flutt til geti stuðlaö aö áframhaldandi búferlaflutning- um. Tilhugsunin um aö flytja af landinu veröur ekki eins erfiö og ella, ef main vita af stórum hópi landa sinna — kannski vina og ættingja — i fyrirheitna landinu. Af slikum hópum má auövitað hafa ómetanlegan stuðning og að- koman verður þvi öll önnur en þegar menn halda út i óvissuna. Þessi möguleiki hlýtur að vera fyrir hendi, sérstaklega I Sviþjóö þar sem á f jóröa þúsund manns af islensku þjóöerni eru nú skráöir búsettir. Viö spyrjum: eru þessi áhrif ekki þegar farin aö segja til sin? Svo mikiö er vlst, aö samfelldur brottflutningur hefur verið af landinu öll árin eftir 1974. Efnahagsmálin og pólltíkin Stefán bendir á, aö sérstaða ts- lands I efnahagsmálum Norður- landanna felist i óstööugleika i kaupmætti launa. Til saman- buröar bendir Stefán á Noreg og sýnir okkur li'nurit yfir þróun kaupmáttar nær alla öldina annar: vegar iNoregiog hins vegar á ls- landi. Þvi miöur reyndist ekki unnt aö ganga frá lfnuritunum til prentunarhérog nú, en munurinn milli landanna er vissulega nokk- uö mikill. LinuritiöfyrirNoreg er nokkurn veginn samfelld lina upp á viö meö fimm hlykkjum — linu- ritiö fyrir Island einkennist af hiykkjum. Ahrif rikisstjórna á þróun kaupmáttar hér á landi eru veru- lega mikil. Rikisstjórnir gripa inn i kjarasamninga, ógilda kjara- samninga, gripa mikiö til gengis- fellinga o.s.frv. Sérkenni islenskrar efnahagspólitíkur segir Stefán felast i skammtima- lausnum, sem oft hafa I för meö sér umtalsveröa skeröingu á kaupmætti launa. Ahrifin láta j heldur ekki á sér standa — brott- | flutningur eykst svo aö segja ! samstundis. Þegar kaupmáttarrýmunarár- in eru skoöuö finna menn sjálfsagt samband milli skerö- ; inga á kaupmætti og erfiöleika i j þjóöarbúinu. Kaupmáttur viröist þó einnig hafa verið skertur meira en ætla mætti af sveiflum i þjóöartekjum og einnig án þess aö sýnilegir erfiöleikar hafi verið i hinu umrædda þjóðarbUi. Þannig var t.d. um 1960 — þá varö kjaraskeröing, en enginn kreppa. Vilja menn hafa þetta svona? Hvað er til úrbóta? Stefán ölafsson bendir á, að sU staöreynd aö rekja má landflótta hér aö miklu leyti til lifskjara- atriöa, bendi til þess, að tap á fólki úr landi sé ekki óhjákvæmi- legt. Raunar hljóti þab aö vera á aö verulegu leyti á valdi stjórn- valda og hagsmunasamtaka aö vinna gegn þessu tapi, þ.e.a.s. sé þaö markmiö virt, aö sem flest- um Islendingum eigi aö vera kleift aö búa i þeirra eigin landi. 1 framhaldi af öllu ofansögðu má spyrja: er þaö raunverulegt markmiö stjórnvalda aö vinna gegn brottflutningi? 1 sumum löndum, þar sem atvinnuleysi er iandlægt.er ekki amast viö brott- flutningum, nema siður væri. Ekki er hægtaö sjá, aö ástæða sé til siks útfhitnings hér á landi. Efnahagslega hlýtur sli'kur Ut- flutningur aö vera óhagkvæmur. Þaö kann varla góöri lukku aö stýra aö missa af landi brott ungt fólk i stórum stil— fólk sem þjóð- félagiö hefur kostaö uppeldi og skólagöngu i langan tíma og er rétt aö hefja sinn starfsferil. Svo ekki sé minnst á hinn „félagslega kostnað”— aöskilnaö ættingja og vina og aukiö vonleysiog vantrú á þjóöfélagið meöal okkar hinna, sem eftir sitjum. Eða hvaö? — ast

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.