Þjóðviljinn - 06.01.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.01.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 6. janúar 1982. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Fréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Oskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. tþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ólafsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guöjón Sveinbjörnsson. I.jósmyndir :Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guovaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösia og auglýsingar: Sföumúla 6, Keykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Reykjavík 1982 • Það skiptir máli hverjir ráða ferðinni i Reykjavik. Fjögur ár eru ekki langur timi i mót- un byggðar, en engu að siður kemst Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar að þeirri niður- stöðu i áramótagrein i Þjóðviljanum að Reykja- vik ársins 1982 sé verulega breytt frá þeirri Reykjavik sem heilsaði nýjum meirihluta 1978. Mikilvægar umbætur hafa orðið á fjölmörgum sviðum, einkum i félags- og heilbrigðismálum. • Á timabili hins nýja meirihluta hafa bæst við rými fyrir 577 börn á dagvistarheimilum i borg- inni og unnið er eftir áætlun um að fullngæja þörf- inni á þessum áratug. Dagvistarheimilin voru opnuð fyrir þroskaheft börn i upphafi kjörtima- bils og hefur þetta brautryðjendastarf Reykja- vikurborgar nú verið leitt i landslög. Dagmæðra- kerfið hefur verið sameinað dagheimilakerfinu og þessa dagana er verið að taka gæsluvallakerf- ið undir sömu stjórn. Innra starf dagvistarheim- ilanna hefur og tekið miklum stakkaskiptum og þau hafa nú á að skipa sérhæfðu starfsliði, tal- kennurum og sálfræðingum. • í tið nýja meirihlutans hafa verið teknar i notkun þrjár glæsilegar æskulýðsmiðstöðvar, og samvinna skóla- og æskulýðsráðs um tómstunda- störf fyrir skólanema verið efld með góðum á- rangri. • 1 málum aldraðra hafa orðið veruleg um- skipti til hins betra. Tvö dvalarheimili hafa verið tekin i notkun á timabilinu og á vori komanda bætist hið þriðja við með sérstakri hjúkrunar- deild. Á þessu ári verður hafin bygging á dvalar- og hjúkrunarheimili i Seljahverfi. Tómstunda- starf aldraðra hefur verið eflt og dagvistun verið tekin upp við Dalbrautarheimilið. Bygging B- álmu Borgarspitalans er þó stærsta verkefnið og er stefnt að þvi að taka hluta byggingarinnar i notkun næsta haust. Á næstunni tekur svo til starfa hjúkrunardeild fyrir heilaskaðaða lang- legusjúklinga i Hvitabandinu gamla. • Á ári fatlaðra hefur Reykjavikurborg verið athafnasöm og á vegum Alfa-nefndar borgar- innar er unnið merkt starf undir ötulli forystu Egils Skúla Ingibergssonar borgarstjóra eins og fram kemur i áramótaviðtali i Þjóðviljanum. Hæst ber þar sú ferðaþjónusta við fatlaða sem borgin yfirtók og er enn verið að efla. Fjölmörg dæmi mætti nefna um árangur af samvinnu borgar og samtaka fatlaðra og þó að hægt miði eins og t.d. i atvinnumálum má ráða af samtalinu við borgarstjóra að markvisst er unnið að hinum fjölmörgu úrlausnarefnum. • Yfirbragð borgarinnar hefur tekið stakka- skiptum á kjörtimabilinu. Bernhöftstorfan var brunarúst ’78 og ellefu reisuleg timburhús við Hallærisplan biðu niðurrifs eins og svo