Þjóðviljinn - 06.01.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.01.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA— ÞJÓDVILJINN Miövikudagur 6. janúar 1982. KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍðtalÍd Verslunarmenn hyggja á landvinninga: Æfa sig í réttri framkomu ' Verslunarráö hyggst nú I janúar endurtaka námskeiö fyrir félagsmenn ráösins i framkomuisjónvarpi en Ólafur Stephensen auglýsingastjóri hefur haldiö þrjú slfk námskeiö fyrir ráöiö og þóttu þau takast vel. I nýútkomnu fréttabréfi Verslunarráös kemur fram aö Þoiinmæöi þrautir vinnur allar og nú var loks svo langt komiö dómkirkjubyggingunni, áriö 1796, að fært þótti að vígja hana. Haföi þá smiöin staöiö yfir i 8 ár. Tókst að siðustu, eftir mikiö „japl og jaml og fuður” aö ganga svo frá þaki kirkj- unnar og turni, aö mönnum væri þar vært innan dyra án skinn- klæöa. Kirkjuna vigöi Markús Magnússon stiptpröfastur i Görðum, þvi Hannes biskup Finnsson hafði andast um sumarið, 4 ágúst, aðeins 57 ára • að aldri, öllum harmdauði. Fór vigslan fram þann 6 nóvember. Um haustiö efndi Landsupp- I fræðingarfélagiö, fyrir forgöngu * Ólafs stiptamtmanns, til minn- ingarathafnar um hinn látna biskup. Fór hún fram i skóla- húsinu á Hólavelli. Kom þar saman um 200 manns og var öllum sérstaklega boöiö. Hafði ekki fyrr svo fjölmenn sam- koma veriö haldin i Reykja- vikurkaupstaö. Magnús lög- maður Stephensen flutti aðal I ræöuna. i sjonvarpi námskeiöiö veröur fjögur kvöld alls og þrjá tima i senn. Æfingar miöast bæði viö undirbúning fyrir framkomu i sjónvarpi og framkomuna sjálfa. Æft verður i sjálfstæðum flutningi efnis, panelumræðum og aö svara j gagnrýnum spurningum i viö- \ tali. Þátttökugjald er 450 kall. i Skólapiltar efndu nú til sjón- leikahalds i skólahúsinu á Hóla- velli, þótt hrörlegt væri. Mun þab hafa veriö i annaö sinn sem leikrit var „fært upp” i kaup- staönum. Sýnt var Slaður og trúgirni, (Hrólfur), eftir Sigurð Pétursson, sýslumann. Fest voru nú kaup á ló- skurðarstofunni sem embættis- bústaö landfógeta svo hann losnaði úr tugthúsinu. — mhg Arnarstofninn á í vök að verjast: „Voldugur fugl en oftast meinlaus” — rætt við Ævar Petersen fugiafræðing Hafarnarstofninn á mjög i vök aö verjast um allan heim og er stofninn i mikilli hættu. Ariö 1910 dó hann út á irlandi, 1916 á Bretlandi, 1960 i Danmörku, 1946 í Austurriki, Sardiníu og Korsiku. i Finnlandi eru 9 pör, en 4 I Vestur-Þýskalandi. Eitt par er i Rúmeniu, Grikklandi og Júgóslaviu. Er stofninn einna sterkastur i Noregi, eöa um 300 pör. A islandi er taliö aö arnar- stofninn i árslok 1981 hafi veriö um 130—139 fuglar. bessar upplýsingar koma flestar fram i fréttatilkynningu frá Fuglaverndarfélagi Islands, sem hefur beitt sér mjög fyrir friöun arnarins og fylgst meö fuglinum hér á landi. Einn aöal- hvatamaöurinn aö stofnun félagsins var Björn Guðbrandsson læknir, en félagiö var stofnað áriö 1959. Við ræddum stuttlega vib Ævar Pedersen fuglafræðing um þennan tignarlega fugl, sem landsmenn hafa hræöst i gegn- um aldirnar. En hvaö skyldi vera til i sögusögnum um grimmd arnarins?: „Langflestar slikar sögur eru hugarburður einn. Haförninn er ákaflega stór og voldugur fugl, en hann er hrææta og ræöst yfir- leitt ekki á lifandi dýr. Hafern- inum fækkaði iskyggilega uppúr aldamótunum, og var kominn yiff&tmG1}-; Ævar Petersen fuglafræöingur. niöur i 10 pör um 1960,” sagöi Ævar aðspurður. — Hvaö verbur erninum helst aö fjörtjóni? „Erninum byrjaöi að fækka nokkru fyrir aldamótin, þegar stofnað var svonefnt Vargafélag til höfuös öllum vargfuglum, sem taldist allt meö bogiö nef og klær. Var þá heitið 20 krónum fyrir hvern dauöan fugl og má nærri geta aö þaö hefur viöa veriö góð búbót. Siöan var tekiö aö eitra i hræ fyrir refi og drap þaö marga erni. Nú á seinni árum virðist grúturinn drepa flesta fuglana, þvi þeir eru mjög viðkvæmir fyrir fitu i fiðrið. Haförninn, sem er eina tegundin hér á landi, hefur veriö al- friðaður frá 1913.” — Helduröu aö þaö sé eitt- hvað um að örnum sé smyglað úr landinu? „Þaö getur varla verið mikiö um þaö, þvi eftirlitið er mjög strangt. Þaö hefur borið meira á aö reynt væri aö smygla fálka- ungum úr landinu, en um þetta er erfitt að fullyröa”. — Hafib þiö fengiö einhverja unga i fóstur á vegum Náttúru- fræðistofnunarinnar? „Já, vib höfum sent fugla i fóstur upp aö Keldum amk. annaö hvert ár, en þeir hafa þá fundist illa á sig komnir eftir að hafa ient i grút eöa öðru. Þá var fugl I fóstri i hlöðunni á Brjánslæk fyrir tveimur árum. Hann var þar i góöu yfirlæti i 4—5 vikur, en drapst þá skyndi- lega. Eg kruföi þennan fugl og var hann meö mikla lungna- bólgu. Hefur trúlega verið búinn aö ofkælast i sjónum.” sagði Ævar aö lokum. Fari olia eða grútur i fiður sjófugla leysist fitan I þeirra eigin fiðri upp og hættir að hrinda vatni frá likama fugls- ins. Er mjög erfitt aö hreinsa fituna úr fiðrinu og oftast ofkælast fuglarnir og drepast. A siöasta ári fundust 4 ernir dauðir hér á landi, tveir fóru i grút frá loðnubræöslu, einn var skotinn meö selhaglabyssu og óvist er um dauba þess þriðja. Tala fulloröinna arna hér á landi var um 78 á siöasta ári, en auk þess sáust 23 ungir ernir og 14sem ekki var vita.ð hvort voru fullorðnir. Orninn veröur ekki kynþroska fyrr en hann er 4—5 ára. 28 arnarhreiöur fundust hér á landi á siöasta ári og komust ungar upp úr 18 þeirra, en 10 hreiður misfórust af ýmsum or- sökum. Ernir sáust frá Árnessýslu vestur um til Strandasýslu og einn sást i Suður-Þingeyjarsýslu. — þs- Ilaförninn er tignarlegur fugl og útlit hans hefur gefiö sögusögnum um grimmd hans byr undir báöa vængi. c p o Þh Þaö var nú skárra meöan hún varö hrein- lega reiö! Loksins lauk kirkjusmíðinni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.