Þjóðviljinn - 06.01.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.01.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 6. janúar 1982. Nýir umboðsmenn Þjóðviljans Búðardalur: Flateyri: Edda Tryggvadóttir Sigriöur Sigursteinsdóttir Dalbraut 10 Drafnargötu 17 s. 93-4167 S. 94-7643 Vík í Mýrdal: Grindavík: Siguröur Þ. Þórhallsson Aöaiheiður Guðmundsdóttir Mánabraut6 Austurvegi 18 s. 99-7218 s. 92-8257 Þórshöfn: Aðalbjörn Arngrimsson Arnarfelli s. 96-81114 Frá Menntaskólanum við Hamrahlið Öldungadeild: Skráning nýnema fyrir vorönn 1982 verður laugardaginn 9. jan. kl. 9.00 - 12.00. Skrán- ingargjald er kr. 600.00. Eldri nemendur mæti fimmtudaginn 7. jan. eða föstudaginn 8. jan. kl. 15.00 -18.00 og staðfesti skráningu á vorönn með greiðslu skráningargjalds. Stundaskrá öldungadeildar verður tilbúin á þessum tima. Kennsla hefst miðviku- daginn 13. janúar i öldungadeild. Dagskólinn: Stundaskrár verða afhentar miðvikudag- inn 13. jan. kl. 9.00. Konrektor Hef opnað tannlækningastofu að Laugavegi 126. Viðtalstimi 9 - 12 og 13.30 - 17.00. Simi 21210. Jónas B. Birgisson tannlæknir. Blikkiöjan Asgaröi 7, Garöabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468 Sérleyfi til fólksflutninga meö bifreiðum og réttindi til hópferðaaksturs Skv. lögum nr. 83 1966 um skipulag á fólks- flutningum meö bifreiðum falla úr gildi hinn 1. mars 1982 öll sérleyfi til fólksf lutninga meö bifreiðum. Jafnframt falla úr gildi réttindi til hópferða- aksturs f rá sama tíma. Ný sérleyfi til fólksflutninga með bifreiðum verða veitt frá 1. mars 1982 og skulu umsóknir um sérleyfi sendar til Umferðamáladeildar Umferðamiðstöðinni Reykjavík, eigi síðar en 15. febr.1982. I sérleyf isumsókn skal tilgreina: 1. Þá leið eða leiðir sem sótt er um sérleyfi á. 2. Skrásetn- inganúmer, árgerð og sætatölu þeirra bif reiða sem nota á til sérleyf isferða. Réttindi til hópferðaaksturs verða veitt frá sama tíma. Sé f rekari upplýsinga óskað verða þær veitt- ar í Umferðamáladeild Fólksflutninga Umferðamiðstöðinni Reykjavík, sími 1 92 20. Reykjavík, 6. janúar 1982 Umferðamáladeild. Minning Kjartan J. Eggertsson Einholtum, Hraunhreppi Fæddur 5. júlí 1908 — Dáinn 16. des. 1981 Kjartan Eggertsson bóndi Ein- holtum i Hraunhreppi var fæddur i Hjörsey 5. júli 1908. Foreldrar hans voru Eggert Magnússon frá Langholti i Hrunamannahreppi og Guöriður Guðmundsdóttir frá Anastöðum i Hraunhreppi. Kjart- an var næst yngstur f jögurra sona þeirra hjóna. Hann ólst upp i foreldrahúsum i Hjörsey til ársins 1912, að fjöl- skyldan flutti að Einholtum og átti hann siðan heima þar til dauðadags. Eggert faðir hans lést árið 1928 og hélt Guðriður þá búskapnum áfram með sonum þeirra. Þeir eldri hurfu siðan til annarra starfa, en Kjartan og Gunnlaug- ur, yngsti bróöirinn, bjuggu áfram með móður sinni. Þegar kraftar hennar tóku að dvina réðst til bræðranna, sem bústýra, frænka þeirra, Guölaug Jónsdótt- ir og hefur hiin annast heimiliö af einstakri snyrtimennsku og myndarskap siðan. Einholtaheimilið hel'ur ávallt verið annálað fyrir góða um- gengni utan dyra sem innan og borið i hvivetna vitni um myndar- skap, dugnað og snyrtimennsku. Jörðin er vel upp byggð og hefur búskapur þeirra bræðra staöið traustum fótum. En Kjartan var ekki aðeins atorkusamur bóndi, heldur áhugasamur og virkur fé- lagsmála- og félagshyggjumaður. Hann tók ungur þátt i starfi ung- mennafélags sveitarinnar og var i forustusveit þess um tima. Þá gegndi hann margvislegum trúnaðarstörfum fyrir sveit sina og hérað i áratugi. Átti m .a. lengi sæti i stjórn Kaupfélags Borgfirð- inga, var fulltrúi Hraunhrepps i sýslunefnd Mýrasýslu frá 1972 til dauöadags, svo nokkuö sé nefnt. En það sem hæst ber af félags- málastörfum Kjartans eru af- skipti hans af sveitarstjórnarmál um. Hann var kosinn i hrepps- nefnd Hraunhrepps áriö 1938 og átti sæti i hreppsnefnd til ársins 1978, að einu kjörtímabili frá- töldu. Oddviti hreppsnefndar var hann frá 1950 til 1978. Kjartan var i öilum störfum sinum mjög traustur maöur, samviskusamur og reglusamur og bar hag þess er hann starfaði fyrir mjög fyrir brjósti. Hann var maður vinsæll og þeir sem honum kynntust þótti vænt um hann og báru virðingu fyrir honum. Ég veit að þeir sem unnu meö honum i hreppsnefnd eða á öðrum