mörg önn- ur á undan þeim. Ný vinnubrögð og breyttar á- herslur i skipulagsmálum hafa skilað sér i bætt- um miðbæjarbrag, þróttmeira borgarlifi og þétt- ingu byggðar. Fjölmargt fleira mætti nefna af verkefnum siðustu ára i Reykjavik svo sem um- bætur á skiðalandi og aðstöðu i Bláfjöllum, endurbætur á Sundhöllinni og hönnun skauta- hallar i Laugardal. Strætisvagnafloti borgar- innar hefur verið endurnýjaður og Bæjarútgerð- in byggð upp. Bygging Borgarleikhúss er loks komin á fullan skrið og þannig mætti lengi áfram telja. Það er þvi full ástæða til að taka undir með Sigurjóni Péturssyni er hann segir: „Þó fjögur ár séu ekki langur timi i mótun byggðar þá hafa undanfarin ár vissulega breytt miklu i Reykja- vik. Það er gaman að horfa yfir liðin ár og full á- stæða til að horfa með bjartsýni til komandi tima.” —ekh Marc Leland abstoöarfjár- málaráöherra Bandaríkj- Útlent kapítal í gvuðseigin... „Marc Leland lét m.a. I ljós þaö álit sitt aö lykillinn aö efnahagslegri velmegun allra landa væri hinn frjálsi markaöur og erlend fjárfest- ing væri hverju landi aö vissu marki nauösynlegur vaxtarbroddur. — Ef viö tökum Banda- rikin sem dæmi hér voru þau byggö upp meö erlendri fjár- festingu.” (Marc Leland aöstoöar- fjármálaráöherra Bandarikjanna I viötali viö D og V). Klofinn hvar? Er Framsóknarflokkurinn ) klofinn um flugstööina? Agreiningur vex milli Ólafs Jóhannessonar og Stein- grims Hermannssonar. (Fyrirsögn I Mogganum i gær). Voru j þeir að klœmast? V I „tslendingar ótrúlega grófir” segja dönsku blööin eftir stórskellinn. ■ (Fyrirsögn IMogganum). | Ungur og \ glœsilegur í ofanálag Einstaklingsfrelsi er jafn- rétti i reynd eins og forystu- menn Sjálfstæöiskvenna hafa bentá. Sjálfstæöismenn hafa valiö ungan og glæsileg- an mann, Daviö Oddsson til þess aö skipa fyrsta sæti framboöslistans og meö honum veröur úrval fram- bjóöenda, sem borgarbúar geta treyst og fylkt sér um, svo aö nýtt framfaraskeiö hefjist i höfuöborg landsins og kommúnistar fái sann- gjörn málagjöld fyrir svikin , kosningaloforö bæöi i borgarstjórn og rlkisstjórn. (Geir Hallgrimsson I áramótaboöskap , sinum i Mogganum). klippt Sú var áður önnur tíðin Helgarpósturinn spuröi nokkra valinkunna krata fyrir jól, hvaöa jólagjöf þeir vildu helstóska sér aö þessu sinni. Jó- hanna Egilsdóttir var sjálfri sér samkvæm einsog vænta mátti. Hún segir aö hún óski ekki eftir sérstakri jólagjöf. „Þaö er ekki beint jólagjöf, en tryggingarnar eru besta gjöfin sem gamla fólkiö hefur fengiö”, sagöi Jó- hanna Egilsdóttir. Arni Gunnarsson er ekki alveg eins litillátur i svörum sinum: „Nei, þaö held ég ekki. Ekki nema þú gætir gefiö mér Saab Turbo”. Svona riöur sænska velferöin krötum á slig. Stétt með stétt Verkalýösmálaráö Sjálf- stæöisflokksins varö þritugt 4. nóvember siöastliöinn. Af þvi tilefni gaf ráöiö út bækling meö ávörpum og ágripi af sögu Sjálf- stæöismanna i verkalýöshreyf- ingunni á glanspappir. Bækling- urinn ber heitiö Stétt meö stétt og kápumynd er marglit of- skynjunarmynd, eins konar performance, út frá heiti bókar- innar. Aöalhöfundur bókarinnar er sjálfur hirösagnfræöingur Flokksins Hannes H. Gissurar- son. Þaö þarf heldur ekki lengi aö leita blárra blóma I þvisa riti. Engir verka- lýðsflokkar Á