vett- vangi geta tekið undir þaö. Kjartan var maöur greiðvik- inn, trygglyndur og hjálpfús, en var ekki gefið um aö hjálpsemi hans væri i hávegum höfð. 1 rökræðum gat Kjartan verið fastur fyrir og hann gat hækkað róminn ef þvi var að skipta, en hlýddi ætið á rök annarra og virti skoðanir rnanna, þó þær væru ef til vill ólikar hans. Hann tók oít virkan þátt i um- ra&um á fundum og var jafnan málefnalegur. Skarpskyggni hans og þroskuð dómgreind, ásamt liðugri framsetningu tal- aðs máls, fékk l'ólk ósjálfrált til að veita oröum hans athygli. Kjartan var alvörumaður, en þó oft gamansamur og ætið glað- ur og hress, bæöi heim aö sækja og á mannfundum. Hann gat ver- ið smástriðinn, en striðni hans var ávallt græskulaus. Eg átti þess eigi kost að starfa með Kjartani nema litið eitt á sviði félagsmála, þó sátum við samtimis i stjórn Búnaðarlélags Hraunhrepps um tveggja eða þriggja ára skeið. Er mér enn minnisstætt þegar stjórnin var að semja drög að nýjum lögum fyrir félagið; þá kynntist ég fyrst af eigin raun greind Kjartans og skarpskyggni og mér urðu eftir það betur ljósar ástæður þess, að hann naut alla tið svo mikils trausts og virðingar af hálfu sveitunga sinna og annarra, sem til hans þekktu. Þegar Kjartan lét af starfi odd- vita árið 1978 kom það i minn hlut að taka við þvi starfi. Ég hafði ekki fyrr átt sæti i hreppsneínd og var sveitarstjórnarmálum þvi litt kunnur. Ég þurfti þar af leiðandi oft, einkum fyrstu tvö árin, að leita ráða og upplýsinga hjá Kjartani varðandi ýmislegt, sem oddvitastarfinu viðkom. Var jafnan gott til hans að leita og hann fús að miðla mér, reynslu- lausum byrjandanum, af þekk- ingu sinni og reynslu og fróðlegt var að eiga við hann samræður um málefni sveitarfélagsins. Mér hefur stundum veriö til þess hugsað, að það hafi i senn verið auðvelt og vandasamt að taka við oddvitastarfinu úr hendi Kjartans. Auðvelt vegna þess að hjá honum voru allir hlutir i stak- asta lagi, en vandasamtfyrir það, að til min hafa eíalaust verið gerðar meiri kröfur sökum þess hve Kjartan gegndi þessu starfi af mikilli trúmennsku og reglu- semi og umhyggju fyrir hag hreppsfélagsins og að sjálfsögðu leið ibúanna. Kjartan Eggertsson var merk- ur sonur sinnar sveitar og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera honum samtiða á hluta úr lifsgöngu okkar, þekkja hann og njóta vináttu hans. 1 okkar fá- mennu sveit er mikil eftirsjá að dugandi dreng og vandfyllt skarö hefur verið höggvið i bændastétt hennan En lifsstarf Kjartans lifir áfram um ókomin ár og verður okkur sem lifum hvatning til dugnaðar og samviskusemi i störfum okkar. Eg vil að lokum þakka Kjartani fyrir góð kynni og hjálpsemi við mig, sem áður er á minnst, og votta bræðrum hans og Guðlaugu og öðru venslafólki dypstu sam- úð. Blessuð veri minning hans. Guöbrandur Brynjúlfsson Brúarlandi. Norrænn styrkur til hjúkrunarfræðings Nývcrið fékk Ingibjörg Árnadóttir hjúkrunarfræðingur úthlutað styrk Norðurlandasam- vinnu hjúkrunarfræðinga að upp- hæð 7.000.- nýkr. Styrkinn notaði Ingibjörg til náms og rannsókna á: Hvernig bæta má miðlun til hjúkrunar- fræðinga igegnum fagblöð þeirra og hvaða leiðir er hægt að fara til að ná þvi marki. Ingibjörg dvaldi um tveggja mánaða skeið i Danmörku i námsheimsókn hjá Danska Hjúkrunarfélaginu, en það félag gefur vikulega úr fagblaðið ,, Sy gep lej e r sken ”. Ingibjörg Arnadóttir hefur verið starfandi ritstjóri Hjúkrunarfélags íslands i tólf ár, enfélagiðhefursiðan 1925gefið út fagblaðið HJÚKRUN i fjórum tölublöðum á ári. Auk þess gefur félagið út fréttablöð fyrir félags- Ingibjörg Arnadóttir hjúkrunar- fræðingur. menn sina og eru þau fimm til sex á ári. Heilsurækt og heilsuvernd Námskeið i heilsurækt og heilsuvernd verður haldið fyrir félagsmenn Verzlun- armannafélags Reykjavikur og hefst 12. janúar 1982. Farið verður yfir eftirfarandi efni: 1. Starfsstöður og líkamsbeiting. 2. Streita — fyrirbygging og meðferð. 3. Leikfimi. 4. Næring og fæðuval. Námskeiðið er eingöngu ætlað fyrir fé- lagsmenn V.R. og verður endurgjalds- laust. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu V.R. i sima 26344. Nánari upplýsingar um nám- skeiðið veittar i sama sima. Verzlunarmannafélag Reykjavikur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.