einum staö fjallar Hannes um fylgi stjórnmálaflokkanna og segir aö aflokinni prósentu- þulu: „Þessar tölur eru aö visu óáreiöanlegar, en sýna þaö, sem reyndar allir vita, aö flokkurinn (Sjálfstæöisflokkurinn) sótti mikiö fylgi til verkamanna. Þaö er þvi vegna staöreynda sem fyrir liggja og ekki veröur um deild, fullkomin fjarstæöa aö skipta islensku stjórnmála- flokkunum I „verkalýösflokka, Alþýöuflokkinn og Sósialista- flokkin (og á undan honum Kommúnistaflokkinn) og borg- araflokka, Sjálfstæöisflokkinn og Framsóknarflokkinn.” Segir sagnfræöingurinn aö Alþýöu- flokkurinn og Sósialistaflokkir- inn hafi veriö menntamanna- flokkar. Og annaö er eftir þessu hjá honum blessuöum. Berufsverbot hjá borginni Hannes þenur skrif sin aö miklu leyti meö túlkunum og rangtúlkunum á ritum Svans Kristjánssonar um islenska verkalýöshreyfingu og Sjálf- stæöisflokkinn. Þaö fer til aö mynda mjög fyrir brjóstiö á Hannesi aö Svanur segir frá þvi aö flestir i stjórn óöins á árun- um 1938 til 1958 hafi veriö verk- stjórar og bifreiöastjórar. Svan- ur skýrir verkamannafylgi Sjálfstæöisflokksins á þessum árum m.a. meö afstööu til hug- myndafræöi, stéttarstööu, efna- hagslegri umbun og refsingum. Þetta þykir Hannesi ekki góö latina. Um „efnahagslega umbun og refsingar” segir hann aö séu ekki til neinar heimildir. En samt segir hann „aö sjálf- sögöu kann þaö aö hafa breytt einhverju um mannaráöningar hvaöa stjórnmálaskoöanir menn höföu”. Þetta staöfesta lika skoöanabræöur Hannesar i bókinni um 30. mars 1949, þar- sem segir frá þvi aö margir hvitliöa hafi veriö verkstjórar og verkamenn hjá borginni. Stalin kallinn gleymdist ekki i baráttusögu Sjálfstæöismanna I verkalýöshreyfingunni: Stétt meö stétt. Ráðist á leiðtoga flokksins Skrif Hannesar I Stétt meö stéttgeta skoöast sem samfelld árás á foringja flokksins I verkalýöshreyfingunni. Hannes segir aö sókn Sjálfstæöisflokks- ins I verkalýöshreyfingunni hafi lokiö áriö 1942, þegar Hermann Guömundsson fór úr flokknum. „Þaö sem skipti sköpum, var þó aö foringja vantaöi, eftir aö Hermann Guömundsson fór úr flokknum..” Kallar hirösagn- fræöingurinn fernt til hjálpar úr ógöngunum: 1. „hugmynda- fræöi”, þ.e. einhverjar hug- myndir, sem sameina menn. 2. fylgi, 3. foringja og 4. skipulag. Frjálslyndið þróast best... Hannes H. segir aö Sjálf- stæöismenn vilji fiokk allra stétta og hafi þvi valiö sér kjör- oröiö Stétt meö stétt. „Flokka- skiptingin ræöst aö dómi þeirra ekki af stéttaskiptingunni, heldur umfram allt af skoöun- um manna”, segir Hannes. Hins vegar er hann nægilega mikill klaufi til aö ómerkja orö sin meö þvi aö vitna til hins látna leiö- toga Jóns Þorlákssonar „Frjálslyndiö þróast eölilega best meöal þeirra stétta, sem hafa best tækifæri til þess dag- lega aö sjá og sannfærast um aö einstaklingsfrelsiö er þeim mik- ils viröi, aö frelsiö veitir þeim möguleika til aö auka velgengni sina, sinna nánustu og félags- heildarinnar...” Sovétríkin í stétt með stétt 1 ritinu er svo langur kafli um Sovétrikin og ófrelsiö þar eystra. Þar segir frá Gulaginu öllu: Solsénitsyn, Búkofski og Hlébanof. En hvaö hafa þeir aö gera i sögu Sjálfstæöismanna I verkalýöshreyfingunni á Is- landi? -ög •a skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.